Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 17 Alþjóðaár fatlaðra 1981: Skipuð framkvæmdanefnd sem gera mun tillögur um heildarstefnu SVAVAR Gestsson. lélajísmála- ráðherra. hefur nýlega skipað sérstaka framkva'indanefnd i til- efni alþjóðaárs fatlaðra 1981. Jafnframt hefur hann leyst frá störfum þriggja manna undir- búningsnefnd. sem skipuð var haustið 1979. Með stufnun framkvæmda- nefndarinnar hafa verið tryggð tengsl við stjórnsýslu. sveita- stjórnir og samtök fatlaðra á tslandi, en i framkvæmdanefnd- ina hafa eftirtaldir einstaklingar verið skipaðir: Margrét Margeirsdóttir, deild- arstjóri, fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins, og er hún jafnframt formaður nefndarinnar; Guðni Þorsteinsson, yfirlæknir, fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins; Magnús Magnús- son, sérkennslufulltrúi, tilnefndur INNLENT af menntamálaráðuneytinu; Alex- ander Stefánsson, alþingismaður, tilnefndur af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og Unnar Stefáns- son, ritstjóri til vara; Ólöf Rík- arðsdóttir, fulltrúi, tilnefnd af Endurhæfingarráði; Sigríður Ingi- marsdóttir, tilnefnd af Öryrkja- bandalagi íslands; Friðrik Sig- urðsson, þroskaþjálfi, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp og Theódór A. Jónsson, forstöðu- maður, tiinefndur af Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Ritari nefndarinnar er Þórður I. Guð- mundsson, stjórnmálafræðingur. Framkvæmdanefnd alþjóðaárs fatlaðra mun starfa til ársloka 1981, en helztu verkefni hennar verða einkum tvíþætt: í fyrsta lagi að gera tillögur um heildarstefnu í málefnum fatlaðra, m.a. með sam- ræmingu gildandi laga og reglu- gerða sem snerta málefni þessara þjóðfélagshópa og með tillögugerð um átak í atvinnumálum, um- hverfismálum, kennslumálum o.s.frv. Grundvöllur stefnumótun- arinnar er að fatlaðir öðlist jafn: rétti á við aðra þjóðfélagsþegna. í öðru lagi er meginverkefni nefnd- arinnar að beita sér fyrir kynn- ingu á málefnum fatlaðra í skól- um landsins og fjölmiðlum. VERKSMIÐJU- SALA SAMBANDSVERKSMIÐJANNA SÝNINGAHÖLLINNIBÍLDSHÖFDA 1.-11. OKTÓBER Opiö frá kl. 1—6. Frá Ylrúnu: Sængur, koddar, svefnpokar, rúmteppi. Frá skóversm. Iðunni: Karlaskór, kvenskór, ung- lingaskór og fóöraöir kulda- skór. Frá verksm. Skinnu: Mokkakápur, mokkajakkar, mokkahúfur, mokkalúffur. Einnig lítiö gallaðar vörur. Frá Torginu: Dömu-, herra og barnafatnaöur. Iðnþróunarsjóður Suðurlands stofnaður: 25 sveitarfélög eru stofnendur Hellu. 30. septemher. STOFNFUNDUR Iðnþróunarsj- óðs Suðurlands var haldinn i dag á Hellu, en samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hafa að undanförnu unnið að stofnun sjéiðsins og á aðalfundi þeirra i apríl sl. var samþykkt reglugerð fyrir sjóð- inn. Stofnendur sjóðsins eru sveitarfélög á Suðurlandi og hafa 25 af 37 sveitarfélögum i Suður- landskjördæmi þegar gerst aðil- ar að sjóðnum. þar með öll þéttbýlissveitarfélögin. Tilgang- ur sjóðsins er að stuðla að eflingu atvinnulifs á Suðurlandi. m.a. með lánveitingum til nýrra fram- kvæmda einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til langs eða skamms tima svo og til sveitarfélaga. Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag sveitarfélaganna á svæð- inu sem nemur 1% af föstum tekjum þeirra, þ.e. af útsvari, fasteignaskatti og aðstöðugjaldi. Á þessu ári skal þessi upphæð þó vera !6%. Framlag þeirra sem þegar hafa gerst stofnfélagar á þessu ári nemur samkvæmt áætl- un um 25 millj. kr. í stjórn, sem er skipuð sjö mönnum, voru kosnir: Jón Ingi Einarsson oddviti í Vík, Stein- grímur Ingvarsson bæjarfulltrúi, Selfossi, Þorsteinn Garðarsson sveitarstjóri Þorlákshöfn, Þór Hagalín sveitarstjóri, Eyrar- bakka, Ölver Karlsson oddviti, Þjórsártúni, Arnar Sigurmunds- son bæjarfulltrúi, Vestmannaeyj- um og Páll Zóphoníasson bæjar- stjóri, Vestmannaeyjum. — Jón Þorgilsson ■ n ** Frá Gefjun: Ullarteppi, teppi, teppabútar, áklæði, gluggatjöld, buxnaefni, kjólaefni, ullarefni, sængurveraefni, garn, loöband, lopi. Frá Fatav.sm. Heklu: Úlpur, gallabuxur, peysur, samfest- ingar, treflar og sokkar. Frá lager: Tískuvörur úr ull, peysur, fóöraöir jakkar, prjónakáp- ur, pils, vesti og ofnar slár. ATH.: Strætisvagnaferðir Hlemmi med leiö 10. Hér má sjá hluta hópsins sem viðstaddur var opnunarhátiðina að Garðaholti. Garðabær: Jón Sveinsson forseti bæjarstjórnar stjórnar hér 100. fundi bæjarstjórnar Garðabæjar á sviði gamla þinghússins að Garðaholti. Ljosm. Mbi. rax. Garðaholt tekið í notkun eftir gagngerar endurbætur — bæjarstjórn hélt þar sinn 100. fund SL. FÖSTUDAG var sam- komuhúsið og gamla þing- húsið á Garðaholti i Garðabæ tekið í notkun á ný eftir gagngerar endurbætur. Við það ta kifæri hélt bæjarstjórn Garðabæjar hátiðlegan 100. fund sinn og tilkynnti forseti bæjarstjórnar. Jón Sveinsson, á fundinum. að bæjarstjórn hefði samhljóða samþykkt að á næsta ári yrði gengiö frá lóðinni umhverfis samkomu- húsið. Garðaholt var upphaflega byggt árið 1909 og þá notað sem þinghús hreppsins. Húsið hefur verið vinsæll samkomu- staður síðustu árin og fjöl- mörg félagasamtök hafa hald- ið þar fundi sína og skemmt- anir. Gagngerar endurbætur hafa nú verið gerðar á hús- næðinu og einnig hefur það verið stækkað. Kostnaður við verkið er u.þ.b. 70 millj. kr. Kvenfélag Garðabæjar hefur séð um rekstur hussins í samvinnu við bæjaryfirvöld og aðstoðuðu félagskonur við lag- færingu hússins. Kvenfélagið mun áfram sjá um reksturinn, formaður þess er Þórunn Ingj- aldsdóttir. Viðstaddir 100. fund bæjar- stjórnar að Garðaholti voru á annað hundrað manns, starfs- menn bæjarins, stjórn Kven- félagsins og makar þeirra. Þágu þeir veitingar í boði bæjarstjórnar og í lokin var stiginn dans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.