Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Stefnuræða forsætisráðherra: Eðlilegt að stef na að um 400 þús. lesta þorsk- afla á næsta ári - ákvörðun um næstu virkjun tekin á næsta ári EÐLILEGT virðist að steína að svipaðri þorskveiði árið 1981 ok i ár. eða um 400 þúsund lestum, seifir í stefnuræðu forsætisráð- herra, Gunnars Thoroddsens, sem hann hyxgst flytja á Alþinjci 23. október nk. I stefnuræðunni segir einnig, að þess sé vænzt að unnt verði að taka ákvörðun um næstu virkjun á næsta ári, en samkvæmt stjórnarsáttmál- anum er að því stefnt, að næsta virkjun verði utan eldvirkra svæða. Síðan segir: „Stjórnarsáttmáli gerir ráð fyrir framkvæmdaáætlun í orkumálum til næstu 5—10 ára og að mörkuð verði samræmd orku- stefna til langs tíma. Er undirbún- ingur hafinn um þau efni.“ I kaflanum um landbúnaðarmál segir m.a. að útvegað verði fé til að mæta hluta af þeim halla, sem varð af útflutningi búvara á síðasta verðlagsári, svo sem gert hafi verið vegna ársins á undan, eftir að ríkisstjórnin tók við. Síðan segir: „A þessu Alþingi mun landbúnaðarráð- herra leggja fram af hálfu ríkis- stjórnarinnar tillögu um stefnu í landbúnaöarmálum og munu vænt- anlega fylgja henni lagafrumvörp, er miða að breytingum á landbúnað- arlöggjöfinni, m.a. í þá átt að ákvarðanir um verölagningu á bú- vörum verði teknar með beinni aðild fulltrúa ríkisins.“ í kaflanum um iðnað segir m.a., að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika séu horfur á, að iðnaðarframleiðsla vaxi í heild um nálægt 4% á þessu ári. „Gætir þar aukningar kísil- járnsframleiðslu, en framleiðsla á öðrum iðnaðarvörum hefur einnig vaxið verulega á árinu.“ Síðan er þess getið, að ríkisstjórnin vinni að stefnumörkun um iðnþróun til lengri tíma og að þingsályktunartil- laga um iðnaðarstefnu verði lögð fram á þessu þingi. Á Mexico-kynningu og skemmti- kvöldi, sem Ferðaskrifstofan Útsýn hélt á Hótel Sögu hinn 3. þ.m. var dreginn út ferðavinningur að verð- mæti 1 milljón króna. Vinningur þessi var verðlaun í getraun, sem Útsýn efndi til á Kaupstefnunni Heimilið ’80 í Laugardaishöll nú í haust. Þátttakendur áttu að svara 7 spurningum um starfsemi Útsýnar á liðnum aldarfjórðung, en Útsýn heldur upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári, og var vinningurinn farseðill í sjálfa afmælisferðina, sem mjög verður til vandað: 16 daga ferð til Mexico-borgar og Acapulco, baðs'aðarins fræga við Kyrrahaf, dagana 8.-23. nóvember nk. Til viðbótar greiðir Útsýn ferðagjald- eyri, og er heildarverðmæti vinn- ingsins 1 milljón króna. Um 12 þúsund lausnir bárust, flestar réttar. Þegar dregið var úr lausnunum á Hótel Sögu, kom upp nafn G>iðrúnar Ólafsdóttir, mat- vælafræðings, Túngötu 35, Reykja- vík. Hún var að vonum harla glöð og hýr á svipinn, þegar hún tók við vinningnum úr hendi Ingólfs Guð- brandssonar, forstjóra, í skrifstofu Útsýnar sl. fimmtudag. Útsýn þakkar öllum, sem þátt tóku í keppninni. (FróttatilkynninK) f N/ESTU viku verður opnuð akreln I Sætúni, sem lokið er við að malbika og verður á henni einstefna fyrir umferð, sem kemur austan að og ætlar i miðborg Reykjavikur og ætlar ekki upp á Skúlatorg eða um Snorrabraut. Verður þá viðstöðu- laus umferð úr Sætúni inn á Skúla- Kötu. Ingi Ú. Magnússon, verkfræðingur og gatnamálastjóri Reykjavíkurborg- ar sagði, að þegar umferð hefðist um þessa nýju akrein, myndi nyrðri akrein Skúlagötunnar, sem liggur í vestur verða lokað frá Skúlatorgi, þannig að hún verði ávallt hrein fyrir umferð úr Sætúninu. Þessar fram- kvæmdir eru liður í gerð mikillar umferðarbrautar, sem liggja á yfir hafnarsvæðið og um nýju tollstöðvar- bygginguna, en jteirri framkvæmd hefur verið frestað. Þá er fyrirhugað að bensínstöðin á Klöpp verði flutt, en Ingi kvað þann flutning þó ekki vera á næstu grösum. Ræða um reynsluna af nýjum lögum um tekju- og eignaskatt VERZLUNARRÁÐ íslands efnir til almenns félagsfundar á morgun. þar sem til umræðu verður reynzlan aí nýjum lögum um tekju- og eignaskatt. Fundurinn verður hald- inn að Hótel Sögu og hefst klukkan 16.15. Á fundinum verða ræddar hug- myndir Verzlunarráðsins til breyt- inga á lögunum, en þær voru kynntar þingmönnum á sl. þingi. Ekki gafst þá tími til að ræða þær á þingi vegna tímaskorts við afgreiðslu breytinga á lögunum. Hjalti Geir Kristjánsson, formað- ur Verzlunarráðs mun setja fundinn, en síðan munu endurskoðendurnir Eyjólfur K. Sigurjón9son og Stefán Svavarsson fjalla um reynzlu af lögunum. Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðsins, mun kynna tillögur ráðsins að breyt- ingum, en síðan verða almennar umræður. Borgarspítali og Landspítali: Læknaráðin vilja sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna Með sameiginlegri ráðningu lækna Milljón krónu ferða- vinningur afhentur í LOK heilbrigðisþings fyrir helgi skiluðu 10 starfshópar niðurstöðum og komu þar fram margvíslegar ábendingar um framtíðarskipan heilbrigðismála. fjármögnun, stjórnun og tilhög- un, sem síðar verður unnið úr. af þar til skipaðri nefnd. Kom fram, að í starfshópi um stjórnun sjúkrahúsa hafði verið lagt fram bréf frá stjórnum lækn- aráða Borgarspítala og Landspít- ala, þar sem sögir, að þau séu sammála um að beita sér fyrir samstarfi um þróun og skipulags- hagræðingu, sem stefni að samein- ingu þessara spítala í svæðissjúkra- hús. Þótti bréfið tíðindum sæta og var málið rætt. Segir í bréfinu, sem er undirritað af Grétari Ólafssyni fyrir hönd Landspítala og Ásmundi Brekkan fyrir hönd Borgarspítala: „Við teljum að slík skipulags- breyting geti í flestu komist í framkvæmd án laga- eða reglugerð- arbreytinga. Ennfremur teljum við, að slík starfræn samvinna sé óháð eignaraðild eða rekstrarformi, og vonumst því til þess, að Landa- kotsspítali geti tekið sinn veiga- mikla þátt í þessari samvinnu." Segir í bréfinu að forsendur fyrir eðlilegu og hagkvæmu starfi sé forræði og ábyrgð læknaráðanna á gæðum og þróun læknisþjónustu spítalanna og samráði þeirra við yfirvöld um fjámála- og skipulags- ákvarðanir. Markmiði sínu hyggj- ast læknaráðin m.a. ná með sameig- inlegri ráðningu sérfræðinga og aðstoðarlækna og þar með nánu samstarfi um skipulagningu sér- fræðilegrar læknisþjónustu, kennslu og framhaldsmenntun lækna svo og annars starfsliðs. Með sívirku eftirliti og endurskoðun á þjónustu, sérgreinaskipan, mann- afla, húsnæðis- og tækjaþörf, með því að sett verði á stofn sameiginleg þróunar- og mannvirkjagerðarst- ofnun í samvinnu við sérhæft ráðgjafarfyrirtæki um sjúkrahús- byggingar og rekstur og með við- leitni til að styrkja vísinda-, rann- sókna- og kennslustörf spítalanna og auðvelduð sé samvinna við aðra þætti heilbrigðisþjónustu. Á læknaþinginu urðu umræður um fleiri þætti stjórnunar. Athugasemd f rá fjármálaráðherra íslenska óperan hleypur af stokkunum: Opnir möguleikar fyrir alla söngvara og söngunnendur í IIAUST verða í Háskólabió tónleikar I framhaldi af formlegri stofnun Styrktarfélags íslenzku óperunnar og þar er stefnt að því að sem flestir íslenskra söngvara komi fram. Fyrir skömmu var gengið formlega frá stofnun óperunnar og styrktarfélags hennar með skipulagsskrá, en þar opnast möguleikar fyrir alla söngvara og aðra áhugamenn um söng að gerast félagar. íslenzka óperan er stofnuð að frumkvæði Styrktarfélags íslenzku óperunnar. Haustið 1978 var stofnaður ara og þar var skýrt frá stofnun félagsskapur sem kallaði sig íslenzku óperuna. Markmið þess félagsskapar frá upphafi var að sýna óperur óg óperettur og byggja upp atvinnugrundvöll fyrir íslenzka söngvara. Var óperan Pagliacci flutt í fram: haldi af því í marz 1979. í framhaldi af formlegum stofn- fundi í byrjun þessa mánaðar þar sem Pagliacci-hópurinn og ýmsir sem sýndu þeirri fram- kvæmd áhuga, komu saman, var haldinn fundur í deild óperu- söngvara í Félagi íslenzkra leik- þessa félagsskapar. Að sögn Garðars Cortes, for- manns stjórnar íslenzku óper- unnar, var kynnt þar sú hug- mynd