Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Sjötugur í dag: Halldór Kristjáns- son frá Kirkjubóli Þeir menn eru til sem auðkennL legir eru hvar sem þeir fara. í streitusamfélagi, þar sem auglýs- ingaskrum og fjölmiðlaflónska leitast við að steypa sem flesta í stöðluð mót þeirra sem eitthvað hafa að selja, gerast þeir þó æ sjaldséðari. — Halldór Kristjáns- son er einn slíkur. Hann gengur um á meðal okkar sem lifandi dæmi um það að enn eru til íslendingar sem láta sig engu skipta „fjöldans skop og sköll“. Halldór Kristjánsson ber upp- runa sínum glöggt vitni. Hann stendur báðum fótum í rammís- lenskum jarðvegi og haggast hvergi, þótt goluþytur blási af auðnum erlendrar ómenningar. Og samt er hann betur að sér, þótt prófþræll hafi hann aldrei verið, og víðsýnni en flestir þeir sem múlbindast hverjum tískudraug sem skýtur upp nöktum kolli. Hann veit að „hinn rammi safi“ sem vökvað hefur rætur íslenskr- ar þóðmenningar frá öndverðu er hollari en margt glundrið og gutlið sem sígráðug og síngjörn sölumennskan heldur að okkur sem stórasannleik „okkar tírna". Halldór hefur um langan aldur staðið keikur og ósmeykur í þeirri orrustu sem háð er um gervalla heimsbyggðina gegn siðlausasta auðvaldi veraldar, áfengisauðvald- inu. Hann hefur hvergi hopað þó að það ausi milljörðum á milljarða ofan í þá baráttu gegn heilbrigðri skynsemi og fögru mannlífi sem það heyr sleitulaust. Varla mun þyrlað upp jafn- miklu ryki um nokkurn hlut sem áfengismál. Hagsmuni áfengis- auðvaldsins verður að vernda. Til þess skortir ekki fé. Og ekki er þurrð á liði til óþrifaverkanna á þeim bæ. Boðskapinn flytja síðan keyptir eða illa upplýstir fjöl- miðlaspekingar og hrekklausir sakleysingjar sem langar til að sýnast fínir eða karlar í krapinu eða jafnvel persónugervingar frelsisins. Það er meira að segja auðvelt að fjalla um áfengismál kvöld eftir kvöld án þess að komast nokkru sinni nálægt kjarna málsins. Enda er ekki við bermilegum árangri að búast, þegar málæðið ríður grunnfærn- inni við einteyming. En kjarninn er að sjálfsögðu einfaldur, eins og sannleikurinn yfirleitt, og liggur þeim í augum uppi sem eru svo barnalegir að sjá að „keisarinn er ekki í neinu“: Meðan einhver græðir á sölu vímuefnis, meðan gífurlegir hags- munir voldugra auðhringa eru í veði verður lítil vík róin á áfengis- bölið. Feitir þjónar þeirra skugga- legu afla, sem þrífast á ógæfu annarra, þeyta þoku yfir, flækja í stað þess að greiða úr, þvæla í stað þess að mæla af hreinskilni. Og margur ráðamaðurinn rambar vegvilltur í gerningaþokunni, eins og dæmin síðustu og ömurlegustu sanna: Fjölgun vínsölustaða, sala hraðvíngerðarefna, ólöglegur inn- flutningur áfengs öls og fleira þeirrar tegundar eru grátbroslegir minnisvarðar um skarpskyggni og heilindi ýmissa þeirra sem til forystu völdust á íslandi á ofan- verðri tuttugustu öld. Okkur er liðs vant til að dreifa þokunni. Þar í sveit hefur Halldór Kristjánsson staðið og hvergi dregið af sér. Og það hefur munað um hann. Málsnilld hans og rök- vísi hafa fært margan, sem mikill þóttist, í líki músar þeirrar sem köttur hefur að leiksoppi. Og þá er Halldóri skemmt, því að hann er skopvís vel og manna glaðastur án þess að þurfa á þeirri hækju að halda að deyfa vit og dómgreind með annarlegum efnum. Baráttugleðina, varðstöðuna tryggu og kjarkinn óbilandi vildi ég þakka og gauka því að honum