Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 heilbrigðisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigöisþing ... Mikill aðstöðumunur sveitarfélaga við að reka heilsugæslustöðvar Mér hefur veriö falið að fjalla í stuttu máli um rekstur heilsu- gæslustöðva. Allt frá því að heilsugæslustöðvar tóku fyrst til starfa hér á landi hefur verið mikil umræða í gangi um rekstur þeirra, stjórnun og skipulag. Aðal- hvati að þeirri umræðu, sem leiddi af sér mótaðar hugmyndir um skipulag heilbrigðisþjónustu í landinu í byrjun 8. áratugsins var vafalaust hinn illræmdi lækna- skortur dreifbýlisins á árunum 1960—70. Hópstarf lækna í dreif- býli hófst með stofnun læknamið- stöðvar á Húsavík í lok 7 áratugs- ins, en sjálfur grundvöllurinn að nýskipan heilbrigðisþjónustunnar jafnt í dreifbýli sem þéttbýli var lagður með lögum um heilbrigðis- þjónustu nr. 56/1973 sem tók gildi 1. jan. 1974. Með lagasmíð þessari var mörgum lögum er snertu heilbrigðismál steypt saman í einn bálk svo sem læknaskipunarlög- um, sjúkrahúsalögum og heilsu- verndarlögum. Með lögum þessum var mótuð ný stefna hvað varðar allt lækningar- og heilsuverndar- starf, sem unnið er utan sjúkra- húss. Fram að gildistöku fram- angreindra laga voru lækningar og heilsuverndarstarf utan sjúkrahúsa nær undantekningalít- ið unnið af læknum, sem störfuðu einir og óstuddir við léleg skilyrði, án tækja og aðstoðarfólks. Af þessum rekstri hafði hið opinbera þ.e. ríki og sveitarfélög mjög óverulegan kostnað, þar sem mest allur rekstrarkostnaður var greiddur af læknunum sjálfum. Með breytingu úr gömlu héraðs- læknaskipuninni yfir í heilsu- gæslustöðvar kom í stað eins læknis sem sinnti allri heilbrigðis- þjónustu í héraði upp heilsugæslu- stöðvar með einum eða fleiri starfandi læknum, hjúkrunar- fræðingum, ljósmæðrum, meina- Erindi Kristófers Þorleifssonar læknis í Ólafsvík tæknum, riturum og fleira starfs- liði. Enginn efast um það í dag, að þessi nýskipan hefur leitt af sér betri og vandaðri heilbrigðisþjón- ustu í landinu og vel flestum löngu orðið ljóst að góð og vel rekin heilsugæslustöð er einn af horn- steinum velferðar í landinu. I lögunum um heilbrigðisþjón- ustu sem í dag gilda og eru nr. 57/1978 er kveðið svo á um að stofnkostnaður heilsugæslustöðva skuli greiddur 85% af ríki, en 15% af viðkomandi sveitarfélögum og hið sama gildir um sjúkrahús sveitarfélaganna. Allur reksturs- kotnaður heilsugæslustöðvanna skal hinsvegar greiddur af sveit- arfélögunum að undanskildum launum fastráðinna lækna, tann- lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Viðhalds- og endur- nýjunarkostnaður fasteigna og tækja skal greiðast að jöfnu af hvorum aðila ríkis og sveitarfélög- um. Þannig skulu laun annarra starfsmanna svo sem þeir er vinna við símavörslu, ritara og fleiri greidd af sveitarfélögum einum. Á hinn bóginn er rekstur sjúkrahús- anna að ríkisspítulum undanskild- um fjármagnaður af daggjöldum sem greiðast af sjúkrasamlögun- um, en þau eru eins og kunnugt að mestu fjármögnuð af ríkisvaldinu eða um 84% en 15% af sveitarfé- lögum. I lögunum er ekkert frekar kveðið á um hvernig hátta skuli rekstri heilsugæslustöðva nema hvað í grein 20.2 stendur að ráðherra setji í gjaldskrá greiðslu sjúkrasamlags fyrir rannsóknir og meðferð veitt á heilsugæslustöð aðra en læknishjálp. Með nýjum lögum og stofnun heilsugæslu- stöðvanna kom nýr kostnaður á sveitarfélögin og kom fljótt í ljós að þar sitja ekki öll sveitarfélög við sama borð. Ljóst er að mikill aðstöðumunur ríkir á milli þeirra sveitarfélaga er reka sjálfstæðar heilsugæslustöðvar án starfs- Starfshópur sem er að vinna að stefnumótun um heilbrigðismál og vinna úr tillögum á heilbrigð- isþingi hlýðir á erindi á þinginu ásamt heilbrigðismálaráðherra Svavari Gestssyni. tengsla við sjúkrahús og þeirra sem reka stöðvar í starfstengslum við sjúkrahús. Dýrir rekstrarliðir svo sem rannsóknarstofa, skipti- stofa og röntgen, verða þau sveit- arfélög er reka sjálfstæðar heilsu- gæslustöðvar að greiða rekstur af beint úr sveitarsjóði án nokkurs framlags frá ríki eða sjúkrasam- lagi, en þar sem stöðvar eru reknar í starfstengslun við sjúkra- hús tilheyra fyrrnefndir þættir rekstri sjúkrahússins, sem rekin eru af daggjöldum og fá greidd fyrir alla ambulantþjónustu frá sjúkrasamlögum. Fyrir þessa þjónustu eins og áður greinir fá heilsugæslustöðvar, sem starfa án starfstengsla við sjúkrahús, ekk- ert greitt og sveitarfélög verða að greiða allan kostnað sem af þessu hlýst án nokkurs mótframlags frá sjúkrasamlagi eða ríki. Haustið 1978 var af þáverandi heilbrigð- ismálaráðherra boðuð gjaldskrá fyrir heilsugæslustöðvar, sem