Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 fftregsfttMi&fto Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 280 kr. eintakiö. Alþýðubanda- lagsmenn sett- ir á sinn bás Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, upplýsir í viðtali við Þjóðviljann í gær, að athafnir aðstoðarmanns hans og Baldurs Óskarssonar, trúnaðarmanns fjármálaráðherra, í Flugleiðamálinu, hafi verið í samráði við hann og Ragnar Arnalds. Félagsmálaráðherra segir: „Þeir hafa unnið að þessum málum í samráði og samvinnu við sína ráðherra." Þá vita menn það: Baldur Óskarsson, sem skipaður var sérstakur eftirlitsmaður fjármálaráðherra með fjárhags- legum ákvörðunum Flugleiðamanna vegna ríkisábyrgðar, sem félagið fékk, hefur brotið trúnað í því starfi í samráði við Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra. Svavar Gestsson hlýtur að vita hvað hann er að segja. Þetta þýðir, að fyrirlestur Baldurs Óskarssonar í frétta- tíma útvarpsins daginn eftir að stjórnendur Flugleiðá gerðu grein fyrir fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins, þar sem Baldur Oskarsson gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess að gera greinargerð fyrirtækisins tortryggilega og hafði uppi margvíslegar dylgjur í garð fyrirtækisins, hefur verið í „samvinnu og samráði" við fjármálaráðherra. A.m.k. skv. frásögn Svavars Gestssonar. Steingrímur Hermannsson hafði þetta að segja um það frumhlaup Baldurs Óskarssonar: „... (það) er að mínu mati alveg ófært að ábyrgir aðilar séu að kveða upp slíka fellisdóma". Þessi orð samgönguráðherra eiga sem sagt við um fjármálaráðherra. Úr því að Svavar Gestsson hefur nú upplýst, að athafnir Baldurs Óskarssonar voru í „samvinnu og samráði" við fjármálaráðherra liggur í augum uppi, að þeir aðilar, sem þurfa að eiga samstarf af þessu tagi við fjármálaráðuneytið meðan Ragnar Arnalds er fjármálaráðherra, hljóta að hugsa sig um tvisvar. Þeir geta gert ráð fyrir því, að fjármálaráð- herra sendi á vettvang pólitískan upphlaupsmann, sem er ekki kominn til þess að hugsa um hagsmuni íslenzka ríkisins heldur Alþýðubandalagsins. Það er nú orðið ljóst, að Morgunblaðið hefur farið mannavillt, þegar það benti á það í forystugrein sl. sunnudag, að trúnaðarmenn þeirra Ragnars Arnalds og Svavars Gestssonar ættu að hverfa frá störfum í þágu ríkisins vegna þess, að þeir hefðu brotið freklega af sér. Þessi krafa á að sjálfsögðu að beinast að ráðherrunum sjálfum, sem virðast ekki hafa dómgreind til þess að haga störfum sínum í samræmi við þá ábyrgð, sem á þá hefur verið lögð. I sama viðtali við Þjóðviljann lætur Svavar Gestsson í ljósi þá skoðun, að „samhliða fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins verði tekin ákvörðun um aukin áhrif þess á starfsemi fyrirtækis- ins". Hvaða fyrirgreiðslu hafa Flugleiðir farið fram á? Flugleiðir hafa ekki óskað eftir því að tapið á Atlantshafs- fluginu verði greitt úr ríkissjóði. Það er ríkisstjórnin sjálf, sem hefur tekið það upp hjá sjálfri sér. Og verði það niðurstaða hennar á hún engan rétt á auknum áhrifum á starfsemi fyrirtækisins enda mundi það leiða til ills eins. í umræðunum um Flugleiðamálið hefur það ef til vill farið fram hjá einhverjum að fyrirtækið hefur ekki óskað eftir sérstakri aðstoð ríkisins. Hins vegar er eðlilegt, að ríkið veiti Flugleiðum fjármálalega fyrirgreiðslu, ef fyrirtækið þarf á henni að halda, með sama hætti og greitt hefur verið fyrir flugrekstrinum hér í áratugi annað hvort þegar um stórfellda fjárfestingu hefur verið að ræða eða sérstaka erfiðleika. Félagsmálaráðherra ræðir í viðtali við Þjóðviljann um nauðsyn þess, að áhrif starfsmanna verði stóraukin á rekstur Flugleiða. Það er ekki nema af hinu góða, að starfsmenn taki ríkan þátt í umsvifum fyrirtækisins og geri sér