Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980
15
Nefnd sett í
gíslamálið
Teheran, 16. september. — AP.
ÍRANSKA þingið samþykkti í
dag að skipa sérstaka nefnd til
að fjalia um mál bandarísku
gislanna og umræður hófust
um val manna i nefndina.
Harðlínuþingmaðurinn Sayyed
Fakhrodin Rahimi sagði að leiða
yrði gíslana fyrir rétt og taka þá
af lífi og sleppa gíslum, sem ekki
Leitað að
stóru skipi
Tokyo, 16. september. — AP.
JAPANSKT varðskip og
könnunarfiugvéi hófu aftur
leit í dag að 91.654 tonna
brezku flutningaskipi, „Der-
byshirc“, sem óttazt er að hafi
farizt með 43 mönnum i felli-
byl i síðustu viku á Japans-
hafi.
Kílómetralöng olíubrák, sem
kann að hafa borizt frá skip-
inu, sást í gær. Skipið var
væntanlegt til Japans snemma
í þessari viku með járngrýti
frá Kanada til Kawasaki. Skip-
ið sást síðast 9. september 482
km suðaustur af Okinawa.
Heimahöfn skiþsins er Liver-
pool.
yrðu fundnir sekir um njósnir,
með skilyrðum. Hashemi Rafsanj-
ani þingforseti sagði honum hins
vegar, að ummæli hans væru ekki
við hæfi og hann og aðrir ættu að
einskorða sig við aðferðir til að
fjalla um málið.
Rafsanjani og tveir áhrifamiklir
trúarleiðtogar sögðu í gær, að
stjórnin hefði ekki fallið frá kröfu
sinni um að Bandaríkjastjórn
biðjist afsökunar á fyrri aðgerðum
í íran og blaðið „Ettalaat" itrekaði
kröfuna um að gíslarnir yrðu
dæmdir fyrir njósnir.
Edmund S. Muskie, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði á
blaðamannafundi í Washington,
að fimm eða sex yfirlýsingar
íranskra embættismanna undan-
farinn mánuð mætti túlka sem
jákvæðar, en hann nefndi þær
ekki. Hann taldi mikilvægt, að
gætni mótaði viðbrögð við þessum
yfirlýsingum og nauðsynlegt að
vekja ekki tálvonir.
Carter forseti sagði á fundi í
Texas að yfirlýsingar, sem bærust
frá íran, gætu leitt til þess að
gíslamálið leystist í framtíðinni.
Muskie sagði, að orð forsetans
lýstu hvorki bjartsýni né svart-
sýni og rangt væri að túlka þau
þannig að stórtíðinda væri að
vænta.
Undanfarna mánuði hefur komið til átaka á landamærum Irans og Iraks —
íranir hafa haldið því fram, að egypskir hermenn hafi barist við hlið Iraka.
Sovéthermaður
biður um hæli
Olían hækkuð til
muna í áföngum
Vin, 16. september. — AP.
OPEC-ráðherrar sögðu í dag að
þeir hefðu færzt nær samkomu-
lagi um langtimaáætlun um að
hækka oliuverð i smááföngum á
þriggja mánaða fresti, en Saudi-
Arabia vildi að herská riki i
samtökunum lækkuðu verð sitt i
fyrsta sinn i sögu OPEC.
Vestrænir sérfræðingar telja að
áætlunin, sem Saudi-Arabar
styðja, leiði til 15% hækkunar á
olíuverðinu næstu 12 mánuði.
íran og Alsír stungu upp á
öðrum áætlunum, sem hefðu leitt
til örari hækkunar olíuverðs, en
olíuráðherra Saudi-Arabíu,
Hert á ólinni
í Hollandi
HaaK. 16. september. — AP.
HOLLENZKA rikisstjórnin boð-
ar hærri skatta i fjárlögum næsta
árs, hvetur til takmarkaðra
launahækkana og gerir ráð fyrir
rýrnandi kaupmætti.
Fjárlögin miðast við spár um að
hagvöxtur standi í stað og
atvinnuleysi aukist úr 6% á þessu
ári í 7% á næsta ári. „Við getum
átt von á litlum eða engum
hagvexti," sagði Beatrix drottning
í hásætisræðu við setningu þings-
ins.
„Við höfum ekkert fjármagn til
að treysta efnahaginn. Holland er
i ógöngum," sagði drottningin.
Stefnt er að því að draga úr
ríkisútgjöldum, sem hafa rúmlega
tvöfaldazt síðan 1950, nema 64%
þjóðartekna og eru meiri en í
nokkru öðru landi nema Svíþjóð.
Líbýa semur
við vestræn
olíufélög
Tripoli, ueptember. — AP.
LÍBYA hefur gert samninga við
þrjú vestræn olíufélög um aðstoð
við olíuleit i landinu. Félögin sem
hér um ræðir eru Coastal States
Gas Corporation í Texas, Shell og
Deminex. Mjög hefur gengið á
olíubirgðir þekktra olíulinda i
Líbýu.
Ahmed Zaki Yamani, sagði að
bilið milli aðilanna væri ekki
mikið.