taka átti gildi 1. jan. 1979, sem átti að jafna þennan aðstöðumun, en sú gjaldskrá hefur enn ekki litið dagsins ljós. Nefnd var sett á laggirnar til að semja umrædda gjaldskrá, en hún skilaði aldrei áliti og er sennilega sofnuð svefn- inum langa. Engar tölur liggja fyrir svo ég viti um þann kostnað, sem sveit- arfélögin í landinu hafa af rekstri heilsugæslunnar í heild, en full- víst má telja að sá kostnaður er aðeins brot af þeim kostnaði sem samféiagið hefur af rekstri heil- brigðisstofnanna í landinu. Vitað er að allur kostnaður heilsugæsl- unnar þar með talinn ennfremur sá hluti er ríkissjóður greiðir í fórmi fastra launa til lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra er aðeins lítið brot af kostnaði vegna heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Ég tel nauðsynlegt, að staðið verði þannig að rekstri heilsugæslunnar að kostnaður verði sem jafnastur á sveitarfélög- in í landinu og jafnaður verði út sá munur sem ríkir í dag á milli þeirra heilsugæslustöðva, sem reknar eru í starfstengslum við sjúkrahús og þeirra sem reknar eru sjálfstæðar og án tengsla við sjúkrahús. Sjálfsagt er erfitt að jafna þessum kostnaði við núver- Kristófer Þorleifsson læknir andi skipulag og kannski eina leiðin sú, að ríkisvaldið eða sjúkrasamlögin yfirtaki rekstur heilsugæslunnar eins og rekstur sjúkrahúsanna. Ég tel núverandi fyrirkomulag óviðunandi. í reynd eru það 3 eða 4 aðilar, sem tengdir eru rekstri heilsugæslunnar í dag, sjúkrasamlögin, sveitarfélögin og ríkissjóður. Þetta fyrirkomulag þarf nauðsynlega að einfalda, en spurning á hvern hátt það er best. Ymsa möguleika má þó hugsa sér, svo sem að heilsugæslustöðvarnar verði reknar á sama hátt og ríkisspítalarnir, það er á fjárlög- um, verði rekin á einhverskonar daggjöldum, alfarið af sveitarfé- lögum, sem þá fengju tekjustofn- á móti eða hugsanlega af læknum stöðvarinnar. Ég hef enga patent lausn á þessu máli, en tel það sem ég hef hér nefnt allgóða punkta til að ganga út frá í starfshóp hér á þinginu. Skiptar skoðanir hafa verið um það hvort reisa beri heilsugæslu- stöðvar yfirleitt í tengslum við sjúkrahús. Ég er þeirrar skoðunar að að því beri að stefna allsstaðar utan stærsta þéttbýlis svo sem Reykjavíkur og ef til vill Akureyr- ar. Ég tel tvímælalaust að báðir aðilar, sjúkrahús og heilsugæslu- stöð, hafi hag af því, ef þessar stofnanir eru í starfslegum tengsl- um út um landsbyggðina. Utan áðurnefndra tveggja staða eru flest sjúkrahúsin lítil og hafa því hag af heilsugæslustöð engu síður en heilsugæslustöðin hefur hag af sjúkrahúsinu. Með slíkum starfs- tengslum verður samnýting starfsfólks bæði lækna og hjúkr- unarliðs möguleg eða sú hefur reyndin verið víðast út um land þar sem slíku fyrirkomulagi hefur verið komið á fót. Flest hinna smærri sjúkrahúsa hafa aðeins einn fastan lækni, en þar sem heilsugæslustöðvar eru í tengslum eru læknar heilsugæslustöðvar- innar yfirleitt í hlutastöðum við sjúkrahúsin og á móti tekur sjúkrahúslæknirinn þátt í störfum heilsugæslunnar. Þetta leiðir ör- ugglega til betri þjónustu, bættrar nýtingar og sparnaðar. Á hinn bóginn er ég ekki viss um það, að æskilegt sé að byggja heilsugæslu- stöðvar og reka í starfstengslum við hin stærri sjúkrahús á Reykja- víkursvæðinu. Þau sjúkrahús eru öll stór og yfir þeim er stofnana- bragur, en ég tel að forðast beri slíkt á heilsugæslustöðvum, þar sem persónuleg tengsl sjúklings við lækna og annað starfslið ér grundvöllur heilsugæslunnar. Að lokum, ég vænti þess, að starfshópum á þessu þingi takist að marka ákveðna stefnu varðandi rekstur heilsugæslustöðva svo takast megi að jafn þann aðstöðu- mun sem ríkir í dag, svo takast megi að búa heilsugæsluna sem best úr garði til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Takk fyrir. r #- ODYRAR URVALSFERÐIR Ödýr 1 Fœreyjaferð1 6.-9. nóvember Nú er tækifærið til að heimsækja frændur vora Færeyinga. Við bjóðum ódýra helgarferð til Þórshafnar í Fær- eyjum, dagana 6.—9. nóvember næst- komandi. Flogið verður til Vaagar (Færeyjaflug- völlur) á fimmtudagsmorgni. Heimflug verðurá hádegi sunnudag. Fararstjóri verður með í förinni og mun hann skipu- leggja tvær skoðunarferðir, til Kirkju- bæjar (2 tímar) kr. 6.000 og til Saksun (5 tímar) kr. 11.500. Hægt er að velja um gistingu á Hótel Hafnia, í tveggja manna herbergjum með eða án baðs, eða á einkaheimilum. Morgunverður er innifalinn. Verð frá kr. 135.000. Innifalið í verði er flug, flutningar til og frá flugvelli, gisting eins og að ofan greinir og farárstjórn. Brottfararskattur kr. 650 er ekki inni- falinn. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.