Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 23 Elzta barnið misstu þau nýfætt, en hin tíu eru á lífi. Þau eru: 1. Pétur Guðjón, vélvirki i Kópa- vogi, kvæntur Margréti Veturliða- dóttur frá ísafirði. 2. Margrét, handavinnukennari að menntun, ekkja eftir Einar Helga- son, síðast héraðslækni á Ólafs- firði, búsett í Reykjavík. 3. Sjöfn Pálfríður, prestsfrú á Akranesi, gift séra Birni Jónssyni, sóknarpresti þar. 4. Ólafur Ágúst, vélvirki í Ytri- Njarðvík, kvæntur Svanhildi Jak- obsdóttur frá Hömrum í Reyk- holtsdal. 5. Helga Gyða, gift Ralph Hutch- enson frá London, nú sölumaður í Bandaríkjunum. Hafa verið búsett í Reykjavík síðustu árin. 6. Guðríður Þórunn, búsett í Bandaríkjunum, gift David Boat- wright, verzlunarstjóra. 7. Valdimar Óskar, loftskeytamað- ur hjá Landhelgisgæzlunni, kvæntur Jónu Margréti Guð- mundsdóttur frá ísafirði, búsett í Mosfellssveit. 8. Gyða Guðbjörg, myndlistar- kona, gift enskum manni, David Wells, tæknifræðingi, nú búsett í London. 9. Edda Sigríður, búsett á Fjalli í Seyluhreppi, Skagafirði, gift Guð- mundi Hermannssyni, kennara í Varmahlíð. 10. Jóhanna, búsett á Akranesi, gift Valdimar Björgvinssyni, húsasmið. Barnabörn þeirra séra Jóns og frú Lilju eru þrjátíu og barna- barnabörnin eru sjö. Hópurinn hennar var því orðinn æði stór, en fyrir öllum bar hún vakandi um- hyggju og miðlaði af sínu stóra hjarta og gjöfulu höndum. Tæpum þremur vikum áður en frú Lilja dó átti hún heilaga hamingjustund á heimili sínu í faðmi fjölskyldunn- ar. Hún var sársjúk, en henni auðnaðist að neyta síðustu lífs- kraftanna til að halda langömmu- barni sínu og alnöfnu undir skírn. Enn sem fyrr stafaði frá henni geislum kærleika og friðar, trúar og ástar. Hún var trúuð og sterk til hinztu stundar. Hún var Guði þakklát fyrir ástvini sína, þakklát fyrir lífið og ævidaginn og sátt við Guð og menn. Frú Lilja andaðist hinn 5. þessa mánaðar. Stórt skarð er höggvið i ástvinahópinn. En þökk sé Guði, sem gaf hana. Trú hennar, birta og kærleikur mun fylgja henni á eilífðarbraut. Okkar kæra vini, séra Jóni, börnum þeirra, tengdabörnum og öllum ástvinahópnum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa þau öll og styrkja á ævileið. Jón Einarsson, Saurbæ. Frið i sjón <)([ horsk í hjarta hOfAingNÍund af rnni skein, Hvipur athöfn allt nam skarta. af þvl sálin var svo hrein. Þessar ljóðlínur þjóðskáidsins Matthíasar Jochumssonar vil ég gera að yfirskrift nokkurra minn- ingarorða, sem mér koma í hug vegna andláts minnar góðu vin- konu og starfsfélaga, frú Lilju Pálsdóttur, en hún lést á sjúkra- húsi Akraness eftir langa og erfiða sjúkdómslegu þann 5. sept. sl. Þetta ljóð skáldsins þó ort sé um aðra konu lýsa henni svo vel, að betur verður það ekki gert í svo fáum orðum. Það er svo margt líkt með þeim sem vel eru af Guði gerðir. Þegar ég flutti til Akraness fyrir 20 árum, kom ég hér í ókunnugt umhverfi og þekkti fáa. Ég vænti þess þá að mér yrði vel tekið og ég fengi að kynnast góðu fólki. Sú von brást heldur ekki. Ég eignaðist heimili í næsta nágrenni við Kirkjuhvol, heimili prestshjónanna. Fljótlega hófust kynni mín við þau hjónin. Þau tóku mér eins og gömlum vini, þó ég væri þeim þá með öllu ókunnug, buðu mig og börnin mín velkomin í nágrennið og vildu allt fyrir mig gera. Þau voru mér hlý og nærgætin og mér leið vel í návist þeirra. Slík hjartahlýja er öllum gjöfum verð- mætari og gleymist síst. Frú Lilja var mikilhæf og góð kona. Hún var mjög starfssöm og skilaði miklu dagsverki, þótt heilsa henn- ar væri ekki sterk, var