Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 NÝLEGA voru fjögur ár liðin síöan Mao Tse-tung lézt, en þess var ekki minnzt í höfuöborg Kína þar sem alþýöuþingiö sat á fundi og ræddi endurskoöun á ríkisstjórninni. Sá maöur, sem aöallega stóö fyrir þessu, var Den Xiao-ping, sem er óumdeilanlegur leiötogi Kínverja þótt hann hafi sagt af sér sem fyrsti varaformaöur. Oriana Fallaci, kunn ítölsk blaöakona, ræddi viö Deng í Peking. Hér birtist útdráttur úr viötalinu. ORIANA FALLACI RÆÐIR VIÐ DENG XIAO-PING Oriana Fallaci í viötalinu viö Deng Xiaoping í Alþýöuhöllinni. Hjá þeim eru ritari og þjónustustúlka. Oriana Fallaci: Herra Den«, þú skrifaðir nýlega, að Kínverjar staeðu á krossgötum, sem líkja mætti við aðra byltingu. Raunar verða ferðamenn, sem koma til Peking um þessar mundir, áþreifanlega varir við breyting- una. Engir einkennisbúningar, engin rituð vígorð og myndir af Mao Tse-tung eru svo fágætar, að ég sá aðeins þrjár af honum. Fá þessar myndir af Mao að vera í friði eða ekki? Dcnn Xiao-ping: Já, þær verða áreiðanlega geymdar að eilífu. Sjáðu til, á liðnum árum voru myndir af Mao formanni sýndar svo óhóflega mikið opinberlega, að það jaðraði við vanvirðingu, svo að við fjarlægðum þær. En ... sjáðu nú til. Mao formanni urðu á mistök, satt er það. En hann var líka einn af stofnendum kínverska kommúnistaflokksins og Kín- verska alþýðulýðveldisins. Þegar við vegum og metum mistök hans jafnt sem kosti telj- um við að mistök hans skipti miklu minna máli. Skerfurinn, sem hann lagði af mörkum til kínversku byltingarinnar, verður ekki afmáður og minning hans verður kínversku þjóðinni ávallt kær. Nú í dag er Fjórmenningaklík- unni kennt um alla gallana. Það er að segja ekkju Maos, Chiang Ching, og félögum hennar þremur, sem stjórnuðu menningarbylting- unni. En er þetta í samræmi við sögulegan sannleika? Mér hefur verið sagt, að þegar talað sé um Fjórmenningaklíkuna, lyfti marg- ir Kínverjar annarri hendinni með alla fingur útglennta og svari reiðilega: „Já, já, fjórir." Mér finnst nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á eðli mistaka Maos formanns og glæpunum, sem I.in Piao og Fjórmenningaklíkan frömdu. Eg verð að minna þig á, að Mao helgaði mestalla ævi sína Kína og bjargaði flokknum og þjóðinni á mestu hættutímun- um ... Án hans hefðu að minnsta kosti Kínverjar orðið að þreifa miklu lengur fyrir sér í myrkrinu. Því miður urðu honum*á mistök á síðasta hluta ævinnar. Einkum mistökin í menningarbyltingunni. Og þess vegna dundi mikil ógæfa yfir flokkinn, landið, þjóðina ... Síðustu æviár sín komst Mao formaður í mótsógn við sjálfan sig og hinar góðu meginreglur, sem hann setti fram. Óheilbrigð hugs- un skaut upp kollinum, bæði í gerðum hans og vinnustíl. Óheil- brigðasta hugsunin voru vinstri- öfgahugmyndir hans. Nú má vera að sigurinn hafi dregið úr hyggni hans og vera má að hann hafi komizt úr snertingu við veruleikann. Því er nefnilega þannig farið, að vegna þess mikla skerfs, sem hann lagði til bylt- ingarinnar, naut hann geysilega mikils álits meðal kínversku þjóð- arinnar og hann hlaut geysilega mikið hrós — of mikið. Honum tókst því ekki að gera að veruleika þær ágætu meginreglur, sem hann predikaði árum saman, svo sem lýðræðislega miðstjórn. Þetta var einn af ágöllum hans, þótt aðrir byitingarmenn bæru einnig ábyrgðina, þar með talinn ég. Framkoma hans fór að verða landsföðurleg ... Hér komum við að mikilsverðu atriði, herra Deng. Eg get vel skilið að þið leiðtogar hins nýja Kína eigið við hræðilegan vanda að glíma: þann vanda að endur- móta goðsögnina um Maó án þess að tortíma henni ... Með öðrum orðum, þann vanda að skilgreina hvað það er úr fortíðinni, sem skuli varðveita og hverju skuli hafna. En hvernig ætlið þið að gera það án þess að endurskoða söguna og kveikja í bókasöfnun- um? Var ekki eiginkona Maos leiðtogi Klíkunnar? Valdi ekki Mao sjálfur Lin Piao eftirmann sinn, nákvæmlega eins og keisari útnefnir ríkisarfa? Viltu kalla þetta önnur „mistök“? Ég kalla það mistök að skipa þeim á bekk með öðrum mistök- um... Auðvitað er það arfur lénsfyrirkomulags að velja sjálfur eftirmann sinn. En við verðum einnig að taka til greina, að lýðræðisleg miðstjórn var ekki lengur til — að okkur mistókst að koma á fót kerfi til að koma í veg fyrir slíkt. Réttarhöldin gegn Lin Piao og Fjómenningaklíkunni — munu þau fara fram? Áreiðanlega. Við vinnum að undirbúningi þeirra og þau ættu að fara fram fyrir árslok. Ég spurði, af því að meira en þrjú ár eru liðin síðan þú boðaðir réttarhöldin. Við munum efna til þeirra, ég lofa þér því að við munum efna til þeirra. Allur þessi tími hefur verið nauðsynlegur til að undirbúa þau, glæpir þeirra eru svo ótal margir. Og nú förum við eftir sósíalískum lögum. Og fjórmenningarnir eru á lífi, er það ekki? Chiang Ching er á lífi? Hún borðar mjög mikið. Hún sefur — í fangelsi að sjálfsögðu. Hún er sem sé á lífi. Þau eru öll á lífi. Gott! Og þar sem þau eru á lífi munu þau tala. Þau munu segja margt um Mao. Hvað gerist, ef réttarhöldum þeirra lýkur með siðferðilegri fordæmingu á Mao? Ég meina með dómi gerólíkum þeim sem þú hefur þegar ákveðið? Ég lofa þér því, að minning Maos formanns verður alls ekki dregin niður í svaðið með réttar- höldunum gegn Fjórmenninga- klíkunni. Auðvitað munu þau leiða hluta ábyrgðar hans í Ijós, til dæmis að því leyti, að hann notaði Fjórmenningaklíkuna, en ekkert meira. Glæpirnir, sem þau frömdu, voru svo margir og svo augljósir, að við þurfum ekki að bendla Mao formann við þá til að sanna þá. Ég er steinhissa, herra Deng. Annars vegar ásakar þú hann, hins vegar verð þú hann. Þú verð hann meira að segja þegar þú ásakar hann. Þó var þér tvisvar sinnum steypt af stóli með sam- þykki Maos. Ekki tvisvar, heldur þrisvar (hann hlær). Já, ég dó þrisvar sinnum og reis upp þrisvar sinn- um frá dauðum. Kannastu við nafn Wang Ming, mannsins sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.