Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 34
Sprenjjingin fyrir fram- an bænahús gyðinjía j par. ís í síðustu viku hefur gert yfirvöldum og almenninj'i í Evrópu ljóst að nýnasist- ar, sem að undanförnu hafa látið að sér kveða með sprenKÍngum, hana- tilræðum o.fl. eru að verða meiriháttar ógnvaldur í Iöndum Vestur-Evrópu. AI- menningur hefur krafist þess að jjripið verði til róttækari aðj?erða til þess að kveða niður þessar hreyfingar. Nýnasisma hefur j;ætt í mismiklum mæli í flestum ríkjum Vestur-Evrópu og á síð- astliðnum þrem mánuðum hafa þrjú sprengjutilræði nýnasista orðið samtals 100 manns að bana. Strax eftir sprengjutil- ranlið í París voru farnar fjölmennar mótmælagöng- ur, tilræðismennirnir voru fordæmdir og lýst var yfir stuðningi við gyðinga. Franski innanríkisráð- herrann, Christían Bonn- et, hvatti þjóðina til að sýna stillingu, en forsætis- ráðherra ísraels, Menach- em Begin. varaði við upp- gangi nasismans og hvatti gyðinga hvarvetna í heim- inum til þess að verjast af alefli. í UPPGANGI í EVRÓPU í opna skjöldu Tilræðið kom frönskum valda- mönnum algerlega í opna skjöldu. Bonnet hafði látið þau orð falla um upphlaup nýnasista undan- farna mánuði, að ekki mætti gera of mikið úr brölti þessara hreyf- inga, en nú er öllum orðið ljóst hvers þeir eru megnugir. Frönsk- um yfirvöldum var þó fyrst veru- lega brugðið þegar ásakanir um að í frönsku lögreglunni væri fjöldi nýnasista urðu háværar. Formenn tveggja stéttarsamtaka iögreglu- manna hafa haldið því fram að einn fimmti félaga FNEA-nasista- .takanna, sem voru bönnuð í síðasta mánuðir- séu starfandi í frönskú lögreglunni. Sprengjutilræðin í Bologna á Ítalíu og í Munchen eru greinar af sama meiði. Því þótt nýnasista- hóparnir séu fámennir eru taldar talsverðar líkur til þess að tengsl séu milli hryðjuverkahópanna í hinum ýmsu löndum. Sumir telja að lokið sé undir- búningi samstilltrar hryðjuverka- starfsemi á Vesturlöndum, sem hafi að markmiði að grafa undan samfélaginu og ala á sundrung til þess að valda þannig ástandi að fámennir öfgahópar næðu undir- tökum í stjórn þjóðfélagsins. Þcss- um vanda verða lýðræðisþjóðfélög að ráða fram úr. Orsakirnar Uppgangur nýnasismans að undanförnu hefur verið útskýrður á ýmsa vegu. Erfiðleikar í efna- hagsmálum og aukið atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, hefur valdið öryggisleysi sem er góður jarðvegur fyrir öfgar í stjórnmál- um. Utlendir farandverkamenn hafa orðið fyrir barðinu á vaxandi ofbeldishneigð og gyðingum og lituðu fólki er kennt um allt sem miður fer. í nasistasamtökin leita gjarnan einstaklingar sem krefj- ast þess að tekið verði á vanda- málum þjóðfélagsins af hörku og líta með aðdáun til þriðja ríkis Hitlers, þar sem máttur hins sterka réði. Fyrirmyndarríki nas- ista nú á dögum eru að þeirra sögn Argentína undir stjórn Juan Per- ons, íran erkiklerkanna og Líbýa, þar sem Khadafy ræður lögum og lofum, en hann hefur reyndar verið grunaður um að styðja nýnasistasveitir á Vesturlöndum. Margir eru einnig þeirrar skoðun- ar að nýnasistasamtök séu aðeins samsafn vitfirringa, sem noti hug- myndafræði nasismans til þess að veita ofbeldishneigð sinni útrás. Uppruni í S-Afríku Nýnasistasamtökin eiga rætur sínar að rekja til hinna illræmdu AAA-samtaka bandalags argent- ínskra andkommúnista, sem voru áhrifamikil í Buenos Aires á árunum fyrir 1970. Þau voru aðallega skipuð lögreglumönnum, sem óku í frístundum sínum um götur Buenos Aires-borgar og limlestu og myrtu vinstrisinna. And-marxísk og and-gyðingleg „hugmyndafræði" þeirra barst síðan ásamt baráttuaðferðum til Spánar, þar sem hreyfingin fékk nafnið „Postullegt bandalag and- kommúnista". Þessi hryðjuverka- samtök urðu fljótlega, ásamt „Stríðsmönnum Krists konungs" og „Adolf Hitler-skæruliðasam- takanna“, jafnokar vinstrisinn- aðra öfgahópa í eyðingarmætti, og herjuðu reyndar mikið á skæru- liða vinstrisinna. Nasistahreyfingin breiddist síð- an út til Ítalíu þar sem hreyf- ingarnar „Ordina Nuovo“ og „Mussolini-hersveitirnar" börðust við Rauðu herdeildirnar. Stærsti hægrisinnaði skæruliðaflokkurinn á Italíu eru þó „Nuclei-byltingar- samtökin", sem fyrst lýstu yfir ábyrgð sinni á sprengingunni í Bologna, en dró síðan í land þegar hrikalegar afleiðingar hennar voru orðnar ljósar. Önnur samtök, sem kalla sig „Avangardia Naz- ionale", eru nú grunuð um að hafa komið þessari sprengju fyrir, en hún varð 84 mönnum að bana. í Þýskalandi hafa yfirvöld á liðnum árum einbeitt sér að því að uppræta Baader-Meinhof hreyf- inguna og hafa skipt sér lítið af samtökum nasista, sem hingað til hafa verið áiitin tiltölulega mein- laus. Ein slík samtök kalla sig „Hoffmann heríþróttaklúbbinn". Þau voru talin „sakleysisleg sam- tök karla, sem drukku bjór saman, fóru í stríðsleiki í skógum Þýska- lands og sungu gamla nasista- söngva". Sú afstaða breyttist þó skyndilega þegar í ljós kom að Gundolf Köhler, félagi í samtök- unum, varð sjálfum sér og tólf manns öðrum að bana, þegar hann kom fyrir sprengju á Bjórhátíð- inni í Munchen. I Bretlandi eru starfandi sam- tök öfgasinna sem kalla sig SS Wotan, en þau eru grunuð um að hafa staðið fyrir fjölda íkveikju- sprenginga fyrir framan skrifstof- ur vinstrisinna fyrir tveimur ár- um. Auk National Front-samtak- anna má einnig nefna Column 88, (sá félagsskapur dregur nafn sitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.