Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980 37 mála, eða lagt sig og sofið um miðjan daginn. • Fullur bíll matar Svo er annað. Það er sagt að bændur fái seint borgaða sína vöru hjá Sláturfélaginu og það er kannski satt. En hitt er líka til í dæminu að menn búi í sveit og eigi ekki nema nokkrar kindur og vinni svo útífrá fyrir aðaltekjun- um. Slíkir geta gengið í Sláturfé- lagið og svo eftir því hvar menn búa geta þeir skroppið í bæinn og farið í Sláturfélagið og fengið allt sem þarf matarkyns til heimilis- ins á betra verði en aðrir og allt er skrifað. • Þurfum ekki að kvarta Nei, við í sveitinni þurfum ekki að kvarta. Svo eru það blessuð börnin okkar. Þau fá að fæðast og þroskast við góðar aðstæður, leika sér á grösugum víðáttum og sums staðar innan um allra handa gróður. Síðan verða þau stór og mörg þeirra lenda í höfuðborginni og ná sér þar í maka. Sum koma heim og hefja búskap með sinum foreldr- um, sem farin eru að reskjast. • Ekki nema blánóttina Ungt fólk i borg byrjar á að leigja, e.t.v. komið með barn, eða það ræðst í að kaupa íbúð, eða fá lóð og fara að byggja. Þá verður að fá sér aukavinnu og vinna svo í húsinu á kvöldin. Þetta fólk sést ekki nema blánóttina. Svo verður Guð og lukkan að sjá um að það hafi þrek til að halda þetta út. Og því miður vill oft fara svo að / uppúr öllu slitnar af eintómu álagi. • Maður verður að gæta sín Nei, þá er nú munur að eiga heima í sveitinni. Það eru alltaf ferðir í bæinn og hægt að skreppa þegar fólk langað til. En fegin er ég jafnan þegar ég er búin að ljúka erindum mínum í höfuð- borginni og er komin heim aftur. Hraðinn er orðinn svo mikill á öllum og bílamergðin svo óskap- leg, að maður verður að gæta sín að lenda ekki á Slysadeildinni. Ég get ekki vélritað þetta, en bið ykkur að láta það ekki ienda í ruslakörfunni og leiðrétta allar villurnar sem ég veit að eru í þessu. Svo kveð ég þig, kæri Moggi, með þakklæti fyrir að þú ert besta fréttablaðið, og Helgarpósturinn er stórgóður." Þessir hringdu . . . • Héldum að allt væri glatað Inga Rósa hringdi og bað fyrir innilegar kveðjur til óþekkts velgjörðarmanns fyrir skilning og skilvísi: — Sonur minn, Bjarni Þorvarðarson, Fjólugötu 11, sem er 13 ára gamall, varð fyrir því óhappi fyrir rúmri viku síðan að týna peningaveski með skilríkjum í og 5000 kr. í peningum, stórupp- hæð fyrir mann á þessum aldri af kaupamannslaunum sumarsins. Við héldum að þetta væri allt glatað og áttum enga von um að frétta meira af þessu. En svo var pósturinn að stinga umslagi inn um lúguna hjá okkur og viti menn: þarna var peningaveskið, skilríkin og 5000 krónurnar. Þessi skilvísa manneskja hafði meira að segja borgað undir bréfið úr eigin vasa. Mig langar til að koma innileg- um kveðjum til finnandans og vona að hann lesi þessar línur í dálkinum þínum, Velvakandi góð- ur. Hann lét ekki nafnið sitt upp í bréfinu, en ég verð að segja það, að það er notalegt að vita af svona fólki á meðal okkar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák alþjóðlega meistarans Timo- shenko og Davidovs, sem hafði svart og átti leik. 29. ... Hxg2! og hvítur gafst upp, því ef hann drepur hrókinn verður hann mát í öðrum leik. • Hættuleg beygja Ökumaður úr Kópavogi hringdi og kvartaði yfir að erfitt væri að komast úr Þverbrekku á Nýbýlaveg í vesturátt. Það er búið að gera þarna stórhættulega beygju, þar sem útsýnið er mjög takmarkað. Mig langar að spyrja yfirvöld gatnamála í Kópavogi, hvort ekki standi til að gera eitthvað til að greiða fyrir umferð á þessum gatnamótum. HÖGNI HREKKVÍSI BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. RÆKTUN OG FJÖLGUN Þaö er með eini eins og margar aðrar tegundir runna, að hann er fallegastur á meðan hann er ungur og þarf því endurnýjunar við stöku sinnum. Eins og margir sjálfsagt hafa rekið sig á er mjög erfitt að koma til einiplöntum, sem hafa verið fluttar í garða utan úr náttúrunni. Liggja til þess margar orsakir en aðallega sú að rótakerfið er mjög gisið, fáar og langar rætur svo að erfitt er að láta kökk fylgja þeim. Það væri þó helst ef maður gæti fundið nógu litlar plöntur. Eins er með ýmsa aðra runna t.d. fjalldrapa og birki. Yfirleitt er það ekki til neins að flytja nema smáplöntur í garða. Það er líka hægara að móta smáplöntur með klippingu svo að þær verði þéttar og fallegar. — En þetta var útúrdúr. Það má reyna að tína fræ af eini. Berin — sem raunar eru könglar, eru tínd seinni hluta sumars, fræin hreinsuð úr þeim og geymd á köldum og þurrum stað yfir veturinn. í mars-apríl eru fræin sett í sand og haldið rökum á köldum stað í 4—5 vikur. Síðan er Himalajaeinir í steinhæð Juniperus squamata þeim sáð í beð og þunnu lagi af sandi dreift yfir. Til þess að verjast sólsviðnun er strigi eða kalkaðir gluggar settir yfir og þess gætt að vökva vel. Óvíst er að öll fræin spíri á fyrsta sumri og þar sem plönturnar eru mjög litlar og vaxa hægt, þarf að halda beðinu vel hreinu. Það er líka hægt að fjölga eini með sveiggræðslu, aðallega þá skriðulu afbrigðunum sem þekkjast best hér. Nota skal ungar greinar. Börkurinn er særður á þeim stað sem maður óskar eftir rótunum og greinin fest vel niður með smáhæl, síðan er látin sandblönduð mold yfir. Ef gætt er vel með vökvun og allt gengur vel ættu að vera komnar góðar rætur eftir árið og næsta vor ætti að vera hægt að skera nýgræðinginn frá móðurplöntunni. Garðeigendur sem hafa vermi- reit geta reynt með græðlinga, sem á að skera af með hæl, þ.e. það á að fylgja græðlingnum viðarbútur af greininni sem hann er tekinn af. Moldin á að vera blönduð sandi og mómylsnu og hreint sandlag látið efst. Best er að stinga þeim niður að vorlagi eða þá í júlí. Nauðsynlegt er að skyggja beðið vel og verja gegn ofþornun. Það getur liðið ár þangað til græðlingar skjóta rótum en það er spennandi að fylgjast með vexti græðlinganna. Ekki má búast við 100% árangri. Það getur jafnvel farið svo að aðeins örfá prósent lifni en fyrir garðeigendur er aðalatriðið að einhver árangur náist. H.L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.