Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 t KRISTJÁN ANDRÉSSON Vörðuatíg 7, Hafnarfirði lést aö heimill sínu mánudaginn 15. september. Salbjörg Magnúsdóttir. t Maöurinn minn JÓN BJARNASON, Jökulgrunni 1, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum þann 14. september. Marfa Hjartar. t INGIBJÖRG GUOJÓNSDÓTTIR, frá Eyri, Ingólfsfiröi andaöist aö Elllheimllinu Grund þ. 15. þ.m. Vandamenn. Móöir okkar + LAUFEY GUOMUNOSDÓTTIR, Alfaskeiöi 56, Hafnarfiröi, verður jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, miövikudag, kl. 1.30. Guörún Bjarnadóttir, Sjöfn Magnúadóttir, Kristófer Magnúaaon, Guörún Magnúadóttir. t Móöir mín, tengdamóöir og amma, GUORUN SIGURRÓS ÞORLÁKSDÓTTIR, Uröarstíg 3, sem lést 7. sept. sl. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í dag miövikudaginn 17. sept. kl. 13.30. Þorlákur Ragnar Haldorsen, löunn I. Siguröardóttir, Haldor Gunnar Haldorsen. t Unnusti minn, sonur okkar, dóttursonur minn, bróöir, mágur og frændi, KÁRI SIGURÐSSON, Oyngjuvegi 12, Reykjavik, andaöist á Landspítalanum föstudaglnn 12. september, af afleiölngum slyss. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. september nk. kl. 10.30. Elfn Guömundsdóttir, Kolbrún Kristjándóttir, Reynir Magnússon, Siguröur Þórhallsson, Sigrfóur Benediktsdóttir, Helga Hálfdánardóttir, Helga Siguröardóttir, Viöar Aöalsteinsson, Rósa Sigurðardóttir, Gfsli Torfason, Þórey og Helga Sóley Viöarsdætur. t Okkar innilegustu þakkir færum vlö öllum sem auösýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, ÁRNA VALDIMARSSONAR. Ágústa Gunnlaugsdóttir, Dvalarheimilinu Hlfö, Akureyri, börn og tengdabörn. $ Útför móður mlnnar og tengdamóöur, SOFFÍU TUVINU, sem andaöist í Landspítalanum 11. þ.m. veröur gerö frá Fríkirkjunni á morgun, fimmtudag, kl. 15.00. Lena og Árni Bergmann Lilja Pálsdóttir Akranesi - Minning Fœdd 15. janúar 1909. Dáin 5. september 1980. Var líf hennar lilju skærra hreinn lufsOnKur uk hjartnæm bæn. Yfir sal og sveit, yfir sess og kirkju féll hennar lif sem friðargeisli. Þannig orti séra Matthías um mikilhæfa og göfuga konu. Þau orð eiga vel við um frú Lilju Pálsdóttur, prests- og prófastsfrú á Akranesi, sem er til moldar borin í dag. Vissulega var líf hennar blómum bjartara, eins og lofsöngur, sem flytur með sér gleði, fegurð og yndisleik, eins og friðargeisli, sem yljar umhverfi sitt og ber með sér bros og kærleika, sem ekki deyr, heldur lifir og grær í lífi þeirra, sem áttu og nutu. — Og vissulega var bæn hennar hjartnæm og heit. Ástvini sína bar hún á bænarörmum. öllu hennar lífi var lifað í bæn og í trú á mátt og handleiðslu þess Guðs, sem lífið gefur og dauðann sigrar. Jónína Lilja Pálsdóttir var fædd á ísafirði hinn 15. janúar árið 1909. Foreldrar hennar voru Páll Einarsson, skipasmiður, og kona hans, Pálína Jónsdóttir, er bæði voru ættuð af Suðurnesjum. Kornung fluttist Lilja með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hún var aðeins fimm ára gömul, er faðir hennar fórst. Þannig lagði lífið henni ungri + Útför BJÖRNS SIGUROSSONAR, bifreiöastjóra, Birkigrund 39, Kópavogi, veröur gerö frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 18. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Unnur Ólafsdóttir, Jóhanna Zoöga Henriksdóttir, Jóhanna Olga Björnsdóttir, Siguróur Björnsson, Kristjana Björnsdóttir, örn Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Björn Björnsson. t Þökkum innilega auösýnda samúð vegna andláts SIGRÚNAR ÁSDÍSAR PALMADÓTTUR, sem andaöist í Luxemborg, 6. þ.m. Útförin hefur þegar fariö fram. Ingi Kolbeinsson, Elín Siguröardóttir, Pálmi Guömundsson, Kristín Pálmadóttir, Inga Kolbeinsdóttir, Pálmi Jósefsson, Siguróur S. Kolbeinsson, Ingileif Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur minnar, KLÖRU GUOJONSDÓTTUR, Neshaga 5. Sverrir Sveinsson. t Móðir okkar og tengdamóölr, HELGA GÍSLADÓTTIR, Víöímel 39, Reykjavík, sem lést á Hrafnlstu hinn 13. þ.m. veröur jarösungin frá Neskirkju flmmtudaginn 18. þ.m. kl. 10.30. Þelr sem vildu minnast hennar eru beönir aö láta Kvenfélag Hvíta bandsins eöa aörar líknarstofnanir njóta þess. Þorsteinn Magnússon, Þórdis Þorgeirsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Emil Sigurösson, Bjarni