Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 37 var leiðtogi kínverska flokksins og vinstriöfgaflokksbrots hans 1932. Nú, mér var fyrst steypt 1932 fyrir tilstilli Wang Mlng. Hann sakaði mig um að æsa hóp Mao Tse-tung gegn sér og kollvarpaði mér. Ég varð að bíða í þrjú ár áður en ég var endurreistur árið 1935, á dögum Göngunnar miklu, á Zunyi-ráðstefnu flokksins. Reynd- ar biðu vinstriöfgamenn og tæki- færissinnar Wang Ming ósigur í Zunyi. Mao tók aftur við foryst- unni og ég var aftur skipaður í stöðu aðalritara. Ég féll í annað sinn í byrjun menningarbyltingarinnar, þegar ég var ennþá aðalritari og fulltrúi í fastanefnd miðstjórnarinnar og þar að auki varaforsætisráðherra. Nú, að þessu sinni reyndi Mao formaður einnig að halda verndar- hendi yfir mér. Honum tókst það þó ekki, því að Lin Piao og Fjórmenningaklíkan hötuðu mig of mikið. Ekki eins mikið og þau hötuðu Liu Shaochi, en nógu mikið til þess, að ég var sendur til Jiangxi-héraðs til að stunda erfið- isvinnu. Og þegar Mao formaður kallaði mig aftur til Peking 1973 - Mao eða Chou En-lai? Mao formaður. Sumir halda, að Chou En-laiforsætisráðherra hafi kallað mig til baka, en það var Mao formaður. Chou En-lai var alvarlega veikur um þetta leyti og þar sem stjórnin var háð honum í nær öllu, kallaði Mao formaður mig aftur og skipaði mig aftur í ríkisstjórnina sem varaforsætis- ráðherra. Hann sagði, að mistök mín væru aðeins 30%, kostir mínir 70% og hann endurreisti mig með 30/70. Þó var hann líka orðinn alvarlega veikur þá og gat ekki hitt nokkurn úr stjórnmála- ráðinu. Hann hitti aðeins menn, sem voru handgengnir honum, það er að segja fólkið úr Fjórmenn- ingaklíkunni. Þriðja fallið varð í apríl 1976, þremur mánuðum eftir dauða Chou En-lais og fimm mánuðum fyrir dauða Maos formanns. Síðan var Fjórmenningaklíkan handtek- in í október og menn skyldu ekki furða sig á þriðju endurreisn minni. Þrisvar sinnum! Herra Deng, hver er skýringin á þeim leyndar- dómi að deyja þrisvar og rísa þrisvar frá dauðum? Engin! (Hann hlær dátt). Stund- um héldu þeir, að ég gæti aftur komið að gagni og þeir fjarlægðu mig úr gröfinni. Það er allt og sumt. En varstu ekki hræddur um, að þú yrðir drepinn í þessum hreins- unum? Auðvitað. Allan tímann, sem menningarbyltingin stóð, vildu Lin Piao og Fjórmenningaklíkan myrða mig. Þau gerðu það ekki, því að Mao formaður hélt verndar- hendi yfir mér. Meira að segja þegar ég var sendur til Jiangxi- héraðs til að stunda likamlega vinnu, lét Mao formaður einhvern fylgjast með öryggi mínu. Erlendir vinir mínir spyrja mig oft, hvernig ég gat lifað allar þessar raunir og þjáningar, og venjulega svara ég: „Því að ég er sú manngerð, sem missir ekki auðveldlega kjarkinn. Ég er bjartsýnismaður og ég veit hvern- ig stjórnmál eru.“ Én þetta er ekki hið raunverulega svar, hið full- komna svar er á þá leið, að mér tókst að halda lífi, af því að innst inni hafði ég alltaf trú á Mao formanni. Og ég hafði trú á honum, því að ég vissi að hann þekkti mig. Ég hef alltaf heyrt, að hann hafi ekki þolað þig, að hann hafi alltaf verið að setja út á þig: „Hann er heyrnarlaus, en hann situr langt frá mér, eins langt frá mér og hann getur.