Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 31 Kölnarar ssekja að marki lA, Bjarni markvörður er við öllu búinn svo og þeir Sigurður Halldórsson og Jón Gunnlaugsson. Ljósm. Emilia. Stórt tap hjá ÍA SKAGAMENN urðu að sætta sig við stórt tap í fyrri Evrópuleik Kínum á móti þýska liðinu F.C. Köln. Þrátt fyrir að lið í A hafi tapað leiknum 4—0, barðist liðið mjög vel framan af í leiknum og i hálf leik var staðan jöfn og ekkert mark hafði verið skorað. En er liða tók á leikinn kom i ljós hin mikla þjálfun atvinnumannanna og þeir tóku völdin á vellinum og yfirspiluðu lið ÍA langtimum saman siðari hluta seinni hálf- leiks. I'á fékk lið ÍA á sig mikið slysamark i upphafi siðari hálf- leiksins, er Bjarni Sigurðsson, sem átti stórgóðan leik i mark- inu. missti hálan boltann i netið eftir að hafa haft hendur á boltanum. Snilldarmarkvarsla Bjarna Það var fyrst og fremst snilld- arleg markvarsla Bjarna Sigurðs- sonar sem hélt liði ÍA á floti í fyrri hálfleiknum ásamt vel út- færðum varnarleik og góðri bar- áttu. Þrívegis varði Bjarni meist- aralega skot frá Woodcok, Muller og Engels. Sér í lagi skot Mullers frá vítapunkti sem var alveg upp við þverslána, en Bjarna tókst að slá boltann yfir. Þrátt fyrir að leikmenn Kölnar væru meira með boltann náði lið ÍA að leika þokkalega vel saman úti á vellin- IA— Köln 0:4 um en skapaði sér aðeins tvö marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Það fyrra kom á 25. mínútu eftir langt innkast Guðjóns Þórðarson- ar, en hið síðara á 42. mínútu er Júlíus Ingólfsson komst einn inn- fyrir og átti aðeins markvörðinn eftir en skot hans fór framhjá. Þetta var besta marktækifæri í A í leiknum. Köln tók leikinn í sínar hendur Strax á annarri mínútu síðari hálfleiksins fá Akurnesingar hornspyrnu og litlu munaði að Sigurði Halldórssyni tækist að skalla yfir markvörð Kölnar en hann bjargaði á síðustu stundu. Leikmenn Kölnar tóku nú leikinn alveg í sínar hendur og sóttu stíft. Fyrsta mark sitt skoruðu þeir á 49. mínútu. Krath skaut af löngu færi, föstu skoti sem Bjarni virtist ekki vera í vandræðum með. Hafði Bjarni hendur á boltanum en missti hann skyndilega aftur fyrir sig í netið. Eftir leikinn sagðist Bjarni hafa haft of mikinn tíma til þess að átta sig, hann var kominn með boltann en þar sem hann var glerháll af rigningunni missti hann tökin á honum og í netið fór hann. Sannkallað slysa- mark. Þetta virtist draga mesta kraftinn úr leikmönnum ÍA og leikmenn Kölnar gengu á lagið. Littbarski lék laglega í gegn á 59. mínútu og skoraði örugglega með föstu skoti í bláhornið. Littbarski átti líka stærstan þátt í næstu tveimur mörkum. A 77. mínútu gaf hann vel fyrir á Muller sem skallaði í jörðina og inn. Þremur mínútum síðar brunaði Littbarski upp allan kantinn, gaf vel inn í markteig á Muller sem kom á fullri ferð og negldi í netið. Bjarni markvörður átti enga möguleika á að verja þessi skot. Það var greinilegt að er líða tók á leikinn Sagt eftir leikinn Þjálfari ÍA Hörður Helgason. — Fyrri hálfleikur var góður hjá okkur og góð barátta í liðinu, síðan vorum við óheppnir að fá á okkur tvö ódýr mörk. Atvinnu- mennirnir spiluðu á fullu og það var erf itt við þá að eiga. Jón Gunnlaugsson sem lék sinn 17. Evrópuleik með liði ÍA. Þetta Kölnarlið er ekkert betra en liðið sem við mættum síðast frá þeim. Þegar þreytan fór að segja til sín í síðari hálfleiknum gengu þeir á lagið. Við vorum alveg búnir í lok leiksins. Það var vendipunkt- ur leiksins þegar Bjarni missti boltann í netið. Leikurinn úti verður þrælerfiður. Þjálfari F.C. Köln. - Ég er ánægður með að sigur vannst í leiknum, síðast er Köln lék hér gegn ÍA varð jafntefli 