Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 George Adams Kenny Burrell Cameron Brown Jazz í Kaupinhafn Eitt af því sem á síðustu árum hefur verið talið Kaupmannahöfn til hróss er öfluKt jazzlíf. I>anniu er bur>?in af mörKum kölluð jazzmiðstöð Evrúpu (einkanleKa er Dönum sjálfum tíðrætt um þetta) og víst er það rétt, að hér gefast mörg tækifæri til að sjá og heyra þekkta jazzleikara fremja list sína. Af þessum sökum vakti það nokkra undrun undirritaðs, er hann fluttist til borgarinnar við sundið sl. haust. að innfæddir ræddu lítið um jazz og litu feimnislega til lofts þegar talað var um hið margfræga jazzlíf. Sumir nefndu „Montmartre“ og þóttust góðir, aðrir gátu þess að Nils Ilenning Orsted Pedersen hefði spilað með Oscar Petersen í útlöndum. í fyrstu taldi ég þetta stafa af einskæru lítillæti, en að því kom að mér varð ljóst að svo var ekki. Hinu kröftuga jazzlífi í Höfn er nefnilega að mestu leyti lifað af útlendingum og fyrir útlendinga. Jazzhúsið „Montmartre" er sem sé ekki í Kaupmannahöfn vegna þess að þar blómstri jazzinn, heldur blómstrar borgin töluvert (ekki síst í marglitum túristapésum) vegna þess að Montmartre er hér. Og allt er þetta vegna þess að frægir menn á borð við Ben Webster, Stan Getz, Dexter Gor- don og fleiri settust hér að fyrir einhvern undursamlegan mis- skilning. Þeir eru reyndar allir fluttir núna, Gordon og Getz til USA, en Webster yfir móðuna miklu. Og enn eru hér frægir menn á ferð. Dagana fjórða til þrettánda júlí sl. var haldin hér í höfuð- staðnum jazzhátíð, „Copenhagen Jazz Festival", en slík hátíð mun hafa verið haldin hér í það minnsta einu sinni áður og þótti takast með slíkum ágætum að afráðið var að halda aðra enn meiri. Kvíarnar voru færðar út og nú leikið á mun fleiri stöðum en áður, en heistu miðstöðvarnar voru þó að venju Montmartre, Jazzhus Slukefter og hljómleika- salurinn í Tívolí. Og frægu menn- irnir komu í löngum bunum: Dizzy Gillespie, Stan Getz, Freddie Hubbard, Chico Hamilton, Art Farmer, Gerry Mulligan og Ray Charles og þeir spiluðu lögin sín, sum gömul og góð, sum bara gömul. Og allir spiluðu þeir í Tívolí. Svo voru aðrir. Þeir voru ekki alveg eins frægir og spiluðu bara í Montmartre: George Adams, Don Pullen, Egberto Gismonti, Pat Metheny, Dave Liebman, Jan Gar- barek og margir fleiri. Forskot á sæluna — hún sjálf Það fór náttúrulega eins og alltaf með svona hátíðir. Fram- boðið var svo geysilegt að eftir- spurnin skrapp ósjálfrátt saman. Það hefði kostað hörkuvinnu að njóta, þó ekki hefði verið nema helmings þess sem boðið var upp á. Það endaði með að ég fór á þrenna hljómleika. Áður hafði ég reyndar tekið nokkuð forskot á sæluna og hlýtt m.a. á þá Chick Corea og Gary Burton í Tívolí og kvartett norsku söngkonunnar Rödku Tonef í Montmartre, þar sem landi hennar, Arild Andersen, lék á kontrabassann af mikilli leikni og krafti sem er sjaldséður á þeim vettvangi. Að virtúósnum NH0P gersamlega ólöstuðum var meiri þróttur í leik Norðmannsins. Auðvitað var það ekki hvað síst vegna þess að félagar hans á sviðinu voru ekki að búa til tónlistarlegt veggfóður eins og NH0P lendir svo iðulega í sakir snilli sinnar í handverki. Synd. Ennfremur hafði mér gefist kostur á að heyra í kvintett Dave Liebmans, en þar átti gítarleikar- inn John Scofield að mínum dómi allra bestan leik. Aðrir meðlimir sveitarinnar sem og tónlist þeirra féllu síðar í skuggann af George Adams og Don Pullen & Co og hafa ekki átt þaðan afturkvæmt. Rétt áður en hátíðin hófst kom svo gamalt uppáhald, gítaristinn Kenny Burrell með tríóið sitt, skipað þeim Richard Reid (b.) og Sherman Ferguson (tr.). Burrell, sem nú er tæplega fimmtugur, lék á sínum yngri árum með Dizzy Gillespié og auk þess með bæði Goodman og Peterson, en hefur í seinni tíð haft eigið tríó og leikið inn á aragrúa af