Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 35

Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 35 til þess að sérstakri deild innan lögreglunnar hafi tekist að afla sér upplýsinga „innan frá“ um flest það sem fram fer innan samtakanna. Upplýsingar sem þessari deild hefur tekist að afla sér kunna að koma að góðum notum fyrir rann- sóknarlögreglu annarra Evrópu- ríkja, því að eins og milliríkja- samningar kveða á um, verður tölva í Wiesbaden í Þýskalandi mötuð á öllum þeim upplýsingum. Tölvan geymir upplýsingar um alla helstu hryðjuverkamenn og hryðjuverkasamtök í Evrópu. Skerðing mann- réttinda ÖIl hryðjuverkastarfsemi hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér og má þar til dæmis nefna skerðingu á persónufrelsi, sem yfirvöld verða að grípa til í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum. Einnig stuðlar hryðju- verkastarfsemi að myndun varn- arsamtaka þess fólks sem finnst sér ógnað af skæruliðahópum. Gyðingar fara nú í smiðju til þrautþjálfaðra skæruliðasveita Israelshers og fá þar aðstoð við þjálfun lífvarða og fleira. Gyð- ingar hafa hótað að láta hart áttu fyrir „slælegan árangur í baráttunni gegn nýnasistum“. Hreinsa til í lögregíunni Fyrir frönsku ríkisstjórnina ríð- ur nú mest á að hreinsa til í lögreglunni og flæma þá nasista á brott sem sagðir eru hafa hreiðrað þar um sig. Jósé Deltorn, formað- ur stéttarfélags lögreglumanna sagði á ráðstefnu lögreglumanna í Evrópu, sem haldin-yar í Brighton í þessum mánuði að „innanríkis- ráðherra Frakklands hefði undir höndum nákvæma skrá um lög- reglumenn sem eru félagar í samtökum nasista. Þessir lög- reglumenn urðu ekki nasistar eftir að þeir gengu í lögregluna heldur hefur virkum félögum í hreyfingu nýnasista verið leyft að ganga í lögregluna. Samvinnan milli frönsku lög- reglunnar og Gestapo var talsverð á stríðsárunum og fengu Þjóðverj- ar frönsku lögreglunni t.d. það verkefni að handtaka alla gyðinga sem þeir gátu náð í. Vanmáttur Bonnets í viðureigninni við nas- ista nú, kemur vel í ljós þegar skoðaður er árangurinn af lög- banninu, sem sett var á FNEA- samtökin. Félagarnir í þeim sam- Frá mótmælagöngunni eftir sprenginguna í París. 150.000 Parísarbúar lýstu yfir stuðningi viö gyðinga. Lýðræðið sterkasta vopnið af „Heil Hitler" - „H“ er 8. stafurinn í stafrófinu), „League of St. George" og „Racial Preserva- tion Society". Þessar hreyfingar eru taldar vera í sambandi við Ku Klux Klan og önnur fasistasamtök í Bandaríkjunum. Samhæfðar aðgerðir? í Bretlandi hefur verið litið á þessi nasistasamtök með vorkunn- araugum frekar en alvöru og talið að hér væru á ferðinni aðeins „saklausir smádrykkjumenn með stórveldagrillur". En vegna upp- gangs hliðstæðra samtaka í Evr- ópu er nú haft strangt eftirlit með þessum hópum. Víðtæk samskipti nasistasamtakanna sín á milli eru að koma fram í dagsljósið og fundir fara fram milli nasista- samtaka hinna ýmsu landa að heita má fyrir opnum tjöldum. Einn slíkur var haldinn í Belgíu og tökum breyttu aðeins um nafn á félaginu og skrifstofa samtakanna var áfram á sama stað. FNEA-samtökin voru bönnuð þegar líkamsárásir, sprengingar og skotárásir nýnaista voru orðn- ar 122 talsins á tímabilinu janúar til september á þessu ári. Helm- ingur þessara tilræða átti sér stað i