stjórnarinnar að halda framhaldsfund í formi tónleika í haust í Háskólabíói þar sem söngvarar og tónleikagestir geti gerst stofnfélagar. í samtali Mbl. við Garðar og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, sem sæti á í stjórn óperunnar kom fram að á næstunni er stefnt að því að safna styrktar- félögum til þess að gera Óper- unni kleyft að starfa og verður leitað til ríkisvalds, borgar, fé- laga og einstaklinga í þeim efnum. Þá er gert ráð fyrir því að þeir sem láta skrá sig styrkt- arfélaga fyrir áramót verði stofnfélagar íslenzku óperunnar. Að sögn Garðars verður beðið með frekari framtíðaráætlanir þar til eftir framhaldsfundinn og tónleikana þegar félagið verð- ur væntanlega orðið stærra og styrkara. I stjórn Islenzku óperunnar eiga sæti: Garðar Cortes for- maður, Þorsteinn Gylfason rit- ari, Þorsteinn Júlíusson gjald- keri, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ásbrún Davíðsdóttir. f vara- stjórn eru Elín Sigurvinsdóttir, Halldór Vilhelmsson og Gunnar Guttormsson. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Fjár- málaráðherra: Staksteinahofundur Morgun- blaðsins heldur þvi fram í dag. að ég hafi nefnt rangar tölur í sjónvarps- þætti sl. þriðjudag, þegar rætt var um erlend lán rikisins samkvæmt fjárlagafrumvörpum 1980 og 1981. Þetta er á misskilningi byKKt. Ég benti á, að erlend lán hefðu numið 19 milljörðum kr. í fyrsta fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1980, en við endanlega afgreiðslu þessa máls með lánsfjáráætlun 1980 hefði sambærileg tala numið rúmum 11 milljörðum kr. Þetta er hvort tveggja rétt og verður ekki véfengt, sbr. bls. 1 í frumvarpinu og bls. 23 í Fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980. í öðru fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1980 var þessi tala 14,6 milljarðar kr. og í þriðja frumvarpinu 17,7 millj- arðar kr. eins og Matthías Matthie- sen benti réttilega á. Tölurnar sem nefndar voru, voru því allar réttar, og rétt sú ályktun sem af því var dregin, að tala þessi tæki gjarnan mikíum breytingum frá fyrstu gerð við nánari meðferð frumvarpsins og lánsfjáráætlunar. Ég vænti þess að blaðið vilji virða það sem rétt er og komi þessari athugasemd á framfæri. Virðingarfyllst, Ragnar Arnalds. aths. ritstj.: Þessi athugasemd er ómerkilegur útúrsnúningur hjá fjármálaráðherra. í sjónvarpsþættinum var einungis talað um þau tvö fjárlagafrumvörp, sem Ragnar Arnalds hefur lagt fram. Til orðaskipta kom milli fjármála- ráðherra og Matthíasar Á. Mathie- sen um áformaðar erlendar lántökur í frumvarpi ráðherrans í vetur og nú. Það var staðfest í þættinum, að Matthías Á. Mathiesen hafði á réttu að standa. Það veldur furðu, að fj ármálaráðherra skuli grípa til ómerkilegra útúrsnúninga af þessu tilefni. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI: „Illt er að eiga þræl að einkavin44 „ÞAÐ er illt að eiga þræl fyrir einkavin." sagði Þorsteinn Pálsson, íramkvamdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands i samtali við Morgunblaðið i gær, „ef þessar fréttir eru réttar, er þetta enn ein sönnunin fyrir því, að Alþýðusam- bandið hefur aldrei ætlað sér að semja. Þeir hafa ætlað að ná sinu fram i gegnum löggjof og þeir eru aðeins að undirbyggja hana með viðræðum við ríkið og SÍS, sem er mjög óverulegur hluti af vinnu- markaðinum og hvorugur aðilinn hefur umboð til þess að semja fyrir vinnumarkaðinn I heild.“ SÍS lýsti því með mjög sterkum orðum í sumar,“ sagði Þorsteinn, „af það teldi fráleitt, að semja á grund- velli kjarnasamningsins. Ef þeir ætla að hlaupa inn í þær viðræður núna eftir pöntun, þá sýnir það aðeins af þeir eru bara verkfæri í höndum stjórnmálaflokks, en ekki raunveru- legir viðsemjendur á vinnumarkaðin- um. Það er því mjög augljóst, að allt tal Alþýðusambandins um að þeir vilji semja í frjálsum samningum fær ekki staðizt, ef þessar fréttir eru réttar." ;—------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.