viljastyrk- urinn mikill og óbugaður. Þau hjónin eignuðust 11 börn, en misstu eitt þeirra í bernsku, hin 10, 7 systur og 3 bræður, hafa öll gifst og stofnað sín eigin heimili. Afkomendahópurinn er stór og mannvænlegur. Börnin létu sér alla tíð mjög annt um foreldra sína og naut frú Lilja mikillar hamingju í návist þeirra og barna- barnanna til hinstu stundar. Heimili prestshjónanna var sér- lega fallegt, sannkallað fyrir- myndarheimili. Þar stjórnaði frú- in með sinni alkunnu hógværð og mildi, og setti þrifnað og reglu- semi í heiðurssess. Allt bar þar ljósan vott um mikla smekkvísi. Þá var greiðasemi og gestrisni þeirra hjónanna frábær. Til þeirra lágu leiðir margra, sem fengu vinsamlegar móttökur. Það fór margur þakklátur af þeirra fundi, með gleði í hjarta. Frú Lilja Pálsdóttir verður í hugum þeirra mörgu sem henni kynntust, hin greinda og glæsilega prestskona, sem stóð heil og óskipt við hlið eiginmanns síns í blíðu og stríðu. Hún var hamingjusöm í sínu einkalífi, góð eiginkona og móðir. Fjölskyldunni og heimilinu helgaði hún krafta sína meðan líf og heilsa leyfði. Frú Lilja var félagslynd og hafði mikinn áhuga fyrir ýmsum þeim málum sem horfðu til mann- heilla og lagði þeim lið eftir megni, og með góðum árangri, þó ætla mætti að tími væri naumur til félagsstarfa. Hún lét sér mjög annt um kirkjuna sína og sparaði hvorki tíma né krafta við að leggja henni lið. Kirkjunefnd kvenna veitti hún forstöðu í 30 ár. Þar var hún hinn góði andi, vökul og starfandi við að prýða kirkjuna með fallegum blómum og á annan hátt. Fyrir þetta mikla starf í þágu hennar vill nefndin þakka af einlægum huga. Þegar ég tók að mér kirkjuvarð- arstarfið, var það mér ómetan- legur styrkur að njóta leiðsagnar prestsfrúarinnar. Velvild hennar og smekkvísi brást ekki. Við hjónin þökkum bæði ein- læga vináttu á liðnum áratugum. Bæði höfum við starfað mikið með prestshjónunum í kirkjunni og utan hennar, og eigum margar dýrmætar minningar frá þeim stundum. Þá vil ég fyrir hönd sóknar- nefndar færa hinni látnu heið- urskonu bestu þakkir fyrir hennar miklu og góðu störf í þágu kirkju og safnaðar á Akranesi. Sá starfs- tími er langur og farsæll, nær yfir 35 ára tímabil. Eftirlifandi eiginmanni, fyrr- verandi prófasti, séra Jóni M. Guðjónssyni, og systkinunum 10 votta ég mína innilegustu samúð og bið þeim og fjölskyldum þeirra blessunar Guðs um ókomna tíð. Ragnheiður Guðbjartsdóttir. Kveðja frá Kirkjunefnd kvenna á Akranesi. -Oss hóöan klukkur kalla hvo kallar GuA ohn alla til sin úr heimi hér.“ (V.B.) Ævistarfi mikilhæfrar konu er lokið. Hinn 5. september sl. lést í Sjúkrahúsi Akraness Lilja Páls- dóttir, fyrrv. prófastsfrú hér í bæ. Hún hét fullu nafni Jónína Lilja og var fædd á ísafirði 15. janúar 1909. Foreldrar hennar voru hjón- in Pálína Jónsdóttir og Páll Einarsson bátasmiður, sem lengi voru búsett í Reykjavík. Hún hlaut í vöggugjöf flesta þá kosti, sem góða konu mega prýða. Hvar sem hún fór fylgdi henni hógværð, fegurð, friður og einstæður yndis- þokki, sem entist henni ævina út. Ung að árum gekk hún að eiga glæsilegan og gáfaðan guðfræð- ing, Jón. M. Guðjónsson. Farsæl sambúð þeirra stóð í hálfa öld. Þau voru glæsileg ungu prests- hjónin sem fluttu að Holti undir Eyjafjöllum á vordögum árið 1934. Söfnuðurinn tók þeim opnum örm- um, dáði þau og virti. í þá daga áttu margir leið á prestssetrin, samgöngur voru ekki eins greiðar þá og nú og iðulega varð að taka á móti gestum fyrirvaralaust í mat og gistingu. Oft hefur því reynt mikið á húsfreyjuna ungu í Holti, en hún var vandanum vaxin. Allir sem þangað komu, rómuðu alúð hennar og gestrisni. Þegar þau hjón komu að Holti var þar fyrir miðaldra maður, „stórt barn“. Hann hafði dvalist þar í skjóli fyrirrennara séra Jóns, hann fékk að vera þar áfram, við honum var ekki amast, heldur var „kunningi" eins og einn af fjölskyldunni, á meðan þau hjón sátu staðinn. Þetta sýnir, eitt af mörgu, hve hjartarúm Lilju var stórt. Árin liðu, lítil börn hlupu um varpa og lífið brosti við þeim. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Prestskonan unga veiktist alvar- lega, leitað var lækninga í Reykja- vík, en án árangurs, enginn mann- legur máttur gat hjálpað henni. Hún fór heim aftur til litlu barnanna sinna og eiginmanns. Daprir dagar fóru í hönd, en treyst var á forsjón hans sem öllu ræður. Kraftaverk skeði, hún fékk heilsuna aftur. Hlutverki hennar hér í heimi var ekki lokið og lífið brosti við fjölskyldunni á ný. Það var með söknuði, virðingu og þökk að Eyfellingar kvöddu hin ástsælu prestshjón og fallega barnahópinn þeirra eftir 12 ára þjónustu árið 1946, en þá hafði séra Jóni verið veitt Garðaprest- akall á Akranesi. Hve mikil gifta það var fyrir Akranes, að þau hjón komu hingað, verður ekki lýst hér, en svo 'mikið hafa þau markað spor í menningarmálum bæjarins að seint mun fyrnast. Það var sama hvar heimili þeirra hjóna stóð, hvort var í Holti eða á Akranesi, þá fylgdi því svo sönn hlýja, góðvild og gestrisni að aldrei gleymist þeim, sem áttu því láni að fagna að vera gestur þeirra. Okkur í kirkjunefndinni fannst alltaf vera hátíð að koma inn á fallega, iistræna heimilið hennar, og þaðan eigum við margar dýr- mætar minningar er geymast í þakklátum hugum okkar. Oft óskuðu sóknarbörn eftir að kirkju- legar athafnir færu fram á prestssetrinu og þrátt fyrir miklar annir var hún ætíð viðbúin að verða við bón þeirra. Móðurhlutverk Lilju var mikið og fagurt. Heimilið var henni heilagt. Þann reit ræktaði hún vel, svo vel að einstakt má telja. Börnin hennar tíu bera þess vitni að hún var í hópi þeirra mæðra, sem skilja að heimilið er sá vermireitur sem yljar, mótar og þroskar barnssálina til undirbún- ings lífsstarfinu. wSem móðir hún býr i barnsins mynd það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind þó lokid sé hennar verki.“ Einn er sá þáttur í ævistarfi Lilju, sem ekki hefur verið mihnst á, en það var starf hennar fyrir kirkjuna okkar. Kirkjunefnd kvenna barst góður liðsauki, þegar hún fluttist hingað. Störf hennar þar eru ómæld en öll voru þau unnin í kærleika og af alúð. í mörg ár var hún formaður nefndarinar, það starf rækti hún, eins og annað, sem hún tók að sér, með miklum sóma. Þar minnumst við hennar ráðhollu og hógværu for- ystu. Hún lét sér mjög annt um að kirkjan væri sem best búin fögr- um munum og messuskrúða, og bera þeir munir, sem kirkjunefnd- in hefur gefið og valdir voru fyrir hennar forystu, þess merki, að þar var valið af kunnáttu og smekk- vísi. Fermingarkyrtlar voru fyrst teknir í notkun hér á landi við Akraneskirkju, og átti Lilja mik- inn þátt í að það var gert. Einnig átti hún verulegan þátt í að listahjónin, Gréta og Jón Björns- son, voru fengin til að skreyta kirkjuna. í kirkjunni okkar er því margt, sem minnir söfnuðinn á frumkvæði hennar. Nú er komið að kveðjustund. Fögru lífi er lokið. Klukkurnar hafa kallað okkar elskulegu félagssystur til starfa í æðra heimi. Við konur í Kirkju- nefnd Akraneskirkju þökkum henni af klökkum huga samfylgd- ina og öll störfin í þágu kirkjunn- ar okkar. Við lyftum