af eigin raun grein fyrir vandamálum þess. En til þess þarf ekki atbeina félagsmálaráðherra. Það á að gerast með þeim hætti, að starfsmenn gerist hluthafar í félaginu enda eru stórir hópar starfsmanna hluthafar í Flugleiðum. Það er ánægjulegt, að Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, hefur tekið sterka forystu af hálfu ríkis- stjórnarinnar í málefnum Flugleiða. Þar með hafa Alþýðu- bandalagsmenn innan ríkisstjórnarinnar verið settar á sinn bás í þessu máli. Fyrir þeim vakir ekki annað en að koma höggi á fyrirtækið, en það hefur þegar myndast víðtæk samstaða um að koma í veg fyrir það. STARFSEMI FLUGLEIÐA í LUXEMB< Peer Heisbourg. Ljósm. RAX. „Starfsmönn- um sagt upp á ellef tu stundu" — segir Peer Heisbourg Luxemborg, 16. september. Frá Árna Johnsen. blaðamanni Moritunblaosins.______________ „ÉG HELD að sú staða sem upp er komin hafi átt langan aðdrag- anda og hafi ekki þurft að koma á óvart". sagði Peer Heisbourg starfsmaður flugleiða á Luxem- borgarflugvelli i samtali við Mbl. i gær en Peer hefur unnið i f jögur og hálft ár hjá Flugleiðum og er einn af þeim sem sagt hefur verið upp storfnm „Ég held", sagði Peer að félagið hafi ekki sagt upp starfsmönnum fyrr en á elleftu stundu og reyndar hefði maður sjálfur átt að vera farinn fyrr. Mér hefur hins vegar líkað vel að starfa hér og mun sakna þess jafnvel þótt ég kunni að fá betra starf, en nú virðist sem rekstur félagsins stefni hægt til þess að vera ríkisrekinn af íslend- ingum og mögulega með aðild Luxemborgar. Þeð er einnig ljóst að starfsfólk Flugleiða hefur verið allt of margt að undanförnu án þess að fast sé sótt á markaðina sem til greina koma. Þessi þróun mála hefur verið mikil vonbrigði fyrir mig og bæði ég sjálfur og fyrirtækið hefðum átt hvort á sinn hátt að hugsa betur fyrir framtíðinni. Ég held nefnilega að allt tal um aukinn eldsneytiskostnað og annað í þeim dúr sé aðeins hálfur sannleikur- inn. Ef nýjar leiðir hefðu komið til á réttum tíma, nýjar og hentugar vélar, og uppsagnir margra fyrir þremur árum, þá væri staðan önnur í dag." „Meta verður stöðuna á hverjum tíma — segir Richard Clarke, flug- vélstjóri hjá Air Bahama Luxemborg 16. september. Frá Árna Johnsen. blaoamanni Moritunhlaosins. RICHARD Clarke flugvél- stjóri hjá Air Bahama sagði í samtali við Mbl. í gær að hann teldi að Air Bahama ætti góða framtið fyrir hönd- um ef þeir gætu siglt í gegn um þau vandamál sem steðja að um þessar mundir. Richard sagði að hann hefði starfað hjá Air Bahama síðan þeir hefðu byrjað flug. Hann sagði að honum hefði líkað vel hjá félaginu og kvaðst vonast til þess að starfið héldi áfram en það yrði að meta stöðuna á hverjum tíma. Clarke kvaðst vera í bandarísku verkalýðsfé- lagi og sagði að það væri hægt að segja sér upp fyrirvara- laust en hins vegar kvað hann flugfélagið ávallt hafa verið sanngjarnt við sína starfs- menn og því yrði ekki gripið til neinna skyndiráðstafana. „Betri skipu rekstri hefði — segir Robert Konsbruck Luxemborg 16. september. Frá Árna Johnsen, blaðamanni Morgunblaoslns._____________________ „FLESTIR Luxemborgarar skilja ekki hvernig þessi staða hef ur getað komið upp í flugrekstrinum til Luxemborgar yfir Atlantshafið, að nær 25 ár skuíi hafa skilað góðum árangri sem tapast á liðlega einu ári," sagði Robert Konsbruck starfsmaður Flugleiða á Luxflug- velli, en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu i 10 ár. Tían braut að vísu mikið niður sl. ár með stöðvuninni en ég tel að með betri skipulagningu í rekstri hefði mátt bæta um í rekstrinum og afkomunni. Það hafa mörg mistök verið gerð og þau hafa leitt til þess sem raun ber vitni en það er st t* lá ai ei ei r< M f( h. V( Þ< rn bi VI st ei vi a< u] ái SE Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.