Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 17 arigðisþing ... heilbrigöisþing ... heilbrigðisþing ... heilbrigðisþing ... SJÁ EINNIG NÆSTU SÍÐl árangurs að reifa stjórnunar-, rekstrar- og sérfræðiþekkingu á skipulagi og rekstri heilbrigðis- stofnana um of. I því stjórnkerfi, sem við höfum nú þegar byggt upp við Ríkisspít- alana og viljum þróa og útvíkka nokkuð, eru notuð nútíma skipu- lagslíkön. Rekstrarstjórnun skiptist í svið. Þessi svið skiptast í tæknisvið, stjórnunarsvið og áætlunar- og hagsvið. Hverju sviði er stjórnað af framkvæmdastjóra. Til viðbót- ar hefi ég lagt til, að tekin verði upp svokölluð „afurðasvið", svo notuð séu fræðiheiti stjórnunar- fræðinnar. Þannig að stjórnunar- lega skiptist spítalinn eftir starf- semi í: Heilsugæzlu- og göngudeildar- svið Handlækningasvið Lyflækningasvið Geðlækingasvið öldrunarlækningasvið Stoðdeildasvið Hér er rétt að minna aftur á, að innri stjórn á spítala er vanda- verk. Læknar eru, hvort sem okkur iíkar betur eða verr, valda- miklir menn. Það eru þeir, sem við treystum á á okkar erfiðustu stundum. Fyrir það auðnast þeim trúnaður fólks úr öllum stéttum, bæði þeirra, sem hafa völd í þjóðféiaginu og þeirra sem eiga eftir að fá völd. í mörgum tilfellum eiga læknar vegna þessarar sérstöðu greiðari leið að ýmsum valdamönnum þjóðfélagsins heldur en forstöðu- menn t.d. minni heilbrigðisstofn- ana. Innan starfssviðs lækna og heil- brigðisstétta verður sjóndeildar- hringur oft þröngur. Séð með þeirra augum verða vandamálin stór og geta skipt lífi eða dauða. Þessir þættir valda því, að sjúkra- húsi getur aldrei verið stjórnað eins og „General Motors". Þar verða að vera annars vegar stjórn- kerfi, sem hvað innkaup, dreif- ingu, upplýsingavinnslu og ýmsa tæknilega þjónustu varðar, sækir fyrirmyndir til „General Motors", eða sambærilegra stofnana. Þegar Ljósm. Emilia Um 200 manns var boðið til heilbrigðisþings. Voru þar lækn- ar og fulltrúar sjúkrastofnana. Einnig fulltrúar neytenda. þ.e. sveitarstjórnarmenn, alþingis- menn og fulltrúar félagasam- taka. sem beint eða óbeint hafa afskipti af heilbrigðisþjónustu. á hinn bóginn kemur að fram- kvæmd hinna einstöku aðgerða heilbrigðisþjónustu stendur allt og fellur með þeim einstaklingum, sem þar starfa. Hvort heldur er handbragð skurðlæknisins við skurðarborð eða orðbragð hans við sjúklinginn að lokinni aðgerð eða handbragð hjúkrunarfræðingsins við umbúnað á ellideildinni. Þetta er rétt að hafa í huga, þegar við skoðum hið innra stjórnkerfi og einnig stjórnun starfa á hinum einstöku deildum. Uppbygging þessara starfssviða má því á engan hátt draga úr frumkvæði einstakra yfirlækna og sérfræðinga. Þeir verða á hverjum tíma að hafa tækifæri til að koma áhugamálum sínum á framfæri við hlutaðeigandi stjórn. Eins og sézt af myndinni er gert ráð fyrir, að forstaða hvers sviðs sé í höndum hjúkrunarforstjóra og forstöðulæknis. Sú ráðstöfun er í anda heilbrigðislaga. Þarna á einnig að koma til skjalanna hið raunverulega at- vinnulýðræði í formi starfs- mannaráða í hverri starfsdeild. Hver forstöðulæknir verði jafn- framt formaður rekstrarráðs við- komandi starfsdeildar. Ráðið verði skipað fjórum einstakling- um: 1. Forstöðulækni, sem sé jafn- framt formaður. 