Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 MORö-JKí-S^’ KAFFINli 1 r® Fullur? — Því heldurAu það, má ég spyrja? ... að vera alltaf hjá henni um meðgöngutímann TM Reg U S Pat Oft — all rights raaerved • 1978 Los Angeies Times Syndicats TAKMr^OJ Boðið í „helför“ BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson Næsta hálfan mánuðinn verður haldið ólympíumót i Valkenburg i Ilollandi. Og þótt litið hafi af frést verður landslið íslands þar i hópi nálægt 60 þjóða, sem þátt taka. Mót sem þessi eru ótrúlega erfið en landslið okkar hefur æft vel að undanfornu og full ástæða til að búast við góðu gengi og_ liðinu fylgja bestu óskir. En aðstaða íslendinga á þessu sviði er ólík því, sem gerist erlendis. Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa aðstöðu til sérstakra æfingalandsleikja og spilið í dag er frá einum slíkum. Svíar og Danir spiluðu á dögunum 120 spila æfingaleik, sem iauk með naumum sigri sænskra. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. 106 H. K1076 T. ÁKG2 L. ÁK3 COSPER C05PER. Ég vara þig við því, að koma ekki of nærri mér, því ég er fullur af kvefi. Rögnvaldur skrifar: Mér er eins farið og „sjón- varpsáhorfanda," sem skrifaði þér fyrir skömmu um hina einstöku fréttaskýringu Ögmundar Jónas- sonar um atburðina í Póllandi. Það var fyrst eftir skýringar hans, að það rann upp fyrir mér, að verkalýðurinn í Póllandi er alveg sáttur við sósíalismann í grund- vallaratriðum. Nú hefur Kania hinn nýi leiðtogi pólskra kommún- ista staðfest þessa skýringu Ög- mundar (sjá Mbl. 9.9.), og eru ríkisfjölmiðlarnir á Islandi og í Póllandi því á sama máli um þetta og segir það sína sögu. • Samkvæmt rök- fræði Ögmundar Af því tilefni að sjónvarpið hefur sýnt „helförina", dettur mér í hug, hvort Ögmundur vilji ekki flytja nýja fréttaskýringu, þ.e. um átök Þjóðverja og gyðinga. Þar hlýtur hann auðvitað að beita sömu rökfræðinni og í Póllands- þættinum og koma mér þá þessi atriði í hug úr þeim þáttum: Leiðtogar gyðinga vildu greiniiega í lengstu lög komast hjá átökum við nasista. Ekki hefur enn heyrst, að þeir hafi sett fram kröfur um, að nasismanum yrði kollvarpað í Þýskalandi og Adolf Hitler ríkis- leiðtogi yrði settur af, að gyðing- um yrði skilað aftur eigum sínum, að lagðar yrðu niður „vinnubúðir" foringjans. Samkvæmt rökfræði Ögmundar Jónassonar og saman- burðarfræðinga „Þjóðviljans" hljótum við að draga af þessu eftirfarandi ályktanir (sbr. af- stöðu pólskra verkamanna til al- ræðiskerfisins í Póllandi): Gyð- ingar studdu nasismann í grund- vallaratriðum, en óskuðu eftir „mannúðlegri nasisma" (sbr. „mannúðlegur sósíalismi"). Gyð- ingar voru fylgismenn Adolfs Hitlers og vildu halda honum á valdastóli, þeir vildu ekki taka aftur við eignum sínum og höfðu ekkert á móti „vinnubúðunum" nema hvað vinnuálagið þar var fullmikið. • Ættu að leita fyr- irmynda hjá Lenín Hvað sagði ekki Kjartan Ólafsson í „Þjóðviljanum" nú á dögunum: Pólskir verkamenn ættu að leita fyrirmynda hjá Lenín (höfundi Gúlagkerfisins) um það, hvernig steypa ætti ein- ræðisstjórn. Með sömu rökum Vestur S. 7 H. 98532 T. D86 L. G1042 Austur S. DG854 H. - T. 10953 L. D765 Suður S. ÁK932 H. ÁDG4 T. 74 L. 98 Sé aðeins litið á spil norðurs og suðurs má sjá, að 7 hjörtu eru vel spilanlegur samningur. En það reyndist Dönunum ekki vel að segja alslemmuna. Suður Vestur NurAur Austur 1 sp. pass 2 tf. pass 2 hj. pass 4 *r. pass 5 hj. pass 5 irr pass 7 hj. allir pass. Eðlilega varð norður viss um, að slemma væri í spilinu þegar suður sagði 2 hjörtu. Hann spurði því um ása og 5 gröndin voru áskorun í alslemmuna jafnframt því að spyrja um kóngana. Og eðlilega tók suður áskoruninni. Eftir útspil í laufi tók sagnhafi næst á spaðaás en spaðakónginn trompaði vestur og þar með var sá draumur búinn. Á hinu borðinu létu Svíarnir sér nægja að segja hálfslemmuna og högnuðust því vel á spilinu. JIB Stór-Rýmingarsala Viö rýmum til fyrir væntanlegum matvörumarkaöi og seljum þessa viku öll húsgögn og gólfteppi á sérstöku afsláttarveröi og auk þess meö einstæö- um greiöslukjörum. Innlend húsgögn:staögr.afsl. 15% Innflutt húsgögn.staögr.afsl. 5% afsláttur á kaupsamningi 5% Teppi: staögr.afsl. 10% Útborgun allt niöur í 25% og eftirstöövar lánum viö í allt aö 10 mánuöi. Opiö föstudag til kl. 22 Opiö laugardag kl. 9—12. Jón Loftsson h/f Hringbraut 121, Sími 10600, 28601.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.