Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Brotnaði í fjörunni við Surtsey Mannbjörg en tugmilljóna tjón Finninn hlaut nokkuð öðruvisi ferð en til stóð ok reyndu menn eftir beztu getu að halda á sér hita ok hella vatni úr stÍKvélunum. BÁTURINN Bravó frá Vest- mannaeyjum, sem er fimm og hálfs tonna plasthátur, brotn- aði í fjörunni í Surtsey í gær, en þangað var háturinn fenninn til að sækja vísindamenn er dvalið höfðu í Surtsey við rannsókn- arstörf. Reið skyndileKt ólas yfir bátinn oj; tókst ekki að ná honum úr fjörunni og braut brimið hann niður þar. IJrír menn voru á bátnum ok komust þeir allir í land, en báturinn er ónýtur svo og tækjabúnaður visindamanna ok er hér um tuKmilljóna tjón að ra*ða. — Þetta gerðist allt svo fljótt og erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig þetta bar að, svo virðist sem slæmt ólag hafi skyndilega fleygt bátnum til og við köstuðumst tveir í sjóinn og vissi ég ekki fyrr til en ég lá skorðaður undir bátnum milli steina, líklega á eina staðnum þar sem holrúm var undir, sagði Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum, en hann var ásamt tveimur öðrum mönnum á bátn- um, finnskum ferðamanni, sem fengið hafði að fara með og Ágústi Halldórssyni, sem sigldi bátnum, en hann er í eigu Hjálmars Guðnasonar og Ólafs Granz. Fimm vísindamenn, m.a. frá Norrænu eldfjallastöðinni og Orkustofnun hafa dvalið í Surts- ey sl. viku við árlegar rannsókn- ir og mælingar. Um kl. 13:30 í gær var Bravó kominn að Surts- ey og mennirnir byrjaðir að hífa tækjabúnaðinn um borð, en til þess var notaður lítill gúmbátur. Var síðan hafist handa um að hífa mennina út í bátinn og í fyrstu ferðinni slitnaði festingin úr gúmbátnum. Síðar færði alda Bravó til og sló bátnum flötum og tókst ekki að ná honum út úr brimgarðinum eftir það. Sigur- geir og finnski maðurinn hent- ust úr bátnum og aðstoðuðu mennirnir í landi þá við að komast frá bátnum og var síðan reynt að ná tækjum vísinda- mannanna úr Bravó á ný. Um leið reyndi Ágúst stöðugt að fá bátinn til að láta að stjórn og freista þess að ná honum úr briminu, en tókst ekki. Var þá botninn tekinn að brotna og ljóst varð að bátnum varð ekki bjarg- að. Ljóst or að um tugmilljóna tjón er að ræða, báturinn er yfir 20 milljón króna virði og rann- sóknatækin dýrmæt. Þá missti Sigurgeir Jónasson eina mynda- vél og eitthvað af linsum og myndavél finnska ferðamanns- ins eyðilagðist er sjór komst í hana. Vélbáturinn Sæfaxi var á veiðum nokkuð vestur af Surtsey og náðu vísindamenn sambandi við Vestmannaeyjaradíó gegnum „labb—rabb“ tæki, sem siðan kallaði í Sæfaxa og var hann kominn á staðinn rúmri klukku- stund eftir að óhappið varð. Þórarinn Eiríksson skipstjóri kvaðst hafa siglt eins grunnt og mögulegt var og reynt að láta belgi reka í land með línu, en þegar það hefði ekki tekist hefði Ágúst Halldórsson farið við ann- an mann í gúmbát og náð að koma línu milli Sæfaxa og lands. Var björgunarbátur Bravó þá notaður til að ferja þau tæki sem tókst að bjarga og mennina um borð og voru þeir komnir til Vestmannaeyja um kvöldmat- arleytið. Sigurgeir Jónasson sagði í samtali við Mbl. að Ágúst Hall- dórsson hefði sýnt mikið þrek er hann fyrst reyndi til þrautar að ná stjórn Bravó og síðar við að bjarga verðmætum. Væri mildi að ekki hefðu orðið önnur en smávægileg slys á neinum. Vísindamennirnir og skipverjar á Bravó reyndu að ná verðmætum úr bátnum milli þess sem ólögin réðu yfir þegar séð varð að ekki var hægt að ná bátnum úr fjörunni. Ljósmyndir Sigurxcir Jónasson. Reikningsstaða bankanna nei- kvæð um 24 milljarða 29. ágúst STAÐA viðskiptahankanna á viðskiptareikningum þeirra i Seðlabanka var í ágústlok neikvæð um 24 milljarða króna. Um áramót var lausafjárstaða bankanna hag- stæð um 4,8 milljarða. Þá var seðlaeign bankanna i sjóði um 1,1 milljarður. í júlílok hafði lausa- fjárstaða bankanna versnað um 18,fi milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var reikningsleg staða Landshanka ís- lands og Útvegsbanka íslands mun óhagstæðari í ágústlok en annarra hanka, Landsbankans um 13,8 milljarða. rn Útvegsbankans um 8,9 milljara í þessum tölum eru ekki upplýsi.igar um seðlaeign hankanna eða eignir þeirra í erlendum bönkum. Aðrir bankar höfðu neikvæða stöðu á viðskiptareikningi Seðla- bankans, þótt hún hafi verið nálægt núllinu. Aðeins einn banki hafði jákvæða stöðu, Búnaðarbanki ís- lands, sem átti inni á reikningi 2,5 milljarða króna. