Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 JW»T0unbI«l>it> /v • y/ , Siminn a afgreiöslunni er 83033 JM«T0tinbUibib FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 Varðskipið Æ«ir kom í «ær til Reykjavíkur með nýju þyrlu LandhelKÍsgæzlunnar, TF-Rán. Þessa mynd af þyrlunni, sem er af gerðinni Sikorsky S-76. tók Árni Kristjánsson, bátsmaður á Ægi, í St. John’s á Nýfundnalandi er þyrlan lenti í fyrsta skipti á islenzku varðskipi. Sjá nánar á bls. 25. ASI kynnir milljarða- kröfur í lífeyrismálum FULLTRÚAR Alþýðusambands Islands kynntu i gær fulltrúum Vinnuveitendasambands íslands, Vinnumálasamhands samvinnufé- laganna og Farmanna- og fiskimannasambands íslands kröfur ASÍ um úrbætur i lífeyrismálum. Var þetta gert innan svokallaðrar 8-manna nefndar þessara aðila, sem um þessi mál hefur fjallað. Hafa fulltrúar ASÍ undanfarinn hálfan mánuð unnið að þessari kröfugerð, en innan ASÍ er mikill þungi í mönnum vegna þess aukna misræmis, sem varð i lífeyrismálum við samkomulag fjármálaráðherra ok BSRB, almcnnum lífeyrisþegum i óhag. Svo §em kunnugt er hafa ýmsir forystumenn innan ASI látið þung orð falla vegna þessa misræmis. Erfitt var í gær að fá upplýsingar af fundi 8-manna nefndarinnar, en eftir því sem Morgunblaðið komst næst munu vinnuveitendur ætla að skoða kröfur ASÍ og verða þær lagðar fyrir framkvæmda- stjórn VSÍ á föstudag. Eftir því sem næst verður kom- izt, munu fulltrúar ASÍ leggja áherzlú á að ríkisstjórnin eyði því misræmi sem er milli lífeyrisþega, með breytingum á ellilífeyris- greiðslum, frítekjumarki o.fl., þ.e. að öllum launþegum verði tryggð sömu lífeyrisréttindi, án tillits til þess hver vinnuveitandinn sé. Benda þeir á leiðir í þessum efnum. Um þessi mál sagði Ragnar Lítið miðar á viðræðufundum Arnalds fjármálaráðherra í við- tali við Tímann hinn 19. ágúst síðastliðinn: „Mér finnst sjálfsagt að athugað verði að bæta almennt stöðu launþega hvað lífeyris- greiðslur snertir, og er ekkert Frihafnarmálið: Y firheyrslur halda áfram LÖGREGLAN á Keflavíkurflug- velli og tollgæslan vinna áfram að rannsókn meintra tollalaga- brota nokkurra Fríhafnarstarfs- manna. Sagði Kristján Pétursson deildar- stjóri að rannsóknir og yfirheyrsl- ur héldu áfram. Einn maður er nú í gæsluvarðhaldi, en þeir voru um tíma tveir. Þá sagði Kristján Pétursson að ekkert hefði fram komið við rannsóknir, sem bent gæti til þess að lögreglumenn eða tollgæslumenn væru við málið riðnir. vafamál að ríkið verður að greiða þar fyrir með ýmsum hætti." Undanfarið mun hafa verið unnið að því að reikna út kostnað við framkvæmd krafna ASÍ og skiptir hann milljörðum króna. Talið er að þessar kröfur ASÍ nemi um 6 milljörðum króna og hefur þá ekki verið tekið tillit til kostnaðarauka, sem hlýzt af niðurstöðum yfirstandandi kjara- samninga, en venja er að þeir hafi áhrif á almennar lífeyrisgreiðslur almannatryggingakerfisins og líf- eyrissjóðanna. Mun þá enn vanta ótalda milljarða, sem greiða þyrfti til viðbótar til elli- og örorkulíf- eyrisþega um almannatrygginga- kerfið, ef samræmi á að verða með öllum tryggingaþegum landsins. Einn forystumanna ASÍ lét þau orð falla í gær, að þótt umræddar kröfur fengjust fram á hendur ríkisvaldinu um breytingar á líf- eyrisgreiðslum og vinnuveitendur væru inni á þeim, vantaði enn mikið á til að hinn almenni launamaður nyti sömu lífeyris- réttinda og opinberir starfsmenn. Friðrik tef lir við Karpov FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari og formaður Alþjóða skáksam- bandsins, tekur á næstunni þátt í mjög sterku skákmóti í Buenos Aires í Argentínu. Meðal and- stæðinga hans á mótinu verða Karpov heimsmeistari og stór- meistararnir Timman frá Hol- landi og Larsen frá Danmörku svo einhverjir séu nefndir. Þátttak- endur eru allir stórmeistarar í skák að undanskildum nokkrum