Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 27 PYLSUVAGMNN í HQUJUWOOD I kvöld verður Pylsuvagninn gestur okkar fyrir utan Holly- wood. Þar getur fólk aö sjálf- sögou fengio sór pylsu meö öllu og allar upplýsingar um getraunina miklu sem Pylsuvagninn — Samúel og Hollywood standa fyrir en verðlaunin eru pylsa Kaupmannahöfn meö feröum ao sjálfsögöu inniföldum. sýndu fatnao frá 1 Viktoríu síöasta sunnudag. Umboðssimar Módel 79 eru: 14485 og 30591. Halldór Þorgeirsson: HOLLyWOOD Vestmannaeyingar Lundaveizlan veröur haldin í samkomuhúsinu Garöi laugardaginn 27. september og hefst með boröhaldi kl. 19. Hljómsveitin Qmen 7 frá Vestmannaeyjum leikur fyrir dansi. Aögöngumiöar verða afhentir laugardaginn 2. september: Grindavík hjá Lindu, Heiðarhrauni 48, sími 92-8403, Keflavík hjá Unni, Faxabraut 36D, sími 92-3689, Garði hjá Guörúnu, Eyjaholti 75, sími 92-7260. Nánari uppl. veittar í síma 92-3689. Vestmannaeyingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Félag Vestmannaeyinga á Suðurnesjum SNORRABÆR EINN GLÆSILEGASTI SAMKOMUSALUR BORGARINNAR Afmælisveislur / Árshátíðir / Fundahöld / Giftingar- veislur / Átthagamót / Fermingarveislur / Ráöstefnur / Spilakvöld. Ýmiss konar mannfagnadur Allar upplýsíngar í simum 25211 og 11384 þriöjudaga OQ fimmtudaga milli kl. 13—15. |Y||T||T| SNOKUAIUK Snorrabraut 37 — Austurbsejarbíói. uppi. Harmleikurinn i Iran Mikil ógn steðjar nú að hinu hrjáða Bahá'í-samfélagi í íran. Eins og fram hefur komið í fréttum blaða og fréttaskeytum alþjóðlegra fréttastofa, hefur auk- in harka nú hlaupið í skipulegar ofsóknir stjórnvalda á hendur Bahá'íum þar í landi. Með hverri viku kemur skýrar í ljós sú fyrirætlun klerkastéttarinnar að þurrka út Bahá'í-trúna þar í landi, en Bahá'íar í íran eru nú um 450.000. Strax í kjölfar stjórnarbylt- ingarinnar í febrúar 1979 var hafist handa við fyrsta stigið; almenna eignaupptöku, atvinnu- sviptingu og almenna niðurlæg- ingu allra þeirra, er aðhyllast trú Bahá'u'lláh. Með samþykki stjórnarskrár hins íslamska lýðveldis var næsta skrefið stigið. í henni voru Bahá'í- ar ekki nefndir á nafn og þar með sviftir öllum borgaralegum rétt- indum. Þannig getur Bahá'íi til dæmis ekki fengið löggilda hjóna- vígslu nema með því að afneita trú sinni. Fulltrúar mannréttinda- nefndar Sambands mótmælenda- kirkna í Sviss, sem gaf út skýrslu um hlutskipti Bahá'ía í íran, kváðu trúarleiðtoga hafa gefið þá skýringu á því að Bahá'ía er að engu getið í stjórnarskránni, að þeir séu það fáir í landinu að ekki hafi verið ástæða til að setja um þá sérákvæði. Kirkjusambandið bendir á að þarna er átt við stærsta minnihlutahóp í íran og að um gyðinga (60.000), Parsa (20.000) og kristna menn (300.000) er sérstaklega fjallað í stjórn- arskránni. Síðustu vikur hefur komið ber- lega í ljós hvert vera skal þriðja skrefið. Taka á forustumenn sam- félgsins af lífi hvern á fætur öðrum á skipulegan hátt. Frá 13. júlí hafa 9 verið teknir af lífi og fjölmargir verið teknir höndum og fluttir í óþekkt fangelsi. M.a. var allt Þjóðráð Bahá'ía í íran (9 menn) tekið höndum 21. ágúst sl., PARKER 45 Sígildur skólapenni ÝPARKER eftirsóttasti penni heims. meðan á fundi þeirra stóð ásamt tveim öðrum er komið höfðu til fundar við ráðið. Ekkert er vitað um afdrif þessara manna. Aðfaranótt sl. mánudags (8. sept.) voru sjö teknir af lífi í fangelsi í Yazd. Kl. 15.00 daginn áður var ættingjum leyft að heim- sækja þá, þar sem flytja ætti þá til Teheran. Þeir voru hins vegar líflátnir kl. 4.00 