Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 19 Minning: Guðlaug Magðalena Guðjónsdóttir Sum atvik bíta sig svo fast í minnið, að þau gleymast aldrei. Enn man ég vel gestakomu til foreldra minna í Stykkishólmi fyrir röskum 60 árum. Ung hjón, einkar viðmótshlý og fjörleg í fasi, voru þar komin á ferðalagi um Snæfellsnes — átthaga forfeðr- anna. Þessi heimsókn var upphaf að kynnum, sem áttu eftir að verða löng og náin. En nú er komið að þáttaskilum — kveðju- stund — og því ekki seinna vænna að þakka fyrir sig og rifja upp í huganum mörg atvik úr samfylgd, sem í senn hefur verið ánægjuleg og að mörgu leyti lærdómsrík. — I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Guðlaugar Magðalenu Guðjónsdóttur, sem andaðist 8. sept. síðastliðinn. Magðalena var fædd í Norður- bænum í Hlíðarhúsum í Reykjavík 27. júlí 1895. Móðir hennar var Sigríður Jónsdóttir — ömmusystir míri — breiðfirsk að ætt, en faðir Guðjón Árni Þórðarson, ættaður af Álftanesi. Sigríður fluttist til Reykjavíkur 1894, þá 28 ára, og giftist Guðjóni ári síðar. Bú settu þau saman í Hlíðarhúsum og áttu þar heima í 19 ár. Börn Sigríðar og Guðjóns, auk Magðalenu, voru: Guðrún, Ágúst og Ottó, en dóttur, Kristfríði, hafði Sigríður átt áður en hún giftist. Af þessum systkinum er Guðrún ein á lífi. Guðjón var löngum sjómaður og um skeið á „Skálholti", en það skip var hér við strandsiglingar 7 mánuði á ári, en hinn hluta ársins sigldi þáð milli hafna erlendis. Kaupið á „Skálholti" var lágt, og þurfti Sigríður því að kosta sér allri til að afla tekna og sjá heimilinu farborða að öðru leyti. Hún hafði reit við bæ sinn og tók þangað saltfisk til þurrkunar og fékk 3 kr. fyrir skippundið. Einnig hafði hún sjómenn í þjónustu, samtímis því að hún annaðist allan þvott af gufuskipunum „Cer- es“ og „Lauru“. Sigríði var því tíðförult inn í Þvottalaugar, en þangað var enginn smáspotti og ekki neinn léttaflutningur, sem hún þurfti að koma á milli, oft á bakinu. Við þessi störf hjálpaði Magðalena móður sinni sem hún mátti. — Guðjón faðir hennar andaðist 12. maí 1919, en þær mæðgur áttu eftir langa samleið. Þann 13. okt. 1917 giftist Magðalena snæfellskum völundi, Kristjóni Ólafssyni, er þá hafði fyrir nokkru lokið námi í hús- gagnasmíði í Reykjavík. — Mig bar fyrst að garði þeirra hjóna í júnímánuði 1925, en þá höfðu þau reist sér lítið steinhús að Þórsgötu 7. I skjól þeirra voru þá komin foreldrar Kristjóns, Ingigerður Þorgeirsdóttir og Ólafur Björn Þorgrímsson, og Sigríður, móðir Magðalenu, að nokkru leyti. Þetta aldraða fólk naut bæði þá og síðar aðdáunarverðrar umönnunar Magðalenu og Kristjóns. Sigríður lifði lengst þeirra og mörg ár blind, en hún dó 28. júní 1960, þá 94 ára. Löngu áður en almennt var vaknaður áhugi hjá Reykvíkingum að bregða sér um helgar út fyrir bæinn til náttúruskoðunar stund- uðu Magðalena og Kristjón slík ferðalög, fyrst fótgangandi, en síðar á reiðhjólum. Seinna áttu þau frumkvæði að því að efna til bílferða með ættingjum og vinum, og duldist þá ekki, hve þau voru þaulkunnug í námunda við Reykjavík, á Reykjanesi og víðar. Margar myndir tók Kristjón í þessum ferðum, en úr þeim kom fólk alsælt. — Snæfellsnesið heill- aði. Að þeim reisum loknum var eftirsóknarvert að hlusta á, hvers þau höfðu orðið vísari, því að Laufey Guðmunds- dóttir - Minningarorð Ég má til með að skrifa nokkrar línur í þakklætisskyni fyrir allt, sem Laufey og fjölskylda hennar hafa verið mér og mínum síðast- liðin 10 ár. Ég þakka