Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 11 Héraðsfundur Húnavatnsprófastsdæmis: Tæp 18 þús. manns sóttu guðsþjónustur á síðastliðnu ári HÉRAÐSFUNDUR Húna vatnsprófastsdæmis var haldinn á Hvammstanga sunnudaginn 14. september að aflokinni messu- Kjörð. Predikun flutti sr. Andrés Olafsson á Hólmavík og fyrir altari þjónaði sr. Árni Sigurðs- son, sr. Pálmi Matthiasson og sr. Hjálmar Jónsson, altarisganga var i lok messu. Kirkjukór Hvammstangakirkju söng við organleik Helga ólafssonar, seg- ir i frétt frá fundinum. I messulok setti prófastur hér- aðsfundinn og flutti yfirlitsræðu sína um kirkjulega atburði og minnsverð tíðindi í prófastsdæm- inu. Minntist hann í upphafi máls síns þriggja manna er látist höfðu á héraðsfundarárinu og komið mjög við kirkjumál í héraði: sr. Þorsteins B. Gislasonar prófasts, er þjónaði í 45 ár Steinnespresta- kalli og var prófastur í 16 ár, Finns Árnasonar á Akranesi, eft- irlitsmanns prestssetra og kirkna, og Sigurðar Halldórssonar, bónda á Efri-Þverá í Vestur-Hópi, er sat lengi í sóknarnefnd og var safnað- arfulltrúi. Eitt prestakall er laust í próf- astsdæminu, Árnesbrauð í Strandasýslu. Þá er í ráði að hefja byggingu tveggja nýrra kirkna í stað þeirra er nú standa: Hóla- nesskirkju á Skagaströnd og Blönduósskirkju. Þá mun ljúka á þessu hausti endurbygging Holta- staðakirkju. 28611 Akurholt Mosfellssveit Einbýlishús um 120 fm á einni hæð ásamt góöum bílskúr. Bugðutangi Mos. Einbýiishús fokhelt 157 fm grunnflötur á tveimur hæðum. Bílskúr. Frábært útsýni. Teikn- ingar á skrifstofunni. Hvassaleiti 4ra til 5 herb. um 120 fm íbúð á 1. hæð í blokk. Drápuhlíð 4ra herb. um 100 fm risfbúö á 3. hæð. Mjög góð og falleg íbúö. Melabraut Seltj. 4ra til 5 herb. um 100 fm. efri hæð (rishæð) í 2ja hæða stein- húsi. Allt nýtt. íbúðin er laus. Álfaskeið 4ra herb. um 100 fm íbúð ásamt bílskúrssökklum. 3 svefn.herb. Tvennar svalir. Eyjabakki 4ra herb. 100 fm íbúð á 3. hæð. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Bein sala. Bræöraborgarstígur 4ra herb. íbúö í kjallara í nýlegu steinhúsi. Mjög vönduö og góö íbúö. Hverfisgata Tvær 3ja herb. íbúöir í stein- húsi. Önnur á 2. hæð, hin í risi. Hentugt fyrir stóra fjölskyldu. Eyjabakki 2ja herb. 70 fm íbúð. Bein sala. Langholtsvegur 2ja herb. 85 fm kjallaraíbúð. Vönduð íbúð. Hamrahlíö 2ja herb. 65 fm íbúö á jaröhæö. Allt sér. Allt nýtt. Grundarstígur 3ja herb. fbúö á 3. hæö í steinhúsi. Týsgata 3ja herb. íbúð í steinhúsi á 1. hæð. Fasteígnasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvik Göurarson hrl Kvöldsímt 17677 Mikil viðgerð stendur nú yfir á Staðarbakkakirkju í Miðfirði er byggð var 1890. Var samþykkt á safnaðarfundi 16. mars 1980 að hefja viðgerðina á vordögum. Á þessum fundi gáfu tveir bændur sína milljónina hvor til þessara verka. Hefur verkinu skilað svo vel áfram að aðeins er eftir að mála húsið utan og innan. Guðsþjónustur í prófastsdæm- inu voru 325, sóttu þær 17.900 manns, altarisgestir voru 374, skírnir 124 og hjónavígslur 15. Ibúatala Húnvatnsprófasts- dæmis, Húnavatns og Stranda- sýslu er 5178 manns. Fundinn sóttu auk fyrrgreindra presta, sr. Yngvi Þ. Árnason, sr. Róbert Jack og 17 safnaðarfulltrú- ar. Þá var að loknu kaffihléi, en kaffi veitti sóknarnefnd Hvammstangakirkju, flutt fram- söguerindi, sr. Hjálmar Jónsson flutti erindi um messuform þjóð- kirkjunnar er var hið fróðlegasta. Hefur verið mjög á döfinni að taka upp nýtt guðsþjónustuform og var guðsþjónustan við upphaf héraðsfundar að mestu sniðin eftir því. Hafði sóknarpresturinn látið fjölrita messuform handa kirkjugestum. Urðu miklar um- ræður um þetta mál, það var mál manna að það bæri að fara að slíkum breytingum með gát, þó breytinga væri þörf og æskilegt væri að prentaður leiðarvísir um þetta messuform væri til staðar í kirkju til leiðbeiningar kirkju- gestum. Þá kom þessi tillaga fram er var samþykkt: „Héraðsfundur beinir þeim til- mælum til sóknarnefnda að nýta til fulls heimild um sóknargjöld. Einnig bendir fundurinn á að æskilegast væri að sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld væru innheimt með öðrum opinberum gjöldum, eins og þegar er raunin á í sumum sóknum." Að loknum fundi fóru fundar- menn heim á prestssetrið, en þar beið þeirra kvöldverður í boði prestshjónanna, sr. Pálma Matt- híassonar og Unnar Ólafsdóttur og sóknarnefndar Hvammstanga- kirkju. Um kvöldið sleit prófastur hér- aðsfundinum með ritningarlestri og bænagjörð. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góð kaup í úrvalsvöru. Opid virka daga kl. 9—18. Laugardaga kl. 9—12. BOT HF. Skipholti 7. Sími 28720. UTANGARÐSMENN Utangarðsmenn Nýja 4ra laga hljómplatan meö Utangarös- mönnum er loksins komin í verslanir. Á plötunni eru lögin Rækju Reggae (Ha ha ha), 13—16, Miönesheiöi og Ha ha ha (Rækju Reggae). Allt saman lög sem Utangarösmenn hafa haft á prógrammi sínu aö undaförnu. Verð plötunnar er hið sama og fyrir tveggja laga plötu, eða aðeins kr. 3.000- Tryggðu þér eintak í tíma. Heildsöludreifing sfeoÍAOf hf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.