Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 • Leikmenn ÍBV eru tilbúnir i slaginn i kvold, og munu þeir stilla upp öllum sinum bestu leikmönnum. Hvernig tekst ÍBV upp? • í kvöld leika ÍBV og Banik Ostrava fyrrri leik sinn i Evrópu- keppni meistaralida. Leikur liö- anna fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 17.30. Tékknesk knattspyrna er mjög hátt skrif uð i Evrópu og á ólympiuleikunum i Moskvu hlaut tékkneska lands- liðið i knattspyrnu gullverðlaun. Margir af leikmönnum Banik Ostrava eru landsliðsmenn. Lið ÍBV i leiknum i kvöld verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Þórður Hallgrímsspn netagerð- armaður er fyrirliði ÍBV, en hann leikur stöðu tengiliðs. Þórður hef- ur leikið með ÍBV í mörg ár. Hann hefur leikið fjóra unglingaiands- leiki. Sveinn Sveinsson rafvirki leikur stoðu tengiliðs, en hann hefur fjölmarga leiki að baki með íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Sigurlás Þorleifsson iþrótta- kennari leikur stoðu framherja, en Sigurlás hefur verið með mark- sæknustu leikmönnum ÍBV um árabil. Sigurlás hefur leikið 5 landsleiki fyrir ísland. Óskar Valtýsson verkstjóri leik- ur stöðu tengiliðs, en hann er einn leikreyndasti maður ÍBV-liðsins. Hann hefur leikið tvo landsleiki og þrjá unglingalandsliðsleiki. Tómas Pálsson bankagjaldkeri leikur stöðu framherja. Hann hef- ur skorað mörg af mörkum ÍBV og er skemmtilega leikinn sóknar- maður. Hann hefur leikið 6 lands- leiki og 3 unglingalandsliðsieiki. Guðmundur Erlingsson neta- Dale . námskeiðiÖ Kynningarfundur í kvöid og fimmtudagskvöld kl. 20.30, Síöumúla 35, uppi. Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö * öölast meira öryggi Meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. * Árangursríkari skooanaskipti Koma hugmyndum þínum örugglega til skila. * Sigrast á ræouskjalrta Aö vera eölilegur fyrir framan hóp af fólki og segja þaö, sem þú ætlar aö segja meö árangri. * Muna mannanöfn Þjálfa minni mitt. Vera meira vakandi og skerpa athyglina. k Þroska leiötogahæfileikana Aö stjórna í staö þess aö þræla. * Auka söluna Byggja upp betri persónuleika og auka eldmóöinn. k Sigrast á éhyggjum og kvíða Hugsa raunhæft. Leysa persónuleg og viöskiptavandamál. * Stækka sjóndeildarhringinn Eignast vini, ný áhugamál og fleiri ánægju- stundir í Irfinu. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT. 82411 w/f.uwKH.STJORNUNARSKÓLINN \{\l>KHhl\ Konráð Adolphsson gerðarmaður leikur stöðu bak- yarðar. Hann hefur leikið með ÍBV undanfarin ár. Páll Pálmason verkstjóri er markvörður ÍBV. Hann er einn leikreyndasti maður íþrótta- bandalags Vestmannaeyja, þekkt- ur fyrir mikið keppnisskap og tilþrif í markinu. Hann hefur leikið 1 landsleik. Gústaf Baldvinsson nemandi leikur stöðu miðvarðar. Hann er í hópi yngri leikmanna liðsins og lék í framlínunni sl. ár. Kári Þorleifsson nemandi leikur framherja ÍBV. Hann er núver- andi unglingalandsliðsmaður og hefur leikið nokkra leiki með því liði. Ómar Jóhannsson rafvirki leik- ur stöðu tengiliðs. Hann er einn efnilegasti leikmaður ÍBV-liðsins, hefur leikið 11 unglingalandsleiki og einn landsleik 21 árs og yngri. Snorri Rútsson iþróttakennari er bakvörður. Hann er einn af reyndari mönnum liðsins og hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Sighvatur Bjarnason nemandi leikur miðvörð. Hann er nýliði í meistaraliði ÍBV. Hann er mjög vaxandi leikmaður og harðfylginn. Viðar Elíasson verkstjóri er bakvörður. Hann hefur verið fastamaður í liðinu í mörg ár. Jóhann Georgsson netagerðar- maður er tengiliður. Hann er einn af yngri mönnunum í meistara- flokki. Hreggviður Ágústsson nemandi er varamarkmaður ÍBV-liðsins, en hann er nú markvörður íslenzka unglingalandsliðsins. Samúel Grytwik nemandi og framherji er einn af nýliðunum hjá meistaraflokki ÍBV, en hann leikur um þessar mundir með íslenzka unglingalandsliðinu. Viktor Helgason þjálfari ÍBV þjálfaði liðið 1970-1972 að báðum árum meðtöldum—og síðan tók hann aftur við liðinu 