Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Hugmyndir um takmörkun ríkisvaldsins Hannes H. Gissurarson sagn- fræðingur sat fund Mont-Pélér- in samtakanna í Stanford i Kaliforníu dagana 7, —12. sept- ember. En það eru samtök menntamanna úr öilum heims- hornum sem styðja réttarríkið ok fylgja atvinnufrelsi. Ilannes er fyrsti og eini Íslendinjíurinn sem hoðið hefur verið til fundar samtakanna og af því tilefni sneri MorKunblaðið sér til Hannesar og spurði hann frétta af fundinum. Hann var fyrst spurður um samtökin: „Mont Pélérin samtökin voru stofnuð 1947 í Svisslandi að frumkvæði Friedrichs A. Hayek og bera nafn fyrsta fundarstað- arins. A meðal stofnenda voru Milton Friedman, Bertrand de- Jouvenel, Frank Knight, Ludwig von Mises, Karl Popper, Herbert Tingsten, Luigi Einaudi og Salvador de Madariaga. Flestir stofnendanna voru heimskunnir vísindamenn og frjálshyggjuhugsuðir en fáir stjórnmálamenn hafa verið í samtökunum. Þó má nefna að Einaudi varð síðar forseti Ítalíu og Ludwig Erhard kanslari Vestur-Þýskalands var einnig í samtökunum." „U mræðu vettvan&ur frjálslyndra manna“ — Hver var tilgangurinn með stofnun þessara samtaka? „Þessum samtökum var ætlað að vera umræðuvettvangur frjálslyndra manna. Þau álykta ekki og starfa ekki á milli funda sem eru lokaðir blaðamönnum. Á fundum samtakanna geta menn skipst á skoðunum og rökrætt við skoðanabræður þannig að allir fundarmenn hafi gagn af. Það sem sameinar menn í samtökunum er umfram allt stuðningur við hið vestræna réttarríki sem er ávöxtur lang- varandi þróunar og skilningur þess að markaðskerfið sé skil- yrði fyrir almennum mannrétt- indum. Þó að samtökin hafi enga markaða stefnu segir það sitt, að aðalhvatamaður þeirra var Friedrich A. Hayek. Víst er að allir menn í Mont Pélérin eru andstæðingar alræðisstefnu kommúnista og fasista." — Hver voru tildrög þess að þú sóttir fundinn? „Hayek bauð mér, en hann er nú heiðursforseti samtakanna. Hann dvaldi sem kunnugt er hér á landi í apríl síðastliðnum." — Um hvað var rætt á þessum fundi „Fundarefnið var: „Takmörk- un ríkisvaldsins" (Constraints on Government). Rætt var um reynslu einstakra þjóða af hag- stjórn siðustu árin, en sem kunnugt er hefur ríkisvaldið — Rætt við Hannes H. Gissurarson, sagnfræðing vaxið í sífellu í vestrænum lýðræðisríkjum. Reynt var að greina hvað ylli þessari þróun og af hverju hún takmarkaðist og einnig, hvernig unnt væri að takmarka hana.“ „Þegr ríkið verður of aðgangshart“ — Hvað var forvitnilegast af því sem fram kom? „Til dæmis má nefna að Jap- önum hefur tekizt að ráða við verðbólguna með skynsamlegri stjórn peningamála, eins og dr. Suzuki frá japanska seðlabank- anum greindi frá. Sir Keith Joseph iðnaðarráð- herra Breta sagði frá tilraunum stjórnar sinar til að skila ríkis- fyrirtækjum til almennings, en margir gagnrýndu stjórn hans fyrir linkind þótt enginn efaðist um góðan ásetning hennar. Til gamans má geta þess, að Sir Keith taldi ekki unnt að selja stáliðnaðarverin bresku nú, því enginn kaupandi fyndist, enda töpuðu þau stórkostlega. Þá gall við í kunnum hagfræðingi úr salnum: „Ég skal kaupa stáliðju- verin á einn dal hvert!" Sir Keith kinkaði kolli, en þá hrökk hag- fræðingurinn frá við nokkurn hlátur fundarmanna. Að því gamni slepptu bentu aðrir á að þessi rök Sir Keiths væru hæpin. Stáliðnaðarfyrir- tækin töpuðu vegna þess að þau væru ríkisfyrirtæki, en