í leiðinni að mér hefði þótt nota- legra að vita hann nokkrum ára- tugum yngri svo að hann fengi vafalítið lifað þá stund, er sann- leikurinn hefur gert bandingja áfengisauðvaldsins frjálsa. ólafur Haukur Árnason I dag er sjötugur Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Við, vinir hans og samherjar í bindind- ishreyfingunni, hljótum að sam- fagna með honum á þessum tíma- mótum í ævi hans og færa honum innilegar þakkir fyrir mikið og merkt framlag í þágu bindindis- baráttunnar. Halldór hefur víða komið við sögu og alls staðar reynst giftudrjúgur liðsmaður hinna jákvæðu lífsviðhorfa. Þann- ig höfum við félagar hans innan vébanda IOGT kynnst honum sem einum ötulasta og besta fram- herja hreyfingarinnar. Það var mikið happ fyrir stúk- una Eininguna þegar Halldór gerðist þar félagi og hans ágæta kona, Rebekka Eiríksdóttir. Víst hefði starfsemi stúkunnar orðið fátæklegri, ef þeirra hefði ekki notið við. Hugsjónamaðurinn Halldór hefur alla tíð verið sí- starfandi og óþreytandi, hann hefur m.a. miðlað öðrum fróðleik og skemmtun, enda greindur og vel gerður maður. Hann er hafsjór af þekkingu og fróðleik um bók- menntir, sögu og líf og starf þjóðarinnar fyrr og síðar. Allt þetta sameinar hann sérstaklega vel, þegar hann hefur undirbúið dagskrár af ýmsu tagi sem fluttar hafa verið fjölmargar á fundum og samkomum bindindismanna. Hinn ánægjulegi, menningarlegi og góði bragur í verkum Halldórs hefur átt ríkan þátt í að bæta félagslífið og auðga það. Þá hefur kveðskapur hans bæði í gamni og alvöru verið mikiil ánægjuauki í starfinu. Á afmælisdegi hans mun koma út Halldórskver með ljóðum hans. Er það vel að okkar dómi, því að Halldór er gott ljóðskáld. Á opinberum vettvangi hefur Halldór oft kveðið sér hljóðs, sem alkunna er, þegar honum hefur fundist þörf á svörum og sókn í þágu bindindismálsins og í barátt- unni gegn áfengisbölinu, enda er Halldór vel máli farinn og ritfær að sama skapi. Í þessu starfi hefur ekki verið komið að tómum kofun- um hjá Halldóri, sem er rökfastur og nýtir vel þekkingu sína á málum, því hann hefur fylgst mjög vel með í þessuip efnum bæði hér heima og erlendis. Það lætur að líkum að Halldór hefur notið mikils trausts og trúnaðar þar sem hann hefur lagt fram krafta sína í félagslegu starfi eins og hjá góðtemplara- reglunni, ungmennafélagsskapn- um fyrr á árum, Framsóknar- flokknum, samvinnuhreyfingu og víðar. Þar hefur hann verið heill í starfi og hvergi hlíft sér. Hann hefur því sinnt ýmsum trúnað- arstörfum. Þannig hefur hann innan vébanda IOGT átt sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku, Umdæmisstúku Suðurlands, verið þingtemplar Reykjavíkur og æðst- itemplar í Einingunni. Af ýmsum öðrum störfum er hann hefur tekið þátt í má nefna: Úthlutunar- nefnd listamannalauna, Stjórn- arskrárnefnd er starfaði fyrr á árum, verið varaþingmaður og nokkrum sinnum skotist inn á alþingi, yfirskoðunarmaður ríkis- reiknings um árabil, Hrafnseyrar- nefnd og fleira mætti nefna. Halldór hefur verið erindreki ung- mennafélaganna og IOGT og var í forsvari fyrir UMFÍ heima í hér- aði á sínum tíma sem formaður héraðssambands þeirra samtaka og sömuleiðis gegnt formennsku í félögum framsóknarmanna í Vestur-Isafjarðarsýslu og átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins um langt skeið. Þá hefur Halldór unnið mikið fyrir áfengisvarnar- nefndir og -ráð m.a. sem erind- reki. Sem fyrr segir hefur Halldór fengist mikið við ritstörf um dagana og flutt erindi í útvarp. Halldór hefur um árabil verið starfsmaður alþingis. Okkur finnst fara vel á því að ljúka þessari afmæliskveðju með ljóði, sem Halldór Kristjánsson hefur þýtt úr sænsku og nefnist „Áttu vilja og dug“ og tökum við okkur bessaleyfi að birta það: „Áltu vilja ok skap til aA vinna þvi a*‘Kn wm i vrraldarsöKunni cr hnrmuloK freicn ok I norAri og suAri. um fjöll oif viA fjörA hefur fyllta af þjáninau jdrA? GcAjast stefnuhvörf þár? l>á er staAur þinn hér til aA styrkja þann her sem til verndunar er. MeAan frelsiA er þráA skal þess fullkomnun náA Keifnum félaKs vors huKsjón ok dáA. Fyrir hjartfólifiA land vort ok heimilisbyKKA. veuna huKsjóna fornra um mannKÍIdi ok dyKKÓ KónKum fram til aA hnekkja hér hörmunK ok smán sem nú hindrar vort framtiAarlán. ok frá fjalli aA strönd tenKjum hendi viA hónd þar til háAulcK bönd slitur frjálsborin ónd. MeAan frelsiA er þráA skal þess fullkomnun náð KeKnum félaKs vors huKsjón ok dáð." Einar og Gunnar Halldór Kristjánsson tekur á móti gestum i Templarahöllinni við Eiríksgötu milli kl. 3 og 6 í dag. Og stúkan Einingin hefur fund kl. 8.30 í tilefni afmælisins. Sjötugur er í dag, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, landskunnur bindindismaður. Ætlan mín er ekki að tíunda afrek hans hvorki á því sviði né öðru heldur senda örstutta kveðju mína og félaga minna í framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar. Því er ekki að neita að oft hefur okkur greint á um leiðir en allir eru þó sammála um dugnað Halldórs og ritleikni. Fyrir nokkrum árum var ég á barnastúkufundi í Breiðholti. Þar sagði Halldór frá æsku sinni á sérlega lifandi hátt svo ungl- ingarnir höfðu gaman af. í annan stað langar mig að segja frá norrænum fundi í sumar í Templ- arahöllinni. Þar snaraði Halldór á örskotsstundu fallegu sænsku ljóði í kjarngóða íslensku. Enginn er fljótari en Halldór að þýða greinar úr norrænum blöðum eða tímaritum, þegar um bindindis- mál er að ræöa. Undanfarin tvö ár hefur Halldór verið meðritstjóri að „Reginn", blaði templara á Siglufirð;, sem Stórstúkan stend- ur nú að. Fyrir þetta og margt fleira viljum við þakka og óska þér og heimili þínu velfarnaðar í framtíðinni. Hilmar Jónsson Nýr skóli í Hafnarfirði: Tarragó- gítarskólinn í NÆSTU viku hefur starfsemi sína i Hafnarfirði Tarragó-gít- arskólinn, en hann verður til húsa að Ilverfisgötu 25 í Ilafnar- firði. Kennari verður Örn Arason gítarleikari. I skólanum verður fyrst og fremst gítarkennsla eins og nafnið bendir til, og verða nemendur í tveimur tímum í viku. Verður kennslutilhögun þannig, að annar tíminn verður einkatími, en í hinum verða þrír nemendur sam- an. Ætlunin er, að sögn Arnar, að láta nemendur vinna sem mest saman, þeir munu leika saman og hverjir fyrir aðra, en kappkostað verður að hafa saman í tímum nemendur á sem líkustum aldri og álíka langt komna í gítarleik. I hverjum mánuði verður efnt til tónleika í skólanum þar sem nemendur munu koma fram og leika hverjir fyrir aðra. Þar mun Örn Arason einnig koma fram, leika gítartónlist og kynna gítar- inn sem hljóðfæri. — Foreldrum nemenda verður sérstaklega boðið til þessara hljómleika. Pelsinn Kirkjuhvoli gegnt Dómkirkjunni, sími 20160. Ath. Opið 1—6 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.