Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 209. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosningar vegna deilna um Smyril Frá Jogvan Arge, fréttaritara Mbl. í Fœreyjum, 16. aeptember. ATLI DAM. lögmaður mun á morgun, miðvikudag. leggja fram tillögu i færeyska þinginu, um þinglausnir og að nýjar kosningar fara fram eftir sex vikur. Stjórnarflokkarnir þrír, Jafnaðarmannaflokkurinn, Lýð- veldisflokkurinn og Fólkaflokk- urinn, hafi deilt hart um bilferj- una Smyril. Ekki tókst samkomu- lag og þvi hefur slitnað upp úr stjórnarsamstarfi. Lýðveldisflokkurinn og Jafnað- armannaflokkurinn hafa verið þvi fylgjandi, að Smyrill sigldi að vetrarlagi milli Færeyja, Skot- lands, Danmerkur og Noregs. Fólkaflokkurinn hefur verið and- vígur þessum áformum á þeim forsendum, að rekstrargrundvöll- ur sé ekki fyrir hendi. Samkomu- lag tókst ekki og því verða kosn- ingar í Færeyjum. Risaf ugl á stærð við litla flugvél WtLshington. 16. september. — AP. VÍSINDAMENN hafa fundið steinrunnin bein risafugls. Svona er talið að risafuglinn hafi litið út. Til samanburðar er bandariski skallaörninn. stærsta fugls sem nokkru sinni hefur flogið. Vænghaf þessa risa- fugis var 7,6 metrar og hann var 3,3 metrar á lengd, — frá stéli til nefs. Hann vó um 75 kíló og standandi var hann 1,80 metrar. Fundur þessi var kynntur af The National Geographic Society í Washington. Til samanburðar má geta þess að stærsti fugl heimsins í dag er Andorragammurinn, — með 3 metra vænghaf og vegur um 15 kíló. Risafuglinn var því á stærð við litla flugvél. Alls hafa 12 bein fundist úr risafuglinum, sem að líkindum hefur verið af ætt gamma. Þrjú bein úr vængjum fuglsins, tvö leggjarbein og hluti af höfuðkúp- unni. Talið er að risafugl þessi hafi verið uppi fyrir um 5 milljónum ára. Stærsti fugl, sem vitað var um, var með 4,9 metra vænghaf. Hins vegar er Pterosaurs, — fljúgandi skriðdýr, stærasta skepna, sem vitað er um að gat hafið sig á loft. Það hafði 10,7 metra vænghaf. Eldurí DC-10 Lundúnum, 16. september. — AP. ELDUR kom upp i DC-10 þotu í dag þegar hún var i flugtaki frá Heath- row-flugvelli i Lundúnum. Starfsmenn flugturnsins sáu eld í farangursgeymslu þotunnar og til- kynntu flugstjóranum þegar um eld- inn. Honum tókst að stöðva þotuna skammt frá brautarenda. Farþegar, 217 talsins, yfirgáfu þotuna í skyndi. Enginn beið bana, en nokkrir farþeg- ar meiddust í óðagotinu sem varð þegar fólk, — skelfingu lostið, hrað- aði sér út um neyðarútganga vélar- innar. Slökkviliðsbílar þustu að þot- unni og tókst fljótlega að slökkva eldinn. Ekki var í kvöld vitað um orsakir eldsins. Árás á banda- rískt sendiráð S«n Salvador. 16. september. — AP. ÞREMUR skriðdrekaeldflaugum var skotið að bandaríska sendiráðinu í San Salvador í kvöld. Eldflaugunum var skotið, að því er virðist út úr húsi um 50 metra frá sendiráðinu. Enginn slasaðist. Kenan Evren, hershöfðingi, hélt blaðamannafund i Ankara i dag og skýrði frá áformum um myndun borgarastjórnar i landinu. Símamynd AP. Handtökur vinstri- manna í Tyrklandi Ankara. 16. september. — AP. HERSTJÓRNIN í Tyrklandi lét í dag til skarar skríða gcgn vinstrisinnum og hand- tók fjölmarga. Hermenn fóru Lech Walesa: Ekki tímabært að stofna landssamtök (idansk, Varsjá, 16. september. — AP. FULLTRÚAR óháðra verkalýðsfé- laga viðs vegar um Pólland munu á morgun koma saman til funda i Gdansk og ræða þróun mála i landinu, og hvernig miðar i átt að stofnun óháðra verkalýðsfélaga. Leiðtogi verkamanna i Gdansk, Lech Walesa skýrði fréttamanni AP frá þessu i Gdansk. Hann sagði, að engin áform væru nú uppi um stofnun landssambands