Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980
Ökumenn sviptir réttindum í
stórum stíl fyrir hraðakstur
Radarmælingar eru
mikilvirkasta aðferð
lögreglunnar til þcss
að halda umferðar-
hraðanum innan
settra marka.
ÞAÐ hefur færst geysilega í vöxt á þessu ári að
ökumenn séu sviptir ökuréttindum um stundarsakir
fyrir ofsaakstur á höfuðborgarsvæðinu og bendir það
til þess að menn freistist meira til þess en áður að
gefa duglega í eða kitla pinnann, eins og það kallast á
nútímamáli. Sviptingarnar skipta ekki tugum heldur
hundruðum það sem af er þessu ári, en ökumenn eru
undantekningalaust sviptir réttindunum um stundar-
sakir ef þeir eru teknir á 100 kílómetra hraða miðað
við klukkustund og þar yfir.
Morgunblaðið hafði sam- akstur væri á bilinu 20—22
band við Ingibjörgu Benedikts- þúsund krónur. Þegar ökumað-
dóttur fulltrúa við sakadóm
Reykjavíkur. Hún veitti blað-
inu þær upplýsingar að í flest-
um tilfellum væru ökumenn
sviptir réttindunum um eins
til þriggja mánaða skeið og
sektargreiðslur væru á bilinu
50—150 þúsund. Ýmis atriði
geta orðið til að þyngja refs-
inguna, t.d. er ekki sama hvort
maður ekur á 100 kílómetra
hraða á rauðu ljósi eða hvort
hann er tekinn á sama hraða á
beinum og breiðum vegi, svo
dæmi sé tekið. Eins hafa
ítrekuð brot áhrif til þyng-
ingar og eru dæmi til þess að
menn hafa verið sviptir rétt-
indum til aksturs bifreiða í
eitt ár fyrir hraðabrot.
Þá hafði Morgunblaðið
ennfremur samband við Sturlu
Þórðarson, fulltrúa lögreglu-
stjórans í Reykjavík og fékk
uppgefið hvaða sektir liggja
við umferðalagabrotum.
Sturla sagði að lang algeng-
asta sektin fyrir of hraðan
ur er tekinn á 71—80 km hraða
á götu, þar sem hámarkshraði
er 50 km, er sektin 22.500
krónur. Ef ökumaður er tekinn
á 81—90 km hraða er sektin
34.500 krónur og 40 þúsund
krónur yfir 90 km. Hér er
miðað við götur með 50 km
hámarkshraða en ef hámarks-
hraðinn hækkar, t.d. í 60 km,
er sektin 22.500 krónur ef
menn eru teknir á 81—90 km
hraða. Við 100 km mörkin er
dregin lína að sögn Sturlu og
ef menn eru teknir á þeim
hraða eða þar yfir eru þeir í
flestum tilfellum sviptir öku-
réttindum til bráðabirgða og
mál þeirra send sakadómi
Reykjavíkur. Að sögn Ingi-
bjargar Benediktsdóttur eru
það aðallega ungir menn, sem
virðast freistast til hraðaakst-
urs og teknir eru fyrir
ofsaakstur.
Aðspurður um sektir fyrir
önnur umferðarlagabrot
nefndi Sturla sem dæmi að
sekt fyrir að aka yfir á rauðu
ljósi væri 34.500 krónur og
fyrir brot á stöðvunarskyldu
22.500 krónur. Ef menn van-
rækja að fara með bifreið sína
í skoðun er sektin 13.500 krón-
ur og 11.000 króna sekt er við
því að trassa að tilkynna
eigendaskipti. Ef of margir
farþegar eru í bifreið er sektin
9 þúsund fyrir þann fyrsta
fram yfir og 11 þúsund fyrir
hvern farþega fram yfir það.
