Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 13 í Hvitárnesi beið eldhúsbíllinn gangnamanna og Norðurjökull sést i baksýn. Ferðaíélagsmenn tóku hraustlega til matar sins eftir erfiðan dag og var hangikjötið ekki lengi að hverfa af borðum. það talsvert mikið. Veðurathuganir hófust hér haustið 1965. Hvernig er að hlaupa út og taka veðrið á þriggja tíma fresti jafnt á nóttu sem degi? Vaktakerfi í stórfyrirtæki — Það er erfiðast að rífa sig upp á nóttunni, beint úr rúminu og hlaupa út. Mestan tíma tekur að klæða sig, enda viðbrigði að stíga úr heitu rúmi út í grimmdarfrost. Þá þarf einnig að venjast myrkrinu, en einn þátturinn í veðurtökunni er að athuga skýjafarið og þarf oft að rýna í skýin í 5 til 10 mínútur áður en hægt er að sjá nokkuð að ráði. En við höfum alveg sérstakt kerfi á veðurtökunni, sem er svo flókið að líkja má því við vaktakerfi í stórfyr- irtæki. Sá sem eldar þarf ekki að fara út á miðnætti og fleira í þá átt. Eða kannski var það öfugt, sá sem eldar á líka að fara út um miðnætti, en blm. leiðir kerfið að öðru leyti hjá sér. Fasti punkturinn er þó að Gunnar fer út kl. 3 að nóttu og Bergrún kl. 6 og telja þau skynsam- legast að hafa næturtímana þá sömu, betra sé að vakna alltaf á sama tíma. — Enda vöknum við alltaf klukk- an 3 og 6 á nóttu þegar við erum í fríi, svo ríkt er þetta í okkur. En er engin hætta á að gleyma sér? — Það er ekki svo mikil hætta á því. Þetta er orðin ákveðin rútínu- vinna og við göngum að henni eins og hverju öðru starfi. Veðrið má taka á 20 mínútna tímabili, frá því tíu mínútum fyrir heila tímann og þar til tíu mínútum yfir og við reynum að byrja tíu mínútur fyrir til að geta sent veðrið á nákvæmlega réttum tíma. Stundum liggur nærri að við gleymum okkur, það er helst þegar gestir koma og þá kannski rýkur maður upp frá hálfum kaffi- bolla og stekkur út. Einu sinni hefur okkur mistekist að taka veður á réttum tíma, en það var í vor þegar við fórum til að kjósa. Átti þá að sækja okkur hingað á flugvél á milli veðurtökutíma og skila okkur aftur svo við gætum tekið næsta veður, en ferðin dróst nokkuð á langinn og komum við ekki aftur fyrr en um kvöldmat og höfðum átt að taka veður klukkan 6. Klappa þarf diesel-vélunum Hús Veðurstofunnar á Hveravöll- um er hið vistlegasta, stofa í miðju húsi og út frá henni þrjú herbergi í austur og eldhúsið í norður, en frammi við dyr vestan megin í húsinu er sérstakt mælaherbergi sem einnig hýsir talstöðvarnar og lítil vinnu- og verkfærakompa er þar einnig. Ekki má heldur gleyma búrinu og á bænum eru þrjár frystikistur. Hitað er upp með hverahita, að sjálfsögðu, og rafmagn fengið með starfrækslu dieselvéla. Þær eru tvær og eins gott að þær standi sig. Öryggisins vegna eru þær tvær, en sjaldgæft er að þær bili illa — stundum þarf þó að klappa þeim svolítið segir Bergrún. Gunnar er vélstjóri að mennt, en það er talinn kostur í þessu starfi, en að öðru leyti kváðu þau ekki sett sérstök skilyrði til að gegna starfinu. Þau sátu vikulangt námskeið hjá Veðurstof- unni áður en haldið var í útlegðina og dvöldu einnig vikutíma á Hveravöll- um með fyrirrennurum sínum í starfinu. En hljóta þau ekki að vera orðin vel heima í veðurfræðinni? -*• Ekki kannski vel heima, en ákveðna þekkingu má öðlast þegar tilveran byggist á og snýst næstum alveg um veður. Starfinu hefur fylgt að við höfum lesið nokkuð um veður og þannig hefur kannski síast inn í okkur einhver viska. Þau Bergrún Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson hafa starfað á Hveravöllum í ár og hafa nú tekið að sér að vera þar annað ár. Hefur staðurinn þetta aðdráttarafl? — Staðurinn hefur það vissulega og hér þykir okkur gott að vera. Hefur það reyndar verið svo með alla, sem hér hafa sinnt veðurathugunum. Margir hafa kannski ætlað að vera hér eitt ár eða kannski tvö, en þau hafa alltaf orðið fleiri og hafa flestir starfað hér lengur en þeir ætluðu í upphaft. Fólk