Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Orgeltónleikar Str engj ak var tett Kaupmannahafnar Gamall orðsmiður sagði eitt sinn, að þá yrði trúin á Guð dauð orð, er menn hættu að yrkja honum til lofs og dýrðar. Fá tónskáld nútím- ans hafa náð að túlka trú sína á jafn áhrifamikinn hátt og nýtískulegan máta og Messiaen og er sköpun hans eins og endurfæðing til nýs lífs í heimi, þar sem trú og vísindi hafa sameinast. Það er mikill fengur í að fá hingað til lands sérmenntað- an tónlistarmann í túlkun tónlistar eftir þennan post- ula, sem predikar trú sína á svo nýstárlegan og áhrifa- mikinn máta með stórbrotn- um hljómi orgelsins. íslensk- um orgelleikurum gefst hér tækifæri á að kynnast tón- verkum eins merkasta tón- smiðs okkar tíma, á nám- skeiði eða Messiaen-dögum sem Tónlistarskólinn í Reykjavík gengst fyrir. Próf- essor Almut Rössler, orgel- leikari frá Dússeldorf, er fyrirlesari og kennari á nám- skeiðinu og mun einnig leika og útskýra verk Messiaens. Á tónleikum Tónlistarfélagsins í Kristskirkju, lék Almut Rössler verk eftir Nikolaus Bruhns (1665—1697), Bach og þrjú verk eftir Messiaen. Frúin er feikna góður orgel- leikari, hefur sterkan og kraftmikinn leikstíl, sem naut sín einkar vel í því rismikla verki, Passcaglíunni eftir Bach. Einnig var leikur Rösslers áhrifamikill í verk- unum eftir Messiaen og náði hámarki í þremur þáttum úr Fæðingu frelsarans. Jón Ásgeirsson Almut Rössler Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON Kammermúsikklúbburinn stefndi fólki saman til að hlýða á Strengjakvartett Kaupmannahafnar leika verk eftir Haydn, Nielsen og Beet- hoven. Largo-kvartettinn eftir Haydn er í flokki 6 kvartetta er tileinkaðir voru Erdödy greifa og er sá þriðji hinn frægi „keisarakvartett". Kvartettinn sem nú var leik- inn er sá fimmti í röðinni og er oft nefndur largo-kvartettinn vegna annars þáttarins, sem ber yfirskriftina Largo Canta- bile e mesto. Það er einkenni- legt við leik Strengjakvartetts Kaupmannahafnar, að „tempóin" verða öll eins og Largo-kaflinn var, svo dæmi sé tekið, leikinn í hægum gönguhraða. Annað verkið á tónleikunum var kvartett í F-dúr, op. 44 eftir Carl Nielsen. Skemmti- legt og gott tónverk, sem var vel flutt. Þarna mátti heyra margvísleg tilþrif er. stungu nokkuð í stúf við „metronóm- iskan“ leik kvartettsins í verki Haydns. Síðasta verkið var svo opus 131, cís-moll-kvartettinn, eitt af mestu meistaraverkum Beethovens. í þessu verki brýtur Beethoven af sér öll bönd í formi og túlkun og gefur tilfinningum sínum lausan tauminn. Fyrri partur- inn af verkinu var leikinn á þennan sístreymandi máta,' þar sem ekki má merkja kommu eða setningaskil, en er kom að presto-kaflanum tók flutningurinn aðra stefnu og í síðasta þættinum var leikur félaganna mjög sterkur, stundum um of, svo nærri lá að þeir ætluðu sér einum of mikið, en með þeirri ástríðu og þeim krafti er einkennir þenn- an viljasterka meistara. Jón Ásgeirsson Myndllst eítir VALTÝ PÉTURSSON Vefnaður og skúlptúr heitir sýning sú, er nú stendur í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þar eru fjórir danskir listamenn á ferð, einn karlmaður og þrjár kvinnur. Allar eru þær vefarar, en karlmaðurinn leggur stund á skúlptúr. í stuttu máli: Þetta er óvenju skemmtileg og falleg sýn- ing, sem ber mikil menningar- einkenni, ef svo mætti segja. Hér munu á ferð listamenn, sem unnið hafa sér virðingu og álit í heimalandi sínu og hafa verk þeirra farið víða og list þeirra kynnt fyrir þjóðum. Það væri að teygja lopann, að telja hér upp þá staði, er þetta fólk hefur sýnt á, en í sýningarskrá eru stutt æviágrip hvers og eins, og vísa ég til þess. Maður hefur ekki lengi dvalið á þessari sýn- ingu, þegar það kemur í ljós, að hvert einasta verk er valið af mikilli kostgæfni. Ég verð að játa, að hvergi fann ég veikan Verk eftir Anders Tinsbo Danskir listamenn blett, sem væri hægt að tíunda á verri veg. ANDERS TINSBO gerir afar fágaðan skúlptúr, sem stundum er jafnvel of fágaður fyrir minn smekk. En formið er lifandi og eðlilegt, og öll eru verk hans sérlega þægileg og aðlað- andi. Hann á þarna einnig nokkrar grafík-myndir (silki- þrykk), sem sýna greinilega, hvernig hann leikur sér á léttan og sveiflukenndan hátt með sjálfa línuna. Af vefurunum mun KIM NAVER vera einna þekktust. Verk hennar eru þrungin efniskennd og hafa afar sérstæðan persónulegan svip, svo að enginn sem eitt sinn kynnist verkum