Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 Skipverjar á Hlein við komuna til Vestmannaeyja, Aðalsteinn Guðbrandsson, aðeins 12 ára gamall, er annar frá vinstri. (Ljósm. Sigurgeir). Hélt upp á 12 ára afmæli sitt í ævin- týralegri sjóferð Vestntannaeyjum 16. september. VÉLBÁTURINN Hlein kom hingað til Vestmannaeyja snemma á mánudagsmorgun eftir ævintýralega ferð til Bret- lands og heim aftur. Á ieiðinni til Fleetwood strandaði skipið og þurfti að gera við skemmd- irnar ytra. Á heimleiðinni hreppti Hlein versta veður og var farið að óttast um skipið þegar ekkert fréttist til þess i tvo sólarhrínga. Leitarflokkar voru byrjaðir að leita að skip- inu á sjó, úr lofti og á landi þegar Vestmannaeyjaradió heyrði frá bátnum, en þá átti Hlein eftir um 200 milna sigl- ingu til Eyja. Um borð í skipinu voru sex manns, 5 íslendingar og 1 Breti. Meöal skipverja var Aðalsteinn Guðbrandsson, en hann hélt upp á 12 ára afmæli sitt í þessari ævintýralegu ferð og var tíma- mótunum fagnað með mikilli afmælistertu á hóteli f Fleetwo- od. Aðalsteinn er úr Reykjavík og fer beint frá borði í Breið- holtsskóla. Aðalsteinn var bæði með á fiskiríinu og í siglingunni og sagðist hann ekki hafa orðið hræddur og aðeins pínulítið sjó- veikur þegar mest gekk á í túrnum. — Fréttaritari. Nýr 5 ára samningur við Sovétmenn: Aukum svartolíukaup en seljum meira af lagmeti, ullarvörum og málningu GENGIÐ hefur verið frá nýjum fimm ára viðskiptasamningi milli fslendinga og Sovétmanna, og gildir hann fyrir tímabilið 1981 til 1985. Af hálfu íslendinga undirritaði Tómas Árnason viðskiptaráðherra samninginn, en af hálfu Sovétmanna settur varautanríkisviðskiptaráðherra, Kuznikov að nafni. Samningarn- ir voru undirritaðir í Moskvu hinn 11. þessa mánaðar, en i viðræðunefnd íslendinga voru auk ráðherrans, þau bórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Har- aldur Kröyer sendiherra og Sig- ríður Snævarr sendiráðsritari. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær af þessu tilefni í viðskiptaráðuneytinu sagði Tómas Árnason, að hér væri einungis um rammasamning að ræða, verð- samningar væru eftir og væru þeir oft gerðir mörgum sinnum á ári, milli framleiðenda og kaupenda. Meðal þess sem nú var samið um voru kaup íslendinga á 110 til 180 þúsund tonnum af svartolíu á ári í stað allt að 110 þúsundum áður (þó ísl. kaupi að vísu 150 þús. tonn á þessu ári), samið var um sölu á 15 til 20 tonnum af saltsíld (2 til 4 tn. áður), um lagmeti fyrir 4,6 til 6,5 milljónir bandarískra dollara (1,3 til 2 áður), um sölu á ullarvör- um fyrir 4 til 4,9 milljónir dollara (í stað 2,1 til 3 áður) og samið var um sölu á málningu og lakki fyrir þetta tímabil, allt að 1500 til 2000 tonnum á ári (í stað 1000 til 1500 áður). Þá var í ferðinni einnig reynt að fá Sovétmenn til að kaupa meira af lagmeti á þessu ári, og einnig fryst fiskflök. Standa vonir til að Sovétmenn kaupi allt að 5 þúsund tonn af fiskflökum nú fyrir ára- mót, og 40 þúsund kassa af lagmeti, aðallega gaffalbitum. Staða viðskiptabanka gagnvart Seðlabanka: Ekki átt við skuldir olíufélaga — segir Tómas Árnason viðskiptaráðherra ÞAÐ ER rétt