Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
vlfP
MORödKí
KAfp/no
.. að muna eftir að
segja: Ég elska þig,
minnst einu sinni á
dag.
TM Reg US Pat Oft — all nghts reserved
• 1978 Los Angetes Times Syndicate
Ég hlýt að hafa verið mjög
skemmtilegur í veizlunni á
dögunum. þvi þú hefur ekki
talað við mig nú I heila viku?
Mér var sagt að þú hefðír
sofið yfir þig i gær — en
ekki heima hjá þér?
Þetta er prókúruhafinn okkar
sá sami frá upphafi vega!
Ætlar Ríkisútvarpið að
kæfa þessa viðleitni?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sjálfsant hafa einhverjir af
lesendum þessa siðuhorns séð
áður spilið, sem notað er i dag.
Enda hefur það flakkað um síður
heimsblaðanna allt frá þvi það
kom fyrir á fjórða áratu/ri aldar-
innar.
COSPER
Vestur gaf.
Norður
S. 972
H. KD2
T. 109765
T. 96
Vestur
S. -
H.8764
T. G832
L. G10854
Austur
S. G83
H. G10953
T. ÁKD4
L. 3
GAnar Jónsson og Bjarni
Sveinsson skrifa:
„Lengi hafa útvarpshlustendur
mátt búa við skilningsleysi tón-
listardeildar Ríkisútvarpsins í
garð popptónlistar. Er skemmst
að minnast skoðanakannana um
það efni. Nú keyrir þó fyrst um
þverbak þegar tónlistarstjóri
leggur til að vönduðustu þættir
þessarar tegundar tónlistar —
Áfangar, Misræmur og Hlöðuball
— skuli lagðir niður.
• Ekki hlutlægt mat
Þessi tillaga sýnir ljóst að
stjórn tónlistardeildarinnar met-
ur ekki hlutlægt þá tónlist sem
flutt er í útvarpinu. Alþýðutón-
listin er álitin ómerkur sori sem
skiptir tónlistardeildina engu
máli. Hvemig má á annan hátt
skýra væntanlega uppsögn stjórn-
enda áðurgreindra tónlistarþátta,
sem allir hafa sýnt í verki kunn-
áttu, þekkingu og brennandi
áhuga á því sem þeir bjóða
hlustendum?
• Ágætir á sína vísu
Hvað vill tónlistarstjóri í
staðinn? — Jón Múla, Svavar
Gests og Jónas Jónasson. Ágæta
menn á sína vísu. Hins vegar
tilheyra þeir ekki þeirri kynslóð
sem getur miðlað af lifandi þátt-
töku í þeim byltingarkenndu
hræringum er orðið hafa í popp-
tónlist á síðastliðnum 15 árum.
• Mörg ár til baka?
Ef áðurgreindir þættir víkja
er útvarpið að stíga mörg ár til
baka í flutningi léttrar tónlistar.
Popptónlist fær enga verðuga um-
fjöllun — allt er lagt að jöfnu.
Vekur þetta þá spurningu hvort
tónlistardeildin — opinber stofn-
un — hafi nokkurn siðferðilegan
rétt til að kæfa niður viðleitni til
skapandi umfjöllunar og flutnings
á þeirri tónlist sem vinsælust er
meðal þjóðarinnar."
• Hekla aldrei
á lágu plani
Húsmóðir i Þingholtunum
skrifar:
„Sá maður, sem einna mest er
hampað í fjölmiðlum (og þar er
Mbl. ekki undanskilið) er þing-
maðurinn og Möðruvallakappinn
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ég tel rétt að benda Mbl. á að
ritstjórar þess munu geta vænst
þess að fá sérstakt þakkarbréf frá
þessum manni.
Það eru ekki margir dagar síðan
Morgunblaðið fór rniklurn viður-
kenningarorðum um þingmanninn
og pólitísk vinnubrögð hans. Þessi
viðurkenningarorð, sem hann ætti
að senda Mbl. þakkir fyrir, ramma
inn og hengja upp á vegg í
skrifstofunni sinni, birtust í
„skopteikningu". Þar er pólitísk-
um umsvifum hans líkt við Heklu-
gos!!
Þessum misheppnaða brandara
hljótum við, sem lesum Mbl., að
hafna með öllu.
Mbl. verður að biðja Heklu
gömlu afsökunar. — Hún hefur
aldrei verið á lágu plani."
COSPER. 8592
PIB
,11/, COriNBMIN
Suður
S. ÁKD10654
H. Á
T. -
L. ÁKD72
Ve8tur Norður Auatur Suður
P«88 P«88 I Hj. 2Hj.
4 Hj. P«88 P«88 6 Sp.
PU88 P«88 P«88
2 hjörtu, sögn suðurs í opnun-
arlitnum var þessi sígilda game-
krafa og næst skellti hann sér
beint í slemmuna.
Vestur spilaði út tígli, sem
suður trompaði og því fylgdi löng
umhugsun, sem vörnin dró sínar
ályktanir af. Að lokum tók sagn-
hafi á hjartaás og spilaði tromptí-
unni. En austur vissi hvað honum
bar og hugsaði: Úr því, að hann
vill gefa mér slag á gosann er best
ég segi bara nei takk! Hans vilji
getur ekki orðið minn, og austur
lét þristinn.
Aftur löng umhugsun. Og henni
fylgdu laufás og kóngur. Þennan
slag vil ég ekki heldur, hugsaði
austur og lét hjarta. Með þessu
náði austur taki á sagnhafa. Hann
hafði engan stað fyrir smáspilin
tvö í laufinu, losnaði ekki við þau
og endaði með öngulinn í rassin-
um, einn niður.
Við þetta má bæta, að suður
spilaði ekki á besta' mátann.
Sjálfsagt hefði austur ekki staðist
mátið og trompað ef sagnhafi
hefði spilaði laufás og kóng áður
en hann tók á hjartaás og spilaði
trompi. En þá hefðu hjartahjónin
orðið dýrmætir slagir.
Það er olía!
Á leið til lands. Gísli Þórðarson varðskipsmaður heldur um
stjórnvölinn og Hroliur, hundur Eiriks Kristóferssonar fyrrum
skipherra. fylgist með á stiminu. Ljósm. Árni Krístjánsson
.v * «- .’f-vr'. i
— -- . r ' *.->"
Gisli Þórðarson mundar kikinn og gætir að mannaferðum.
Leitað var i húsum. m.a. i þessu eyðibýli i Lónsfirði.
Yarðskipsmenn í
leit í Jökulfjörðum
AÐFARANÓTT 2. september sl. hafði Ísafjarðarradíó samband við
varðskipið Ægi, þar sem það var statt á Halamiðum, og tilkynti að
áhöfn á rækjubáti teldi sig hafa séð neyðarljós í Jökulfjörðum.
Varðskipsmenn brugðu snöggt við og var Ægir kominn í Hesteyrar-
fjörð í birtingu. Settur var út gúmbátur, siglt var með fjörum og farið
í land þar sem hús voru og gætt að mannaferðum.
Var farið eins að í Veiðileysufirði, Hesteyrarfirði og Lónsfirði, og
voru meðfylgjandi myndir eins skipverja teknar í leitinni.
Leit var hætt skömmu fyrir hádegi, er í ljós kom að enginn var í
neyð staddur á þessum slóðum. Að sögn varðskipsmanna verða þeir
ávallt að vera viðbúnir að þurfa að framkvæma óvænta leit og/eða
björgun. Fyrirvaralaust eru þeir venjulega kallaðir upp eins og í þessu
tilviki.