hennar villist á þeim og verkum annarra. Það mætti eflaust margt gott um tæknilega hlið þessara verka segja, en ég er ekki mikill sérfræðingur í slíku ög vil sem minnst um þá hlið málsins tala. Og sannast mála held ég, að ekki borgi sig að gera mikið upp á milli þeirra vefara, sem þarna eru á ferð. Þær eru að vísu mjög ólíkar í verkum sínum, en ein- mitt þannig fáum við að kynnast svolítið þeirri breidd, sem er í dönskum vefnaði eins og stend- ur. ANETTE HOLDENSEN á þarna mjög fallega hluti, sem maður man, löngu eftir að hafa yfirgefið sýninguna. MAR- GRETHE AGGER er ekki síðri, og ég held henni takist best upp, þegar hún lætur hreyfingar öld- unnar endurspeglast í hinum fíngerða vef. Eins og ég sagði í upphafi þessa skrifs, er þessi sýning hinna dönsku listamanna með miklum ágætum. Ég held, að óhætt sé að halda því fram, að þetta sé ein af bestu sýningum, sem við höfum fengið frá útlönd- um um nokkurn tíma. Listvina- húsið á þakkir skilið fyrir að koma með þessa sýningu og hróður þess sem sýningarstaðar vex við slíka úrvalssýningu. Það eru 46 listaverk á þessari sýningu og sum þeirra frábær, eins og unga fólkið segir. Heild- arsvipur sýningarinnar er með ágætum og hvergi þrengt að hlutunum. Húsnæðið er og þann- ig, að það hjálpar til að skapa hið rétta andrúmsloft. Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir sig og óska viðkomandi aðilum til hamingju. Valtýr Pétursson Að björtum degi liðnum Þorsteinn Stefánsson varð fyrst kunnur af skáldsögu sinni, Dalur- inn, sem kom út á dönsku 1942 og í íslenskri þýðingu Friðjóns, bróð- ur hans, skömmu síðar. Síðan mátti heita að ritstörf Þorsteins lægju niðri þar til á liðnum áratug að hann hófst aftur handa og það svo um munaði. Síðasta áratuginn hefur hann sent frá sér margar bækur, bæði frumsamdar og þýdd- ar. Meðal íslenskra höfunda, sem hann hefur þýtt úr íslensku á dönsku, eru Ármann Kr. Einars- son, Kristmann Guðmundsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Síðasta þýðing Þorsteins, — útgefin nú í ár — er Spói Ólafs Jóhanns. Það telst einnig til tíðinda að Þorsteinn hefur nú snúið sér að ljóðlistinni, en í fyrstunni sendi hann eingöngu frá sér skáldverk í lausu máli. I fyrra sendi hann frá sér Ijóðabókina Du, som kom, fyrsta bindi. Annað bindi — fram- hald undir sama heiti — er nú nýkomið út en síðasti hlutinn er væntanlegur á næsta ári. Þó Þorsteinn hafi nú skipt um form svipar ljóðum hans að mörgu Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON leyti til hinna eldri lausamáls- verka hans. Fyrsta einkenni þeirra er einfaldleikinn. Þetta eru minninga- og ferðaljóð þar sem hvaðeina er tjáð með beinum orðum. Lesandinn getur því geng- ið beint að meiningunni og þarf ekki að velta fyrir sér hvað skáldið sé að fara. Þetta er vandasamt tjáningarform í ljóði. Að vera einlægur krefst þess oft að maður sé líka barnslegur, en frá því einstigi er stutt að hrapa ofan í það að vera barnalegur. Þorsteinn þræðir hálan stíg einlægninnar býsna lipurlega. Annað einkenni þessara ljóða er mælskan, sem vill nú raunar oft verða fylginautur einkennis núm- Vitni vantar Slysarannsóknardeild lög- reglunnar í Iícykjavík hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi lýsingar á tjónum bifreiða og eru vitni, sem kynnu að hafa orðið vör við tjónvalda, beðin að gefa sig fram við slysarann- sóknardeiidina: Þann 10. sept. sl. var ekið á bifreiðina R-63093, sem er Sub- aru, blá að lit, á bifr.stæði framan við Hótel Esju. Átti sér stað frá kl. 19.00 til 20.30 þann 9. sept. eða við hús nr. 53 við Rauðalæk frá kl. 20.45 þann 9. sept. til 08.00 þann 10. sept. Skemmd er á grilli, vélarloki og hægra stefnuljósker er brotið. Þann 10. sept. var ekið á bifr. R-6277 sem er Mazda fólksbifr., brún að lit, á merktu bifr.stæði „fatlaðra" við Austurbrún 6. Átti sér stað frá kl. 18.00 til 19.30 þennan dag. Skemmd er á vinstri afturhurð og er rauð málning í skemmdinni. Þann 10. sept. sl. var ekið á bifreiðina R-6106, sem er Lancer fólksbifreið, brún að lit. Átti sér stað við Landspítalann Bar- ónsstígsmegin í „kringlunni" frá kl. 19.00 til 19.30. Vinstra fram- aurbretti og framhurð eru skemmd. Þann 19.9. sl. var ekið á bifreiðina R-70927 sem er Skoda fólksbifreið, rauð að lit. Talið sennilegast að skemmdin hafi komið á bifr.stæði við Torfufell 27 þennan dag. Skemmd er á hægra afturaurbretti og hægri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.