Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 18
t 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 Net urðu hákarl- inum að aldurtila BEINHÁKARL sá, sem rak á fjörur Seltirnintía i siðastliðinni viku hefur vakið mikla athygli og martíir hafa skoðað skepnuna i flæðarmálinu. Menn hafa velt fyrir sér, hvað varð hákarlinum að aldurtila og m.a. látið sér detta i hug, að hann hafi lent i árekstri við skip. Svo mun þó ekki hafa verið, heldur veiddist hákarl, væntan- lega þessi, í net djúpt úti af Borgarfirði fyrir skömmu. Hugð- ist eigandi bátsins koma hákarlin- um í verð og tók hann því í tog inn til Reykjavíkur. Þar tókst honum ekki að hafa uppi á neinum, sem vildi eða gat nýtt skepnuna og varð hann því að draga hákarlinn út á nýjan leik. Nokkuð fyrir utan höfnina sleppti hann hákarlinum, sem síðan rak á land fyrir neðan Mýrarhús í síðustu viku, nema að fleiri hákarlar séu á reki um sundin þessa dagana? Fjalakötturínn: Fyrsta sýning á fimmtudaginn FJALAKÖTTURINN, kvik- myndaklúbbur framhaldsskóla- nema, er nú að hefja starfsemi sina eftir venjuhundið sumarfrí og verður fyrsta sýningin á fimmtudaginn 18. 9. Nú er brydd- að upp á þeirri nýjung að allar sýningar verða í A-sal Regnbog- ans og verða sýningardagar þrir. Að þessu sinni er talsvert um nýlegar myndir og flestar mynd- irnar eru frá áttunda áratugn- um. Eins og venjulega er talsvert um athyglisverðar kvikmyndir og má þar nefna meðal annars nýj- ustu mynd Johns Huston, Viturt blóð, Lolitu eftir Kubric, Hina ofsóttu og hina eltu, fyrstu mynd Coppola auk fjölda annarra mynda. Verð miða fyrir sýningarárið verður 13.000 og eru þar innifaldar 40 sýningar. Miðar verða seldir í Bókhlöðu stúdenta og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, auk þess í öllum aðildarskólum og við innganginn í Regnboganum. Sýnt verður á fimmtudögum kl. 18.50, laugardögum kl. 13.00 og á sunnu- dögum kl. 18.50. (FréttatilkynninK frá Fjalakettinum) Þannig var eitt lambanna útleikið eftir tófuna, en það kom með öðru fé af fjalli og var réttað í Ilrunarétt fyrir viku siðan. (Ljósm. Sig. Sigm.) Systurnar Anna og Hildur Sigurðardætur frá Hvitárholti sáu þessar tvær tófur hlaupa inn i urð á afréttinum og biðu þar til fleiri komu á vettvang og unnu á dýrunum með þeim verkfær- um, sem voru næst hendinni. Emi bítur skolli Hrunamannahreppi 16. nept. ÞESS hefur lítið orðið vart hér um slóðir hin síðari ár, að dýrbítur hafi lagzt á sauðfé og telja kunnugir, að tófunni hafi farið fækkandi frá því sem áður var. Undantekningar eru þó frá þessu, því miður. í fyrrahaust fannst dýrbitið lamb hér á afréttinum og var það mjög illa bitið eða alveg framan af nefinu, en lambið var þó með lífsmarki. Einnig fannst þá dýrbitið fé á nágrannaafréttun- um. Nú kom i Hrunarétt illa skaddað lamb eftir lágfótu og einnig fannst aðdráttur við greni í sumar, m.a. ræflar af nokkrum lömbum. Á hverju vori er farið í grenjaleitir og hafa þá jafnan nokkur greni verið unnin eða hluti af fjölskyldu, en stundum næst ekki nema annað dýrið. Siggeir Þorgeirsson, refaskytta á Kaldbak, hefur skotið á annað hundrað dýr úr skothúsi sínu að vetrarlagi til undanfarin 17 ár. Það virðist ekki mega slaka á í baráttunni við þennan vágest, það hafa bændur landsins fengið að reyna í gegnum aldirnar. Refurinn hefur aldrei verið neitt lamb að leika sér við. sig. Sigm. Busavígsla W Það er ekki tekið út með sældinni að hef ja nám i Ármúlaskóla. Þegar „busarn- ir“ mættu i skólann tóku eldri nemendur við þeim, dýfðu i gruggugt vatn, jusu þá siðan hveiti og ráku svo út i vel valið horn þar sem haldin var yfir þeim ærleg skammarræða til að sýna veldi „æðri“ nemenda. Að lokum voru þeir teymdir í bandi eins og hver annar fénaður um nágrenni skól- ans. Ljósmynd GunnlauKur. -TWANNAE Yj Innritnn hnfct '< Innritun hefst 17. sept. í Félagsheimilinu frá kl. 5—8. Kennsla hefst 18. september á sama staö. Kennsla hefst 18. sept. Konu-beat fyrir dömur 20 ára og eldri. Sér hjón pg einstakl- ingsflokkar. Komiö og læriö nýju disco- dansana. Kenndir verða: Barnadansar yngst 3ja ára samkvæmis- og gömlu- dansarnir Rokk Discodansar Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði talar í Norræna húsinu NORRÆNA húsið hefur í sam- vinnu við Vísindaféiag íslend- inga boðið sænska eðlisfræðingn- um, prófessor Hannes Alfvén að halda hér fyrirlestur. Prófessor Alfvén, f. 1908, lauk doktorsprófi 1934 frá Uppsalahá- skóla og 1940 varð hann prófessor Leiðrétting í frétt sem birtist í Mbl. sl. sunnudag um nýja nuddstofu, Nuddstofu Hilke Hubert, var rangt með farið að þar væri boðið upp á hitanudd. Slíkt nudd mun ekki vera til en hins vegar býður nuddstofan upp á heilnudd og partanudd. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. í eðlisfræði við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Frá 1967 hefur hann verið prófessor við Kaliforníu- háskólann í San Diego. Hannes Alfvén hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1970 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fræði- störf sín, m.a. Lomonosovverð- launapeninginn. Hann hefur verið formaður í Pugwash-hreyfing- unni, sem berst fyrir því, að alþjóðadeilur séu leystar á frið- saman hátt. Hannes Alfvén held- ur því fram, að miklar rannsóknir þurfi að taka upp til þess að leita að nýjum orkulindum. í fyrirlestr- um sínum í Norræna húsinu í dag kl. 20.30 ræðir hann um uppsöfnun og nýtingu sólarorku, orku til- komna fyrir eldvirkni og jarð- varma. Fyrirlesturinn kallar hann „Ackumulering av termisk en- ergi“. Þeyr frá öðrum heimi í Eden Ketill Larsen heldur málverkasýningu í Eden í Hveragerði dagana 17.—29. september. Sýninguna nefnir hann „Þeyr frá öðrum heimi" og er þá átt við sumarþey. Á sýningunni verða um 45 myndir, olíu og akrýlmyndir ásamt 11 teikningum. Þær eru flestar til sölu. Áður hefur Ketill sýnt í Reykjavík, Kaupmannahöfn og á Selfossi. Þetta er níunda einkasýning Ketils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.