Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 23

Morgunblaðið - 19.10.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 23 Víða er óslétt undir fótinn á fjollum. það er raunar ástæðan fyrir því að Náttúruverndarráð þarf að fylgj- ast vel með og við vorum þarna komin, sitjandi á árbakkanum. En um leið fara fossarnir allir, sem höfðu hrifið okkur svo daginn áður og enn þennan fagra dag. Dálítið dapurleg staðreynd. En ekki dugði að setjast í hugarvíl. Við snerum frá ánni og héldum í austur, yfir svokölluð Hraun. Þótt þetta séu grýttir og gróðurvana ásar, enda í um 700 metra hæð og nærri jökli, þá eru þetta ekki hraun í merkingu okkar Sunnlendinga, ' sem notum það nafn yfir tiltölulega ný bruna- hraun. í munni Austfirðinga táknar hraun víða fremur klapparholt, urðir eða hrjóstrugt land, eins og þarna er. Þarna er því heldur erfitt undir fót. En ekki er þó gróðurlaust með öllu. Við sáum stóran hreindýrahóp — dýrin orð- in brún og falleg — á beit í nánd við eitt vatnið, enda þarna gras- víðir og fjallaskræða og geldinga- hnappurinn sterki, sem alls staðar lifir af. Stefnt er yfir þessa lágu hálsa og klapparhryggi í austur þar til við komum að Keldá og síðan upp með henni í Geldinga- fell, yfir 1000 metra hátt fell í jaðri Vatnajökuls. En utan í fellinu er hinn nýi skáli Ferðafé- lags Fljótsdalshéraðs. En við kom- um að Keldá, neðar en við höfðum ætlað, og leiðin upp með henni reyndist löng, enda bleytur og ég því ráðleggja þeim, sem síðar fara þessa leið, að leggja upp fyrr en við gerðum til að koma í náttstað í björtu. Fjórmenn- ingarnir höfðu ætlað að dytta að skálanum meðan þeir biðu okkar. Höfðu Magnús Hjálmtýsson og Bragi Björgvinsson m.a. gengið frá rörinu í eldavélinni góðu, en við hana stóð Brynhildur Stefáns- dóttir, ljósmóðir af Jökuldal og veitti af rausn sinni, rétt eins og hún væri í nánd við næsta kaupfé- lag. Enda hafði með henni gengið inn eftir ung og rösk frænka hennar af Jökuldalnum, Brynhild- ur Óladóttir og meira að segja borið í liendinni auk bakpokans súrmjólkurhyrnur í plastpoka. Nú skildi ég líka þungu byrðarnar hans Trausta. Hann var að færa frænkum sínum viðbótarvistir, því fjórmenningarnir í skálanum í Geldingafelli ætluðu nú að slást í för með okkur suður um. Og í pokunum þeirra Trausta og Bryn- hildar yngri var ekki aldeilis þurrmatur, heldur reyktur silung- ur, kjöt og fleira góðgæti, og á síðasta degi komu þar upp egg og beikon. Völundur Jóhannsson, sá hagi maður, hefur mörgum skálanum komið upp á hálendi.iu — er raunar höfundur „hyrnanna" frægu á ferðamannastöðum. Sem ég skoðaði þennan fallega skála, spurði ég hann hvort sést hefði á honum við fæðingu að allt mundi leika í höndunum á honum, úr því fjöllum. Hún hefur snemma van- ist erfiðum ferðum. Hún var fyrst ljósmóiðr á Fljótsdal og þurfti þá allt vestur í Möðrudal á Fjöllum til að taka á móti börnum. Borgaði sig þá oft betur að vetrarlagi að fara gangandi en ríðandi, því hestarnir lágu í, segir hún. Seinna var hún á Egilsstöðum og ein- hvern tíma í Reykjavík, og síðan aftur ljósmóðir á Egilsstöðum. Leið okkar þennan þriðja áfanga, frá Geldingafelli að Kollu- múlavatni, þangað sem komið var um kl. 10.30 um, kvöldið, lá um allblautt land, f.vrst upp í móti að vatnaskilum, sem eru í 900—975 m hæð yfir sjó. Miklar fannir voru þarna, þótt komið væri fram í ágúst, jafnvel ís á vötnum, niður fyrir 700 m hæðarlínu. Við geng- um því ýmist á fönn eða í bleytum þar sem snjó var að taka upp og á milli á grýttu landi. Ekki að furða þótt grjót spryngi og byltist í jörðinni við slíkar aðstæður. Til norðurs falla ýmsar dragár, sem eiga þarna upptök sín og skammt undan er Vesturdalsá, fyrstu drögin að Jökulsá í