að viðskiptabankarn- ir hafa verið gagnrýndir fyrir að auka útlán sin, en þar er átt við önnur útlán en þau sem til eru komin vegna skulda frystihúsa og útgerðarfyrirtækja við oliufélögin, sagði Tómas Árnason viðskipta- og bankamálaráðherra á fundi með blaðamönnum i gær. Fram hefur komið í fréttum að dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra hefur gagnrýnt viðskipta- bankana fyrir að staða þeirra gagn- vart Seðlabankanum hefur versnað um 29 milljaröa króna frá áramót- um. Þá hafi hún verið hagstæð um 5 milljarða en sé nú óhagstæð um 24 milljarða króna. Viðskiptaráðherra: Áhugi á verðtryggðum bankareikningum litill LÍTILL áhugi er á verðtryggðum bankareikningum sem teknir voru upp i sumar, að þvi er Tómas Árnason viðskipta- og bankamála- ráðherra upplýsti á blaðamanna- fundi i gær. Sagði Tómas fyrsta mánuðinn mjög litið fé hafa verið lagt inn á þessa reikninga, en hvað siðan hefði orðið sagðist hann ekki vita um. Ráðherrann sagði að margt gæti komið til, og væri líklegast að mest áhrif hefðu spariskírteini ríkissjóðs sem fólk hefði átt kost á að kaupa. Þau gegndu næstum sama hlut- verki, en væru að því leyti til meðfærilegri, að bréfin væri unnt að selja er fólki þóknaðist, en banka- reikningarnir stæðu til tveggja ára, hvorki lengur né skemur. Það gæti fólki þótt of langur tími á tímum mikillar óvissu í efnahags- og pen- ingamálum. Reynslan yrði annars að skera úr um framtíð þessara bankareikninga. Of snemmt væri að segja til um hvernig beir reyndust er frá liði. Tómas kvaðst á blaðamannafund- inum ekki vita hve mikill hluti þessarar aukningar væri til komin vegna vanda atvinnufyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu, og hann kvaðst heldur ekki vita hve miklar skuldir olíufélaganna væru við viðskiptabankanna. Sagði hann þær þó vera miklar, og til komnar af tveimur megin ástæðum. I fyrsta lagi hefði verð á olíu hækkað mjög, og væru birgðirnar því dýrari. I öðru lagi væri ástæðan sú að útgerð og fiskvinnslufyrirtæki ættu í erfið- leikum og gætu ekki greitt skuldir sínar við olíufélögin. Tómas kvaðst hins vegar vera andvígur því að bera saman tölur um stöðu við- skiptabanka gagnvart Seðlabanka á miðju ári og um áramót, eðlilegast væri að miða jafnan við áramót í slíkum samanburði, það er frá einum áramótum til þeirra næstu. Tómas Árnason viðskiptaráðherra og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt- isstjóri á fundi með blaðamönnum i gær. Myndina tók Emilia Björg Björnsdóttir ljósmyndari. Ekki fengust þó ákveðin svör við þessum málaleitunum, en þeirra mun að vænta innan tíðar að sögn viðskiptaráðherra. Tómas Árnason kvað það ein- kum valda erfiðleikum í samn- ingsgerð við Sovétmenn, að hér væri efnahagsástand óstöðugt, verðbóiga mikil og verðlag því breytilegt. í Sovétríkjunum væri verðlag aftur fryst, og þess jafnvel dæmi að verð á sumum vörum væri þar hið sama og það var í síðari heimsstyrjöldinni. Erfitt væri því að breyta því verði, nema þá helst með því að selja sömu eða svipaða vöru í öðrum umbúðum eða unna á annan hátt. Flogið til 10 staða í vetraráætlun Arnarflugs: Fjöldi ferða til ein- stakra staða