Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 33 Friðjón Þórðarson ráðherra tók fyrstu skóflustuniíuna að viðbótar- hyKKÍntfu sjúkrahússins í Stykkishólmi og var martrt manna viðstatt athöfnina. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi: Hafist handa um viðbótarbyggingu Stykkishólmi. 27. sept. í DAG kl. 2. e.h. tók Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra fyrstu skóflustunguna að viðbót- arbyggingu við sjúkrahúsið i Stykkishólmi. sem jafnframt verður heilsugæslustöð fyrir Breiðafjörð og umhverfi. Við þessa athöfn sem fór fram við sjúkrahúsið, flutti priorinnan. systir Reenee. ræðu. þar sem hún lýsti aðdraganda að stofnun sjúkrahússins fyrir hálfri öld, og rakti sögu þess i áföngum síðan. hvað unnist hefði og þeim örðug- leikum sem upp hefðu komið. Nú væri sjúkrahúsið þannig á vegi að það fylgdi ekki tækniþróun heilsugæslunnar og því væri far- ið inn á þennan áfanga. Þakkaði hún þeim sem lagt höfðu þessu máli lið. sveitarstjórnum héraðs- ins og Friðjóni Þórðarsyni og heilbrigðismálastjórn landsins. Kvað hún þessa byggingu veita starfsliði sjúkrahússins meiri þrótt til meiri starfa. Þá minntist hún samskipta Stykkishólmsbúa og st. Fransiskusreglunnar. en það er hún sem hefir veg og vanda af rekstri sjúkrahússins, ásamt barnaheimili og smábarna- skóla sem allt er þar rekið af fórnfúsum systrum reglunnar. Eftir ræðu príorinnunnar, tók Friðjón síðan skóflustunguna og sýndi að hann hefir einhvern tíma áður rist torf. Fjöldi manns var viðstaddur, bæði aðkomandi og úr plássinu og meðal annarra fulltrúi frá heilbrigðisráðuneytinu. Þessi viðbót við sjúkrahúsið verður á 5 hæðum upp komin, 2182 fermetrar eða 8250 rúmmetrar. Ekki verður mikil viðbót við sjúkrarúm en þau eru nú 45 í sjúkrahúsinu. Þarna er fyrirhuguð heilsugæsla með allskonar nýtísku tækjum sem gera læknum kleift að gera meira fyrir sjúklinga en nú er hægt að gera. Öll aðstaða verður þarna nýtískuleg. I viðbyggingunni er sérstaklega gert ráð fyrir aðstöðu til endur- hæfingar og þjálfunar sjúklinga og er það brýn nauðsyn með tilliti til þess hversu erfitt er að fá þá þjónustu annarsstaðar og einnig með tilliti til samgangna. Oft verður að bíða lengi eftir slíkri hjálp. Eru miklar vonir bundnar við að þessi áfangi verði sem styst í byggingu. Byggingarnefnd hefir þegar verið skipuð og eru í henni príorinnan, sem er formaður, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri og Einar Karlsson. Bókavarðafélags íslands Eftir athöfnina var öllum við- stöddum boðið í kaffi í félags- heimilinu. Einar Karlsson stýrði hófinu og sveitarstjóri, Sturla Böðvarsson, flutti erindi og rakti sögu þessa máls frá byrjun en mörg ár eru síðan ákvörðun var tekin um þessa byggingu og mikið unnið að undirbúningi á seinustu árum. Nýlega hefir svo heilbrigð- isráðuneytið samþykkt bygging- una og mun sjúkrahúsið leggja aðalféð til framkvæmdanna eða allt eftir nánari reglum og sam- komulagi eigenda. Friðjón Þórðar- son færði bæjarbúum og þeim, sem kæmu með að njóta þessa verks, hamingjuóskir. Þakkaði þeim sem að verkinu hafa unnið og munu vinna og læknishéraðinu blessunar í komandi framtíð. Var þetta mjög hátíðleg stund í lífi Stykkishólmsbúa. Fréttaritari. Stórskemmdir unnar á veghefli STÓRSKEMMDIR voru unn- ar á veghefli í eigu Vegagerð- ar rikisins i fyrrinótt. Hefillinn var skilinn eftir við Laxá í Kjós í fyrrakvöld en þegar starfsmenn Vegagerðar- innar komu til vinnu í gær- morgun blasti við ófögur sjón. Búið var að brjóta 14 af 15 ljósum á heflinum, allar 10 rúðurnar voru brotnar, sömu- leiðis speglar og loftnetsstöng. Ennfremur var búið að stela talstöð og útvarpstæki úr hefl- inum. Þeir, sem kunna að geta veitt upplýsingar um það hverjir þarna voru að verki, eru beðnir að hafa samband við Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Húsavík. 25. septembor. 1980. BLÓÐSÖFNUNARSVEIT Blóð- bankans og Rauða krossins var hér siðastliðinn þriðjudag að safna blóði. en tíu ár munu vera síðan þeir voru hér síðast þessara erinda. Því betur voru Ilúsvík- ingar allgjafmildir. og gáfu alls 121 blóð: meiri hlutinn karl- menn. en þó margar konur þó að ekki næðu þa'r jafnréttishlutfall- inu á því sviðinu. Gjafmildi sína sýndu aðeins 5% bæjarbúa í þetta skipti, og hefði þar betur mátt gera enda veit enginn hver næstur þarf að biðja um aðstoð þessa banka sem út- hlutar öllum sem vilja vaxta- og kostnaðarlaust og er aldrei lokað- ur. — Gæti Blóðbankinn ekki birt tölur yfir gjafmildi manna á hinum ýmsu stöðum, hlutfallslega miðað við íbúafjölda? Þá gæti það orðið metnaðarmál víða um land hver gæfi mest til þessa þjóðþrifa þjóðbanka. 6. leikvika — leikir 27. sept. 1980 Vinningsröð: 122 — 1 1 x — x 1 1 — 1 2 x 1. vinningur: 11 réttir — kr. 452.500.- 2344 31189(4/10) 40326(6/10) 41654(6/10) 10522 34067(4/10) 40729(6/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 10.600.- 1046 3962 7172 10555+ 31214 33917+ 40420 1261(2/10) 7828 10568+ 31661 34004+ 40057 1509+ 4215 7901+ 10570+ 31664 34068(2/10) 41271 1558+ 4289 8431 10633+ 31710 34069 40061 1597 4340 8718 10742+ 31822 34072(2/10) 41388 1729 4824 9122 10743+ 32196(2/10) 40364 1747 4850 9199 30048 32321(2/10) 40450 1779 5225 9254 30540+ 32660 34074 40562 1908 5334 9268 30877(2/10) 34188(2/10) 41836 2021 5606 9351 30888 32731 34232 40742 2370 5923 9359 30895 32846 34247 40818 2627 5979+ 9562 30903 33009 34274 41003 3085 6604 10084(2/101+ 33306 34350 41122(2/10) 3844 7168 10552+ 30911 33721 34367 41150 Kærufrestur er til 13. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinnings- upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingár um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kæru- frests. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.