París. Athygli frönsku lögreglunnar beindist að FNEA-samtökunum í framhaldi af rannsókn Bologna- sprengingarinnar, en þar kom í ljós að 25 ára gamall franskur rannsóknarlögreglumaður, Paul Durand, var félagi í samtökunum og hafði ferðast oft til Ítalíu. Svo kaldhæðnislega háttaði málum að Durand var einmitt einn þeirra sem valdir voru til að vernda æðsta rabbí Frakklands, dr. Jakob Kaplan. Stuðningsmenn „National Front“ í Nuremberg, 1979: Ungur nýnasisti hlustar á haturs kröfugöngu. boöskapinn. tóku gestgjafarnir, „Nasistasam- tök Flæmingja", þar á móti full- trúum nasista frá öllum helstu samtökum þeirra í álfunni. Farn- ar voru skrúðgöngur, söngvar nas- ista sungnir og nasistafánar hafð- ir á lofti. Fulltrúar breskra nas- ista á fundinum voru úr hreyfing- unum National Front, British Movement, League of St. George og British Viking Youth. Líkt og fundir Hoffmans virðast þessar samkomur tiltölulega sakleysis- lagt niður nóg af mörkum til þess að koma í veg fyrir uppgang nasismans? Á Ítalíu og í Þýska- landi virðist augljóst að stjórnvöld hafi einskorað sig við upprætingu hryðjuverkasamtaka á vinstri væng. Á Spáni líðst öfgasinnuðum hægrimönnum viss uppfvöðslus- emi — sérstaklega þegar þeir leggja sig fram við að koma félögum úr Baskahreyfingunni ETÁ fyrir kattarnef. í Bretlandi virðist margt benda mæta hörðu og engin ástæða er til að draga styrkleika þeirra í efa. Skyndileg endurvakning nýnas- isma hefur einnig afleiðingar á stjórnmálasviðinu. Vinstrisinnar hrósa happi yfir upprisu þessa gamla draugs sem þeir hafa barist gegn lengi og gjörþekkja. Vinstri- flokkarnir í Frakklandi hafa not- að sprenginguna í París til þess að klekkja á hægri stjórn landsins og stjórn Giscards verður eflaust gagnrýnd í komandi kosningabar- Nú er beðið með eftirvæntingu viðbragða Bonnet innanríkisráð- herra og gert ráð fyrir að hann neyðist til að segja upp fjölda lögreglumanna. Ríkisstjórnir allra Vestur-Evrópuríkja verða nú að takast á við þann vanda að hamla gegn frekari uppgangi nýnasista, án þess að stofna í hættu þeim grundvallarmannréttindum sem vestrænt lýðræðisskipulag byggir á. „Sterkasta vopnið er lýðræðið," segir Jacob Gewirtz, formaður samtaka breskra gyðinga. „Upp- gangur nasista verður aðeins stöðvaður með því að refsa þeim einstaklingum, sem hryðjuverkin fremja, og með því að upplýsa almenning um sjúkleika þeirrar hugmyndafræði, sem nasisminn byggir á.“ Ur Now!, L'Express og Time. legar á yfirborðinu, en í skjóli þeirra eru haldnir fundir af alvar- legra tagi. Einn slíkur fundur var einmitt haldinn í Brugge í Belgíu og í skjóli þess sem Frakkar kalla „misskilda fortíðarrómantík" er talið að nasistar hafi skipulagt hryðjuverkaherferð um alla Evr- ópu. Líklegt er að þeir sem að hryðjuverkunum standa, tilheyri hinum smærri samtökum nasista, sem eru óánægð með þær dræmu undirtektir sem „virðulegri" nas- istaflokkar (svo sem National Front) hafa fengið í kosningum. Ekki er þó átt við að „stóru" nasistaflokkarnir beri ekki sinn hluta af ábyrgð á ódæðisverkum smærri samtaka því að til þeirra eru sóttar þær hugmyndir sem blómstra undir verndarvæng og leiða óhjákvæmilega til hryðju- verka. Hafa yfirvöld í Vestur-EvrÓDU Samtök Karls Hoffmann við „her»fingar“ fyrir utan Nur- emberg. Nefnd kannar staðaval