hefur yfirleitt ekki flutt héðan öðruvísi en tilneytt af einhverjum ytri ástæðum, námi sínu eða öðru og þau sem lengst hafa búið hér voru í fimm ár. jt. Rán heitir nýja þyrla gæzlunnar - væntanleg til landsins eftir viku LANDHELGISGÆZLAN tók á mánudag við nýrri þyrlu af gerð- inni Sikorsky S-76 í Bridgeport í Bandarikjunum. Verður þyrlan væntanlega tekin um borð i varðskipið Ægi i St. Johns á Nýfundnalandi i næstu viku og síðan flutt hingað til lands. Kaup- verð þyrlunnar með tækjum. sem bætt hefur verið i hana. er um 1,6 milljón dollara eða rúmlega 800 milljónir króna á núgildandi gengi. Einkennisstafir þyrlunnar eru TF-RAN, en þyrlan heitir Rán. Þyrlur af þessari gerð eru hann- aðar fyrir almennan markað, en ekki eingöngu fyrir hernotkun. Við hönnunina voru störf við landhelg- isgæzlu höfð í huga að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Þyrlan tekur 12 farþega og reiknað er með 2 flugmönnum. Flugþol er 4-5 klukkutímar þegar þyrlan er fullhlaðin og án þess að eldsneytistönkum sé bætt í þyrluna. Þá er flughraði hennar 140-150 hnútar. Pétur Sigurðsson var spurður hvernig þyrlukaupin yrðu fjár- mögnuð og sagði hann, að Land- helgisgæzlan ætti nokkurt fé í Landhelgissjóði, en einnig væri fyrirhugað að selja aðra Fokker- flugvél Landhelgisgæzlunnar. Þrír starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar hafa undanfarið verið við þjálfun í Bandaríkjunum og tóku þeir við þyrlunni í gær, en þeir eru Björn Jónsson flugstjóri, Þórhallur Karlsson flugmaður, og Berghreinn Þorsteinsson flugvirki. Fyrstu daga loónuvertiðarinnar var gott veður á miðunum. en þangað er rúmlega sólarhringsstím frá Siglufirði. Góð veiði var i 2 daga i siðustu viku. en síðan hefur afli verið tregur og i gær var farið að bræla á miðunum. Þessa mynd tók Jón Páll Ásgeirsson af Helgu Guðmunds- dóttur á miðunum. Lítil veiði hjá loðnuskipunum LOÐNUVEIÐI hefur verið dræm undanfarið og veður misjafnt, en i gær var þó komið ágætt veður á miðunum norður i hafi. Loðnan hefur verið dreifð síðustu daga og hafa skipin leitað um allan sjó. Frá upphafi vertiðar 5. september hafa veiðzt um 20 þúsund lestir af loðnu, en 33 af 52 skipum eru byrjuð veiðarnar. Skipin hafa landað frá Bolungarvik, austur um til Austfjarðahafna, en nú munu viðast vera laus löndunar- pláss. Um helgina tilkynntu eftir- talin skip afla til Loðnunefndar: Laugardagur: Guðmundur 800, Ljósfari 530. SunnUdagur: ísleifur 450. Mánudagur: Helga II 400, Gísli Árni 400, Jón Finnsson 360, Eld- borg 800, Júpíter 900, Svanur 150, Skírnir 430. Allgóðar sölur íslenzkra skipa FJÖGUR islenzk fiskiskip lönd- uðu afla sínum i Bretlandi og V-Þýzkalandi í fyrradag «g í gær landaði eitt skip i Bretlandi. Allgott verð fékkst fyrir aflann miðað við það sem gerzt hefur siðustu vikurnar. Suðurey seldi 88 tonn í Fleet- wood á mánudag fyrir 63,5 millj- ónir króna, meðalverð 721 króna á kíló. Rán seldi 160,2 tonn í Hull fyrir 100,2 milljónir, meðalverð 626 krónur. Framtíðin seldi 133 tonn í Cuxhaven fyrir 69.1 milljón, meðalverð 519 krónur. Höfrungur III seldi 87,5 tonn fyrir 46 milljón- ir, meðalverð 526 krónur. í gær seldi Gullbergið VE síðan 94,8 tonn í Grimsby fyrir 69,8 milljónir króna, meðalverð 736 krónur. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hjá LÍÚ í gær hvort yfirvof- andi allsherjarverkfall í brezkum höfnum hefði áhrif á landanir íslenzkra skipa ef það kemur til framkvæmda næsta mánudag. Þær upplýsingar fengust, að ekki væri ljóst hversu víðtæk áhrifin yrðu, en vonazt væri til að landan- ir íslenzkra skipa gætu gengið samkvæmt áætlun. 240 þúsund kr. stolið ÞJÓFNAÐUR á 240 þúsund krónum i peningum var til- kynntur til rannsóknarlög- reglu rikisins á mánudags- kvoldið. Brotist var inn í íbúðarhús við Hávallagötu og peningarnir teknir. Af þessum peningum var jafnvirði 140 þúsund króna í erlendri mynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.