Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 20__________ Frá þingi SÍBS: Þjónusta við lungna- sjúklinga verði aukin SAMBAND ísl. berkla- og brjóst- holssjúklinKa hélt fyrir skömmu 22. þing sitt. Viö setningu þess ræddi formaöur SÍBS. Kjartan Guónason, um alþjóðaár fatlaóra 1981 ok ýmis atriði sem hafa bæri í huKa í því samhandi. sérstak- leKa varðandi jafnrétti fatlaðra ok þau áhuKamál þeirra er varða félaKsleKt öryKKÍ. SaKði hann að með breyttum atvinnuháttum í vaxandi men^un andrúmsloftsins fjöÍKÍ lunKnasjúklinKum ok i stað þess að auka þjónustu við þá á eina lunKnasjúkrahúsi landsins. Vífilsstoðum, hafi hún verið skert. Verði heilbrÍKðisyfirvöld að Krípa i taumana ok snúa öfuKþróun þessari við. Oddur ólafsson í ræðustóli á þinKÍ SÍBS. Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykjalundi flutti fræðsluerindi um endurhæfingu fatlaðra og þær nýjungar, sem nú eru efst á baugi hjá heilbrigðisþjónustu hér á landi, sérstaklega með tilliti til líkamsræktar í formi íþrótta- iðkana af ýmsu tagi. Þá komu fram á þinginu upplýsingar um byggingaráform SIBS um nýtt verksmiðjuhús fyrir öryrkja- vinnustofu Múlalundar, sem nú rís af grunni hjá háhýsum Öryrkja- bandalagsins í Hátúni. í sambandsstjórn eiga nú sæti, Kjartan Guðnason formaður, Oddur Ólafsson, Garðar P. Jóns- son, Guðmundur Guðmundarson, Júlíus Baldvinsson, Hjörtþór Ag- ústsson og Björn Ólafur Hall- grímsson. Þingið samþykkti nokkrar ályktanir m.a. þar sem þeirri ósk er beint til stjórnar SÍBS að hún komi því á framfæri við heilbrigðisyfirvöld, að almenn- ingi verði veitt meiri fræðsla um astma- og ofnæmissjúklinga, m.a. með fræðsluerindum í útvarpi. Einnig að lögð verði rík áhersla á, að menn úr hópi lækna og sér- menntaðs fólks fari reglulega út á land og fái aðstöðu til að taka á móti astma- og ofnæmissjúkling- um til viðræðna og annarrar þjónustu. Þá er bent á að brýn nauðsyn sé á fræðslu í grunnskól- um um þessi efni, stjórn SIBS er hvött til að vinna að því að komið verði upp fullkomnum deildum fyrir öndunarfærasjúklinga á A-sjúkrahúsum landsins og settar verði upp meðferðardeildir við önnur sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar og á endurhæfingarstöðv- um. Frá fundi í ynKri deild KFUK i Reykjavík, en vetrarstarf KFUM og K er að hefjast um þessar mundir. Vetrarstarf KFUM og KFUK að hefjast: Barna- og unglinga starf á 12 stöðum VETRARSTARF KFUM og KFUK í Reykjavík er að hefjast um þessar mundir, en félögin verða með harna- og unglinga- starf i vetur á 12 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru á hverjum stað margar deildir með fundi í viku hverri. Aldursskipt- ing er nokkuð mismunandi eftir starfsstöðum. en viðast hvar starfa yngri deildir fyrir 9—12 ára <>k unglingadeildir fyrir 13-17 ára. Á fundum yngri deildanna er margs konar efni á dagskrá, sagð- ar sögur, farið í leiki, sýndar myndir og mikið er um söng á fundum félaganna. í unglinga- starfinu er einnig fundið upp á margvíslegu eíni til fróðleiks og skemmtunar, t.d. farnar kynnis- ferðir í fyrirtæki og stofnanir og skáli við Hafravatn er notaður til kvöld- og helgarferða. Þá annast félögin á nokkrum stöðupi sunnu- dagskólastarf og svonefndar vina- deildir fyrir yngstu börnin. Þá halda aðaldeildir félaganna viku- lega fundi í félagshúsinu við Amtmannsstíg, æskulýðskór fé- V laganna starfar yfir vetrarmánuð- ina og kom í fyrrahaust út hljómplata með söng kórsins. í frétt frá félögunum segir að þau vilji vera vettvangur fjöi- breytts og innihaldsríks tóm- stundastarfs og vekja meðvitund um ábyrgð gagnvart öðrum mönnum og gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast svörum kristinnar trúar við spurningum lífsins. Skrifstofa félaganna að Amtmannsstíg veitir nánari upp- lýsingar um starfsemina. