Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 UfllHORP Umsjón: Gústaf Níelsson Samband ungra sjálfstæðismanna: Efnir til Sam- bandsráðsfundar á laugardaginn Nk. laugardag 4. okt. verð- ur haldinn Sambandsráðs- fundur ungra sjálfstæð- ismanna. Hefst fundurinn kl. 9.00 árdegis í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. Umræðu- efni þessa fundar ber yfir- skriftina „Stöðvum land- flóttann", en eins og kunn- ugt er hefur flutningur fólks af landi brott aukizt veru- lega undanfarin misseri. Er hér um að ræða þróun, sem nauðsynlegt er að snúa við, enda varðar hún sjálfstáeði þjóðarinnar og framtíðar- búsetu í landinu. Sjö starfshópar hafa starfað að undirbúningi fyrir fundinn og samið ályktunardrög um eftirtalda málaflokka. Atvinnuupp- bygging — atvinnutækifæri (umsjónarm. Pétur J. Ei- ríksson). Kosningalöggjöf og kjördæmaskipan (umsjón- arm. Kjartan Rafnsson). Umhverfis- og samgöngu- mál (umsjónarm. Arni Sig- fússon). Skóla- og mennta- mál (umsjónarm. Björn Búi Jónsson). Æskulýðs- og fjöl- skyldumál (umsjónarm. Sveinn Guðjónsson). Fjár- festingar- og lánamál (um- sjónarm. Þórður Friðjóns- son) og að endingu skatta- mál (umsjónarm. Hreinn Loftsson). Til þess að gefa fólki einhverjar hugmyndir um umræðuefni fundarins, birt- ast hér stuttir útdrættir úr ályktunardrögum starfs- hópanna. Síðar verður gerð nánari grein fyrir niðurstöð- um fundarins hér á um- horfssíðunni. í drögum að ályktun um atvinnuuppbyggingu segir m.a.: „Af atvinnuástæðum hefur mikill fjöldi hæfra íslendina flutzt erlendis á undanförnum árum. Hátt menningarstig, góð almenn menntun og tungumála- kunnátta gerir íslenzkt vinnuafl hreyfanlegra en nokkru sinni fyrr ... Minnk- andi arður hvers vinnandi manns af hverjum eðlilegum starfsdegi á Islandi á undan- förnum árum, hefur enn ýtt undir leit Islendinga að betri kjörum erlendis. Við þurfum því að keppa við aðrar þjóðir um okkar eigið vinnuafl. ísland verður að bjóða upp á beztu lífskjör, ef það vill halda sínu fólki. Stefnan í efnahags- og at- vinnumálum verður að bein- ast að því markmiði að hver einstaklingur eigi sem fjöl- breyttasta starfsmöguleika og geti með vinnu sinni skapað sér jafngóða afkomu, örvggi og velferð og annars staðar. I þessu tilliti hefiir sigið á ógæfuhliðina hjá okkur ís- lendingum. Lítill hagvöxtur og stöðnun, óhagkvæm ráð- stöfun fjármuna, vaxandi miðstýring og útþensla ríkisbáknsins hefur dregið úr framleiðslu og þar með Frá síðasta Sambandsráðsfundi: Jón Magnússon, formaður S.U.S., I ræðustól. Illuti fundarmanna á síðasta Sambandsráðsfundi S.U.S. — Kópavogi eins og nú. þátta og samræma þá í stefnu, er gengur út frá bættum samskiptareglum manna innbyrðis og bættum samskiptareglum manna við umhverfi sitt... í hinum ýmsu athöfnum er leitt geta til aukinna framfara í þjóð- félaginu, geta leynzt hættur á skemmdum á lífríki nátt- úrunnar, þar sem ein röskun leiðir til annarrar. Hverju sinni verður því að meta hvar mörkin skuli dregin milli verndunar lífríkis og náttúrufegurðar annars veg- ar og hagkvæmastar nýt- ingar náttúruauðlinda okkar hins vegar. Hér verður ekki til neinn einhlítur mæli- kvarði. Mikilvægt er þó í þessu sambandi að menn geri sér ljósar afleiðingar ákveðinna umhverfisbreyt- inga og því verður að styrkja vísindarannsóknir í þessum efnum." I drögum að ályktun um skóla- og menntamál segir m.a.: „í þjóðfélagi þar sem örar breytingar eru, verður skólakerfið að vera þannig uppbyggt, að það geti þróazt samfellt án stökkbreytinga. I öllu skólastarfi verður að leitast við að efla sjálfstæði einstaklingsins og laða fram hæfileika hvers og eins, en forðast ber starf sem leiðir til þess, að allir verði staðl- aðir meðalnemendur. I sam- vinnu við aðila vinnumark- aðarins verður að koma á námskeiðum, sem auðvelda fólki aðlögun að breyttum atvinnuháttum. Stór