Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 21 Sýningar á „Rommí“ hef jast að nýju í kvöld -Ég er ákaflega ánægður að hafa fengið að stjórna þessu verki. Það er svo mann- legt og hofðar á þeim forsend- um mjög til manns,“ sagði Jón Sigurbjörnsson, leikstjóri „Rommí“ eftir bandaríska leikritahöfundinn D.L. Cob- urn, en það verður sýnt í Iðnó í kvöld og er það fyrsta sýningin eftir sumarhlé leik- hússins. Jón sagði, að leikritið fjall- aði um tvær gamlar manneskj- ur. „Þær hafa verið lagðar til hliðar," sagði hann. „Þær eiga sér enga framtíð lengur, lifa í fortíðinni, reyna að blekkja sig en sitja uppi með sársaukann að lokum." Með hlutverkin í leiknum fara þau Gísli Halldórsson og Sigríður Hagalín. Þau eru á elliheimili og stytta sér stund- ir við að spila rommí. Eftir því sem þau spila fleiri umferðir opinbera þau sig æ skýrar hvort fyrir öðru. Gamli mað- urinn hefur ekki þegar fram í sækir neina stjórn lengur á skaplyndi sínu, hann sættir sig ekki við ellina — og það fær meðal annars útrás í því að hann tekur því stórilla að tapa stöðugt í spilinu. í fyrstu höfðu þau ræðzt við um hitt fólkið á heimilinu og haldið uppi almennu skrafi, en „undir lokin er ljóst að leikritið fjall- ar ekki um aldrað fólk eða gamalmenni heldur fyrst og fremst um manneskjur", eins og segir í tilkynningu Leikfé- lags Reykjavíkur. „Rommí" Var frumsýnt í maí og fékk prýðilega dóma. Eins og fyrr segir er Jón Sigur- björnsson leikstjóri, leikmynd gerði Jón Þórisson, Daníel Williamsson annast lýsingu og Tómas Zoéga þýddi leikritið. Höfundurinn, D.L. Coburn, fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir þetta leikrit fyrir tveimur ár- um. Þau Fonsía og Weller, gómul og gleymd og þeim sinnir enginn. „Ég fylli þó ennþá þann flokk, sem dregur lifsandann ...“ segir Weller í varnarskyni á einum stað. Gísli og Sigriður í hlutverkum sinum. Vaxa pening- ar á tr jánum á íslandi? GarAi. 30. september. ÞESSA dagana gengur yfir þorp- ið keðjubréfafaraldur en þetta er orðinn viss viðburður í þjóðlífinu á nokkurra ára fresti. Virðist sem keðja þessi sé sett á stað að þaulhugsuðu máli nokk- urra manna og að sjálfsögðu eru þeir einu aðilarnir sem hagnast töluvert á uppátækinu. Keðjubréf þessi ganga nú a.m.k. á Reykjavík- ur- og Reykjanessvæðinu ljósum logum. í þeim kemur fram að hægt sé að hagnast svo og svo mikið — allt upp í 20 milljónir að ég held, og trúa þessu margir. En mér er spurn. Síðan hvenær eru peningar farnir að vaxa á trjánum á Islandi? Hver borgar ef allir græða? Spyr sá sem ekki veit. Fréttaritari. Háskóla- fyrirlestur IIERMANN Pálsson. kennari í íslensku við Edinhorgarháskóla. flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Iláskóla Íslands föstudaginn 3. október 1980 kl. 17.25 í stofu 201 í Árnagarði. Hermann Pálsson er í röð mik- ilvirkustu fræðimanna er fást við íslenskar bókmenntir og hefur flestum eða öllum meira unnið að kynningu íslenskra bókmennta í hinum engilsaxneska heimi með þýðingum sínum. Fyrirlesturinn nefnist „Nýjar rannsóknir á Hrafnkels sögu". Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla lslands) Sigvaldi Hjálmarsson „Að sjá öðruvísi,“ ný bók eftir Sig- valda Hjálmarsson KOMIÐ er út lítið kver eftir Sigvalda Hjálmarsson, er nefnist „Áð sjá öðruvisi“ með undirtitlin- um „Esseiar um mannlegt líf“. Bókin er 75 bls. að stærð og skiptist í 16 kafla. Bera þeir heitin: Hart er í heimi, Úrelt lífsviðhorf, Nýtt sambýlisform, Nýtt mat á menntun, Óvissan er opið hlið, Bókalaus en ekki blind- ur, Nýir vitsmunir, Nýr mórall, Að finna upp ánægjuna, F'agurt mannlíf, Að eiga eða þurfa, Skoð- un og skoðanaleysi, Að vaxa eins og blóm, Afrakstur iðjuleysisins og Að kunna að eldast. Útgefandi bókarinnar er Víkur- útgáfan. Útsölustaðir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Eplið Akranesi — Eplið ísafirði Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum SG-330 fjjw TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR MAGNARI 2x20 WOTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR. FM FW. STERIO LW, MW. SW PLÖTUSPILARI: HÁLF- SJÁLFVIRKUR, S-ARM- UR, MAGNETIC PICKUP. SEGULBAND: MEÐ SJÁLFLEITARA HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT. hItSlurum kr. 469.000.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.