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi: Gagnrýna málsmeð- ferð og samningsgerð — vegna innlausnar á erfðafesturéttindum Sæbólslands Á FUNIII bajarstjórnar Kópa- vogs i siðustu viku. gerðu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. þeir Richard BjörKvinsson, llragi Michaelsson og Guðni Stefáns- son. athuKasemd við samninga um innlausn Kópavogskaupstað- ar á erfðafesturéttindum Sæbóls- lands með svohljóðandi Isikun: Við afgreiðslu bæjarstjórnar á samningi um innlausn Kópavogs- kaupstaðar á erfðafesturéttindum Sæbólslands óskum við bæjar- fulltrúar sjálfstæðisflokksins að gera eftirfarandi bókun um af- stöðu okkar: Málsmeðferð: Við leyfum okkur að víta og gagnrýna harðlega alla meðferð þessa máls, sem er með eindæm- um. Á fundi bæjarráðs 16. sept. sl. skýrði bæjarlögmaður frá því, að hann hefði gengið endanlega frá samningi um innlausn á erfða- festulandi Sæbóls og fór þess á leit, að bæjarráð staðfesti og samþykkti þessa samningsgerð. Mjög takmarkaðar upplýsingar fengust á þessum fundi um alla málavexti. Samningurinn var ekki lesinn eða dreift til bæjarráðs- manna á fundinum. Ekki lá Ijós fyrir stærð þess lands, sem inn- leyst er með honum og virðast aðstandendur samningsgerðarinn- ar ekki hafa kannað það áður til hlítar en henni var lokið. Á innlausn Sæbólslands hefur ekki verið minnst í mörg ár í bæjarráði eða bæjarstjórn í þá veru að gera tilraun til að fram- kvæma hana. Hvorki bæjarlög- manni né öðrum aðila hefur verið veitt umboð til að ganga endan- lega frá samningi án þess að leggja hann áður fyrir bæjarráð. I samningnum er enginn fyrirvari gerður um samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar, sem að sjálfsögðu bar skylda til. Málsmeðferðin er því skýlaust brot á 28. gr. samþykktar um bæjarmál Kópavogskaupstaðar og 36. gr. sveitastjórnarlaganna og á öllum lýðræðisreglum. Harma bera, að bæjarlögmaður skuli hafa látið meirihluta bæjar- stjórnar hafa sig til slíkra vinnu- bragða. Enn einu sinni þarf að benda bæjarfulltrúum núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar Kópavogs á, að samþykktir funda meirihiutans hafa ekkert gildi fyrr en þær hafa einnig verið gerðar af lögformleg- um aðilum, Þ.e. bæjarráði og bæjarstjórn. í þessu tilviki er málsmeðferðin því valdníðsla og réttindi minnihluta fyrir borð borin. Vart er hægt að ætla fulltrúum meirihlutans, að þeir hafi ekki vitað betur, því þá eru þeir ekki hæfir til að gegna störfum bæjar- fulltrúa. Fulltrúar meirihlutans í bæj- arráði Iýstu því á fundinum 16. þ.m. að hraða hefði þurft málinu. Samningurinn er dagsettur 10. sept. sl., en daginn áður, 9. sept., var haldinn reglulegur fundur bæjarráðs, þar var ekki minnst á málið einu orði. Hinn 12. sept sl. var fundur bæjarstjórnar, þar var heldur ekki minnst á málið. Hægur vandi er og að boða til aukafunda bæjar- ráðs hvenær sem er og eru fjöl- mörg dæmi um slíkt. Að sjálfsögðu ræður meirihluti bæjarfulltrúa niðurstöðu í hverju máli, enginn véfengir það, en samt ber þeim ávallt að taka ákvarðan- ir á lögformlegan hátt og fram- kvæma þar á sama hátt. Samningsgerðin: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa ávalit fylgt þeirri stefnu, að Kópavogskaupstaður eignaðist sem mest af löndum innan bæjarmarkanna og inn- leysti