Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 3 Áróðurssendingar Rússa í barnaskóla landsins: „Þeir hafa greinilega aðra sagnfræði en við“ — segir Óskar Magnússon, skólastjóri á Eyrarbakka „ÞAÐ er ástæða til að staldra við og hugsa þegar menn íá slíka sendingu frá sovéska alræðisríkinu. í fyrsta lagi hve tjáningar- og prentfrelsið ieggur okkur íslendingum mikla ábyrgð á herðar og jafnframt hve áróður þessara afla nær langt inn á gafl hjá okkur,“ sagði óskar Magnússon skólastjóri barnaskólans á Eyrarbakka í samtali við Morgunblaðið I gær. Hann fékk í síðustu viku póstsendingu frá APN „fréttastofunni“, þar sem voru nokkur eintök af „Fréttum frá Sovétríkjunum“, sem er áróðursrit, gefið út af APN í Reykjavík og Moskvu. Sovéska „fréttastofan" hefur nú hafið sendingu á „fréttabréfi" sínu í alla barnaskóla landsins þar sem mælt er með því sem kennslugagni í mannkynssögu og landafræði! Með sendingunum fylgir eftirfar- andi bréf: „Þar sem nú er hafið nýtt skólaár, leyfum við okkur að minna á timarit það, sem mánað- arlega er gefið út hjá Fréttastofu APN og ber heitið „Fréttir frá Sovétríkjunum", svo og tímarit, bækur og blöð á ensku og Norður- landamálunum, sem e.t.v. gætu komið að gagni við kennslu í landafræði og mannkynssögu, svo og nemendum til fróðleiks og skemmtunar á bókasafni skólans. Fréttastofa okkar mun með mestu ánægju útvega gögn, sem gætu orðið til að gera kennslu um Þessi fyrirsögn er gott dæmi um þá sagnfræði sem rússneska Sovétríkin í áðurnefndum náms- sendiráðið mælir með i mannkynssögukennslu i islenskum greinum áhugaverðari." Undir barnaskólum! þetta ritar Alexander Agarkov. Fréttir frá JUU \nn Biriloann8^? . ★ FREl TAÞJUÍ'níUSTA AOAL HITSyjOANAHSKAIfS TOfA n. PuNWn. 2. UB 006 Mo*v. Stm9 TM, 108. KB SMmrfni: APN. Mo*v. KITSTjOKNAHSKHIfSTOfA I KiVKJAVlK , o |o. 9M 121 Ttiar 2077 SkrmtAn APU. Þar sem nú er hafið nýtt skólaár, leyfum við okkur að minna á tima'rit það# sem mánaðarlega er gefið út hjá Fréttastofu APN og ber heitið "Fréttir frá Sovét- rikjunum", svo og timarit, bækur og blöð á ensku og Norðurlandamálunum, sem e.t.v. gætu komið að gagni við kennslu i landafræði og mannkynssögu, svo og nen- endum til fróöleiks og skemmtunar á bókasafni skólans. Fréttastofa okkar mun með mestu ánægju útvega gögn, sem gætu orðið til að gera kennslu um Sovétrikin i áðurnefndum námsgreinum áhugaverðari. Með bestu kveðju, F.h. Fréttastofu APN á Islandi, </ Alexander Agarkov." Bréfið sem fylgir áróðurssendingu APN i barnaskólana i landinu. Þess ber að geta að þegar Óskar opnaði umslagið frá APN blasti við þessi fyrirsögn á einu „fréttabréf- anna“: „40 ár liðin frá inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin". (!) „Þeir hafa greinilega aðra sagn- fræði en við,“ sagði Óskar um þetta. „Eftir okkar skilningi voru þjóðir Eystrasaltsríkjanna aldrei spurðar hvort þær vildu teljast til Sovétríkjanna og þar hafa aldrei farið fram frjálsar kosningar um það mál. Þær voru innlimaðar nauðugar viljugar. Það er ef til vill ekki ástæða til þess að vera að agnúast út í þessa sendingu APN, því að þá erum við komnir út í sama farið og þeir, en það er ástæða til að velta þessum áróðri fyrir sér. Mikið er talað um áhrifin af veru bandaríska varn- arliðsins, en það talar enginn um þennan áróður og áhrif hans. Meira að segja virðist ætlast til að þetta sé notað til kennslu. En það er óþarfi að gera það að reglu að hvaöa aðili sem er geti sent barnaskólunum áróður af þessu tagi, vitandi það að ekki gætum við sent neitt álíka í skólana þeirra." hvílíkur rnunur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax i forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- fí f il stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum dt Áf/J 1 blettalausum þvotti. J \jax lágfreyðandi þvottaefni fyrirallan þvott Ajax skilar tandurhreinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.