Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 Yfirlit.smynd yfir sýninxuna. SEPTEM Það verður ekki um villst að komið er fram í september, á einni hélunótt hrundu laufblöðin í stór- um stil af greinum trjánna í garði mínum og þó höfðu þau ennþá ekki tekið á sig hina fjölskrúðugu, töfrandi haustliti. Yndislegu sumri er lokið og þó þrjóskast það við að víkja með öllu því að frábærilega fallegir dagar auðga tilveruna, sem annars er hálfgerð hrollvekja opni maður á annað borð dagbiöðin og lesi inniendar sem erlendar fréttir. A þessum tíma almanaksins, er sinfónía árstíðanna breytir um hljóma í litatónum, kliði náttúr- unnar og stórsjóar taka að rísa á slóðum sæfarenda er flytja björg í bú og mjögþurfandi ríkisjötu, — þá opna stórsýningar haustsins dyr sínar ein af annarri og ný tegund litadýrðar blasir við gest- um og gangandi er þar knýr á dyr. Sýningar Septem-hópsins eru orðnar árviss viðburður í listalífi höfuðborgarinnar, þeir sýna nú í sjötta sinn, sem verður að teljast gott úthald, eitthvað í líkingu við ástir samlyndra hjóna, sem þó eru í raun mjög ósamlynd og þrætu- gjörn. Þannig mun íslenzkum iistamönnum einna best iýst og varlega skyldu menn trúa fram- slætti þeirra, kerknislegum og tvíræðum, — mikill sannieikur felst í því er Jóhannes Jóhannes- son sagði sex skoðanir í ákveðnu máli á blaðamannafundi en lista- mennirnir voru einmitt sex er viðstaddir voru. Sennilega her- bragð til að auka á galdra og sjafnaryndi sýningarheildarinnar Meðlimir Septem-hópsins eru allt grónir og landskunnir mynd- listarmenn sem óþarft er að kynna sérstaklega, — sýninga þeirra er jafnan beðið með nokk- urri eftirvæntingu þó þær stað- festi öllu fremur stöðu þeirra í íslenzkri myndlist en að þar fari fram ólgukenndar hræringar, margslungnar byltingar eða útrás ótaminnar orku tilhugalífsins. I heild sker sýningin sig ekki mikið úr fyrri sýningum en það er ekki aðalatriðið, heldur verkin sjálf og undirritaður viðurkennir fúslega, að hann hefur jafnan mikla ánægju að líta ný verk þessara iistamanna því að hann leitar ekki fyrst og fremst eftir breytingum, heldur gæðum hverju sinni. Gjarnan hefði hópurinn þó mátt auðga upp á heildina með einum völdum gesti, helst útlend- um iíkt og þegar Eijler Bille sýndi með þeim um árið. Þar fyrir eru sýningar hópsins jafnan mikill listviðburður oggott er að vita til þess, að þeir hyggja á strandhögg norðan heiða og máski víðar um byggðir landsins í fram- tíðinni, — sjónvarpið gæti hér skilað góðu hlutverki þótt smár sé ljórinn í kytrum viðkomandi sómamanna er að sjónlistum snýr. Ekki hyggst ég gera upp á milli þessara listamanna í ljósi mynda þeirra á sýningunni það má finna fína hluti hjá þeim öllum, myndir sumra eru svo jafngóðar að naum- ast er mögulegt að benda á einhverjar er skeri sig úr, svo er með líflegar myndir Kristjáns Davíðssonar, mynsturkennda myndaröð Guðmundu Andrés- dóttur, risastór málverk Karls Kvarans og fjölkynngi mettuð skúlptúr-verk Sigurjóns Ólafsson- ar. Hins vegar sker mynd Valtýs Péturssonar „Hús við hafið" (5) sig úr öðrum verkum hans fyrir sterka einfalda heild. Jóhannes Jóhannesson, sem virðist vera með jafnbestu upphenginguna er mjög magnaður í myndum sínum „Glæður" (30) og þó einkum „Dui- úð“ (35) og mynd Þorvaldar Skúlasonar „Gul tilbrigði" (24) er gullfalleg í styrkleika sínum og einföldum litrænum tónastiga. I altækri merkingu virðist „feg- urð himinsins" hafa áhrif á að- sókn á myndlistarsýningar haustsins, fólk vill vera sem mest úti við og