aukin VETRARÁÆTLUN Arnarflugs tekur gildi 20. september n.k., en flogið verður til 10 staða vestan- og norðanlands, Rifs, Grundar- fjarðar, Stykkishólms, Bildudals, Flateyrar, Suðureyrar, Gjogurs, Hólmavikur, Blönduóss og Siglu- fjarðar. Samkvæmt upplýsingum Arn- arflugs, er áætlunin að miklu leyti unnin eftir niðurstöðum úr þjón- ustukönnun, sem gerð var á áætl- unarstöðunum í sumar. Fjöldi ferða til einstakra staða er aukinn verulega og verða nú 9 ferðir í viku til Blönduóss, 7 ferðir til Siglufjarðar, 6 til Stykkishólms og Rifs, 5 til Flateyrar og Suður- eyrar, 4 ferðir verða til Bíldudals, 3 til Grundarfjarðar og 2 ferðir verða vikulega til Hólmavíkur og Gjögurs í vetur. Samkvæmt upplýsingum félags- ins hefur verið reynt að haga brottfarartímum samkvæmt ósk íbúa á viðkomustöðum félagsins, en ekki er hægt um vik alls staðar, þar sem flestir flugvellir, sem flogið er til eru óupplýstir og verður því að fljúga meðan dags- birtu nýtur, sem er aðeins um 5 klukkustundir, þegar minnst er. Það er því mikið baráttumál félagsins að fá lýsingu á flugvelli, svo að sem flestir geti notið þess öryggis, sem flugið veitir. Stöðug aukning er í vöruflutn- ingum félagsins og í vetur verður sérstakt vöruflug til Bíldudals, Flateyrar og Suðureyrar, auk þess, sem opinn möguleiki er fyrir að fjðlga vöruflutningum eftir þörfum. Viðskipti íslendinga og Sovétmanna: Fara vaxandi ár frá ári VIÐSKIPTI íslendinga og Sovét- manna hafa farið vaxandi á liðnum árum, og virðast enn aukast á næstunni, að þvi er Þórhallur Asgeirsson ráðuneytis- stjóri i viðskiptaráðuneytinu upplýsti á blaðamannafundi i gær vegna nýundirritaðs við- skiptasamnings milli þjóðanna. Fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra voru fluttar út vörur til Sovétríkj- anna frá íslandi fyrir 5,9 millj- arða króna, en á sama tíma í ár fyrir 13,1 milljarð króna. Inn- flutningur til Islands frá Ráð- stjórnarríkjunum í fyrra var að andvirði 13,1 milljarður króna, en var í ár fyrstu sjö mánuðina 26,9 milljarðar króna. Af heildarviðskiptum íslend- inga við útlönd fer hlutur Sovét- manna einnig vaxandi. Innflutn- ingur frá Sovétríkjunum var í fyrra 9,6% fyrstu sjö mánuði ársins, en í ár var hann 10,3%. Útflutningur okkar til Sovétríkj- anna var í fyrra 4,4% af heildar- útflutningi landsmanna fyrstu sjö mánuði ársins, en er á þessu ári 5,8% á sama tíma. y V/ % ^x. Veður víöa um heim Akureyri 7 ngning Arnsterdam 19 skýjað Barsoiona 2« heiðskírt Barlín 16 heiðskírt BrUssel 22 heiðskírt Chícago 18 rigning Faneyjar 23 þokumóða Frankfurt 20 heiöskírt Fsareyiar 12 alskýjað Gant 20 heiðskírt Halsinki 15 skýjað Jerúsalem 25 heiðskírt Jóhannesarborg 18 rigning Kaupmannahöfn 15 heiðskírt Las Palmaa 27 léttskýjað Lissabon 34 heiðskírt London 21 skýiað Los Angelas 25 skýjað Madrld 33 heiðakírt Mallorca 27 heiðskírt Miami 30 skýjað Moskva 18 skýjað NawYork 21 heiðakirt Oslo 16 heiöskírt Parfs 23 heíðakírt Reykjavík 90 þokumóða Ríö da Janeiro 35 skýjaö Rómaborg 30 heiðskirt Stokkhólmur 17 heiðskirt TalAviv 29 heiðskírt Téfcýó 28 heiðskirt Vancouver 21 skýjað Vinarborg 19 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.