aðfaranótt mánu- dagsins og sú skýring gefin í útvarpi kl. 7.00 um morguninn að þeir hefðu verið fundnir sekir um svik við stjórnina. Líkum þessara fórnarlamba var síðan dembt á vörubíl og sturtað við hliðina á grafreit Parsa í borginni (graf- reitur Bahá'ía hafði fyrir nokkru verið eyðilagður). Þrátt fyrir hættu sem því var samfara, söfn- uðust fimm hundruð Bahá'íar saman til að jarðsyngja trúbræð- ur sína. Fjölda frásagna á borð við þessa má finna í þeim skeytum er Þjóðarskrifstofu Bahá'ía hefur borist síðustu mánuði. Alvara þessa máls kemur skýrt fram í ritstjórnargrein The New York Times 21. júlí sl., en þar segir: „... um 30 voru teknir af lífi sl. viku, þar af 7 er skotnir voru á götum úti, sakaðir um eiturlyfja- sölu. Sérstaka ógn vekur hins vegar sú frétt að aðrir tveir af fórnarlömbunum voru aðeins auð- kenndir sem áhangendur Bahá'í, stærsta trúarminnihlutans." I The Times var tekið í sama streng nokkrum dögum áður (15. júlí). Þar segir: „Það sem gerir þessa nýju öldu ofsókna svo uggvænlega er að dómstólar eru farnir að lögsækja Bahá'ía og jafnvel lög- leiða aftökur á Bahá'íum á þeim forsendum einum að hinn ákærði játi þessi trúarbrögð." Bahá'íar um heim allan reyna nú með fulltingi fréttamanna, stjórnmálamanna og alþjóðasam- taka að vekja athygli á örlögum Bahá'ía í íran og send hafa verið fjölmörg mótmælaskeyti til ráð- manna í Teheran og sendiráða þeirra erlendis. Dæmi eru til þess í sögunni að þrýstingur utanfrá hafi stöðvað ofsóknabylgjur, t.d. 1955 er alþjóðasamtökum og stjórnmálamönnum (m.a. Eisen- hower) tókst að hafa áhrif á keisarann. Bahá'íar hér á landi munu fylgjast náið með framvindu mála í Iran næstu mánuði og gera tilraun til að hafa áhrif á þá framvindu með því að vekja at- hygli áhrifamanna hér á landi og þjóðarinnar allrar á ástandinu. Malbikunarfram- kvæmdir á ísafirði fsafirði. 12. september. NÚ er að ljúka hér malbikunar- framkvæmdum i ár á vegum ísaíjarðarkaupstaðar og rikisins. Á myndinni sést þegar verið er að ganga frá tengingu nýju stofnbrautarinnar inn með firð- inum við Hafnarstræti. Þá er kominn samfelldur mal- bikaður vegur frá Búð í Hnífsdal að Hafrafellshálsi. Auk þess hefur verið lagt malbik á nokkrar götur á eyrinni og umhverfis flugstöðina á ísafjarðarflugvelli. Síðan fara tæk- in til Bolungarvíkur, þar sem malbika á í haust, en næsta vor verður hafizt handa hér við frekari malbikunarframkvæmdir. Miðfell hf. úr Reykjavík sér um fram- kvæmdirnar, en malbikið er unnið í malbikunarstöð Olíumalar hf., sem komið hefur verið fyrir hér á Stakkanesi. - Úlfar. Álandseyjar: Verkfalli þjón- ustuf ólks lokið FrA Harry Granberg fréttarltara Mbl. I Finnlandl, l.r>. september OPINBERT þjónustufólk á Álandseyjum hélt i morgun aftur til vinnu sinnar eftir viku langt verkfall. Samkomulag náðist i gær og lauk þar með fyrsta verkfalli i sögu Álands- eyja. Var samið um 1% launahækk- un frá og með 1. september og 2% hækkun frá 1. mars nk. Um hundrað manns hófu verk- fallið, en ráðgert var að enn fleiri bættust í hóp verkfallsmanna 22. september ef samkomulag hefði ekki náðst fyrir þann tíma. Landsstjórn Alandseyja neit- aði þjónustufólkinu lengi um hækkunina þar sem ríkisstjórnin í Finnlandi neitaði að standa undir kostnaði við hana. í sam- komulaginu sem náðist á sunnu- daginn er gert ráð fyrir að landsstjórnin fái kostnaðinn bættan á annan hátt og er mögulegt að sérstakur skattur til landsstjórnarinnar verði settur á í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.