Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 5 ASÍ hef ur ekki óskað eftir f rest un viðræðna ÁSMUNDUR Steíánsson, íram- kvæmdastjóri Alþýðusambands íslands. kom í gær að máli við Morgunblaðið og mótmælti fréttaflutningi þess af samninga- málum síðastliðinn föstudag. þar sem sagt var að ASÍ hefði beðið um frest á viðræðufundum dag eftir dag. Ásmundur kvað ASÍ aldrei hafa óskað formlega eftir frestun viðræðna. Vegna fréttarinnar lét ASÍ bóka eftirfarandi hjá^sáttasemjara ríkisins síðastliðinn föstudag: „Viðræðunefnd Alþýðusam- bands Islands fer fram á eftirfar- andi bókun vegna fréttar í Morg- unblaðinu í dag um afstöðu Al- þýðusambands íslands í samn- ingaviðræðunum: I Morgunblaðinu í morgun segir m.a.: „Fulltrúar vinnuveitenda voru í gær mjög óánægðir. Þeir voru í fyrradag boðaðir á fund í aðal- samninganefndum kl. 14. Ekkert varð úr þeim fundi, en nýr fundur var boðaður í dag klukkan 14. Ekkert varð heldur úr þeim fundi, en nýr fundur boðaður í dag klukkan 14. Ávallt hefur fundun- um verið frestað að beiðni Alþýðu- sambandsins. Áður en að frestun kemur hafa samninganefndar- menn setið klukkustundum saman og beðið. Veldur þetta mikilli óánægju." Eins og sáttanefnd er fullkunn- ugt hefur ASÍ undanfarið lagt þunga áherzlu á að viðræður yrðu hafnar um kaup og vísitölu, jafn- hliða því sem viðræður um einstök atriði önnur héldu áfram. Það eru því rakalaus ósannindi að staðið hafi á Alþýðusambandinu að ræða mál sem samhengi hafa við samn- ingamálin. Það er því fráleitt að staðhæfa, eins og gert er í Morg- unblaðinu, að frestun funda sé að ósk ASI, þvert á móti hefur staðið á Vinnuveitendasambandi íslands sem hefur neitað að ganga til viðræðna um kaup og vísitölu og fyrst og fremst borið fyrir sig prentaradeiluna." Ásmundur Stefánsson leiddi til vitnis Þorstein Pálsson, fram: kvæmdastjóra VSÍ, um, að ASÍ hefði ekki óskað eftir frestun viðræðna. Þorsteinn kvað það rétt, að formlega hefði Alþýðusam- bandið ekki farið fram á frestun, en hins vegar kvað hann seina- gang viðræðnanna vera ASÍ að kenna. Það virðist því vera ljóst að um þetta er ágreiningur milli deiluaðila sem á öðrum sviðum kjaramála. Fundur í Átthagasal í kvöld: Kjördæmamálið og kosningalög- gjöfin til umræðu ÍSLENSKA mannréttindahreyf- ingin og Stúdentafélag Iíeykjavík- ur gangast fyrir almennum fundi í kvöld. um kjördæmamálið og kosningalöggjöfina. en þau máí eru nú mjög í brennidepli eftir að stjórnarskrárnefnd hefur skilað fyrstu hugmyndum sínum til þingflokkanna. Frummælendur á fundinum verða þeir dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor og ráð- gjafi stjórnarskrárnefndar, og Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður, sem á undanförn- um árum hefur kynnt sér ýmsar leiðir til úrbóta í kjördæmamál- inu. Að loknum framsöguræðum verða pallborðsumræður, með þátttakendum frá öllum stjórn- málaflokkum, auk framsögu- manna. Frá Alþýðubandalagi verð- ur Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður og nú ritstjóri Þjóð- viljans, frá Alþýðuflokki verður Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins, frá Framsóknar- flokki Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans og frá Sjálfstæðisflokki Ólafur G. Einarsson alþingismaður og formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna. Fundarstjóri og stjórnandi pall- borðsumræðnanna verður Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Stúdentafélags Reykjavíkur. Auk þess sem ræðumenn og þátttakend- ur í pallborðsumræðunum munu skiptast á skoðunum, verða leyfðar fyrirspurnir úr sal. Fundurinn verður sem fyrr segir haldinn í kvöld, fimmtudaginn 2. október, i Átthagasal Hótel Sögu, og hefst hann klukkan 20.30. Öllum er heimill aðgangur á meðan hús- rúm leyfir. (FréttatilkynninK). Gunnar G. ScKram ólafur G. Einarsmn JAn Steinar Gunnlaugsaon *'■ p im n n iii n diana MíiiiisTine ifíns □ Shadows — Another Stríng of Hot Hits „Another String of Hot Hits" nýja Shadows platan gefur metsöluplöt- unni þeirra frá síöasta ári „String of Hits" ekkert eftir. Á þessari plötu halda Shadows áfram aö klæöa gömul gullkorn í nýjan búning, á þann hátt sem þeim er einum lagiö. „String of Hits" seldist í yfir 8.000 eintökum hér á landi og öruggt er að hinir fjölmörgu aðdáendur þeirra verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa nýju plötu. DEEPEST PURPLE □ Diana Ross — Diana Glæsilegt „Comeback" Diönu Ross hefur ekki farið framhjá neinum. Lagið „Upside down" hefur nú þegar náö efstu sætum vinsældar- lista víða, og „My Old Piano" nýja litla platan hennar er