Lóni, og rennur í suður. Vatnaskilin fylgja nokkurn veginn sýslumörkum, eða sýslumörk þeim. En þótt vott sé og grýtt fyrir fótum, er fagurt fyrir augum. Vatnajökull ávallt á hægri v hlið með skriðjöklum sínum og hnjúkum upp úr, þar sem Grendil ber hæst. En á vinstri hönd sjást í austri hinir minni jöklar, Hofsjökull og Tekin upp tjöldin og búið upp við Tröllakrókatjörn. Við Kirkjufoss i Jokulsa á fyrsta degi göngunnar miklu. Elín Pálmadóttir, Völundur Jóhannesson. Trausti Sigurðsson. Eyþór Einarsson og Svandis Ólafsdóttir. Árna Reynisson vantar á myndina. tvo tíma að gangnamannakofan- um Hraksíðu hjá Ragnaborg. í myrkrinu hélt ég að enginn tæki eftir því að ég var farin að skjögra undir pokanum og reka tærnar í. En morguninn eftir hafði Eyþór, eftir að hafa losnað við hangikjöt- ið okkar þegjandi og hljóðalaust, stungið af mínum matarbirgðum í sinn poka, til að létta hann. Um morguninn var besta veður. Snæfell blasti við í allri sinni dýrð handan Jökulsár. En nær okkur Laugafell, sem virkjunarmenn ætla nú ekki að láta sig muna um að fara í gegnum með göng ofan frá Eyjabakkalóni. En þennan dag lá fyrir okkur að líta á umdeilda vegaleið utan í Hafursfelli, sem síðar náðist samkomulag við virkjunarmenn um að færa til. Kvöldið áður höfðum við farið í myrkri fram hjá fögrum fossum í Jökulsá, og grétum nú að hafa ekki séð þá betur. Létum það eftir okkur að snúa við farangurslaus, mislangt eftir kjarki og þreki hvers og eins. Og héldum svo eftir hádegi áfram upp með ánni að hinum fagra Eyjabakkafossi. Fossinn er í um 8 km fjarlægð frá Eyjabakkajökii, sem gengur krosssprunginn norður úr Vatna- jökli og blasir nú þarna við í suðri. Við Eyjabakkafoss eru allar hinar mörgu kvíslar, sem koma á breiðu svæði undan jöklinum, komnar í einn farveg. Jökulsá, sem þaðan rennur niður í Fljótsdal. En ofan við fossinn myndast þessir sér- kennilegu Eyjabakkar með grös- ugum eyjum milli kolbrúnna kvíslanna og meðfram þeim beggja megin. Þarna eru því bleytur miklar, jafnvel kviksyndi og ber mikill flóagróður þess merki. Er því illfært eða ófært yfir, en fara má yfir jökul. Seinna í ferðinni hittum við Vilhelm Andersen, formann Reykjanes- fólkvangs, með 5 ferðafélögum, sem höfðu gengið frá Snæafelli og fyrir endann á Jökulsá á jökli. Við lónuðum lengi á bökkunum í nánd við fossinn, enda fagurt um að litast. Snæfell rétt handan árinn- ar í austri, Vatnajökull tignar- legur í suðri, framundan fagur- grænar sléttur með hvítum fífu- flekkjum milli jökulkvíslanna og næst okkur niðandi fossinn. Þegar virkjað verður, munu Eyjabakkarnir hverfa undir stórt lón. Fyrir liklega 15 árum hafði ég farið með verkfræðingum, jarð- fræðingum og öðrum virkjunar- mönnum um þetta svæði allt, þar sem þeir voru í fyrsta sinn að skoða saman á staðnum hugmynd- ir sínar um það, sem seinna var kallað LSD (Lang Stærsti Draum- urinn) með samfelldri virkjun á Jökulsánum þremur, á Fjöllum, á Dal og í Fljótsdal. Höfðu þeir þá rissað fyrir mig hugmyndir sínar á kortið mitt, sem ég svo birti. Nú hafði ég þetta gamla kort með og sá að austustu virkjunarhug- myndirnar hafa litlum breyting- um tekið, þrátt fyrir auknar rannsóknir. Enn ætlunin að leiða vatnið frá stóru Eyjabakkalóni niður að Gilsvötnum, til að fá hátt fall þaðan niður í Fljótsdal. Og jafnvel snjór, og komið myrkur. Okkur hafði dvalist lengi við Jökulsá, og ekki lagt upp frá Hraksíðuskála fyrr en kl. 2.30. Þoka gerði okkur líka erfitt fyrir að finna snjógöng yfir Keldá. Norðan við Geldingafell kemur lítil jökulkvísl, sem heitir Blanda og rennur í Keldá og okkur til mikils léttis var hægt að ganga yfir hana á góðri snjóspöng rétt neðan við skálann, þegar við komum þar um kl. 11.30 um