heimamönnum, sem fá þarna tækifæri á að tefla gegn nokkrum af sterkustu skákmönnum heims. Arnarflug í flug með pílagríma ARNARFLUG gerði í gær samn- ing um leigu Boeing-720 þotu sinnar til pilagrímaflugs i Afriku. en vélin á að fljúga með farþega milli Cotonou í Benin og Jeddah. Að sögn Ilalldórs Sigurðssonar sölustjóra er hér um nokkrar ferðir að ræða. en ekki fullráðið hversu margar. Halldór Sigurðsson kvað samning þennan hafa borið mjög brátt að, hringt hafi verið í gærmorgun til Arnarflugs og spurst fyrir um möguleika á leigu þotunnar. Gengið var frá samningi kl. 14 og hinn erlendi aðili greiddi inná hann. Var síðan unnið að því síðdegis í gær að kalla út þær tvær áhafnir sem þarf, alls 14 manns, og undirbúa vélina og var áætlað að þotan legði af stað frá Keflavík kl. 19:30 í gærkvöldi. Hin Boeing-þota Arnarflugs sinnir verkefnum í Jórdaníu og munu þau endast út þennan mánuð. Landsig á Kröflu- svæðinu LANDSIG hófst á Kröflusvæð- inu um hádegisbilið í gær og sagði starfsmaður á skjálfta- vakt í samtali við Mbl. í gær- kvöld að það væru ákveðin hættumerki í því fólgin, en landiö hélt stöðugt áfram að síga í allan gærdag. Að öðru leyti vildi hann ekki spá um hvað gerast kynni, ógjörningur væri að segja fyrir um hvernig málin þróuðust. Mikil verðlækkun á ull og gærum erlendis LÍTIÐ sem ekkert miðaði í sam- komulagsátt milli aðila vinnu- markaðarins í gær, en fundur var í undirnefnd. sem fjallar um slysa- og veikindamál. Þá voru bakarar á fundum og bókagerð- armenn. en deila þeirra kemur í veg fyrir að vinnuveitendur taki upp viðræður um kauplið kjara- samninga og vísitölu. Aðalsamn- inganefndir aðila híða nú aðcins eftir því, að sérkröfur leysist og er þar tæknikrafa biikagerðar- manna erfiðasti hjallinn. Enn er uppi ágreiningur milli vinnuveitenda annars vegar og Sambands byggingmanna og Verkamannasambandsins hins vegar um sérkröfur. Vinnuveit- endur telja að viðræðum um sérkröfur þessara tveggja lands- sambanda sé lokið, en landssam- böndin ekki. Hafa byggingamenn látið bóka atriði í því sambandi hjá sáttasemjara ríkisins, en VMSÍ hins vegar ekki. Bókagerðarmenn og Félag ís- lenzka prentiðnaðarins hafa setið á löngum viðræðufundum og lítið hefur miðað. Fundi, sem hófst klukkan 14 í fyrradag, lauk klukk- an 11 í gærmorgun og aftur hófst fundur klukkan 16 í gær og stóð hann enn er Morgunblaðið fór í prentun. I dag eru rafiðnaðar- menn boðaðir á annan samninga- fund sinn, en hinn fyrsti var haldinn í fyrradag. Eins og áður hefur komið fram í fréttum sögðu rafiðnaðarmenn sig úr samninga- nefnd ASÍ fyrir ailnokkru og hafa þeir ekki komið til viðræðna fyrr en nú. VERÐ á gærum og ull hefur enn ekki verið ákveðið. en sexmanna- nefndin frestaði þeirri verð- ákvörðun fram í miðjan þennan mánuð. Iðnaðardeild Samhands- ins hyrjaði hins vegar að vinna nýjar gærur fyrir um hálfum mánuði og sagði Hjörtur Eiríks- son. framkvæmdastjóri, i gær, að þessi staða væri mjög erfið og óþægileg því ekki væri hægt að gera sölusamninga. þar sem hrá- efnisverð væri forsenda þeirra og einnig áætlana í rekstri. Hjörtur sagði, að fyrir hendi væru nákvæmar upplýsingar um verð á ull og gærum á heimsmark- aðnum og hefði orðið um verulega verðlækkun á hráefninu að ræða, sem eðlilega hefði mikil áhrif til iækkunar á unnum ullar- og skinnavörum. Sagði hann, að m.a. væri beðið með verðákvörðunina til að sjá hver þróunin yrði á hoimsmarkaðnum. „A brezka markaðnum, sem er sá langstærsti í Evrópu, eru gær- urnar boðnar á 50% lægra verði en áður, í Svíþjóð og Noregi nemur verðlækkunin 25 —30%. Ullin hef- ur ekki lækkað alveg eins mikið, en þó yfirleitt alls staðar um 20%, þannig að hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni, sem bætist við aðra rekstrarerfiðleika," sagði Hjörtur Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.