“ „Hann kemur fram við mig eins og ég sé dauður, hann spyr mig aldrei ráða.“ „Hann vill ekki vita hvað mér finnst, hann gerir það sem honum sýnist." Það er satt, þótt hann segði þetta ekki aðeins um mig. Hann kvartaði alltaf yfir öllum. Hann kvartaði yfir því, að þeir hlustuðu ekki á hann, að þeir ráðfærðu sig ekki við hann, að þeir veittu honum ekki upplýsingar. En þetta var ekki satt að því er hina varðaði og það var ekki satt hvað mig varðaði. Og ég gerði þetta af því mér líkaði ekki landsföðurleg framkoma hans. Hann kom fram eins og landsfaðir. Hann vildi aldrei kynnast hugmyndum ann- arra, þótt þeir kynnu að hafa á réttu að standa. Hann vildi aldrei kynnast hugmyndum ólíkum sín- um eigin. Framkoma hans var eiginlega óheilbrigð í anda léns- tímans. Mér virðist saga Chiang Ching einnig bera keim af tímum léns- skipulagsins. Er ein af ástæðunum til þess, að enginn þorði að setja sig upp á móti Chiang Ching sú, að hún var kona Maos? Hm ... já, það var ein af ástæðunum. Blindaði hún Mao svo mjög, réð hún svona yfir honum? Sjáðu til, þegar ég segi að Mao formanni hafi orðið á mistök, hugsa ég einnig um mistökin sem heita Chiang Ching. Hún er mjög, mjög vond kona. Hún er svo vond, að það er sama hvað þú segir vont um hana, það er ekki nógu vont, og ef þú biður mig að dæma hana á stigum, eins og við gerum hér í Kína, þá er það ekki hægt ... Chiang Ching er þúsund sinnum þúsund fyrir neðan núll. Samt lét Mao formaður hana ræna völdunum, mynda klíku sína, nota nafn hans fyrir baráttumerki fyrir eiginhagsmuni sína, nota ungt, fáfrótt fólk til að byggja á pólitísk völd sín ... jafnvel seinna, þegar þau höfðu slitið samvistum, já, þau gerðu það. Vissirðu ekki, að Mao formaður og Chiang Ching voru aðskilin árum saman? Jafn- vel eftir þennan skilnað skarst ekki réttmætt að gera að því skóna, að þetta muni leiða til þess að eignir einkaaðila muni aukast að vissu marki — að myndast muni vísir að einhverjum kapital- isma í smáum stíl? Vijð skulum byrja á því að benda á, að þegar til lengdar lætur verða undirstöður þjóðarbyggingar okkar óbreyttar, þær verða þær sömu og Mao formaður boðaði. Þótt við þiggjum alþjóðlega aðstoð munum við treysta á okkur sjálfa. Það er að segja, hversu mjög sem við opnum landið fyrir Vestur- löndum, hversu mjög sem við munum nota erlent fjármagn og hvert svo sem hlutfall einkafjár- festingar verður, þá verður þetta aðeins lítill hundraðshluti efna- hags Kínverja. Þetta mun alls engin áhrif hafa á sósíalíska almannaeign atvinnutækjanna. Jafnvel sú staðreynd, að útlend- ingar kunna að reisa verksmiðjur í Kína, mun aðeins gegna aukahlut- verki. Auðvitað munu einhver úrkynj- uð kapitalistaáhrif ryðja sér til rúms í Kína. Við gerum okkur grein fyrir því, en ég held að það sé ekki svo hræðilegt, og við óttumst það ekki ... Víetnam er ein mesta martröð vorra tima, herra Deng. Við grét- um öll fyrir Víetnam, við börð- umst öll gegn stríðinu í Víetnam. En nú spyr fólk sig: Skjátlaðist okkur? Nei, nei! Okkur skjátlaðist ekki. Við Kínverjar