hugum okkar í bæn og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Ástvinum hennar, barnahópnum stóra og eiginmanninum aldna vottum við innilega samúð. Anna Erlendsdóttir. Við andlát frú Lilju Pálsdóttur er vinum prófastshjónanna á Akranesi ljósara en nokkru sinni fyrr hve náin þau voru hvort öðru öðru. Hugblærinn ljúfi, sem jafn- an fylgdi þeim, var að vísu runn- inn frá tveim skautum en orðinn einnar áttar, sterkur og mildur í senn. Þokkinn og hlýjan, sem mótuðu heimilið fagra, voru þeirra beggja og mátti ekki greina að neitt væri séra Jóns fremur en frú Lilju eða öfugt. Frú Lilja Pálsdóttir fór ekkr um stræti með hávaða og skrumi. Ekkert var henni fjær en sýndar- mennska. Þess vegna var hún laus við þá hvimleiðu tilgerð sem einkennir fólk sem sífellt er á þönum eftir að vera öðruvísi en því er eiginlegt. Hreinskilni henn- ar og hispursleysi gerðu henni kleift að segja kost og löst á mönnum og málefnum án þess að særa. Hún bar svipmót þeirrar menningar sem metur manngildi eftir öðru en heimsláni og verald- legum efnum. Hún brosti oft að bjástri þeirra sem sjá vart annan tilgang í lífinu en að skara eld að eigin köku. En samúð hennar með þeim sem um sárt áttu að binda eða höllum fæti stóðu var sívökul og djúp. Löngum var á orði haft hve listrænn helgiblær hvíldi jafnan yfir prestverkum séra Jóns M. Guðjónssonar. Návist frú Lilju átti tíðum drjúgan þátt í að svo var. Minningar okkar um hana eru margar og kærar; þær nýjustu frá þeim góða degi er séra Jón skirði dótturdóttur okkar. Það var mikill gleðidagur, sólskin í Skerjafirði, og við fundum öll að við áttum meira að þakka en nokkru sinni yrði orðum tjáð. Prófastshjónin af Skaga glöddust með okkur. Tígu- leg reisn frú Lilju, fallegt brosið, alúðin hlýja og gleðin sanna ljóma enn fyrir hugskotssjónum okkar. — Og þakklát minnumst við einnar bestu konu sem við höfum kynnst. Vini okkar, séra Jóni, og ástvin- um hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. jörg Hansen lafur Ilaukur Árnason t Viö þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö viö andlát eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, INGÓLFS ÞORSTEINSSONAR, Granaskjóli 7, Raykjavík. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki öldrunardeildar Landspít- ala (slands, Hátúni 10b. Guölaug Brynjólfsdóttir, Þorstainn Ingólfsson, Maríanna Mortensen, Elln Ingólfsdóttir, Þorgeir K. Þorgeirsson, Auöur Ingólfsdóttir, Þór Halldórsson, Sverrir Ingólfsson, Lilly Svava Snævarr, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR FRIOFINNSDÓTTUR Þúfubaröi 9, Hafnarfiröi. Gestur Árnason, Friöfinnur Gestsson, Fjóla Haröardóttir, Gunnar Gestsson, Sólveig Guömundsdóttir, Birgir Gestsson, Linda Georgsdóttir, Höröur Gestsson, og barnabörn. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur velvild og samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og Sfa' ARNAR STEINÞÓRSSONAR, prentara, Löngumýri 19, Akureyri. Helga Magnúsdóttir, Guófinna Ásdis Arnardóttir, Þorsteinn Kr. Björnsson, Sigrún Ingibjörg Arnardóttir, Guömundur Pétursson, Erna Sigurbjörg Arnardóttir, Magnús Þór Arnarsson, og barnabörn. t Þökkum af alhug samúö og vináttu sýnda okkur viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR TH. INGVARSDÓTTUR, Freyjugötu 7. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki í Hátúni 10B (4. hæö) fyrlr frábæra umönnun og aöstoö. Gunnar Símonarson, Svava S. Guttadaro, Louis Guttadaro, Njéll Símonarson, Svava S. Vilbergsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.