1979 þegar það varð íslandsmeistari í fyrsta sinn. Viktor var um langt árabil einn af traustustu og beztu leik- mönnum ÍBV. Björgvin Eyjólfsson liðsstjóri hefur verið Viktori til aðstoðar í sumar, en Björgvin er íþrótta- kennari að mennt. Evrópukeppnin í knattspyrnu: Besta félag Tékkóslóvakíu mætir ÍBV BANIK Ostrava-knattspyrnufé- lagið var stofnað 8. september 1922 i Slezká Ostrava-borgarhlut- anum í Prag og i aldarf jórðung var félagið þekkt undir nafninu SK Slezká Ostrava. Banik-liðið er beinn arftaki þess liðs og byggir á somu hefðum og siðvenjum í starfi sinu. Félagið hóf keppni opinberlega árið 1923, en það komst ekki upp i fyrstu deild fyrr en 1937. Siðan hefur liðið skipað sæti meðal þekktustu liða Tékkó- slóvakiku og nær undantekn- ingalaust hefur það átt mann i landsliði Tékkóslóvakiu allan þennan tima. Samkvæmt skýrsl- um yfir félög og leikmenn frá þvi að 1. deildarkeppni hófst i land- inu er Banik Ostrava i 5. sæti miðað við beztu leikmenn og kemur næst á eftir elztu félögun- um, Spörtu og Slaviu frá Prag, Slóvan frá Bratislava og Dukla frá Prag. Banik hefur á löngum tíma getið sér orð fyrir skemmtilegan leik og óvæntan þar sem félagið hefur ósjaldan unnið þekkt stjörnulið. Árið 1954 varð Banik nr. 2 í tékknesku meistarakeppn- inni á eftir Spörtu, 1960—1961 var það nr. 4 og tveimur árum seinna nr. 3. Hin raunverulega sigurganga Banik hófst þó ekki fyrr en upp úr 1970 en síðan hefur Banik tekið þátt í 4 Evrópubikarmótum. Árið 1975-1976 varð Banik Tékkóslóv- akíumeistari og tók þar af leiðandi þátt í Evrópukeppni meistaraliða. Banik hefur sjö sinnum komist i úrslit eða undanúrslit tékknesku bikarkeppninnar og 1972—1973 og 1977-1978 unnu þeir bikarkeppni Tékkóslóvakíu og meistarakeppn- ina. Banik varð meistari í síðustu keppni með 1—0 sigri yfir Jednota Trecin frá Bratislava. Frá Banik Ostrava-liðinu hafa komið afburða leikmenn bæði fyrir tékkneska knattspyrnu og evrópska. Þriðjudaginn 16. september halda 4 kyifingar til keppni i FIAT-mótið i golfi sem haldift er nú i þrtðja sinn i Torino á ítaliu. FIAT-fyrirtækið hefur þessi þrjú ár boðið öllum golfsamböndum, sem eru aðilar að golfsambandi Evrópu E.G.A. að senda 4 keppendur til mótsins og hefur FIAT-fyrirtækið greitt allan kostnað vegna þátttöku i mótinu. Þeir sem keppa fyrir tslands hönd i mótinu i ár eru Sólveig Þorsteinsdóttir GR, Jakobina Guðlaugsdóttir GV, Hannes Eyvindsson GR, og Ragnar ólafsson GR. Fararstjóri verður Konráð R. Bjarnason. Keppnisdagar eru 19.—22. sept. Leiknar verða 54 holur. Þeir sem keppt hafa áður i mótinu fyrir ísland eru: Sólveig Þorsteinsdóttir GR, Jóhanna Ingólfsdóttir GR, Kristin Þorvaldsdóttir NK, Þorbjorn Kjærbo GS og Hannes Eyvindsson GR. Fékk hátt í þriðju milljón í verðlaun í 4. leikviku Getrauna kom fram 1 röð með 12 réttum og var Getrauna-spá M.B.L. 'm £ s 9 c © 3S •a o t> fc. s >> « •o c 9 co — Si l cu 1 9 03 i k D. H W >% « s s «3 ¦s 1 -c o QQ * Z JB O. to — "S H >. « ¦s s 9 CA SAMTALS 1 X 2 vinningur fyrir hana kr. Aston Villa — Wolves 1 1 1 1 1 X 5 1 0 2.643.000.-. Eigandinn er kona i 1 X X X X X 1 5 0 Reykavik og fékk hún þennan vinning fyrir 8 raoa seðil. Bristol — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Með 11 rétt voru 10 raðir og Everton — Cr. Palace X 1 1 1 1 1 5 1 0 vinningur fyrir hverja röð kr. 113.200.-. Þátttaka i getraunum hefur Ipswich — Coventry 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Leeds — Man. Utd. 2 2 2 2 2 X 0 1 5 verið talsvert hærri i haust en Man. City - Stoke X 1 1 1 1 1 5 1 0 var á sama tima fyrir ári. Talað hefur verið um, að iþrótta-hreyfingin gæti vel við unað, ef Middlesbr. — Arsenal 1 X X 2 X X 1 4 1 Nott. Forest — Leicester 1 1 1 1 1 X 5 1 0 þátttakan yrði h.u.b. 1 roð á ibúa, Southampt. — Liverpool 2 X 1 X 1 1 3 2 1 enda þótt þátttakan á Norður-löndunum sé hvarvetna á bilinu 5-12 raðir á ibúa. Tottenham — Sunderl. 2 1 X 1 X 1 3 2 1 Luton — Orient X 1 1 X X 2 2 3 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.