Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1980 39 við og búferlaflutningar frá heimabyggð stóðu fyrir dyrum, var staðreyndum tekið með hóf- samri ró og unnið — að hætti farfuglanna — að nýrri hreiður- gerð, þar sem unað var í notalegri íbúð, að Álfhólsvegi 82 í Kópavogi, meðan kraftar entust. Og þrátt fyrir háan aldur voru þau Áðal- steinn og Ingileif stöðugt að stækka, í víðri merkingu þess orðs. Ég mun geyma þakklátar minn- ingar um þau Brautarholtshjón, og þá lífsfyllingu, sem ég naut oft í návist þeirra. Um leið og Dalamenn þakka Aðalsteini gengin spor, og hand- tök mörg, sendi ég persónulega börnum hans, fjölskyldum þeirra og frændkeðju allri, mínar hug- heilustu samúðarkveðjur. Ólafur Jóhannesson, frá Svínhóli. Hvaða dyggðir munum við sem nú stöndum í blóma lífsins eftir- láta okkar eftirkomendum? Mér segir svo hugur að þær verði ekki þær sömu og dugðu til dáða aldamótakynslóðinni íslensku, þeirri sem nú hverfur óðum af sjónarsviðinu. Nægjusemi? Ég efa satt að segja að hún verði ofarlega í hugum manna. Hófsemi? Ætli það. Ábyrgðartilfinning? Ef til vill. Réttlætiskennd? Vonandi. Alla þessa kosti hafði afi okkar, Aðalsteinn Baldvinsson frá Braut- arholti í ríkum mæli, og fleiri til sem urðu kunnir þeim mörgu sem hann átti samskipti við sem bóndi, kaupmaður, sveitastjórnarmaður og þjóðmálaspekúlant. I þeim var hann studdur dyggilega af ömmu okkar, Ingileif Björnsdóttur, sem bætti sínum eigin dyggðum á vogarskálina. En afi hafði fleira til að bera sem hann ekki flíkaði: Áhuga á íslenskum fræðum og góðum skáldskap, virðingu fyrir náttúrunni og samúð með lítil- magnanum. Hafi eitthvað af þessu tekið sér bólfestu í barnabörnum hans þá verða eftirkomendur þeirra ekki á flæðiskeri staddir. I þeirri von kveðjum við afa okkar, sem horfð- ist í augu við dauðann af stakri rósemi. Og í henni er einnig lærdómur falinn. Aðalsteinn Ingólfsson. Mörg erindi á ráð- stefnu um vistfræði Ráðsteína um vistfræði- rannsóknir var haldin í Norræna húsinu 18. septem- ber sl. Líffræðifélag íslands og Norræna vistfræðiráðið stóðu að ráðstefnunni. en tilgangur hennar var að kynna íslenzkar vistfræði- rannsóknir og efla samstarf hérlendra vísindamanna í vistfræðirannsóknum. Ráðstefnunni var skipt í fjóra hluta. í fyrsta hluta voru haldin fjögur erindi um rannsóknir á Mývatni. I er- indi Arna Einarssonar kom fram, að annað vatn hafi verið á sama stað og Mývatn er nú, svipað að stærð, áður en Mývatn myndaðist. Arn- þór Garðarsson fjallaði um rannsóknir á andastofninum við Mývatn og sýndi fram á bein tengsl milli fæðuskilyrða um varptímann og afkomu andarunga. Þá ræddi Pétur M. Jónasson um heildarlífríki Mývatns, og Jón Kristjánsson talaði um rannsóknir Veiði- málastofnunar á bleikjustofni Mývatns. í öðrum hluta ráðstefnunn- ar sagði Gísli Már Gíslason af vistfræði bitmýs í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, Sig- urður Snorrason flutti erindi um stöðu „vatnabobba" og mikilvægi hans í fæðuvef botnsins í Þingvallavatni, og Hákon Aðalsteinsson talaði um rannsóknir sínar á „vist- fræði og kjörsvæðum vatna- krabba". í þriðja hluta ráðstefnunn- ar var fjallað um vistfræði sjávar. Þórunn Þórðardóttir ræddi um vistfræðilegar rannsóknir á plöntusvifi við íslandsstrendur, Ólafur Karvel Pálsson fjallaði um rannsóknir á fæðu fimm fisk- tegunda við ísland og Agnar Ingólfsson talaði um rann- sóknir á kynblöndun hvítmáfs og silfurmáfs. í fjórða og síðasta hluta ráðstefnunnar voru flutt er- indi um gróðurrannsóknir á landi. Sturla Friðriksson ræddi um vistfræðilegar rannsóknir í Surtsey, Ágúst H. Bjarnason um athuganir á flóru og gróðri á sögulegum hraunum við Heklu, Eyþór Einarsson sagði af „landnámi plantna og framrás gróðurs á nýjum jökulskerjum í Breiða- merkurjökli", Hörður Krist- insson greindi frá ástandi gróðurs á óbeittum svæðum á hálendinu, og loks fjallaði Ingvi Þorsteinsson „um það tap á landgæðum, sem orðið hefur á íslandi og felst í gróðri og jarðvegi“. Per Brinck, formaður Nor- ræna vistfræðiráðsins, sleit ráðstefnunni, og kvað hann „ráðstefnuna hafa sýnt það og sannað að vistfræðirannsókn- stæðu með talsverðum ír blóma hér, þrátt fyrir mann- fæð og erfiðar aðstæður að ýmsu leyti“. (Úr fréttatilkynningu). Skrúfur á báta og skip Allar stærölr Irá 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Efni: GSOMS—57—F—45 Eöa: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikningu. \ Söyoteugiyr (Sco> Vesturgotu 1 6, Sími14680. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF tiiifrffe i Koupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Trésmíðavélar fyrir heimili, skóla og smærri verkstæöi. Margar geröir. Ásta Sigfúsdótt- ir - Kveðjuorð 3. september 1980 á Akranesi. Ljúðaljóð: 2.2 Eins ox lilja meðal þyrna. svo er vina min meðal meyjanna. Ég ligg nú hér á sjúkrahúsinu og horfi yfir á hús vinkonu minnar. Nú er þar enginn, sem syngur við blómin, eða hugsar: Hvað get ég nú gefið Reyni (bróðursonur) mínum að borða í dag. Já, ég átti svo margar gleðistundir með Ástu Sigfúsdótt- ur, vinkonu minni. Hún sem svo oft var kölluð, Ásta í mjólkurbúðinni. Þótt hún væri kennari að mennt, hagaði hún því þannig, vegna heilsuleysis og annars, að það hentaði henni betur að vera forstöðukona við mjólkurbúðina á Kirkjubraut, þar til henni var lokað. Frá þeim tíma var hún heimahúsmóðir, sem naut þess að gleyma ekki gestrisninni, og eignaðist hún því marga vini víða um heim. Og það fór fyrir henni eins og glöðú gjöfurunum, að hana skorti aldrei neitt. Henni var frekar að skapi að gefa en þiggja. Ég hef þegar vottað ást- LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 vinum hennar samúð mína. Hefði ég gjarnan viljað fylgja henni síðustu sporin. En fyrir mér og í huga mínum lifir hún nú þar sem er eilíf sælá. Solla. Y ._ EMCOSUPER sambyggð trésmíðavél f EMCO REX B20 afréttari og þykktarhefill EMCO BS 2 bandsög EMCOSTAR sambyggð trésmíðavél Eigum einnig úrval af tré og rennibekkjum. / ’mriai Sfymióótrn Lf. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Biöjiö um myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.