Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 43 Lengst til hægri er dr. Chaim Weizmann, sem kailaður hefur verið faðir Ísraelsríkis og var fyrsti forseti landsins. danár, Golanhæðir í Sýrlandi, allur Jórdandalur og Dauðahafið og allar götur að útjöðrum Amm- ans, í suðri til Aqabaflóa. Þjóða- bandalagið vísaði þessum kröfum á bug, en lögsaga sú sem Bretar höfðu fengið, innihélt einnig Trans-Jórdaníu, austur að fljótinu og handan Ammans. Bretar fengu þetta svæði í hendur Abdullah og gerðist hann kóngur 1921, undir handarjaðri Breta að vísu, en sjálfstæði fékk Jórdanía árið 1946. Arabar voru af skiljanlegum ástæðum mjög andvígir því sem kveðið var um í Balfour-sam- þykktinni og kröfðust þess að öll landsala til Gyðinga yrði bönnuð. Bretar voru tvístigandi í afstöðu sinni og hik þeirra og ráðleysi varð mjög til að ala á úlfúð og sundrung meðal Gyðinga sem tóku nú að hópast til Palestínu og þeirra sem fyrir voru í landinu, og virðist sem mikið skorti á að Bretar bæru þar klæði á vopnin. Gyðingar byggðu sér sín eigin þorp, kibbutzarnir voru komnir til sögunnar og um nábýli Araba og Gyðinga var helzt ekki að ræða. Þó var nábýli t.d. milli Tel Aviv sem stækkaði nú óðfluga og Jaffa en þar bjuggu einvörðungu Palestín- umenn. Alltaf öðru hverju kom til átaka, og ekki síður voru úfar með Aröbunum og Bretum, enda hafa Palestínumenn löngum borið þungan hug til Breta og telja þá hafa svikið af sér land sitt. Palestinumenn við Grátmúrinn. Myndin er tekin 1930 er mótmælt var auknum flutningi gyðinga til landsins. Árið 1936 var gremja Pale- stínumannanna orðin svo megn að þeir efndu til allsherjarverkfalls og 1938 gerðu þeir frumstæða og harla óbjörgulega uppreisn gegn Bretum. Upplausn og ókyrrð var í landinu næstu árin, en Bretar gáfu á þessum árum út svokallaða Hvíta bók til að reyna að friða Palestínumenn, þar sem því er heitið að dregið verði úr innflutn- ingi Gyðinga til landsins og settur kvóti á hann, sem reynt yrði að fyigja. Hefði sú orðið raunin hefðu Palestínumenn haldið meirihluta- stöðu sinni. Nazistaofsóknirnar í Þýzka- landi höfðu víðtæk áhrif á Gyðinga víðs vegar um heim. Bandarísku gyðingarnir héldu fund í New York árið 1942, þar sem þeir kröfðust þess að „Hlið Palestínu yrðu opnuð upp á gátt svo að Gyðingar gætu átt þar athvarf". En allt kom fyrir ekki. Að vísu komst alltaf slangur til landsins, en það var hverfandi, miðað við þann fjölda sem var í Evrópu og beið ekki annað hlutskipti en dauði í útrýmingabúðum. íbúafjöldi Gyðinga hafði verið 56 þúsund upp úr 1920. Eins og fyrr segir var mikið aðstreymi þeirra til Palestínu næstu fimm- tán ár á eftir og árið 1946 var svo komið að þeir voru orðnir 608.000 talsins. Síðustu árin sem Bretar fóru með stjórn í Palestínu höfðu Gyðingar komið á fót sínum eigin her, Haganah, sem gerði Bretum marga skráveifuna og einnig lét hryðjuverkahópurinn Irgun mjög til sín taka. Einn af forsvars- mönnum samtakanna Irgun, var Begin, núverandi forsætisráð- Frumstæð uppreisn araba í Palestinu 1938. herra. Mörg ógeðfelld verk voru unnin af báðum þessum samtök- um, þó sérstaklega Irgun, og einna ógeðfelldastur var þó atburðurinn í Arababænum. Deir Yassin 1948 þegar Irgun drap þar 200 araba, karla, konur og börn. Bæði Hagan- ah og bráðabirgðastjórn Gyðinga í Palestínu fordæmdu verknaðinn harðlega. Meðal Palestínumanna eru Deir Yassin-fjöldamorðin greypt í huga þeirra, nýjum kyn- slóðum er sögð sagan til að viðhalda hatrinu. Þegar hér var komið sögu tóku Palestínumenn mjög að ugga um sinn hag og ekki að ástæðulausu. Gyðingar keyptu upp land og nutu ótæpilegs fjárstuðnings banda- rískra Gyðinga, einkum í Banda- ríkjunum. í stríðslok höfðu Gyð- ingar yfirburðastöðu í Palestínu. ólgan í Palestínu var mörg- um áhyggjuefni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sendi