hluti þessa náms getur farið fram innan framhaldsskólanna eða í tengslum við þá. Einn- ig ber að nýta fjölmiðla í þessu sambandi. I drögum um fjölskyldu- og æskulýðsmál segir m.a.: „Ein mikilvægasta forsenda þess að unnt verði að stöðva brottflutning fólks frá land- inu, er að æskufólki verði hér búin sú aðstaða, sem sé jafngóð og bezt gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Ha- fa verður jafnframt í huga að útilokað er að ná því marki verði ekki stórkostleg breyting á framvindu efna- hagsmála sem hafa verið í megnasta ólestri meirihluía þess áratugar sem nú er að líða.“ I niðurstöðum starfshóps um fjárfestingar- og lána- mál segir m.a.: „Á undan- förnum árum hefur dregið úr vexti þjóðarframleiðsl- unnar og lífskjör hér á landi versnað. í kjölfar hefur fylgt óvissa um atvinnu fyrir landsmenn og fólk hefur í vaxandi mæli flutzt af land- inu. Þessa óheillavænlegu þróun þarf að stöðva... Framfarir í atvinnuvegum þjóðarinnar eru forsenda aukinna þjóðartekna og um leið forsenda hærri grunn- launa og betri lífskjara. Ungir sjálfstæðismenn telja að til að auka framleiðslu og afköst þjóðarbúsins verði að beita skipulegum og öflug- um aðgerðum í fjárfest- ingar- og peningamálum Þá var fundurinn haldinn i samhliða öðrum ráðstöfun- um, sem miða að því að draga úr verðbólgu og auka stöðugleika efnahagslífs- ins.“ Og að endingu segir m.a. í drögum að ályktun um skattamál: „Undanfarin ár hefur skattheimta opinberra aðila stóraukizt. Þannig nam skattheimta ríkis og sveitarfélaga um 45% af heildartekjum landsmanna á síðasta ári, en þetta hlut- fall var 35% fyrir tíu árum. Tilgangur ríkisvaldsins með þessum auknu álögum virð- ist oft vera sá, að standa undir og greiða atkvæða- kaup stjórnmálamanna. Þeir stunda yfirboð, sem í flestum tilvikum hafa í för með sér aukin ríkisútgjöld. Ríkisbáknið hefur þanizt út og framlög ríkisvaldsins til allskyns málaflokka hafa aldrei verið meiri. Reikn- ingana fá kjósendur síðan að greiða allra náðarsamlegast, en þeir hafa ekkert val. Þeir ráða því ekki hvort þeir vilja aukna opinbera þjónustu á kostnað minni ráðstöfunar- tekna. Sú regla hefur gilt hjá hinu opinbera að fyrst eru útgjöldin ákveðin, áður en leiðir til tekjuöflunar eru kannaðar. Önnur regla gild- ir hjá fyrirtækjum og heim- ilum. Þar ráða tekjurnar útgjöldunum. Þessa sjálf- sögðu grundvallarreglu verður að taka upp í fjár- málurn hins opinbera." G.N. rauntekjum hvers einstakl- ings.“ í ályktun um kosninga- löggjöf og kjördæmaskipan segir m.a.: „Það er skoðun ungra sjálfstæðismanna að nú verði leiðréttingum á misvægi atkvæða kjósenda ekki lengur slegið á frest... Ungir sjálfstæðismenn telja að kjördæmaskipan á hverj- um tíma skuli tryggja sem jafnastan kosningarétt og að mörk milli kjördæma séu ekki óhagganleg og óum- breytanleg staðreynd ... Jafn kosningaréttur er að okkar mati grundvallar mannréttindi. Við skorum á alla stjórnmálaflokka í landinu, alla stjórnmála- menn og ekki síst alla kjós- endur að vinna heilshugar að lausn þessa mannrétt- indamáls ... Einungis með því að jafna vægi atkvæða endurspeglar Alþingi þjóð- arviljann.“ I ályktun um umhverfis- mál segir m.a.: „Umhverfis- mál hafa hingað til fengið mjög einhæfa umfjöllun og menn sjá iðulega fyrir sér spúandi reykháfa eða olíu- brák, þegar minnst er á orðið „umhverfismár. Hver sem skýringin kann að vera á þessum þrönga skilningi, er ljóst að kjarni málsins hefur enn ekki fengið hljómgrunn meðal almenn- ings og skólakerfið hefur brugðizt þessu hlutverki sínu. — Umhverfismál eru vítt hugtak og innan þess rúmast daglegt líf og starf einstaklinganna, ásamt vist- fræðilegri umfjöllun um náttúruauðlindir. Til þess að móta heilstæða stefnu í um- hverfismálum, ber því að taka tillit til allra þessara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.