1—1. Fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður af okkar hálfu, við misstum of mörg tækifæri. Lið ÍA er gott af áhugamannaliði að vera. Bestu menn ÍA að mínu mati voru markvörðurinn sem varði meist- aralega en var óheppinn að fá á sig fyrsta markið. Af útileik- mönnum voru Árni og Kristján bestir. — þr. þraut kraftur leikmanna ÍA og áttu varnarmennirnir í mestu vandræðum með hina eldfljótu og vel þjálfuðu atvinnumenn. Lið ÍA náði annað veifið skyndisóknum en tókst ekki að skapa sér hættu- leg marktækifæri. Veikasti hlekkurinn í leik ÍA var miðjuspilið, góð barátta var í leikmönnum meðan úthald var fyrir hendi. Bestu leikmenn ÍA voru Bjarni í markinu, Jón Gunn- laugsson, Árni Sveinsson og Krist- ján Olgeirsson. í liði Kölnar átti Littbarski bestan leik, en Wood- cok og Kroth sýndu líka snilldar- takta. Stuttur og yfirvegaður sam- leikur einkenndi liðið, jafnframt góð knattmeðferð. Dómari í leikn- um var írskur og dæmdi vel. Enginn fékk gult spjald, enda leikurinn prúðmannlega leikinn. Áhorfendur voru 3485.ÞR Senda KefIvíkingar tvö lið í 3. deild? EINS og skýrt hefur verið frá féll knattspyrnulið ÍBK niður i 2. deild á keppnistimabilinu. Nú eru uppi raddir i Keflavik um að nota beri tækifærið á næsta ári að senda tvö knattspyrnulið i 3. deild i stað þess að senda sameig- inlegt lið eins og gert hefur verið. Þá myndu lið l'MFK og Knatt- spyrnufélags Keflavikur leika i 3. deild á næsta ári ef af þessu yrði. Allt er þó óákveðið i þessum efnum, en þessi mál verða rædd næstu vikurnar. Svipuð staða var á Akureyri fyrir nokkrum árum og þá var breytt og send tvö lið í stað eins. Og á næsta ári verða tvö lið frá Akureyri i 1. deild, KA og Þór, og mega Akureyringar vel við una. — þr. Fram leikur á útivelli í KVÖLÐ iara fram alUr leikir i Evrópukeppnunum þremur. Meistarakeppninni, Bikarkeppninni, og UEFA- keppninni. Meðal leikjanna eru ieikir ÍBV hér heima og lið Fram mætir danska lið- inu Hvidovre i Danmörku. Má búast við hörkuleik á milli liðanna en mikið er i húfi fyrir Fram að standa sig vel á útivelli, þar sem beir eiga heimaleikinn eftir. Aukaleikur um UEFA-sætiö NÆSTKOMANDI fostudag leika Vikingur og Akranes aukaleik um þriðja sætið i 1. deild, og jafnframt um rétt- inn tii að taka þátt i UEFA- keppninni næsta keppnis- timabil. Margrét ÍFH HIN kunna og sterka hand- knattleikskona úr Haukum. Margrét Theodórsdóttir hef- ur tilkynnt félagaskipti yfir i FH. Margrét hefur um langt skeið verið ein sterkasta handknattleiks- kona landsins og þvi bætist FH-ingum þarna góður liðssty rkur. — þr. Leiörétting t einkunnagjöf Þróttar fyrir síðasta ieik féll niður nafn á ungum og efnilegum leik- manni sem lek allan leikinn með Þrótti og stóð sig með mikilli prýði af 2. flokks leikmanni að vera. Kristján Jónsson hét pilturinn og fékk hann 6 i einkunnagjöf blaðsins. — þr. Valsmenn losa sig viö Roy ÞAÐ gengur á ýmsu hjá körfuknattleiksdeildunum þegar þeir eru að ráða til sin erlenda leikmenn. Þar virð- ist leynast margur misjafn sauður. Þeir sem hér hafa leikið hafa lent i vandræðum vegna slagsmála á skemmti- stoðum og i útistöðum við lögreglu vegna fíkniefna. Nú mun stjórn körfuknatt- leiksdeildar Vals vera búin að losa sig við Roy Jones, sem þeir voru nýbúnir að fá til liðs við sig. Astæðan mun vera sú að leikmonnum og þjálfara liðsins. Ililmari Hafsteinssyni, féll ekki alls kostar við kappann. — þr. Evrópukeppni meistaralióa I Banik Ostrava á Kópavogsvelli í dag kl. 17.30 Tékkar eru meöal fremstu knattspyrnuþjóöa Evrópu í dag í liöi Banik Ostrava leika fimm gullmenn frá Olympíuleikunum í Moskvu. Fjölmenniö á Kópavogsvöllinn og sjáiö skemmtilega knattspyrnu IBV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.