fyrir meiri háttar iðnrekstur - umsjón Jóhannes Tómas- son og Sighvatur Blöndahl NÝLEGA hefur iðnaðarráðuneyt- ið skipað nefnd til að kanna. hvar helst komi til álita að staðsetja meiriháttar iðnað í tengslum við nýtingu á orku- og hráefnalind- um landsins. Er nefndinni ætlað að beita sér fyrir athugunum á slíkum stöðum og taka tillit til líklegra áhrifa. sem slík fyrir- tæki hefðu á atvinnulega og efnahagslega þróun, samfélag. náttúru og umhverfi. Er nefnd- inni falið að greina i hverju slík áhrif séu helst fólgin og bera saman viðkomandi staði með hliðsjón af þvi. Varðandi áfangaskiptingu á störfum nefndarinnar og um æski- leg samráð við gerö þessarar könnunar er vísað til greinargerð- ar frá Samstarfsnefnd iðnaðar- ráðuneytis og Náttúruverndar- ráðs. Haga á könnun þessari þannig, að hún geti nýst við ákvarðanir um hugsanlega iðnað- arkosti og orkuver, sem eru til umræðu. Nefndinni er ætlað að samræma störf þeirra stofnana sem málið varðar og tryggja að staðarval fyrir meiriháttar iðnrékstur sé sem best undirbúið. Jafnframt verði unnið að þessum málum í eðlilegu samráði við sveitarfélög og samtök þeirra. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti til ráðuneytisins í áföng- um. í nefndinni eru: Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, for- maður, skipaður af iðnaðarráð- herra. Aðrir í nefndinni sam- kvæmt tilnefningu: Haukur Tóm- asson, jarðfræðingur, frá Orku- stofnun; Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri, frá heilbrigðisráðu- neyti; Sigurður Guðmundsson, skipulagsfr., frá byggðad. Fram- kvæmdastofnunar; Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur, frá Náttúruverndarráði. Þar eð hér er um umfangsmikið starf að ræða er gert ráð fyrir að nefndin ráði sér verkefnisstjóra. Ritari nefndarinnar verður Bragi Guðbrandsson, félagsfræðingur. (Frá iAnaAarráAuneytinu). Fyrsta bókin um kvikmyndir á ís- lensku komin út IÐUNN hefur gefið út bók sem nefnist Kvikmyndin og er eftir danskan kennara og kvikmynda- fræðing, Chris Brögger. Einar Már Guðvarðarson þýddi og stað- færði. Bók þessi sem á frummáli nefnist „Filrn", kom fyrst út 1966 og hefur siðan verið notuð i kvik- myndakennslu í dönskum grunn- og framhaldsskólum. Kvikmyndin er fyrsta rit sinnar tegundar á íslensku. Segir svo í kynningu forlagsins: „Bókin er ætluð áhugamönnum um kvik- myndagerð, nemum í kvikmynda- kennslu í efri bekkjum grunnskóla, í fjölbrautarskólum og öðrum framhaldsskólum. Bókin veitir m.a. upplýsingar um hlutverk kvik- myndar, sögu hennar, starfssvið kvikmyndastjóra, kyikmyndadóma og áhrif kvikmynda ... í bókinni er auk þess greining fjögurra kvik- mynda sem hafa sögulegt gildi, og eru tvær þeirra íslenskar." Hér er um að ræða greiningar sem þýð- andi bókarinnar hefur gert á myndunum „Bónda“ eftir Þorstein Jónsson og „Lilju“ sem gerð var undir stjórn Hrafns Gunnlaugs- sonar. Bókin skiptist í ellefu kafla. Þar er m.a. að finna lög um Kvik- myndasafn íslands og Kvikmynda- sjóð; ennfremur skrá um helstu fræðirit og aðgengilegar handbæk- ur um þessi efni. I bókinni eru margar myndir, m.a. ljósmyndir úr kvikmyndum þeim sem teknar eru til greiningar. — Kvikmyndin er 96 blaðsíður, auk myndasíðna. Oddi prentaði. (Fréttatilkynninií).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.