á hreyfingu. Septem- sýninguna þurfa þó sem flestir að sjá og skoða, — þess má og geta, að verði mynda er mjög stillt í hóf sé tekið mið af því hve grónir málarar þetta eru og á sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum. Að lokum ber að þakka fyrir sig og óska Septem-hópnum langra lífdaga. Bragi Ásgeirsson. Myndllst ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON Sumar sýningar, rekast fyrir einhverja guðlega for- sjón hingað á úthafsskerið norður við Dumbshaf, fara hljótt yfir, standa stutt og eru horfnar á braut áður en nokk- ur áttar sig. Þær hafa þó nokkrar verið þess eðlis, að menn leggja gjarnan á sig löng og lýjandi ferðalög viti þeir af þeim á erlendri grund. Þannig var t.d með sýningu á verkum hins heimsfræga grafík-listamanns H.A.P. Grieshaber í Myndlista- og handíðaskóla íslands á miðj- um sjötta áratugnum, þannig var það með sýningu á vest- ur-þýskri listgrafík í desem- ber fýrir nokkrum árum, — örfáar hræður létu sjá sig á þessum sýningum og eru þetta einungis tvö dæmi af mörgum hliðstæðum er ég man ekki að nefna í augnablikinu. Síðustu tvö árin hefur merkileg farandsýning flakk- að víða um Evrópu og Suður- Ameríku, en það er sýnishorn á drögum og uppdráttum nafntogaðra austurískra hús- ameistara er störfuðu á árun- um 1860—1930. Sýningin, sem er á vegum menningardeildar Austurríska utanríksráðu- neytisins, var fyrst opnuð í Vínarborg 6. september 1978 Málið og uppspretta sakleysis í fyrra fékk gríska skáldið Odisseas Elitis bókmenntaverð- laun Nóbels. Eins og oft áður voru ekki allir á eitt sáttir um ákvörðun sænsku akademíunn- ar. í Grikklandi töldu margir að velja hefði átt Jannis Ritsos í staðinn fyrir Odisseas Elitis. Þessi skáld eru af sömu kynslóð. Lögð var áhersia á að Elitis væri fulltrúi íhaldssemi í skoðunum, Ritsos aftur á móti framsækið byltingarsinnað skáld. Þessi ágreiningur virðist hafa fest rætur víða því, að sænskir gagn- rýnendur hafa tekið mið af honum í skrifum sínum um bækur Elitis. Elitis er eitt þeirra skálda sem lítið hefur verið þýtt eftir. Ed- mund Keeley og George Savidis þýddu 1974 höfuðverk Elitis, Axion esti, á ensku og Gúnter Dietz verkið á þýsku 1969. Axion esti kom út í sænskri þýðingu Ingemars Rhedin í fyrra (útg. Bonniers) og ljóðaflokkur eftir hann sem nefnist á sænsku Sex och ett samvetskval för himlen (útg. FIB:s Lyrikklubb) kom einnig út í fyrra í þýðingu Lasse 'Söderbergs og Mikaels Fioretos. Þýðingar Rhedins hafa vægast sagt fengið slæma dóma, en margir áhrifamenn sænskrar gagnrýni, eins og til að mynda Bengt Holmqvist og Karl Venn- berg hafa borið lof á Lasse Söderberg. Elitis hefur sagt að eina köllun skáldsins sé málið og telur Karl Vennberg að Lasse Söderberg sé trúr þessari játn- ingu Elitis. Þess má geta' að Lasse Söderberg er meðal helstu skálda Svía og rómaður fyrir þýðingar sínar úr spænsku og frönsku, en hann hefur líka þýtt ljóð eftir íslensk skáld. Gagnrýnandinn Jan Stolpe sem skrifar um sænskar þýð- ingar á ljóðum Elitis í Bonniers Litterára Magasin (nr. 2, 1980) er harðorður í garð Elitis. Hann afgreiðir hann sem skáid sem um of hallast að frumheimspeki og sé í raun fjandsamlegur lífinu. Hann verður þó að viður- kenna að Elitis nái stundum langt í myndrænum skáldskap sínum, en samanborið við Jannis Ritsos fölnar hann vegna þess að sá síðarnefndi túlkar skálda best fyrirheitið um betri heim. Ritsos er að mati Stolpes dæmi um róttæka hefð sem lifir góðu lífi meðal ungra grískra skálda. Odisseas