Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 17 BORG ulagning í )i bætt um“ staðreynd að við höfum fullar vélar þótt starfsemin sé í rauninni í lágmarki. En það er mikið atriði að ekki þurfi að treysta á eina vél, því vandræðin eru fljót að koma til ef um seinkanir er að ræða eða bilanir á einni vél í rekstrinum. Það er þannig að allir sem ég þekki til, áhafnir og starfs- fólk á flugvöllum hefur unnið hönd í hönd til að allt gangi sem bezt og enn vonast maður til þess að úr rætist í þessum rekstri sem skiptir svo miklu máli fyrir fjölmarga, bæði í Luxem- borg og á íslandi. Það hefur hins vegar verið erfitt að vinna við þetta starf sl. ár, því við höfum ekki fengið upplýsingar um gang mála eins og eðlilegt hefði verið og þannig höfum við orðið, eins og Flugfélagið sjálft, að vinna og lifa frá degi til dags og uppsagnir hafa komið skyndilega og án skýringa sem tilheyra mannlegum samskiptum. Robert Konsbruck „Cargolux tekur ekki þátt í stofnun nýs flugfélags46 — segir Einar Ólafsson, forstjóri Luxemborg. 16. september. Frá Árna Johnsen. blaflamanni Morgunblaðsins, „ÉG MUN leggja það til á stjórnarfundi hjá Cargolux 29. sept. nk., að Cargolux taki engan þátt i hugsanlegri stofnun nýs flugfélags eins og rætt hefur verið að undan- 11 förnu. Málið er einfalt því við fórum aldrei út í það innan stjórnar Cargolux að ræða hugmyndina um stofnun far- þegaflugfélags og það var heldur ekki rætt hvort um væri að ræða arðbært flug á þessari leið eða réttar flug- ■ vélategundir,“ sagði Einar ólafsson forstjóri Cargolux i samtali við Morgunblaðið í Luxemborg í gærkvöldi. „Við höfum sagt það í sam- bandi við hugmyndir í þessum efnum að við séum fyrst og fremst vöruflutningaflugfélag og höfum ekki haslað okkur völl sem farþegaflugfélag. Við höfum við nóg af vandamálum að glíma þótt við förum ekki að bæta Norður-Atlantshafs- vandamálinu á okkur. Við er- um sjálfir að byggja upp hjá okkur á fullri ferð og höfum ekki fjármagn aflögu í nýja fjárfestingu, höfum hreinlega ekki það kjöt á beininu að við séum aflögufærir. Það er nóg að gera hjá okkur,“ sagði Einar „og staðan er því góð og nýju Boeing-747 vélina fáum við 10. október nk. Allur kostnaður í rekstrinum hefur farið til fjandans upp á síðkastið bæði eldsneyti og vaxtakostnaður sem hefur far- ið allt upp í 20 prósent í Bandaríkjunum en nú er hann 12,5 prósent. Sveiflan í fjár- magni hefur á þennan hátt geysileg áhrif á okkar starf- semi og t.d. má nefna að 1 prósent hækkun á vöxtum þýðir 40 þúsund dollara hækk- un á einni vél hjá okkur í greiðslum af lánum. Við reikn- uðum hæst með 14 prósent vöxtum svo það munar æði miklu þegar þetta getur hlaupið upp í 24 prósent á einum mánuði. Stór hluti af eldsneytis- hækkunum næst upp í mark- aðsverði í mörgum tilvikum en ýmsar hækkanir ekki nema eftir langan tíma.“ Einar sagði, að samdráttur hefði orðið í vöruflutningum í júlí og ágúst eins og venja væri á þessum árstíma því framleiðslugeta í Evrópu drægist þá saman. „En nú er þetta allt á uppleið aftur, jólaannir framundan. Við lít- um því tiltölulega björtum augum til framtíðarinnar enda er það okkar stíll og t.d. ráðgerum við að láta nýju vélina fljúga 1 ferð á viku til Austurlanda, 1 til 2 ferðir á viku til Afríku og 1 til 2 ferðir á viku til Norður-Ameríku. Þegar nýja 747-Boeing breiðþotan kemst í notkun í næsta mánuði verður Cargo- lux annað stærsta vöruflutn- ingaflugfélag í heimi á eftir Tiger og Seaboard samein- uðu.“ Viðskiptabankarnir og Seðlabankinn í viðræðum: Enn hert á takmörkun- um útlána VIÐRÆÐUR um frekari tak- mörkun útlána standa nú yfir milli viðskiptabankanna og Seðlabankans og er frekari frétta af þessum ráðstöfunum, sem fyrirhugaðar eru til takmörkun- ar útlána að vænta um næstu helgi, segir í frétt, sem Morgun- blaðinu barst i gær frá viðskipta- bönkunum. Siðast gerðu við- skiptabankarnir með sér sam- komulag í júnímánuði um tak- mörkun útlána, en síðan hefur þróun inn- og útlána enn reynzt óhagstæð og versnaði lausafjár- staða bankanna mikið i siðast- liðnum mánuði. Frétt viðskiptabankanna er svo- hljóðandi: „I lok júnímánaðar gerðu við- skiptabankarnir með sér sam- komulag um takmörkun útlána. Samt hefur þróun innlána og útlána enn reynzt óhagstæð í sl. mánuði og lausafjárstaða bank- anna versnað mikið. Innlán hafa á undanförnum