Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 í jGs “ , * i Vv Jk. * Jannik Bonnevie og Hege Tunaal. Sjónvarp kl. 21.15 á mánudag Hhistaðu á orð mín Á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 á mánudagskvöld er norskur söngleikur um stöðu konunnar, Hlustaðu á orð min. Höfundar og flytjendur eru Jannik Bonnevie og Hege Tunaal. Leikstjóri er Odd Geir Sæther. Þýðandi er Guðni Kolbeinsson. — Þarna eru á ferð tvær söngkonur sem syngja og flytja nokkur ljóð, sagði Guðni, — og rauði þráðurinn er staða konunnar allt frá Evu til okkar daga. Þær fjalla um hina forsmáðu stúlku og þreyttu eiginkonuna og þetta sem rauðsokkar halda á lofti. Þetta er yfirleitt frekar alvörugefið en léttara í bland. Þær eru að reka áróður þarna og gera það í fúlustu alvöru. Efnið er skandinavískt og víðar að og lögin eru allt frá þjóðlögum til rokks. En þetta er ekkert Skonrokk. Framhaldsleikritið kl. 16.20: Aldrei að vita Á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20 er framhaldsleikritið „Leysing“, sem Gunnar M. Magnúss færði í leikbúning eftir sögu Jóns Trausta. Fluttur verður 3. þátt- ur, „Flóttinn“. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en Róbert Arnfinnsson og Baldvin Hall- dórsson eru í stærstu hlutverk- unum í þessum þætti. í 2. þætti sagði frá yfirheyrsl- um yfir Einari í Bælinu, sen gefur sig fram sjálfviljugur eftir að hans hefur verið leitað. Hreppstjóra skilst á framburði Einars, að Þorgeir faktor hafi fengið hann til að kveikja í vörugeymsiu Bræðraverslunar, en ekki gengur öllum vel að kyngja þeim upplýsingum. Nú segir frá því að tignir gestir koma í heimsókn í Voga- búðakaupstað, én Þorgeir hugsar um það eitt hvernig hann geti losnað við Einar, helst af landi brott. Aldrei að vita, hve karlinn Róbert Arnfinnsson gæti lengi þagað yfir þessu leyndarmáli þeirra, og uppljóstr- un yrði örlagarík. Hljóðvarp kl. 10.25: Ofviðraraimsóknir Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 er fimmta erindið í erindaflokki um veðurfræði, Trausti Jónsson t'alar um ofviðrarannsóknir. — Þetta verða nú engin stór- sannindi hjá mér, sagði Trausti, — ég veð svona á súðum og ympra á ýmsum hlutum. Tala aðallega um rannsókn sem ég gerði fyrir um tveimur árum síðan um tíðni ofviðra eftir árstíðum. Ég reyni að skilgreina hvað það er, sem veldur hvass- viðrum og nefni dæmi. Þá drep ég á ættflokkaskiptingu ofviðra. Nú, það eru áraskipti að þessu, hefur t.d. verið fremur lang- viðrasamt frá höfuðdegi árið 1976 fram á þennan dag, en var misviðrasamara árin þar á und- an. Trausti Jónsson veðurfræðingur. 23.-27. okt. næstkomandi f immtudagur til mánudags Frábær verslunar- og skemmtiferð til Dublin með gistingu á hinú nafntogaða Burlington hóteli, 1. flokks hótel á mjög góðum stað í borginni. Aóeins kr. 245.000 Innifaliðerflug.flutningurtilogfráflugvelli, gisting með höfðinglegum írskum morgunverði og íslensk fararstjórn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.