Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 33 hennar. Þegar ég nú sest við að skrifa þessi fáu kveðjuorð vill hugurinn þjóta frá einni minningu til annarrar. Ég gríp í þá fyrstu frá 1928. Tvíburasysturnar Dag- mar og Laufey höfðu verið fermd- ar í Víkurkirkju um vorið og í því tilefni fengið að ferðast með móður sinni til Vestmannaeyja, til að hitta vini og vandamenn. Við Ágústa höfðum kynnst áður og nú átti ég von á þeim mæðgum í heimsókn. Mér varð tíðlitið út um gluggann og hlakkaði til komu gestanna, því Ágústa var greind og skemmtileg og gædd dulrænum hæfileikum, sem fróðlegt var að kynnast. Jú þarna kom hún upp veginn með dætur sínar sín til hvorrar handar. Eftir að við höfðum heilsast úti á tröppunum kynnti hún fyrir mér dætur sínar. Þetta er Dagmar og þessi er Laufey. Mér varð starsýnt á þess- ar fallegu systur. Þykkar hárflétt- urnar féllu þungar niður á bak skríddar litríkum silkiböndum. Klæðnaður allur var eins. Ég undraðist, að móðir þeirra gæti þekkt þær að, svo líkar voru þær að öllu útliti. Ekki tókst mér í þetta sinn að komast að því hver var hvor. En þessi heimsókn var upphaf þeirrar vináttu og tryggð- ar, sem ég hefi notið frá þessum systrum til þessa dags. Síðar átti Dagmar heimili í Vestmannaeyj- um og bjó þar með fyrri eigin- manni sínum Tómasi Snorrasyni, eignuðust þau soninn Helga Tóm- asson ballettdansara, sem fyrir löngu hefur hlotið heimsfrægð fyrir list sína. Býr hann í Banda- ríkjunum með konu sinni og tveim sonum. Á þeim árum sem Dagmar bjó í Vestmannaeyjum, vorum við nágrannar, bjuggum hvor á móti annarri við sömu götu og höfðum dagleg samskipti, hlaupið var með gítara á milli húsa, stilltir stengir og spilað og sungið af hjartans list. Þau hjónin Dagmar og Tómas slitu samvistum og flutti hún til Reykjavíkur með soninn Helga og bjó hjá systur sinni Laufeyju og Hermanni Guðjónssyni manni hennar. Þar kynntist hún eigin- manni sínum Hauki Guðjónssyni trésmíðameistara, er hann bróðir Hermanns, þeir bræður eru frá Ási í Holtum. Sambúð þeirra hjónanna hefur verið farsæl, heimilið mótast af smekkvísi þeirra beggja og sonurinn Guðjón hefur hlotið að vöggugjöf hæfi- leika foreldra sinna og hefur lokið námi í Myndlistarskólanum og lýkur námi við Háskóla íslands í sagnfræði á vori komanda. Dagmar vinkona mín var gæfu- manneskja — og taldi sig vera það — hún elskaði fjölskyldu sína og systkinahópurinn var samstilltur um velferð hvers annars. og hjálp- semin ríkti og gagnkvæm samúð. I veikindum hennar síðustu mánuði, var hún umvafin um- hyggju og ást eiginmanns, sona og elskulegrar systur, og annarra vandamanna. Aldrei deyr þótt allt um þrotni endurminning þess sem var. II.R. húsbyggjendur vlurínn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplastj hl Borgarngti | ikni 93 7170 k»ökl 09 hcla«nlml M 7355 Blaöburöarfólk óskast Austurbær Sóleyjargata Miöbær Laufásvegur frá 2—57 Þingholtsstræti Hringið ísíma 35408 Ásprestakall Prestkosning í dag sunnudag 19. okt. kl. 10—23. Kjörstaöur er í Langholtsskóla. GERUM KOSNINGU SR. ÁRNA BERGS SIGURBJÖRNSSONAR LÖGMÆTA Studningsmenn. EIMSKIP Lyftarar Tilboö óskast í notaöa diesel- og rafmagnslyftara, sem veröa til sýnis í porti Eimskipafélagsins viö Faxaskála, þriöjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. október 1980. Tilboö leggist inn fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 23. október 1980. Áskilinn er réttur til aö taka eöa hafna hvaöa tilboði sem er. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Kristjáni Þorsteinssyni yfirverk- stjóra tækjadeildar í síma 27100. Eimskip artjus Vfetrarfrí íÖrvalssól FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900 Það eykst með hverju ári að fólk tekur fremur orlof sitt aó vetri en sumri. Fyrir þá bjóðum við vel skipu- lagöar 3ja vikna ferðir til viðurkenndra orlofsstaöa í Úrvalssól. Kanaríeyjar Fjöldi íslendinga hefur dvalið á PLAYA Del INGLISH ströndinni undanfarna vetur og notið þar Úrvalssólar. hvíldar og skemmtunar. Sérstakur barnaafsláttur Úrvalsgististaðir á Playa del Inglish. Smáhýsi: El Caserio. San Valentin Park. íbúðir Broncemar, Los Salmones i Las Palmas: Studioíbúðir á Sagasta Playa. Ath: Öll verö eru háð gengi ís) krónunnar og geta því breyst Félagahópar geta fengið afslátt í sumum ofangreindra ferða. Komið og ráðfærið ykkur við sérþjálfaö starfslið okkar um Úrvalsferðir Jólaferð Páskaferð Verð frá kr. 595.000 gkr. 4.950 nýkr. 5.450 nýkr 5 450 nýkr. 5.450 nýkr. 5.950 nýkr. 4 950 nýkr.. Brottför 19. desember 9. janúar 30. janúar 20. febrúar 13. mars 3 april 24 apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.