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins endurspegl- ar þessi staða bankanna erfiðleika í sjávarútvegi og meðal frystihúsa og ef til vill annarra atvinnuvega. Síðast er Landsbanki og Útvegs- banki komust í svo laka stöðu gagnvart Seðlabanka, á árinu 1974, var það vegna erfiðleika í sjávar- útvegi. Ennfremur getur þetta nú orsakast af breytingum á lánakerf- inu og því vaxtakerfi, sem stjórn- völd hafa komið á fót, lengri lánum en áður og að ýmsu leyti betri fyrir viðskiptavini bankanna. Morgunblaðinu er kunnugt, að á „ÉG ÁTTI í morgun fund með Sigurði Helgasyni, forstjóra Flug- leiða, þar sem hann sýndi mér afrit af því, sem Werner forsætisráð- herra sagði á þessum blaðamanna- fundi og í því var hvergi að finna þau ummæli, sem honum voru eignuð í fréttatíma útvarpsins á föstudagskvöld. Ég hafði svo sam- band við mína heimildarmenn í Luxemborg og þá sögðu þeir, að á þessum blaðamannafundi hefði einnig verið Josy Barthel, sam- þeim tíma, sem reikningsstaða Landsbankans um síðastliðin mán- aðamót var neikvæð um 13,8 millj- arða var lausafjárstaða bankans neikvæð um 10,8 milljarða, en þá hefur verið tekið tillit til erlendra eigna bankans, sjóða bankans í seðlum og mynt og er talan því lægri. Þetta sveiflast talsvert frá göngumálaráðherra, og hann hefði viðhaft þessi ummæli og forsætis- ráðherrann ekki mótmælt. Þess vegna hefðu þeir dregið þá ályktun að þetta væri hin opinbera skýring ríkisstjórnarinnar og sagt mér, að forsætisráðherrann hefði látið um- mælin falla," sagði Helgi Pétursson, fféttamaður á útvarpinu í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en í kvöld- fréttatímanum var það leiðrétt, að þau ummæli, sem forsætisráðherra degi til dags, því að hinn 20. ágúst var reikningsstaða bankans nei- kvæð um 7,6 milljarða en lausafjár- staðan um 4 milljarða og hinn 19. ágúst var lausafjárstaðan neikvæð um 2,6 milljarða króna. Hinn 30. júlí var skuldin við Seðlabankann 5,9 milljarðar en lausafjárstaðan neikvæð um 3,4 milljarða króna. Luxemborgar voru eignuð um ástæður þess, að viðræður Flugleiða og flugfélaga i Luxemborg um stofnun nýs flugfélags, strönduðu, hefðu ekki verið hans heldur hefði Barthel samgönguráðherra viðhaft ummæli í þessa átt. „Ég hlýt að viðurkenna þau mistök, að það var ekki forsætisráðherrann, sem sagði þetta, en hins vegar standa ummæl- in efnislega óbreytt og það finnst mér satt að segja meginmálið," Bensín með lægri oktantölu nú í sölu UM þessar mundir er í sölu bensín mcð minni styrkleika en það bensin. sem venjulega er selt, eða 91—91,5 oktan í stað 93ja oktana bensins. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá olíufélögunum í gær, að í ágúst hefði orðið mikill dráttur á því að Sovétmenn afgreiddu bens- ínfarm. Var gripið til þess ráðs að kaupa 7 þúsund tonn af bensíni í Rotterdam til þess að koma í veg fyrir bensínleysi í landinu. Þetta bensín er með lægri oktantölu, en það er einmitt í sölu um þessar mundir. 7 þúsund tonn samsvara rúmlega mánaðar bensínsölu í landinu. Samkvæmt því sem talsmenn olíufélaganna tjáðu Mbl. í gær á það engin áhrif að hafa á vélar bifreiða þótt oktantala lækki niður í 91 oktan. Svara „hug- mynd“ sátta- nefndar í dag klukkan 10 SÁTTANEFND og sáttasemjari ríkisins lögðu á sáttafundi í gær fyrir aðila vinnumarkaðarins. Álþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands svokallaða innanhússtillögu, sem ber yfirskriftina „Hugmynd sáttanefndar að lausn á deilu um röðun starfsheita í launaflokka" miðað við samræmda skipan eða kjarnasamning með launaflokka frá 6 og upp í 30. Þetta plagg var lagt fram sér- staklega við 6 landssambönd inn- an ASI, Verkamannasamband ís- lands, Landssamband iðnverka- fólks, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Málm- og skipa- smiðasamband Islands, Samband byggingamanna og Landssam- band vörubifreiðastjóra. Sam- kvæmt upplýsingum Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara hafa þessir aðilar „hugmyndina" til skoðunar og hafa þeir verið boðaðir til fundar árdegis í dag klukkan 10. Hefur sáttanefnd óskað eftir svörum á þeim fundi. Fundinn hjá sáttasemjara i gær sátu forseti og framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, formenn áð- urnefndra landssambanda og formaður og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Framkvæmdastjórn VSÍ kom saman til fundar í gær klukkan 17 til þess að ræða „hugmyndina". Málið varð ekki útrætt á þeim fundi og var nýr fundur boðaður klukkan 09 í dag. Hin ýmsu sérsambönd innan ASÍ fjölluðu um málið í gærkveldi. sagði Helgi Pétursson. „Eg mun þó, til þess að ekkert fari á milli mála, verða mér úti um afrit af öllu því, sem þeir Werner og Barthel sögðu á þessum fundi.“ Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða kvaðst í gærkvöldi ekkert vilja um málið segja annað en það, að nú væri það komið á hreint, að þessi tilteknu ummæli hefðu ekki verið forsætisráðherrans, eins og hann, þ.e. Sigurður, hefði staðhæft. Rikisútvarpið: Ummælin ekki forsætisráðherr- ans heldur samgönguráðherrans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.