kvöldið. Losnuðum við að vaða ána. Enda há og erfið brekka frá ánni upp að húsinu. í Geldingafelli hefur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs komið upp myndarlegum skála á sl. vetri undir forustu Völundar og er þar sjálfsagt kominn fyrsti gönguskál- inn á gönguleiðinni frá Fljótsdaln- um niður í Lón. Húsið tekur 10 manns í kojur og fleiri á gólfi, ef þarf, og er vandað og fallegt. Það var byggt á 7 dögum á verkstæð- inu hjá Völundi og flutt seinni hiuta vetrar á staðinn á trukk og síðan snjóbilnum Tanna. Er afrek út af fyrir sig að tosa því svo hátt upp. Eldavélin er fengin í Finn- staðaseli, þar sem hún hefur legið ónotuð í 20 ár. Og gott var að koma í heitan skálann, þar sem hægt var að þurrka af sér. Á móti okkur tóku fjórir Austfirðingar, sem höfðu farið upp tveimur dögum á undan okkur og líka lent í vandræðum með að finna skál- ann. Höfðu tjaldað bæði í nánd við Hraksíðuskála og einnig um 4 km frá skálanum í Geldingafelli. Vil hann hlaut nafnið Völundur. En hann svaraði af sínu venjulega lítillæti, að faðir sinn hefði verið hagleiksmaður og fólk sjálfsagt vonað að hann erfði eitthvað af þeim hagleik. Skálinn stendur utan í Geldingafelli, sem er yfir 1000 metra hátt og víðsýni af því. Ef á það er gengið sést til Hafursfells og Laugafells og auð- vitað Snæfells, sem fylgdi okkur raunar Hka allan næsta dag, ef litið var við og einnig langt upp á jökul. Enn héldum við ekki af stað fyrr en um 2 leytið eftir hádegi, nú 9 saman. Úr mér allt mont yfir að hafa ekki svo mikið sem fengið harðsperrur, er ég gekk með byrðar mínar við hliðina á Bryn- hildi eldri, 72ja ára gamalli. Hún hafði ekki einu sinni á bakinu góðan nútímagrindarpoka, heldur hafði hún bara hengt svefnpoka sinn neðan í venjulegan grindar- lausan dagpoka. Þegar komið var að Vatnsdalsá, hikaði Brynhildur ekki andartak, fór úr skónum og óð í hnausþykkum ullarsokkum yfir jökulsána, sem náði henni upp á læri, vatt sér upp á skaflinn á bakkanum hinum megin og settist niður handan hans til að fara í þurrt. Þegar hún var spurð hvort henni hefði ekki verið kalt, sagði hún aðeins að sér hefði kólnað við að vaða snjóinn, er hún kom upp úr ánni. En þetta hefði sjálfsagt ekki komið Austfirðingum á óvart. Brynhildur er þekktur dugnaðar- forkur, og alvön ferðalögum á Þrándarjökull og enn sér á tind Snæfells, ef litið er til baka. Framundan í suðri liggur annað land og fagurt. Þar horfum við niður yfir Jökulsárdal með Trölla- krókum og Lónsöræfi með Kollu- múlanum, sem í eru fannir. Hár foss fellur í fagurri bunu úr Vatnajökli og liparítskriður fara að láta á sér bæra, þegar áfram er haldið. Einnig litskrúðugur gul- grænn mosagróður og merkilega mikið af háfjallajurtum. Hvernig gróðursældin breytist eftir hæð má marka af jöklasóleynni, sem er allra blóma duglegust á íslandi. í efstu mörkum er hún hvít, en hefur náð því að verða rauð neðar í skriðunum. Henni tekst á hæstu og hrjóstrugustu stöðum á íslandi að lifa af og blómstra, og því er ekkert blóm fegurra í auðninni. Um kvöldið setjumst við að á lítilli flöt við læk úr Tröllakróka- tjörn. Kvöldið er kyrrt og fagurt og nú er í fyrsta sinn tjaldað í ferðinni. Völundur lánar mér litla tjaldið sitt og skríður inn til Árna. Það hrímar í einföldu tjaldinu um nóttina, en ég sef eins og steinn. Hlakka til framhaldsins. Víðidal- ur og Lónsöræfin með Tröilakrók- um og Heljarkambi bíða okkar á seinni hluta ferðarinnar. Menn velta fyrir sér hvort þarna sé ekki einmitt rétti staður- inn fyrir næsta gönguskála, eftir hæfilega dagleið frá Geldingafelli og dagleið í Leiðatungu. í seinni greininni verður sagt frá göngu- ferðinni suður yfir. — E.Pá. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.