höfum aldrei harm- að að hafa staðið við hlið Víet- nama. Það var rétt að hjálpa þeim og það munum við aftur gera í hvert sinn sem land berst gegn Deng Xiao-ping og Mao formaður (1966). hann ekki í leikinn til að stöðva hana og koma í veg fyrir að hún notaði nafn hans. Og til að handtaka hana, til að handtaka hina þrjá, var nauðsyn- legt að bíða dauða Maos. Við skulum ræða ráðstafanir þínar til að opna landið fyrir vestrænum kapitalistaríkjum, ég á við þá opnun á efnahagssviðinu, sem þú þarft að koma til leiðar til að gera stefnuáætlanir þínar fjór- ar um nútímavæðingu að veru- leika. Þar sem þetta mun laða erlent fjármagn til Kína, er þá erlendri innrás. En nú hefur ástandið í Víetnam snúizt við ... Já, en það verður líka að álasa Kínverjum, herra Deng. Hvernig getið þið staðið við hlið Pol Pots? Nú, við horfumst beint í augu við raunveruleikann. Hver frelsaði Kambódíu? Hver hrakti burtu Bandaríjamenn og stjórn Lon Nols? Var það ekki kambódíski kommúnistaflokkurinn undir for- ystu Pol Pots? Sihanouk fursti hafði engin völd, hans eigin þjóð hafði steypt honum af stóli ... í Kambódíu ... var það Pol Pot Oriana Fallaci heilsar Dang Xi- ao-ping í Alþýðuhóllinni í Peking. Ekkja Maos. „... sefur vel... sem sé á lífi...“ sem sigraði án varla nokkurrar erlendrar aðstoðar. Víetnamar lögðu hald á mestalla aðstoð Kínverja, vissirðu það? ... Aðstoð okkar varð að fara um Víetnam og Víetnamar tóku hana. Hún barst aldrei til Kambódíu. Aldrei. En Pol Pot — Já, ég veit hvað þú ætlar að segja. Já það er satt, að Pol Pot og stjórn hans gerðu alvarleg mistök eftir valdatökuna ... Eftir á að hyggja finnst okkur kannski það hafa verið rangt hjá okkur að benda ekki Pol Pot á þessi mistök ... Staðreyndin er sú, að það hefur alltaf verið venja okkar að forðast athugasemdir um málefni ann- arra flokka og landa, því að við viljum ekki að menn fái þá hugmynd að Kínverjar þröngvi fram vilja sínum. Hvað sem því líður hljóðar spurningin, sem spyrja verður nú, á þessa leið: Hver berst gegn Víetnömum. Eina herliðið sem raunverulega berst er lið Pol Pots Ég trúi þessu ekki, herra Deng. Hvernig má það vera, að Kambód- íumenn fylgi manninum, sem framdi fjöldamorð á þeim og tortímdi þeim með ógnarstjórn? Þú talar um mistök, en þjóðar- morð eru ekki mistök. Og það er það, sem Pol Pot gerði: þjóðar- morð. Hann útrýmdi einni miiljón manna. Talan, sem þú nefnir, er alls ekki áreiðanieg. Ein milljón af fjórum eða fimm milljónum. Vit- leysa! Þú trúir því ekki, að kam- bódíska þjóðin fylgi Pol Pot, og ég trúi því ekki, að Pol Pot hafi myrt eina milljón. Hann drap marga, það er satt. Tiltölulega marga, satt er það. Hann móðgaði líka marga með því að flytja borgar- búa úr borgunum, mikið rétt. En ég segi aftur, hver berst gegn hverjum núna? Hver fær stuðning fjöldans, eins og ég staðhæfi, nú í dag? Hvaða liðsafli er það sem eflist með hverjum deginum sem líður? Ég get nú snúið mér að siþasta umræðuefninu: Þriðju heimsstyrj- öldinni. Eða öllu heldur því sem Kínverjar kalla „óumflýjanleika þriðju heimsstyrjaldarinnar". Stríðið er óumflýjanlegt af þvi, að risaveldin