2. Hjúkrunarforstjóra. 3. Einum af þremur fram- kvæmdastjórum. 4. Fulltrúa starfsmannaráðs, kosnum af starfsmannaráði við hverja starfsdeild. Hlutverk ráðsins verði skipu- lagning allrar lækningastarfsemi, umönnunar og aðstöðu sjúklinga og starfsfólks innan viðkomandi starfsdeildar. Eg er þeirrar skoðunar, að virkt atvinnulýðræði sé mun líklegra til árangurs með þessu móti. Mögu- leiki almennra starfsmanna til að setja sig í hjáverkum inn í málefni stórra stofnana eins og nú er með setu fulltrúa starfsmannaráða í stjórnum er næsta lítill. Það verður því að teljast mun líklegra til árangurs að starfsmannaráð verði stofnuð við hvert starfssvið og starfsmenn fái þar beinan aðgang að skipulagningu hins daglega starfs. Nú hafa læknaráð sjúkrahús- anna hlaupið undir bagga með yfirlæknum. Ýmsir yfirlæknar hafa í raun látið hina læknis- fræðilegu stjórnun næsta af- skiptalausa. I stað þéss að taka erfiðar, umdeildar ákvarðanir og e.t.v. fá ósammála sérfræðinga á móti ser, er einfaldara að fela sig bak við læknaráð og láta þau um umdeildar ákvarðanir. Ég tel, að eins og nú er komið málum, hafi læknaráðin oft nánast afstýrt algjöru stjórnleysi á sviði læknis- fræðilegrar stjórnunar. Ég tel þá mun eðlilegra, að læknaráðin ein- beiti sér að hinu faglega gæðaeft- irliti, innan sjúkrahúsanna, sem mætti auka verulega frá því sem nú er. Reynt verði að standa við bakið á yfirlæknum, þannig að þeir geti risið undir nafni. Forstöðulæknir á að hafa forustuhlutverk innan síns sviðs. Til þess að sú forusta nýtist verður að bæta stjórnunar- mennt lækna og jafnframt að leggja á það áherzlu, að við- ráðningu yfirlækna sé stjórnun látin vega þungt. t stuttu máli sagt: 1. Yfirstjórnin pólitísk leik- mannastjórn. 2. Styrk framkvæmdastjórn í höndum atvinnustjórnenda. 3. Stjórnun læknisfræði í höndum forstöðulæknis með aðstoð hjukrunarstjórnenda og starfs- fólks. 4. Starfsmannaráð fyrir hvert starfssvið. 5. Aðalhlutverk læknaráða verði hið faglega eftirlit. Þetta er það stjórnunarfyrir- komulag, sem ég tel eðlilegast að stefna að fyrír Ríkisspítala. Hluti þess er nú þegar í fram- kvæmd, annað er á umræðustigi. Það er skoðun mín, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að kerfi sem þetta geti tekið við rekstri sjúkra- húsa þeirra sveitarfélaga, sem þess óska. Tengslin gætu verið með ýmsu móti. Dagleg stjórn yrði í höndum viðkomandi framkvæmdastjóra, yfirlækna, hjúkrunarforstjóra og fulltrúa starfsfólks. Ráðgjöf og aðstða á sviði tækni- mála og stjórnunar fengist frá miðstýrðum sérdeildum, þ.e. tæknideild og stjórnunardeild. Hvað varðar rekstur einka- stofnananna skiptir hann mun minna máli stjórnarlega séð. Þær eru flestar, nema Landakotsspítali og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði, reknar á sérsviðum öldrunarlækn- inga og endurhæfingar. Hvernig og hvort þessar stofnanir verða hluti af stjórnkerfi því, sem hér er lýst, er að mínu mati mun flóknari og pólitískari ákvörðun en hvað varðar stofnanir, sem eru í eigu opinberra aðila. á Grund séu 90 hjúkrunarrúm og á Hrafnistu 80 rúm sem nýtast Reykvíkingum. Til viðbótar eru í héraðinu hjúkrunarrúm sem hér segir: Hátúnsdeild .......... 