þau væru ekki ríkisfyrirtæki vegna þess að þau töpuðu. Sir Keith Joseph væri þannig að setja vagninn fyrir hestinn, eins og það var orðað. Einnig voru fróðlegar umræð- ur um þau ráð sem borgararnir grípa til þegar ríkið verður of aðgangshart. Eitt ráðið er að flytja úr landi. Annað er hið svonefnda neðanjarðarhagkerfi sem blómgast til dæmis mjög vel á Ítalíu, þannig að mikill hluti þjóðarframleiðslunnar mælist ekki í opinberum tölum. Enn annað eru bein skattsvik. Vitnað var til þeirra orða sósíalistans Gunnars Myrdal, að Svíar væru að verða þjóð „svindlara" vegna skattþungans." „Treysta ekki stjórnmálaflokkum“ — Hvernig hugsuðu menn sér að stemma stigu við hinu vax- andi ríkisvaldi? „Eitt voru menn sammála um: Að treysta ekki á hina hefð- bundnu stjórnmálaflokka. Reynslan sýnir, að stjórnmála- menn verða að keppa hverjir við aðra um atkvæðin og fá flestir litlu breytt í raun og veru. Menn komu auga á þrjár leiðir út úr ógöngunum. Í fyrsta lagi að halda áfram hugmyndabarátt- unni og reyna að breyta viðtekn- um skoðunum um verkaskipt- ingu ríkis og markaðar. í öðru lagi að reyna með stjórnarskrár- breytingum að takmarka ríkis- valdið. En þrír menn í samtök- unum, Hayek, Friedman og Jam- es Buchanan, hafa lagt sitthvað til í þeim efnum. í þriðja lagi að snúa sér beint til almennings í nokkrum einföldum úrlausnar- efnum þegar komið er við hags- muni skattgreiðenda og neyt- enda, til dæmis má nefna í þessu sambandi „skattborgarabylting- una“ í Kaliforníu “ — Hverjir eru þér minnis- stæðastir af fundinum? „Því miður komst Hayek ekki á fundinn vegna veikinda. Ég ræddi meðal annars við Milton Friedman sem er ákaflega geð- þekkur maður en lætur síður en svo hlut sinn ' í rökræðum og getur verið miskunnarlaus á þeim vettvangi. Það kom honum ekki á óvart að misfarið væri með kenningar hans á íslandi! Þess má geta að hann var að fara í ferð til Japan og Kínaveld- is þar sem hann flytur fyrir- lestra í boði stjórnarinnar. Það er að vonum að Kínverjar séu að gefast upp á sósíalismanum, svo illa sem hann hefur reynst þeim. Ég ræddi einnig við William Simon, fyrrverandi fjármálaráð- herra Bandaríkjanna og höfund metsölubókarinnar „A Time for Truth", en hann hyggst heim- sækja Island. Þó var ef til vill fróðlegast að ræða við hagfræðinga frá Rómönsku-Ameríku um stjórn- mál og atvinnulíf þar syðra, en margt er missagt um þau mál hérlendis. Fundurinn var mjög fróðlegur. Þar voru einungis menn sem höfðu raunverulegan áhuga á umræðuefninu. Þetta var í sem fæstum orðum ómet- anleg reynsla." - HL. Jón Hjaltason: Varðandi Flugleiðamálið hafa einstöku stjórnmálamenn lagt greind og skynsemi við kvarða. Mér er það t.d. ekkert sérstakt gleðiefni að vera snöktum betur gefinn en hæstvirtur samgöngu- ráðherra. Ekki gleðiefni, þar sem hann, ásamt fáum öðrum, hefir vegleið heillar þjóðar í hendi sér. Meðan ég rek aðeins lítið fyrirtæki, sem um þessar mundir er verið að skera við trog. Þetta eru engar fullyrð- ingar, heldur allt að því stað- reyndir, því Steingrímur hefir sjálfur sett gáfur sínar niður Greind og Flugleiðamál fyrir þann mælikvarða, sem ég tel hvað lægstan. Það er dapurt einkenni á Flugleiðamálinu, hve fólk virð- ist hafa skipst í tvo hópa. Annarsvegar þeir, sem ekkert illt mega heyra. Að allar ófar- irnar séu olíuverði og frjálsri samkeppni að kenna. Hinsvegar þeir, sem finna félaginu allt til foráttu, og ala á