Ef lögreglan vill sjá ökuskír-
teini ökumanns og hann hefur
gleymt því heima er sektin
4.500 krónur og ef sannast að
menn hafa ekið á kyrrstæða
bifreið og vikið af vettvangi er
sektin 40 þúsund krónur. Ef
menn aka réttindalausir er
sektin 15 þúsund krónur en
6.500 fyrir pilta, sem aka
vélhjólum án réttinda. Loks er
að nefna það, að ef óhöpp í
umferðinni eru rakin til brota
á umferðarreglunum eru hinir
brotlegu sektaðir og er sektin
þá alltaf hærri en venjulega er
sektað fyrir sama brot.
Sektir fyrir umferðarlaga-
brot skipta þúsundum í
Reykjavík á árinu og sektar-
upphæðir skipta eflaust
hundruðum milljóna. Núgild-
andi sektarupphæðir voru
ákveðnar af rikissaksóknara
fyrir tæpu ári síðan og munu
vafalaust hækka innan
skamms.
Forsjáll ferðamaður
velur
ÚTSÝNARFERÐ
LONDON
ALLIR
FARSEÐLAR
Á LÆGSTA VEROI.
— heimsborgin, sem býður eitthvað við allra hæfi —
Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaöa —
knattspyrnuleikir — söfn — verzlanir og fjölbreytt
skemmtanalíf. Enn sem fyrr býöur Útsýn hagstæöustu
kjörin vegna margra ára viðskipta og hagkvæmra
samninga viö gististaöi í hjarta borgarinnar.
Starfsmaður Utsýnar Kristín Hauks-
dóttir tekur á móti farþegum á
flugvelli og verður til aðstoðar meö-
an á dvölinni stendur.
Vikufferðir
— brottför alla laugardaga.
Verö frá kr. 300.100.-
Helgarferöir
— brottför annan hvern fimmtudag.
Verö frá kr. 266.800.-
HVERT SEM
FERÐINNI ER HEITIÐ,
GETUR ÚTSÝN
SPARAÐ YOUR FÉ
OG FYRIRHÖFN.
Ódýr jólafargjöld
Kaupmannahöfn kr. 133.800.-
Glasgow kr. 99.700.-
London kr. 115.500.-
Luxemborg kr. 142.000.-
Oslo kr. 121.900.-
Stokkhólmur kr. 152.600.-
Farseðlar og ferðaþjónusta
Útsýn hefur á að
skipa færustu sér-
fræðingum í far-
seölaútgáfu og
skipulagningu
einstaklingsferða
hvert sem er í
heiminum. Með
hvaöa flugfélagi
viltu fljúga?
Útsýn útvegar þér
lægsta fáanlegt
fargjald á hvaða
flugleiö sem er á
áætlunarleiöum
allra helstu flugté-
laga heimsins. Þú
færð flugfarseöil-
inn hvergi ódýrari
en hjá Útsýn meö
hvaða flugfélagi
sem þú flýgur.
FLUGLEIDIR m
AerLíngus *
oi vwprc
/I
A3PO<PAOT UAMm AiFt L/rvrs
British © Lufthansa
airways German Airlmes
<&£> I'
AUSTWIAM A/Wí/MfS
swissair
tli'
KLM
Royai Outch Airlmee
^Thai
airportugal
jt/s
Helstu vörusýningar
í Evrópu 1980—’81
Birmingham:
Kaupmannahöfn:
Kaupmannahöfn:
Helsinki:
Kaupmannahöfn:
Kaupmannahöfn:
Frankfurt:
Dússeldorf:
liit. Motor & Commercial Motor Show
15—26okt.'80.
Int. Boat Show 8—16 nóv. '80.
Scandinavian Dental Fair 3—5 jan.
'81.
Finnish Fashion Fair 27—29 jan. ’81.
Building for Billions 21 feb.—1. mars
’81.
Scandinavian Fashion Week 12—15
inars '81.
Int. Sanitation, Heating & Air Con-
dition’g Exbn. 17—22 mars '81.
Int. Footwear Trade Fair 21—23 mars
81.
Austurstræti 17.
Símar 26611 og 20100'