erfðafesturéttindi. Varðandi samninginn sjálfan gagnrýnum við eftirfarandi atriði. Eftir því sem næst verður kom- ist er stærð þess lands, sem innleyst er 43.699 fm, en þess er ekki getið í samningnum. Verðmæti þess, sem látið er af hendi af hálfu bæjarins fyrir innlausn þessa lands er erfitt og nokkuð flókið að meta. Samning- urinn er beinlínis þannig gerður að gera það sem erfiðast og ætla má, að þeir sem að samningsgerð- inni stóðu, hafi ekki að öllu leyti gert sér grein fyrir hvað í honum felist. Þarna er aftur farið inn á þá braut, að afhenda lönd og lóðir án A-gatnagerðargjalda, sem reynt hefur verið að forðast á undanförnum árum. Rétt er að vekja athygli á því, að allt það verðmæti, sem látið er af hendi er 100% verðtryggt. Mörg atriði í samningi þessum eru vægast sagt mjög einkennileg og orka tvímælis og skal bent á nokkur. , Allar viðbyggingar og nýbygg- ingar á hinum afhentu lóðum utan einnar, skulu vera gatnagerðar- gjaldslausar um aldur og æfi. Einn hektari lands er afhentur til afnota til ræktunar og til reksturs svipaðrar verzlunar og nú er rekin í Blómaskála. Afnot þessi skulu endurgjaldslaus til ársins 2000, eða í 20 ár. Hvað felist í þessu er nokkuð erfitt að átta sig á, en ætla mætti eftir orðanna hljóðan, að ekki skuli greiða t.d. neina lóðar- leigu, fasteignaskatt eða nein önn- ur fasteignagjöld, ekkert aðstöðu- gjald, í stuttu máli enga skatta eða skyldur. Samningurinn ber þess vott, að flausturslega hefur verið að hon- um unnið, t.d. er 8. gr. hans einfaldlega felld niður í næst síðustu málsgrein í lokagrein hans. Verðmæti þess, sem bæjarsjóð- ur lætur af hendi má ætla að lágmarki kr. 76,8 millj., þegar reiknað er með niðurfellingu skulda, eftirgefnum aðeins A-gatnagerðargjöldum skv. gild- andi gjaldskrá nú í september og hluta af öðrum fríðindum, pr. hvern hektara lands, sem innleyst er nemur þetta nær 17,6 millj. króna. Ef hinsvegar er reynt að gera sér grein fyrir hugsanlegu mark- aðsverðmæti þess, er af hendi er látið, mætti ætla það um 225 millj. króna eða pr. hektara lands um 51,5 millj. króna. Til samanburðar er skemmst að minnast þess, að Kópavogskaup- staður hefur fyrir rúmum mánuði síðan fest kaup á eignalandi fyrir verð, sem nam tæpum 3 millj kr. pr hektara. Þessi samanburður er því feikilega óhagstæður þessum samningi eða frá 6 til 17 fallt verri, sérstaklega þar sem hér er aðeins um að ræða innlausn á erfðafesturéttindum á landi, sem þegar er eign bæjarins. Auk þessa mun samningurinn vera mjög fordæmisgefandi. Með tilvísun til ofanritaðs bæði málsmeðferðar og margra efnis- atriða samningsins og óljósra upplýsinga greiðum við því at- kvæði gegn samþykkt hans. 11.648 krónur á 14 kílóa dilk Á IIVERJU hausti ákveður Sex- mannanefndin vinnslu- og dreif- ingarkostnað við sauðfjárslátrun og er þessi kostnaður byggður á upplýsingum frá sláturleyfishöf- um og verðiagsþróuninni innan- lands. Samtals eru 22 kostnaðar- liðir lagðir til grundvallar þegar reiknaður er út slátur- og heild- sölukostnaður. Þessir liðir gera samtals 720 krónur á hvert kíló dilkakjöts, en 560 krónur á hvert gærukiló. Slátur- <>k heildsölu- kostnaður á dilk. sem hefur 14 kílóa fallþunga verður þvi 11.648 krónur. Erfitt er að meta nákvæmlega hvað telst til sláturkostnaðar, en varlega áætlað telur Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins, að beinn sláturkostnaður sé um 300 krónur á kíló af kjöti og um 250 krónur á kíló af gæru. Sláturkostnaður á 14 kílóa dilk verður því um 4.900 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.