tortryggni og óvild. Auðvitað hafa Flugleiðir gert stórkostlega hluti, þó sér- staklega Flugfélag Islands í innanlandsflugi, en Loftleiðir utanlands. Meira að segja er sagan sveipuð hjartnæmum ævintýraljóma á stundum. Það væri ánægjulegrá að fólk fetaði nær meðalveginum. Þó vakna hjá mér barnalegar spurningar, t.d.: Eitt sinn voru Flugleiðir með langlægsta verð- ið og græddu stórfé. Nú eru þeir með hæsta verð, en tapa stórfé. Eins hefir mér alltaf þótt verð- lagning farmiða, í annan stað á Evrópuleiðum og á hinn bóginn til Bandaríkjanna, sérkennileg. Ég hefi aldrei getað skilið títt nefndar flugmíluútskýringar. Þá leyfi ég mér að halda því fram að Loftleiðir og síðan Flugleiðir, hefðu aldrei átt að lenda, en halda sig, sem næst eingöngu að samgöngum svo sem til var stofnað. Það þótti allt í einu upplagt, í skjóli einokunaraðstöðu og ríkis- ábyrgða að sjá svo um að veski erlendra ferðamanna opnuðust aðeins við afgreiðsluborð Flug- leiða. Hótel, þvottahús, bíla- leiga, ferðaskrifstofa, annað hótel, kaffiteríur, samkomusal- ir, prentsmiðja og enn fleiri hótel. Þarna álít ég að betur hefði farið ef ráðamönnum fyrirtækisins hefði sést fyrir, og einbeitt fjármagni sínu að sem hagkvæmustum farkostum hverju sinni, en látið aðra að mestu um hitt. Því miður virðist vera nokkuð um réttar ákvarð- anir á röngum tímum og öfugt. Ég hefi af þrem ástæðum áhyggjur af velferð Flugleiða. Vegna samgangna, vegna at- vinnumöguleika og vegna þess að fari illa fyrir fyrirtækinu, fær allur félags- og einstakl- ingsrekstur bágt fyrir. Ég vor- kenni stjórnendum Flugleiða að þurfa nánast að reka fyrirtækið í gegnum fjölmiðla. Ég hefi samúð með þeim sem í miklum erfiðleikum fá ekki starfsfrið, en þurfa þess í stað að tyggja í síbylju, að það sé allt annað en ánægjuefni að vera boðberi vá- legra tíðinda. Slíkt á að svara sér sjálft. Ég lýsi vanþóknun á fréttamönnum sem unna því mest að bera fram dylgjukennd- ar spurningar og fullyrðingar án nokkurrra raka, hvað þá stað- reynda. Ekki er fært að ræða málefni Flugleiða án þess að minnast á þátt hins opinbera. Ríkið stóð fyrir sameiningunni fyrir all- mörgum árum. Enn er þó ekki búið að sameina fyrirtækin, að ekki sé talað um hagræðingu sem að mestu gleymdist, og sparnaðinn, sem aldrei varð. Enn bregst heilabúið, þegar ég les að ríkisvaldið óski eftir heilum ósköpum af upplýsingum varðandi flesta þætti Flugleiða- rekstursins. í fyrsta lagi er ríkið hluthafi og í öðru lagi hefir það haft endurskoðendur og eftir- litsmenn við fyrirtækið í mörg ár. Var ekki nokkur vegur að hafa upplýsingastreymið minna og jafnara, þannig að ráðherrar hverju sinni hefðu viðunandi spegilmynd af gangi fyrirtækis- ins. Mér langtum snjallari menn munu ákveða framtíð Flugleiða og flugs á íslandi. Ég geri mér miklar vonir um, að vel megi til takast. Enda hefi ég meiri trú á greind Steingríms Hermanns- sonar, en hann af hæversku sinni hefir sjálfur miðað sig við. Þrjár bækur um Steina sterka SETBERG sendir frá sér þessa dagana þrjár fyrstu bækurnar í nýjum flokki teiknimyndasagna um Steina sterka, sterkasta strák í heimi! Bækurnar eru gerðar af tveimur þekktum teiknimyndahöfundum, þeim Peyo og Walthéry. Fyrstu bækurnar heita „Steini sterki og Bjössi frændi“, „Sirkusævintýrið“ og „Stcini sterki vinnur 12 afrek“. Þýðandi bókanna er Vilborg Sigurðardóttir kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.