plötum undir eigin nafni með einkar fjölbreyttri tónlist. Þar að auki hefur hann kennt jazz við UCLA. I Montmartre lék hann af löngu kunnri smekkvísi eigin lög og annarra og heillaði þakkláta áhe- yrendur með fallegum flutningi á ballöðum og kröftugu bluesspili. En nú skal vikið að sjálfri hátíðinni. Fyrsta ber fræga að telja þá félaga George Adams og Don Pullen, en þeir héldu fyrstu tónleika hátíðarinnar, ásamt Cameron Brown og Dannie Rich- mond. Kvartettinn mun að góðu kunnur heima á Fróni, en undir- rituðum hafði aldrei auðnast að hlýða á leik hans, svo eftirvænt- ingin var töluverð. Það er skemmst frá því að segja að félagarnir lögðu undir sig hugi og hjörtu áheyrenda á skömmum tíma og fóru létt með það. Galdur- inn var sá að þeir höfðu svo gaman af að spila að allir hlutu að hrífast með og stemmningin sem skapaðist var einstök. Mörg lag- anna sem þeir léku voru af nýrri plötu þeirra, „Don’t Lose Control", og vakti samnefndur blues ekki hvað minnsta lukku tónleikagesta. Það kom berlega í ljós í þessu sambandi að tónlist af því tagi sem kvartettinn flytur, þ.e. einkar kraftmikill og frjálslegur jazz, nýtur sín hvergi nærri eins vel á plötu og á hljómleikum, þar eð stemmning sú sem skapast á tónleikum lifir aldrei af ferðina gegnum plötupressuna. Eðli allrar tónlistar per se er að miðla/skapa stemmningu. Sumar tónlistar- gerðir höfða til einstakra, hins innhverfa. Slík tónlist getur notið sín í fábrotnum félagsskap grammófónnálarinnar og hins einræna áheyranda heima í stofu, meira að segja oft betur en á tónleikum. En tónlist sem er útleitin nýtur sín eðlilega best þar sem fjölmenni er saman komið og bein tengsl milli þeirra, sem búa til/flytja tónlistina og þeirra sem á hana hlýða. Þannig var þessu háttað á tónleikum George Adams-----Don Pullen-kvartetts- ins. Spakur maður hefur sagt að það sé til tvenns konar frjáls jazz eða spunajazz, annars vegar sá sem framinn er af tónlistarfólki sem getur allt og vill því reyna allt og hins vegar sá sem fluttur er af fólki sem ekkert getur en finnst það helst eiga möguleika á spuna- sviðinu, vegna þess að það heldur að það sé einfaldast. Það hefur aldrei verið neitt vafamál í hvorum hópnum Adams-Pullen-kvartettinn á heima. Getz — gamli mað- urinn og bandið Ég hef lengi haft mikið yndi af að hlusta á Stan Getz. Það var eiginlega hann sem opnaði mér leiðina að jazzinum á sínum tíma, með því að blása sömburnar hans Jobims með svo tærum hljóm að manni fannst þetta ekki vera neinn vandi og ákvað að prófa að snúa gítarnum meira í þessa átt og gefa Black Sabbath og Humble Pie upp á bátinn. Jazz reyndist sem sé vera annað en lúðrasveit að spila eitthvert lag sem enginn hljóðfæraleikaranna man melódí- una við, en allir skiptast á um að reyna að rifja upp. Það hafði mér alltaf fundist áður. Ég hlakkaði því töluvert til að sjá kappann og heyra í Tívolí á hátíðinni. Hafði siðast auðnast það haustið 1977 í Montmartre. Ekki dró það úr eftirvæntingunni að ég sá í íslenskum blöðum mjög hátimbrað lof um hljómleika hans í Höllinni skömmu áður. í Tívolí hafði hann sömu ungu meðreið- arsveinana og í Reykjavík, nema hvað Mitchell Forman hafði leyst Andy Leverne af við píanóið. Hinir ungu mennirnir voru sem sagt Chuck Loeb (g.), Brian Bromberg (b.) og Mike Hyman (tr.). Ég varð fyrir geysilegum von- brigðum og fannst Getz á algerum villigötum í þessu samhengi og strákarnir líka. Mér þótti píanist- inn bestur. Getz var að reyna að vera ungur og efnilegur, hinir að reyna að vera ferlega góðir og útkoman var algert húmbúkk. Bestu bútarnir voru þeir sem Getz lék einn og svo þeir sem ungherj- arnir léku sér á parti. Sem sagt: lélegt. Það sem bjargaði konsert- inum í Tívolí þetta kvöld var upphitunargrúppan. Þar bar hæst Grein og myndir: Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.