óháðra verkalýðsfélaga. „Á þessu stigi er ekki timabært að stofna landsamtök. Framtiðin mun skera úr um, hvort verkamenn vitt og breitt um landið, munu fylgja i kjölfar okkar,“ sagði Walesa. Samkvæmt reglugerð sem gefin hefur verið út af stjórnvöldum, þá verða verkamenn að sækja um leyfi til stofnunar óháðra verkalýðsfé- laga. Fyrsta umsóknin um stofnun verkalýðsfélags hefur þegar borist, og kom hún frá Katowice í Slesíu. Þá samþykkti þing sjómanna og hafnarverkamanna í dag, að ganga úr hinum ríkisreknu verkalýðsfé- lögum og stofna eigið óháð verka- lýðsfélag. Pólska stjórnin tilkynnti í dag áætlun um stórfelldan samdrátt á fjárframlögum til iðnaðarins, eða sem nemur 400 milljónum dollara. Henryk Jablonski, forseti Póllands hefur hvatt til baráttu gegn spill- ingu í landinu. Hvatning Jablonsk- is kemur í kjölfar frétta um víðtæka spillingu meðal ýmissa stofnana rikisins, og að rannsókn fari nú fram vegna meintrar spill- ingar innan ríkisútvarpsins og að fyrrverandi forstjóri útvarpsins, Maciej Szcezepanski, hafi dregið fé að sér auk þess að hafa lifað næsta ævintýralegu lífi. um borgarskrifstofur í An- kara og Istanbúl og handtóku þá sem grunaðir eru um að vera marxistar. Þá hafa fjöl- margir, sem grunaðir eru um hermdarverkastarfsemi, ver- ið handteknir. Heimildir segja, að allt að fimm þúsund manns hafi verið handteknir frá því herinn rændi völdum í landinu. Herstjórnin neitaði að segja nokkuð um handtök- urnar. Fyrr í dag hélt leiðtogi bylt- ingarinnar, Kenen Evren, fund með fréttamönnum. Hann sagði að í vikunni yrði komið á stjórn, sem skipuð yrði borgurum. Þá sagði hann, að stjórnlagaþing yrði sett á lággirnar svo fljótt sem mögulegt er. Hann sagði, að herinn hefði rænt völdum í landinu til þess að vernda lýðræði í landinu. Heimildir í Tyrklandi segja, að líklegastir til að gegna emb- ætti forsætisráðherra væru Turhan Feyzioglu, leiðtogi Lýð- veldisflokksins og Haydar Salt- ik, einn þeirra fimm hershöfð- ingja, sem nú sitja í öryggisráði því, sem sett var á laggirnar eftir byltingu hersins. ást er. • • Air Florida og World Airways í samkeppni um flugleyfí: F argjaldið 50£ milli Miami og Lundúna BANDARÍSKU flugfélögin Air Florida og World Airways heyja um þessar mundir baráttu fyrir þvi að fá úthlutuðu einu óráð- stöfuðu leyfi til farþegaflugs á flugleiðinni milli Miami og Lundúna. Með umsóknum flug- félaganna tveggja til banda- riskra flugmálayfirvalda fylgdu upplýsingar um fargjöld sem félögin hyggjast bjóða og eru þau talsvert lægri en lægstu fargjöld annarra flugfélaga. Air Florida ætlar að bjóða biðlistafargjald utan annatíma á 50 sterlingspund, eða 119 dollara, og venjuiegt fargjald á sama tíma á 62 pund. Biðiistafargjald World Airways verður hið sama og hjá Air Florida, eða 50 pund, en venjulegt fargjald 60 pund. Hljóti World flugleyfið, ætlar félagið að bjóða sérstakt kynn- ingarfargjald fyrstu tvo mánuð- ina, og verður það aðeins 89 dollarar, eða 37 sterlingspund, að sögn flugmálaritsins Flight. Frá því var skýrt í forsíðufrétt Mbl. í gær, að brezka flugfélagið British Airways hefði ákveðið að undirbjóða Laker Airways á flug- leiðinni yfir N-Atiantshaf. Frá og með 1. október nk. yrði félagið með lægstu biðlistafargjöldin milli Lundúna og New York borg- ar, eða 77 sterlingspund, og venju- legt fargjald yrði 90 pund. Einnig að biðlistafargjald félagsins til Miami yrði örlitlu lægra en hjá Laker, eða 81 pund og venjulegt fargjald 99 pund. ... að halda utan um elskuna sína. Þessi gulrótarskötuhjú voru tekin upp úr garði í Aarau í Sviss fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.