nú að verða eitt mest spilaða lag í útvarps- stöðvum erlendis. Frábær plata með einni af bestu söngkonum poppsögunnar. Er hægt að fara fram á meira? □ Anne Murray — Greatest Hits Anne Murray þarf ekki að kynna. Vinsældir hennar hafa verið miklar að undanförnu, enda hefur fáum söngkonum tekist að flytja country-tónlist á jafnfágaðan hátt og henni. Þessi nýja Greatest Hits plata Anne Murray inniheldur öll vinsælustu lög hennar, og ætti því aö vera kærkomin fengur fyrir hina fjölmörgu aðdáendur hennar hér á landi. □ Deep Purple — Deep- est Purple (The very best of Deep Purple) Þegar rætt er um þróun „þunga- rokksins" ber nafn ensku stór- hljómsveitarinnar Deep Purple allt- af á góma. Á árunum 1970—1974 áttu þeir stóran þátt í að móta þá rokkstefnu sem notið hefur hvað mestra vinsælda síðan þá. Á þess- ari 12 laga plötu sem inniheldur öll vinsælustu lög Deep Purple kemur greinilega í Ijós af hverju þeir lan Gillan, John Lord, Ritchie Black- more, David Coverdale, Roger Glover, lan Paice og Glenn Hughes njóta jafn mikillar virðingar og raun ber vitni meöal rokkunnenda, enn í dag MáMMor AKc □ Dr. Feelgood — A Case of the Snakes Breska hljómsveitin Dr. Feelgood hefur nú starfað saman í nánast 10 ár án þess þó aö slá verulega í gegn. A Case of the Snakes er 9. plata hljómsveitarinnar og líkt og á eldri plötum Dr. Feelgood gefur hér að heyra „Rythm'n' Blues" tónlist flutta af krafti og lífi á þann hátt sem fáum er leikið í dag. □ Bob Marley — Uprising Bob Marley er óumdeilanlega ein- hver sérstæðasti tónlistarmaður síðasta áratugs og helsti boðberi reggaetónlistarinnar. Síöasta plata Marleys „Uprising" hefur vakið verulega athygli erlendis, t.d. í Bretlandi og náði lagið „Could Vou Be Loved" miklum vinsældum þar. Þetta fallega og Ijúfa reggaelag er dæmigert fyrir tónlist Bob Marley í dag. A Uprising hefur honum tekist að skapa einstaklega heilsteypta og vandaöa plötu. □ Lincoln Thompson & the Rasses — Natural Wild Lincoln Thompson & the Rasses hafa gefið út nokkrar plötur sem allar hafa fengið mjög góða gagnrýni. Dæmi um það má nefna að Melody Maker valdi plötuna Experience með The Rasses reggaeplötu ársins í fyrra. Natural Wild fylgir svo í kjölfar hennar og hefur Thompson nú fengið breska rokkarann Joe Jackson til liös við sig. Útkoman er vægast sagt einstök og er greinilegt að Lincoln Thompson heur tekist að þróa reaggaetónlistina inn á nýjar brautir. Nýjar plötur □ David Bowie — Scary Monsters □ Kate Bush — Never for Ever □ Supertramþ — Paris □ Gary Numan — Telecon □ Steve Forbert — „Little Stevie Orbit" □ McGuinn & Hillman — McGuinn & Hillman □ Robert Palmer — Clues □ B-52's — Wild Planet □ Gibson Brothers — On the Riviera Rokk □ AC/DC — Back in Black □ Allman Brothers — Reach for the Sxy □ B.A. Robertson — Initial Suc- cess □ Bob Seger — Against the Wind □ Dave Davies (úr Kinks) — AFL 1-3603 □ Dexy’s Midnight Runners — Searching for Young Soul Rebels □ Eric Clapton — Just One Night □ Jackson Browne — Hold Out □ Kinks — One for the Road □ Peter Gabriel — Peter Gabriel □ Pink Military — Do Animals Believe in God? □ Police — Zenyatta Mondatta □ Queen — The Game □ Rolling Stones — Emotional Rescue □ Roxy Music — Flesh & Blood □ Santana — 25 Hits □ Stranglers — The Raven □ Stiff Little Fingers — Inflammable Material □ Siouxsie and the Banchees □ Young Marble Giants — Colossal Youth □ Þursaflokkurinn á hljómleikum Reggaetónlist □ ASWAD — Hulet □ Black Uhuru — Sinsemilla □ Burning Spear — Social Living □ Linton Kwesi Johnson — Buss Culture □ The Rasses Band — Harder Na Rass □ The Rasses — Experience □ Ymsir — Ballistic Assault (Verð aðeins kr. 7.900) Litlar plötur □ Kate Bush — Babushka □ Diana Ross — Upside Down □ Diana Ross — My Old Piano □ Stevie Wonder — Master Blaster (jammin’) □ Queen — Another One Bites the Dust □ Scorpions — The Zoo □ Sheena Easton — Modern Girl □ Sheena Easfon — 9 to 5 □ Gibson Brothers — Mariana □ Dr. Feelgood — No Mono Yak- amo □ Abba — The Winner Takes It All □ Shadows — Equinoe □ U 2 — A Day Without Me Eins og sjá má er af nógu að taka í tónlistinni þessa dagana og það sem er á undan talið er aöeins lítið brot af úrvalinu í verslunum okkar, Við sendum samdægurs í póst- kröfu og þú getur krossaö við þær plötur sem hugurinn gírnist og sent okkur auglýsinguna. Einnig geturöu hringt í einhverja af búðum okkar og við veitum fús- lega allar nánari upplýsingar. FALKINN Heimilisfang Suðurlandsbraut 8 — simi 84670 Laugavegi24 — Sími18670 Austurveri — Sími 33360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.