Áætlunin verður líklega form-
lega samþykkt á leiðtogafundi
OPEC í Bagdad 2. nóvember. En
hún getur ekki tekið gildi fyrr en
OPEC samræmir verðlag sitt, sem
nú er á bilinu 28 dollarar (verð
Saudi-Arabíu) til 37 dollarar (verð
Alsírs, Líbýu og Nígeríu).
„Haukarnir" vilja að Saudi-
Arabar hækki sitt verð í 32
dollara, en Saudi-Arabar segja að
„Whaukarnir verði að lækka sitt
verð á móti.
Nýju Delhi, 16. september. — AP.
SOVÉZKUR hermaður hefst við í
handariska sendiráðinu i Kabul. þar
sem hann hefur beðið um hæii sem
pólitiskur flóttamaður samkvæmt
áreiðanlegum heimildum. Honum
gengur erfiðlega að gera sig skiljan-
iegan. þar sem hann taiar aðeins
rússnesku og dálitið i þýzku.
Bandaríska utanríkisráðuneytið seg-
ir, að hann hafi komið til sendiráðsins í
gær og bandarísk stjðrnvöld reynt að
gera allt sem í þeirra valdi stendur til
að sjá til þess að óskum hans verði
fullnægt.
Ráðuneytið neitaði að skýra frá
nafni hermannsins og veita aðrar
upplýsingar um hann, en áreiðanlegar
heimildir í Nýju Delhi herma, að hann
sé óbreyttur hermaður eða korporáll úr
byggingaherdeild. Sagt er, að reynt sé
að senda bandariskan diplómat, sem
kann rússnesku eða þýzku, til Kabúl.
Bandarískir embættismenn segja, að
mjög ólíklegt sé að afghönsk stjórnvöld
muni leyfa sovézka hermanninum að
fara frá Afghanistan. Nokkur uggur er
uppi um, að sovézkir eða afghanskir
hermenn kunni að reyna að brjótast
inn í sendiráðið til að sækja hermann-
inn.
Bandarisk stjórnvöld veita yfirleitt
ekki mönnum pólitískt hæli i sendiráð-
um erlendis, en undanþágur eru hugs-
anlega veittar, ef líf viðkomandi er í
hættu ef beiðni hans er hafnað.
Sovézki hermaðurinn mun vera
fyrsti liðhlaupinn í um 85.000 manna
her Rússa í Afghanistan. Þetta mun
líka vera í fyrsta sinn sem sovézkur
hermaður hefur hlaupizt undan merkj-
um síðan sovézkur flugmaður flaug í
MIG-25 þotu sinni til Japans fyrir
fjórum árum.
Áhöfn afghanskrar farþegaflugvélar
neitaði að fljúga aftur til Kabúl frá
Vestur-Þýzkalandi um helgina og mun
biðja um hæli. Flugstjórinn sagði, að
starfsmenn flugfélagsins hefðu verið
neyddir til þess að flytja skotfæri,
hermenn og vopn í Afghanistan. Hann
sagöi, að 250 flugfélagsstarfsmenn
hefðu farið frá Afghanistan undan-
farna mánuði.
Viðræður á ný
um eldflaugar
Þetta gerðist 17. sept
1978 — Fundinum í Camp David
lýkur með samkomulagi um frið.
1973 — Ósigur Olof Palme í
kosningum í Svíþjóð.
1970 — Stríð hefst milli Jórdaníu-
hers og palestínskra skæruliða.
1963 — Malaysía slítur stjórn-
málasambandi við Indónesíu.
1949 — Fyrsti fundur Atlants-
hafsráðsins — Rúmlega 130 farast
í eldsvoða í „Noronic", stærsta
farþegaskipinu á stóru vötnunum,
í Toronto.
1948 — Folke Bernadotte greifi,
sáttasemjari SÞ í Palestínu, veg-
inn nálægt Jerúsalem — Hydera-
bad samþykkir inngöngu í ind-
verska sambandsríkið og gefst upp.
1939 — Þýzki herinn sækir til
Brest-Litovsk í Póllandi — Rússar
gera innrás í Pólland úr austri.
1935 — Manuel Queson kosinn
fyrsti forseti Flilippseyja.
1900 — Ástralía verður sambands-
ríki í brezka samveldinu — Taft-
nefndin tekur v:ð stjórninni á
Flippseyjum.
1873 — Gjaldþrot banka í New
York veldur fárhagskreppu („Pan-
ic of 1873“).
1871 — Mont Cenis göngin opnuð.
1862 — Orrustunni við Antietam í
Maryland lýkur með blóðbaði.
1838 — Thorvaldsen kemur til
Kaupmannahafnar eftir langa dvöl
í Róm.
1787 — Bandaríska stjórnarskráin
undirrituð.
1759 — Orrustunni við Quebec
lýkur.
1745 — Jakobítar taka Edinborg
herskildi.
1730 — Ahmet XII steypt og
Mahmoud I verður Tyrkjasoldán.