forsjóninni, að ég skyldi flytjast í Hafnarfjörð og kynnast henni og dætrum hennar. Varð þetta eins og fjöl- skylda mín hérna í bænum. Sam- anber börnin mín hafa alltaf kallað hana ömmu Laufey. Tíu ár af 79 eru nú aðeins brot af ævi hennar. En enga þekkti ég vinnuglaðari manneskju. Þvílíkur kraftur og dugnaður í öllu, alveg sama hvert var, matseld, húsverk eða hannyrðir. Þegar ég hugsa til baka; bolludagurinn hjá Sjöfn, þar sem hún var yfirkokkur með bæjarins bestu bollur. Svo kom sprengidagur. Þá var hún yfir- kokkur hjá Guðrúnu. Árviss við- burður var opið hús hjá Laufeyju 17. júní, sem við eigum öll eftir að sakna. Svo komu leikhúsferðirnar okkar, sem oft enduðu hjá henni. Alltaf sömu huggulegheitin. Smekklega hógvær var hún alltaf. Engin var þó fínni en Laufey þegar hún var búin að dubba sig upp. Mikið var gaman að leita að fallegu efni handa henni erlendis í svuntu og slifsi. Það var sko ekki látið liggja skúffu. Nei, úr því var saumað, vanalega sama sólar- hringinn, og beðið eftir næsta brúðkaupi. Allir þeir stólar, sem börn og barnabörn hafa fengið ísaumaða. Það er hreint ótrúlegt hvað Lauf- ey komst yfir. Að ekki sé nú minnst á allar hyrnurnar, sem hún heklaði og gaf ótrúlegasta fólki. Allar mínar frænkur og vinkonur erlendis eiga hyrnur frá Laufeyju, sem ylja þeim í vetrar- kuldum. Hvernig hún hafði tíma til alls þessa, veit ég ekki. Fyrir jólin fór Laufey á milli ættingja sinna og aðstoðaði alla við jóla- undirbúning þeirra. Síðan komu í ljós allar litlu, fallegu jólagjafirn- ar, löberar o.fl., og ekki má gleyma jólasveinahúfunum. Sláturtíðin fór ekki framhjá henni og alls staðar var Laufey við hendina. Rúsínuslátrið hennar og góða kjötsúpan, sem hún hafði alltaf með, var hreint sælgæti. — Svo eru það smákökurnar hennar. Heimsins fallegustu og bestu. Ekki gleymi ég þegar ég var veik, nýkomin af spítala — fæ ég ekki sendingu frá Laufeyju. Hvað hald- ið þið? Tveir fullir kassar af þessum indælu smákökum hennar. Hugsunin á bak við þessa send- ingu var einstök, sem Laufey einnig var. Laufey var ákaflega kröfuhörð við sjálfa sig sem og aðra. Dæmi: Þegar hún sagði, „það er ekki sama að vera lasinn og veikur". Þetta dæmi lýsir henni vel. Ég þakka henni alla hlýjuna og sam- ferðina. Ég veit, að það verður vel tekið á móti henni. Far vel. Guð blessi Laufeyju. auðheyrt var, að sjón þeirra var næm fyrir mörgu í bók náttúrunn- ar, sem ekki var almennt gaumur gefinn. Löngu eftir að þau voru komin yfir miðjan aldur ferðuðust þau töluvert erlendis, en ég efa, að þau hafi þar notið unaðar á borð við náttúruskoðun sína umhverfis Reykjavík. Magðalena hafði allsstaðar garð við hús sitt, þar sem því varð komið við. Þau hjón urðu land- nemar á Ártúnshöfða og reisti Kristjón þar ljómandi fallegt timburhús. Magðalena fékk þá í fyrsta skipti töluvert landrými til umráða og sá fljótt á, að hún tók þar til hendi. Eftir nokkur ár voru komin þar gróskumikil tré og auk þess mikið blómskrúð á sumrum. En handarverkin hennar í þeim garði áttu ekki langan aldur, því að þar skyldi koma verksmiðja, og draumahúsið hans Kristjóns var ekki rifið, heldur molað niður. En nokkur uppeldisbörn sín af Ár- túnshöfða gat Magðalena flutt með sér að Langholtsvegi 55 og bætt nýjum smám saman við. Hún hlakkaði til vors og sumars að geta komist í garðinn sinn og svo var einnig í ár, þótt það væri naumast til annars en að kveðja. Magðalena var oftar en í eitt skipti matmóðir mín, og má ég því vel vita, að henni fórust