Magnúason, Hafdis Þórólfsdóttir, Margrát Magnúsdóttir, Zdenek Klapa, Audrey Magnússon. t Eíginkona mín, móöir okkar og amma, REGÍNA HALLSDÓTTIR, Munaöarhól 6, Hellissandi, er lést 11. september, veröur jarösungin fimmtudaginn 18. september frá Ingjaldshólskirkju kl. 14.00. Húskveöja veröur á heimill hinnar látnu kl. 13.00. Georg Georgsson, Reynir Georgsson, Rúnar Georgsson, Georg Grundfjörö Gerogsson, Róbert Georgsson, ivar Reynisson. þungar byrðar á herðar. Erfið ár fóru í hönd. Fjölskyldan var fátæk en samhent og gædd sterkri trú og einbeittum vilja. Oft þurfti Lilja að leggja hart að sér á sínum æskuárum, og lengst af ævinnar voru starfsdagar hennar langir og erilsamir, en ávallt gæddir birtu, fegurð og heiðríkju. Fyrir nær fimmtíu árum eða hinn 18. október árið 1930 urðu hamingjurík og þýðingarmikil þáttaskil í lifi frú Lilju, er hún giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóni M. Guðjónssyni, sem þá var við nám í guðfræðideild Há- skóla íslands. Hann lauk embætt- isprófi þremur árum síðar, og fluttust þau hjónin þá til Akra- ness, þar sem séra Jón var aðstoð- arprestur í eitt ár. Árið 1934 fékk hann veitingu fyrir Holtspresta- kalli undir Eyjafjöllum. I Holti var heimili þeirra hjónanna í tólf ár, eða til ársins 1946, er séra Jón fékk veitingu fyrir Garðapresta- kalli á Akranesi og þjónaði því óslitið síðan, þar til fyrir tæpum sex árum, að hann fékk lausn frá embætti sakir aldurs og hafði þá jafnframt verið prófastur um skeið. Öll hin mörgu og erilsömu þjónustuár séra Jóns stóð frú Lilja við hlið hans og studdi hann í háleitu starfi á akri Guðs, sem hún bar ótakmarkaða virðingu fyrir. Yfir starf manns hennar, bæði í sveit og bæ, féll líf hennar eins og friðargeisli. Ávallt bar hún með sér birtuna, friðinn og fórn- ina, kærleikann, vonina og trúna og vildi leggja þeim málum lið, sem horfðu til fegurra og göfugra lífs á jörðu. Hún lét sér mjög annt um starf kirkjunnar og vildi vinna henni og unna. Um þrjátíu ára skeið var hún formaður Kirkju- nefndar kvenna á Akranesi og lagði á ráðin um að fegra og prýða kirkjuna, sem er með fegurstu og smekklegustu guðshúsum þessa lands. Starf prestskonunnar í íslenzku þjóðfélagi er þýðingarmikið og erfitt og ekki ávallt metið sem skyldi. Prestskonan er að jafnaði undir annarri smásjá og öðru mati en aðrar konur. Fáar prestskonur stóðust það betur en frú Lilja, að smásjá og rýnum augum væri að henni beitt. í fari hennar og framkomu fann enginn neitt, nema það sem fagurt var, gott og elskuvert, heilt, satt og traust. Hún var tvímælalaust með mikil- hæfustu prestskonum þessa lands, frábær húsmóðir er hafði næma og skýra vitund um hlutverk sitt. Frú Lilja hafði mjög næmt auga fyrir fegurð og smekkvísi, enda var heimili þeirra hjónanna óvenju fagurt, listrænt og hlýtt, þar sem hún fór um sínum nær- gætnu, fórnfúsu og gefandi hönd- um. Hið stóra prestshús að Kirkjuhvoli, sem var heimili þeirra í nær þrjátíu ár, bar fegurðarskyni og snyrtimennsku frú Lilju glöggt vitni. Þar var allt fágað og prýtt og umvafið fegurð og kærleika. Og prestssetrið að Kirkjuhvoli var ekki aðeins heim- ili stórrar fjölskyldu, heldur einn- ig heimili safnaðarins, þar sem mörg prestsverk fóru fram. Þang- að áttu ótal margir leið í gegnum árin, bæði í gleði og í sorg. Og allir fundu þar andblæ fórnfýsi og fegurðar, umhyggju, kærleika og vináttu. Og þegar þau hjónin fluttust á nýja heimilið að Bjark- argrund 31, þá var þar einnig unaðsreitur, þar sem fegurðin ríkti og góövild mætti gestum. Frú Lilja Pálsdóttir var kona mjög góðviljið, fórnfús og óeig- ingjörn. Hún var hreinlynd og hreinskiptin og gat sagt skoðanir sínar og meiningu, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, en ávallt með kærleika og réttsýni að leiðarljósi og með þeim hætti, að allir höfðu sæmd af. Frú Lilja var göfug og glæsileg kona bæði í sjón og raun. Yfir svip hennar og framkomu var í senn tiginmann- leg glæsimennska, kvenleg fegurð, hógværð, auðmýkt og birta. Stærst og mest var frú Lilja eiginmanni sínum, heimili og börnum og öllum stóra ástvina- hópnum, sem hún fórnaði öllu, sem hún gat og bar sívakandi umhyggju fyrir til hinztu stundar. Þau hjónin eignuðust ellefu börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.