66 rúm Hafnarbúðir .............25 rúm Grensásdeild og Heilsuv.stöð ............60 rúm Með 15 rúmum sem nýtast reykvískum hjúkrunarsjúklingum á Vífilsstöðum er því fjöldi hjúkr- unar- og langleguplássa 336 rúm. Þörfin Miðað við fjölda íbúa 70 ára og eldri er raunverulegt framboð hjúkrunarplássa 47 pláss per þús- und. Við samanburð á upplýsingum frá höfuðborgum Norðurlandanna kemur í ljós, að þar eru víðast talsvert fleiri hjúkrunar- og lang- legurúm per þús. íbúða 70 ára og eldri eða: Gautaborg ..................61,8 Helsinki ...................56,2 Osló .......................71,0 Stokkhólmslén ..............73,0 Ekki eru tiltækar nákvæmar upplýsingar um fjölda aldraðra sjúklinga í heimahúsum í hérað- inu sem þyrftu vistunar við, né þann fjölda langlegusjúklinga á almennum sjúkradeildum, sem þyrftu að flytjast á hjúkrunar- deildir, en sé það áætlað eftir grófum upplýsingum og einangr- uðum athugunum má reikna með, að 150 sjúklingar bíði á alm. sjúkradeildum eftir vist á lang- legudeildum og 200 einstaklingar í heimahúsum hafi þörf fyrir lang- tímavistun á langlegudeildum eða hjúkrunar- og endurhæfingar- heimilum: Heildarþörf er því: Vistaðir ............... 336 Viðbótarþörf ...............350 Samtals 686 pláss eða 97,8 pláss per þús. íbúa 70 ára og eldri. Þessar tölur samrýmast vel nákvæmum upplýsingum sem til- tækar eru frá höfuðborgum Norð- urlandanna, en þar er talið að heildarþörf sé per þús íbúa 70 ára og eldri: Helsinki ............103,2 pláss Gautaborg ...........105,0 pláss Osló ................117,6 pláss Stokkhólmslén .......105,3 pláss Samkvæmt þessum áætlunum skortir 350 hjúkrunarpláss i Reykjavikurlæknishéraði i dag. Úrbætur Á næstu árum mun fjölgun aldraðra halda áfram og ástand þessara mála fara versnandi ef ekki er gripið til skjótra úrræða. Sú eina áætlun sem nú er uppi um fjölgun hjúkrunarplássa er bygging B-álmu Borgarspítalans, en ekki er raunhæft að ætla að hún komist að fullu í gagnið fyrr en eftir 4—5 ár. Auk þess má ætla að Grund og Hrafnista verði enn að fækka plássum til að rýmka um vistmenn, skapa rými fyrir nauð- synlega þjónustu, aðstöðu starfs- liðs og annan búnað. Til að forða stórvandræðum má ekki dragast lengur að finna skjóta lausn, sem yrði til nota innan 1—2 ára. Slík lausn má ekki undir neinum kringumstæð- um hafa áhrif á byggingarhraða B-álmu. Eins og ástandið er í dag, má segja, að öldruðum sjúklingum sé ekki tryggður sá grundvallarrétt- ur sem heilbrigðisþjónustulög og lög um almannatryggingar kveða á um, þar sem þeir eiga ekki kost á nauðsynlegri vistun á sjúkrastofn- un samkvæmt ráði læknis, sem ber skýlaust að tryggja skv. 41. og 42. gr. almannatryggingalaga. Skúli G. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.