Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 232. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Um þessar mundir leika birta og haf sigilda hausttónlist með samspili sínu í leik ljóss og skugga á kvikum sæ, eins og sést á myndinni sem Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók yfir Gufunesbryggjunni í kjöltu Faxaflóa. Vopnahlé kemur tfl greina af hálfu - sagði Rajai i ræðu í Öryggisráðinu New York. London. 18. okt. — AP. MOHAMMED Ali Rajai forsætisráðherra írans þvertók fyrir það að hann mundi í ferð sinni til Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann flutti ræðu varðandi átök írana og íraka i gærkvöldi, hitta bandaríska ráðamenn vegna gíslanna 52 sem verið hafa í haldi í íran í næstum ár. í ræðu sinni hjá Sþ veittist Rajai harðlega að Bandaríkjamönnum og Rússum, og sakaði þá um að hafa att írökum út í árásir á íran, m.a. í þeirri von að fá gíslana lausa úr haldi. Rajai sakaði Bandaríkjamenn m.a. um að nota Awacs-flugvélar sínar til að njósna um heri írana fyrir íraka. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráð- inu, Donald McHenry, vísaði ásökunum Rajai til föðurhúsanna. Rajai sagði í ræðu sinni að vopnahlé í átökum írana og íraka kæmi ekki til greina af hálfu Irana. A hinn bóginn hvatti hann ríki Múhameðstrúarmanna til að sýna Irönum stuðning, því ella myndi írökum takast, með stuðn- ingi og fyrir tilverkan Banda- ríkjamanna og Sovétmanna, að leggja islamskt vígi í rúst. Sagði Rajai að það væri von valdhafa bæði í Hvíta húsinu og Kremlin að stjórn Khomeinis yrði koll- varpað. Aður en Rajai hélt ræðu sína hjá Sþ, sem hlaut ekki mikla hylli viðstaddra, átti hann fund með Waldheim framkvæmdastjóra Sþ, og að loknum þeim fundi kallaði Waldheim McHenry full- trúa Bandaríkjanna í Öryggis- ekki írana ráðinu til fundar við sig, en ekkert hefur verið látið uppi um hvað þeim fór á milli. Fregnum af stríðsátökum ír- aka og Irana bar enn ekki saman í dag fremur en að undanförnu. Irakar segjast hafa náð olíuborg- inni Abadan á sitt vald og að íbúar borgarinnar hafi gengið þeim á hönd, og í tilkynningu útvarpsins í Bagdad var Carter Bandaríkjaforseti sakaður um að hafa veitt írönum liðsinni 1 átök- unum að undanförnu. íranir lýstu hins vegar yfir því, að þeir hefðu hrakið sveitir íraka burt frá bæði Abadan og Khorramshahr. Báðir aðilar segjast enn sem fyrr hafa valdið miklu afhroði í röðum hins. Fjórði hver far- þegi flughræddur Amsterdam. 18. okt. — AP. FLUGVÉLIN sígur í áttina að brautarenda, þar sem hún býr sig til flugtaks. Flug- freyjan hvetur farþega þýðri röddu til að spenna beltin og muna að reykingar séú ekki lengur leyfðar; allt lít- ur fagurlega út, en í reynd situr fjórði hver farþegi með kreppta þvala lófa og hjartslátt af skelfingu. Þetta er niðurstaða nýlega gerðrar könnunar á sex hundruð farþegum, sem lögðu upp í flug frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam, að því er segir í fregnum þaðan. „Allir eru að tala um flughræðslu en eigin- lega hefur enginn vitað nákvæmlega hversu al- varlegt málið væri, svo að við ákváðum að reyna að komast að því hvernig fólk liti á þetta,“ sagði einn af starfsmönnum flug- vallarins sem fram- kvæmdi könnunina. Auk þess voru þúsund hollenzkar fjölskyldur víðs vegar um landið spurðar um hvaða til- finningar þær hefðu fyrir flugi. I ljós kom að konur eru flughræddari en karlar, en að slík hræðsla nær til allra aldurshópa. Fram kom, að flestir flughræddir gera sér grein fyrir því að möguleikar á að illa fari eru tiltölulega miklu minni en væru þeir að ferðast á jörðu niðri, t.d. í bíl. Hins vegar er ljóst af könn- un þessari, að flug- hræðsla er svo tilfinn- ingalegs eðlis að hún verður ekki kveðin niður nema í undan- tekningartilvikum, þó svo að hinn hræddi viti öll skynsamleg rök gegn henni. Víkingar í myntfölsun York. Eniclandi. 18. okt. — AP. MYNT sem fannst við uppgröft á bólstað víkinga og var talin vera þúsund ára gamall ara- bískur silfurpeningur, hefur reynzt vera falsaður þúsund ára gamall koparpeningur vík- inga! Víkingar munu hafa lagt sig töluvert eftir að falsa þessa gerð peninga, oft með góðum árangri á sinni tíð. Carter að síga á New York. 18. okt. — AP. CARTER Bandaríkjaforseti heldur áfram að síga á Ronald Reagan, ef marka má skoðana- kannanir og nú virðist sem fylgi Reagans hafi m.a. rýrnað í Ohio, ríki sem er honum mikilvægt, að því er ABC- fréttastofan sagði í morgun. Þar kom fram að Reagan hefur forystu í 26 ríkjum með 212 kjörmenn, Carter í 14 ríkjum með 144 kjörmenn, og hefur Reagan tapað 22 kjörmönnum á einni viku, en Carter bætt við sig altént átta. í tólf ríkjum með 168 kjörmenn eru fram- bjóðendur taldir jafnir. í síðustu könnun ABC kemur einnig í ljós að Reagan leiðir ekki lengur í Ohio og einnig hefur Carter unnið á í Maine og Massachussetts. Reagan hefur hins vegar bætt við sig í Delaware. Staða Carters í suðrinu er ótrygg sem fyrr. John Anderson, óháður frambjóðandi hefur ekkert unnið á en hins vegar virðist sem hann skaði Carter einna mest í norðaustur-ríkjunum og iðnríkjunum í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Kosið í Astralíu Canberra. Ástraliu 18. okt. — AP. KOSNINGAR voru í Ástralíu í dag, laugardag, og í Ijómandi vorveðri flykktust kjósendur á kjörstaði. I Ástraliu er skylda að kjósa og má sekta þá sem ekki neyta kosningaréttar síns. Níu milljón manns eru á kjör- skrá og kjósa 125 menn í fulltrúadeildina og 34 í öld- ungadeildina. Malcolm Fraser, forsætisráðherra, var sigurviss við lok kosningabaráttunnar, en hins vegar hafa síðustu skoðanakannanir sýnt að fylgi Verkamannaflokksins undir forystu Bill Haydens hefur aukizt verulega. Verkamannaflokkurinn þarf að auka fylgi sitt um 6,1 prósent til að hrinda meiri- hluta Frjálslynda flokksins og samstarfsflokka hans. í kosn- ingunum 1977 vann Frjálslyndi flokkurinn stórsigur og hafði á síðasta kjörtímabili 86 sæti í fulltrúadeildinni á móti 38 þingsætum sem Verkamanna- flokkurinn hafði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.