árum minnkað mjög í samanburði við þjóðarframleiðslu. Frá árinu 1972 til ársins 1976 nam þessi samdráttur um einum þriðja hluta. Mikil verðbólga og nei- kvæðir vextir, sem henni fylgdu, voru hér að verki. Afleiðingin varð aftur á móti sú, að bankarnir gátu ekki sem skyldi gegnt því hlut- verki sínu að sjá atvinnulifi fyrir eðlilegu rekstrarfé og einstakling- um fyrir hæfilegu fjármagni til húsnæðis og annarra þarfa. Jafn- framt var lausafjárstöðu teflt í tvísýnu, þegar erfiðlega gekk að halda útlánum í skefjum til sam- ræmis við minnkandi magn inn- lána. Vonir hafa staðið til, að breytt stefna í vaxtamálum, sem hófst 1976 og var innsigluð með lögum um efnahagsmál í apríl 1979, myndi smátt og smátt geta snúið þessari þróun við. Sú raun varð og á, að sparifé lækkaði ekki í hiutfalli við þjóðarframleiðslu frekar en orðið var.' Á árunum 1975 til 1979 tókst bönkunum einnig að laga útlán sín að minnk- un ráðstöfunarfjár í þeim mæli, að útlán jukust mun hægar en nam aukningu verðbólgu og lausafjár- staða batnaði verulega. Þessi að- lögun varð ekki sízt með þeim hætti, að útlán til verzlunar minnkuðu mjög hlutfallslega og raunar einnig útlán til iðnaðar, þjónustu og til einstaklinga, en útlán til landbúnaðar og sjávar- útvegs héldu hlut sínum í saman- burði við þjóðarframleiðslu og vel það. I lok síðastliðins árs og á þessu ári hefur þessi þróun hins vegar snúist til hins verra. Verðbólga verið hröð og aðlögun vaxta að verðbólgu hægari en upphaflega hafði verið ráð fyrir gert. Hefur þetta valdið því hvoru tveggja, að sparifé hefur aukizt heldur hægar en vonir stóðu til og eftirspurn eftir lánsfé hefur verið afar mikil. Verðbótaþáttur vaxta og lán bundin vísitölu leiða einnig til þess, að endurgreiðsla lána er hægari en áður. Mestu máli skipt- ir þó, að erfiður fjárhagur at- vinnuvega og hækkun olíuverðs hafa leitt til þess, að þörf er á stórum meiru rekstrarfé en áður og fyrirtæki eiga erfitt með að standa við lánssamninga. Hefur því ienging lána komið til sögunn- ar í ríkara mæli en áður, auk þess sem vanskil hafa aukizt. Afleið- ingin hefur orðið sú, að útlán vegna olíukaupa og afurða- og rekstrarlán, sem hafa aukizt mest. Á hinn bóginn hafa lán til verzl- unar enn farið minnkandi í hlut- falli við önnur útlán. Sem fyrr segir gerðu viðskipta- bankarnir í júnílok samkomulag sin á milli um stöðvun útlána annarra en reglubundinna afurða- og rekstrarlána og venjulegra útlána til einstaklinga, sem eru i föstum innlánsviðskiptum. Síðan hefur enn orðið mikil útlánaaukn- ing, einkum í ágústmánuði, og lausafjárstaða versnað, ekki sízt hjá þeim bönkum, sem mest lána til sjávarútvegs og olíukaupa. Að loknum viðræðum sín á milli og við Seðlabankann um þessi alvar- legu viðhorf sjá viðskiptabankarn- ir sér ekki annað fært, en að herða enn á takmörkun útlána. Þann 4. september sl. áttu bankastjórnir viðskiptabankanna fund með bankastjórn Seðlabank- ans um þessi viðhorf. Síðan hafa viðskiptabankarnir unnið í sam- ráði við Seðlabankann að ráðstöf- unum til takmörkunar útlána, og er fregna af niðurstöðum þessara viðræðna að vænta um næstu helgi.“ Loðnulöndun og bræðsla gengur vel á Siglufirði SiglufirÖi 16. september LÖNDUN hefur gengið vel hér á Siglufirði siðustu daga og eru sjómenn og aðrir ánægðir með nýju þurrdæluna, sem afkastar um 200 tonnum á klukkustund. Loðnubræðslan afkastar nú um og yfir 1200 tonnum á sólarhring og er því óhætt að segja, að vinnslan gangi vel í verksmiðj- unni. mj Allsherjarþing Sþ sett í gær Utanríkisráðherra ávarpar þingið 22. sept. ALLSHERJARÞING Sameinuðu {ijóðanna hófst i gær. Af hálfu slands eiga sæti sem fasta- fulltrúar utanrikisráðherra ólaf- ur Jóhannesson og er hann for- maður sendinefndarinnar, Tómas Á. Tómasson, sem er varaformað- ur, Hannes Hafstein og Kornelius Sigmundsson. Utanrikisráðherra heldur utan 18. sept. n.k. og er áætlað að hann ávarpi allsherjar- þingið 22. september. Þá eiga tveir fulltrúar frá hverj- um þingflokki sæti_á þinginu en þeir halda ekki utan fyrr en eftir miðjan október. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða þeir Birgir Isl. Gunnarsson og Lárus Jónsson, annar fulltrúi Framsóknarflokks- ins verður Jóhann Einvarðsson. Utanrikisráðuneytinu hafa ekki borizt aðrar tilnefningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.