1665 — Karl II verður konungur
Spánar — Plágan mikla gýs upp í
London.
1595 — Clement páfi VII sýknar
Hinrik VI og viðurkennir hann
konung Frakklands.
1497 — Brezkir uppreisnarmenn
undir forystu Perkin Warbeck
reyna að taka Exeter.
284 — Diokletianus verður keisari.
Afmæli. Barón von Steuben, þýzk-
ættaður hermaður (1735—1794) —
Marie Jean Caritat, franskur
stærðfræðingur & byltingarsinni
(1743-1794).
Andlát. 1665 d. Filippus IV Spán-
arkonungur — 1701 d. Jakob II fv.
Englandskonungur — 1863 — d.
Alfred de Vigny, skáld.
Innlent. 1667 Stórt hollenzkt
Indíafar hlaðið dýrum farmi
strandar á Skeiðarársandi — 1879
f. Sig. Sigurðsson frá Arnarholti —
1904 d. Williard Fiske - 1907
Vilhjálmur Stefánsson talinn af á
heimskautasvæðum — 1917 Verzl-
unarráð íslands stofnað — 1931
Kaupfélagshúsin á Hólmavík
brenna — 1948 Þrír farast í
sprengingu í olíuskipinu „Þyrli" —
1%1 Minnisvarði Ingólfs Arnar-
sonar afhjúpaður í Noregi — 1967
Ráðherrafundur í Kaupmannahöfn
um lendingarréttindi Loftleiða í
Skandinavíu — 1973 dr. Luns
ræðir við ísl. ráðherra í Reykjavík.
Orð dagsins. Ég hugsa aldrei um
framtíðina. Hún kemur nógu fljótt
samt — Albert Einstein, þýzkætt-
aður eðlisfræðingur (1889—1955).
BrUHHel, 16. neptember. — AP.
NATO mun leggja til við Rússa,
að viðræður verði hafnar i Genf
15. okt. um takmörkun kjarn-
orkueldflauga í Evrópu. að þvi er
utanrikisráðherra ítaliu. Emilio
Colombo, tjáði fréttamönnum i
dag.
Utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, Edmund S. Muskie, sagði í
Washington í gær, að hann gerði
ráð fyrir að samkomulag næðist i
næstu viku við utanríkisráðherra
Rússa, Andrei Gromyko, um við-
ræður um gagnkvæman niður-
skurð kjarnorkueldflauga í Evr-
ópu.
Ákvörðunin um tillögu NATO
var tekin á fundi hinnar sérstöku
ráðgjafanefndar bandalagsins i
Brússel.
Rússar munu miða um 200 SS20
kjarnorkueldflaugum á Vestur-
Evrópu. NATO hyggst koma fyrir
Pershing- og Cruise-kjarnorku-
eldflaugum í Evrópu 1983.
Fyrirhugaðar viðræður í Genf
verða liður í tilraun Muskies til að
gera málið að meiriháttar kosn-
ingamáli í Bandaríkjunum. Hann
sagði í gær, að umræður um það
gætu undrbúið jarðveginn fyrir
staðfestingu öldungadeildarinnar
á Salt-samningnum. Hann vill
umræður milli Ronald Reagans og
Carters forseta um málið.
Skotárás
á Obote
JóhannesarborR.
16. neptember. — AP.
SKOTÁRÁS var gerð á bíla-
lest Milton Obote fyrrverandi
Ugandaforseta i dag, en hann
sakaði ekki að sögn suður-
afriska útvarpsins.
Árásin var gerð þegar Obote
nálgaðist bæinn Koboko á
landamærum Súdans á kosn-
ingaferðalagi. Yfirmaður hers-
ins, Tito Okello, komst einnig
lífs af, þegar svipuð árás var
gerð á hann er hann ruddi
bílalestinni braut.
Andstæðingar Obote, sem
keppir að forsetakjöri, hafa hót-
að að myrða hann og kenna
honum um dauða nokkurra
manna þegar hann var forseti.
Bokassa játar
Giscard-gjafir
ParÍH 16. neptember — AP.
JEAN Bedel Bokassa, fyrrver-
andi Mið-Afrikukeisari, staðfest-
ir i viðtali við franska blaðið „Le
Canard Enchaine“ að hann hafi
gefið Valery Giscard d'Estaing
Frakklandsforseta og fjölskyldu
hans dcmanta. „Þið getið ekki
imyndað ykkur það sem ég hef
gefið fjölskyidunni,“ segir hann í
viðtali við blaðið.
Blaðið birti í fyrra meint ljósrit
af bréfi frá Bokassa frá 1973 þar
sem hann fyrirskipar að Frakk-
landsforseta skuli gefinn 30 kar-
ata demantur. Bokassa staðfestir
að skjölin sem blaðið hefur birt
um málið, sem er kallað „Giscar-
at“, séu ófölsuð.
Blaðið segir að Bokassa hafi
sjálfur sett sig í samband við
blaðið og þetta er fyrsta beina
sambandið sem hann hefur haft
við fjölmiðla síðan honum var
steypt í september í fyrra.