eru til. Óumflýjan- leiki styrjaldarinnar er ekki að- eins skoðun Kínverja. Margir eru sannfærðir um, að stríðið muni brjótast út á þessum áratug. Næstu tíu ár eru mjög, mjög hættuleg. Þau eru hræðileg. Við ættum aldrei að gleyma þessari staðreynd, þar sem því aðeins að við gleymum ekki þess- ari staðreynd getum við gripið til ráðstafana og mótað stefnu til þess að fresta því, að stríð brjótist út. En þegar ég segi ráðstafanir og stefna á ég ekki við mas um frið og slökun (détente). Síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk hefur fólk á Vesturlöndum sífellt talað um frið og détente og Sovétríkin líka. En hvar er friðurinn, hvar er slökunin? Með hverju árinu sem líður, ef ekki hverjum degi sem líður, fjölgar hættustöðunum, þeim þáttum sem munu leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar, og þetta fólk heldur áfram að masa um frið og détente. Herjir eru að þínu mati hættu- staðirnir, sem gætu hrundið af stað styrjöld? Brennidepillinn í stefnu Sovét- ríkjanna er Evrópa. Hann er enn Evrópa. Og þessi veruleiki mun ekki breytast. Svo að stríðið gæti brotizt út í Evrópu? Er þetta það sem þú átt við? Nei, ekki endilega í Evrópu. Með Evrópu á ég við það, að stríðið geti brotizt út út af henni. Því að álfan er öflug í efnahagslegu tilliti, hún hefur pólitískt vald, hún hefur herafla og allt þetta er nauðsyn- legt til að drottna yfir heiminum. Rússar geta ekki náð fram yfir- ráðum, jafnvel þótt þeir hertaki Kína, jafnvel þótt þeir hertaki aðra hluta heims. Til þess að fá því framgengt, verða þeir að hertaka Evrópu. En þegar ég staðhæfi, að brennidepillinn í stefnu Rússa sé Evrópa á ég einnig við Mið-Austurlönd og norðurströnd Afríku. Kínverjar segja alltaf, að þeir séu ekki hræddir við Sovétríkin, en hvernig haldið þið að þið getið keppt við hið volduga herkerfi Rússa? Deng um Mao MÉR líkaði ekki landsfoðurleg framkoma hans. Hann vildi aldrei kynnast hugmyndum ann- arra. þótt þeir kynnu að hafa á réttu að standa. Ilann vildi aldrei kynnast hugmyndum ólikum sin- um eigin. Framkoma hans var eiginlega óheilbrigð i anda léns- timans. Deng um Pol Pot ÉG TRÚI því ekki. að Pol Pot hafi myrt eina milljón. Ilann drap marga. það er satt. Tiltölu- lega marga. satt er það. Hann moðgaði líka marga með því að flytja borgarhúa úr borgunum. mikið rétt. En hver fær stuðning fjoldans? Heyrðu! (Hann hlær). Kína er fátækt land og herbúnaður okkar er mjög frumstæður, en við eigum okkur hefð. Við höfum að baki langa reynslu í því að sigra óvini búna fullkomnum vopnum. Yfir ráðasvæði okkar er víðáttumiku'i. * þjóð okkar hefur kynnzt því þ..i gæði, sem þarf til að heyja lánga styrjöld, að sigra hinn sterka með veikleika. Hver sá sem vill gera innrás í Kína verður að hafa þessa staðreynd í huga. Ég skil hvað þú átt við með hefð, herra Deng. Þú átt við, að benda með fingrinum og tauta ljúflega: „Komdu elskan, konulu inn! Láttu fara vel um þig ..“ Heyrðu! (Hla'r mjög hátt). Eg er leikmaður á öðrum sviðum, til dæmis í hagfræði. En ég veit dálítið um bardaga. (Sundsy Times)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.