ekki síður þau húsfreyjustörf vel úr hendi en þeim, er margt höfðu lært í skólum. Sama var um annað, sem var fyrir innan stokk á því heimili. — Ekki fór fram hjá mér, að Magðalena var einkar frændrækin og vinföst og nutu þess margir og með ýmsum hætti, ekki síst systk- ini hennar, systkinabörn og skyld- fólk Kristjóns. En sjaldnast var það hljóðbært, enda ekki að skapi þeirra hjóna. Oft var glatt á hjalla hjá Magðalenu og Kristjóni. Þar var i fyllstu merkingu brugðið á leik, sögur sagðar, spilað og sungið, og ekki spillti viðurgerningurinn. Leiðin vestan úr Hlíðarhúsum og inn í Langholtið þykir ekki löng nú orðið, en margt hefur á henni gerst þau 80 ár, sem Magðalena mundi vel. Hún var í þeirri hljóðlátu fylkingu, sem þar kom lengi við sögu. Börn Magðalenu og Kristjóns eru: Hilmar, sem lengi hefur verið forstöðumaður fiskveiðideildar FAO, búsettur í Róm. Kona hans er Anna Ólafsdóttir og eru börn þeirra þrjú. Jóhanna, gift Ingva Victorssyni og eiga þau einnig þrjú börn. Inga, systurdóttir Kristjóns, var ung nokkur ár hjá þeim hjónum, en hún er nú látin. Einnig bjó Gunnar, sonur Hilm- ars, þar í mörg ár, bæði meðan hann var við nám og síðar. — Jóhanna og Ingvi hafa lengi verið Magðalenu og Kristjóni styrk stoð, en á það reyndi rækilegast eftir að hún gat ekki lengur haft fótavist. Engan aldursfölva sló á sambúð Magðalenu og Kristjóns. Þau voru alla tíð hinir sömu ungu elskend- ur. Löng og óslitin sporaslóð góðra minninga má því reynast Krist- jóni huggun í harmi. Gestaboðinu, sem við Helga hefðum síst viljað missa af, er lokið, en áhrif þess munu lengi endast, og þau geymum við í þakklátum huga. Að síðustu sam- úðarkveðjur til þeirra, sem nán- astir voru Magðalenu frænku minni. Lúðvík Kristjánsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvað finnst yður um fólk, sem segist vera kristið, en níðir skóinn niður af öllum þeim, sm útskýra ekki Biblíuna á nákvæmlega sama hátt og það sjálft? Yfirleitt viðurkennir það aðeins eina útgáfu Biblíunn- ar, Hjarta þessa fólks er ískalt. Eg hef kynnzt ýmsum mönnum, sem kalla sig kristna og virðast fullir af áhuga, en skortir algjörlega kærleika og samúð gagnvrt öðrum kristn- um mönnum, hvað þá þeim, sem eru á glötunarvegi. Samtöl og umræður um guðfræðileg efni eru gagnlegar, en þá eiga menn að ræða saman í sönnum kærleika, ekki hranalegir og kaldir. Kristur gefur okkur þolinmæði, líka gagnvart þeim, sem við erum ósammála. Það er dyggð að sýna þeim virðingu, sem við erum ósammála. Enginn kristinn maður má setja sig á háan hest og líta með hroka niður á aðra kristna bræður. Okkur ber að hafa í huga, að það, sem við erum, eigum við náð Guðs að þakka, og okkur er skylt þar sem við erum börn Guðs að vera eins þolinmóð, skilningsrík og langlynd og himneskur faðir okkar er við okkur. Framganga og afstaða allra kristinna manna ætti að einkennast af því, er fram kemur hjá Jóhannesi postula, sem sagði: „Ef einhver segir: Eg elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari, því að sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð“. Hann sagði líka: „Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði, og hver sem elskar, er af Guði fæddur og þekkir Guð“. Fólk laðast til Guðs fremur vegna hegðunar okkar en orða. K.R. SUMARHÚS Tilboö óskast í sýningarhús okkar sem stendur viö Laugardalshöllina. Upplýsingar í síma 41077, kvöldsími 44777. K.R. SUMARHÚS Kársnesbraut 128. Þórdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.