nefnd þangað skömmu eftir að SÞ voru stofnaðar til að kynna sér ástand- ið. Að lokinni þeirri för var lögð fram tillaga, þar sem stungið er upp á að Palestínu verði skipt í tvö ríki, gyðingaríki og arabaríki. Minnihluti sendinefndarinnar stakk upp á sambandsríki Araba ogGyðinga. Meirihluti Allsherjar- þingsins samþykkti fyrri tillög- una. Samkvæmt því var Palestínu skipt niður í sex meginsvæði og 56 lÍ'DBl Skæruliðar Palestínu við heræf ngar í flóttamannabúðum. prósent skyldu verða yfirráða- svæði Gyðinga. Meðal þess sem átti að verða arabískt áhrifasvæði var Jaffa og umhverfi hennar. Gert var ráð fyrir að Jerúsalem yrði alþjóðlegt svæði sem SÞ hefði yfirumsjón með og allir hefðu frjálsan aðgang að borginni. Arabar neituðu alfarið að fallast á þessa tillögu, og kom til blóðugra óeirða milli Gyðinga og Araba, Gyðinga og Breta og enn sem fyrr og ekki sízt Arabanna og Breta. Þann 14. maí 1948 rann út lögsaga Breta í Palestínu. Þá höfðu um 400 þús. Palestínumenn flúið, m.a. yfir á Vesturbakkann, og einnig fóru margir til Gaza. Töluverður fjöldi Araba var um kvrrt, aðallega munu það hafa verið kristnir Arabar. Þann 14. maí 1948 hurfu brezku hermennirnir á braut. Gyðingar lýstu yfir stofnun ísra- elsríkis og dr. Chaim Weizmann varð fyrsti forseti þess. Skip með fyrstu löglegu innflytjendurna lagðist að bryggju, í borgum og bæjum dönsuðu menn og sungu af fögnuði. En stjórn Ísraelsríkis vissi, að Arabaþjóðirnar stóðu gráar fyrir járnum við öll landa- mæri og sama dag réðust herir nágrannaþjóðanna á ísrael. ísra- elsher stóð af sér atlöguna af þvílíkri hörku að heimsathygli vakti. En þeir misstu að vísu Jerúsalem í hendur Jórdana, sem síðan var Gyðingum lókuð nítján ár við mikinn harm peíwííu En samt var Ísraeisríki stað- reynd. 650 þúsund manns bjuggu innan viðurkenndra landamerkja þess og hafði staðizt eldraunina. Nýtt land var byggt upp, velferð- arríki, að mörgu sniðið eftir vest- rænum fyrirmyndum, samyrkju- búskapurinn blómstraði, land var brotið upp og ræktað, vatn leitt yfir eyðimörkina, og þar sem áður var auðn blasa nú við blómleg svæði. Þeir lögðu samtímis meira kapp en flestar aðrar þjóðir á að efla her sinn, enda hafa þeir í öllum stríðum við Araba unnið fræga sigra. Og Gyðingar úr rösk- lega eitt hundrað löndum tóku að flytjast til ísraels, árið 1979 var íbúatalan 3.760 þús. manns, að miklum meirihluta Gyðingar. Auk þess lúta um 680 þús. Arabar á Vesturbakkanum stjórn ísraela, þótt Vesturbakkinn teljist ekki tií Israels. Sú ógn sem Gyðingar telja að Palestínuríki á Vesturbakkanum myndi verða tilveru þeirra er skiljanleg hverjum þeim sem kem- ur til Israels og kynnist þar aðstæðum. Og sú tilhugsun að Gyðingar fallist nokkru sinni á að láta Jerúsalem af hendi er þeim jafn fráleit og við gæfum Banda- ríkjamönnum Þingvelli. Framan af var það slagorð Palestínumanna að nauðsynlegt væri að eyða ísrael. Palestínu- mönnum er nú ljóst að það verður ekki gert. Spyrja má hvers vegna Palestínumenn hafi ekki sótzt eftir Vesturbakkanum meðan Jór- danir réðu því svæði. En kynni maður sér sögu Palestínumanna vaknar einnig skilningur á því að mál þessara flóttamanna verður að leysa, því að það er langt frá sældarlif sem það fólk býr við. Israelar hafa búið við styrjald- arhættu, hryðjuverk og hvers kyns ógnun frá því að ríkið varð til fyrir röskum þrjátiu árum. Mannlífið hefur dregið dám af þessari ógnun og á sér naumast hliðstæðu: Umkringt er það fjend- um hvert sem litið er. En í nóvember 1977 kom erkióvinurinn, Anwar Sadat, sem friðarboði, rétt sem af himnum sendur. Þrátt fyrir alla erfiðleika sem síðan hefur verið glímt við í sambandi við gerð varanlegs samkomulags, verður nú varla aftur snúið, og þessi þrjú ár hefur heimsmyndin verið að breytast. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.