Elitis Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Gegn þessari hefð hefur sænska akademían snúist, segir Stolpe. Ég verð að játa að skrif af þessu tagi (Stople er ekki einn sænskra gagnrýnenda sem slík- an málflutning hafa stundað) eru um of einföldun, að ekki sé sagt einfeldnisleg. Vissulega er Ritsos gott skáld. Og satt er það að á tímum grísku herforingja- stjórnarinnar dró Elitis sig að mestu í hlé, en Ritsos var fangelsaður fyrir skoðanir sínar. Aftur á móti er ekki ástæða til að láta Elitis gjalda þjónustu hans við skáldskapargyðjuna, vafamál er að grískar bókmennt- ir hefðu grætt á því að skáldið kynntist pyntingum og niður- lægingu fangelsisvistár. í Axion esti hefur hann ort um þau stríð sem gríska þjóðin hefur háð gegn óvinum sínum, einkum tii varnar. Sjálfur barðist hann gegn hersveitum Mussolinis í Albaníu 1940. Lasse Söderberg segir í for- mála þýðinga sinna að sú veröld sem við finnum í ljóðum Elitis sé í senn óviss eins og í draumi og landfræðileg staðreynd. Hann telur það fráleitt að ásaka Elitis fyrir að vera óháð skáld. Elitis hefur að vísu enga pólitíska sannfæringu í ljóðunum. Ljóð hans lýsa sáttargjörð þar sem hið harmræna verður eðlilegur þáttur lífsins. Um skáldskapinn hefur hann komist eftirminni- lega að orði: „Ljóðlistin er upp- spretta sakleysis full af bylt- ingarkenndu afli.“ Ljóð Elitis verður að sjálf- sögðu að lesa með það í huga að þau eru verk skálds sem með sérkennilegum hætti sameinar gríska klassíska hefð og súrreal- isma. Mað nokkrum rétti er hægt að segja að fegurðardýrk- un skáldsins sé ekki í samræmi við gagnrýnan hug margra nú- tímaskálda, endurmat þeirra á hinu liðna. Elitis er fæddur 1911. En því verður vart neitað að skáldinu tekst meistaralega að sameina óflekkaða skynjun kunnuglegra hluta og landslags og raddir undirvitundar sem fá lesandann til að horfast í augu við hið óræða: Og sá mig aftur á reiki án guða um þennan heim en íþyngdan öllu sem ég rændi dauðann meðan ég lifði. Aukið hráefni til Reyðarf jarðar og Borgarfjarðar eystri UM NOKKURN tíma hafa staðið yfir athuganir á þvi að kaupa skuttogara til Reyðarfjarðar og hefur nú verið gengið frá þessum málum þannig að skuttogarinn Guðbjörg ÍS verður seldur til Reyðarfjarðar. í fréttabréfi Kaupfélags Héraðsbúa er fjallað um þessi mál og þar segir m.a.: „Á síðastliðnu vori kom skriður á þetta mál, og nú er afráðið að fest verði kaup á togaranum Guðbjörgu ÍS 46. Guðbjörg verður keypt af norskum aðilum sem hafa togara í smíðum fyrir Isfirð- inga, en í stað hennar verða bátarnir Gunnar og Snæfugl seld- ir úr landi, og er Snæfuglinn þegar seldur. Ákveðið er að Reyð- arfjarðarhreppur og Borgarfjarð- arhreppur taki þátt í þessum kaupum, og verða eignarhlutar í skipinu þannig: Gunnar og Snæ- fugl 60%, Kaupfélag Héraðsbúa 20%, Reyðarfjarðarhreppur 10% og Borgarfjarðarhreppur 10%. Skipið verður afhent í maí 1981. Margar samþykktir hafa verið gerðar á fundum Kaupféiags Hér- aðsbúa um að auka hráefnisöflun til frystihússins á Reyðarfirði, og eru þessi skipakaup eða þátttaka í þeim liður í þeirri viðleitni. Auk þess á Kaupfélagið eins og kunn- ugt er helming í togaranum Hólmanesi á Eskifirði, og mun ekki verða breyting á því. Þátt- taka Borgarfjarðarhrepps í kaup- unum er til þess gerð að skipið geti með einhverjum hætti létt undir með hráefnisöflun til fisk- vinnslu á Borgarfirði, en atvinnu- ástand þar, einkum á veturna, er mjög slæmt eins og kunnugt er.“ Al (il.VSINCASIMIW F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.