Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 15 I hálfa öld til sjós — og siglir enn „I tuttugu og fjögur ár starfaði ég hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar, alltaf hjá sama skipstjóran- um, Benedikt Ögmundssyni tengdaföður Eykons alþing- ismann. Þó má segja að ég hafi nær alltaf búið í Reykjavík. Ég fæddist á Seyðisfirði 22. júlí 1915 og flutti til Reykjavíkur þriggja ára, en um sjö ára skeið bjó ég í Firðinum. Ég tók loftskeytapróf 1932 og hef starfað á sjónum síðan 1930, nema hvað ég var í eitt og hálft ár í Gufunesi í flugþjónustunni á árunum 1946 og ’47, en þá var ég að bíða eftir heimkomu nýsköpunartogara. Hlandkoppurinn í sérstökum harðvið- arskáp Ég byrjaði til sjós á Gullfossi gamla árið 1930 sem káetudreng- ur og verkin fólust í því að þvo gubbudalla, bursta skó og hella úr hlandkoppunum sem þá voru í herbergjunum í sérstökum skáp úr harðviði. Þetta var fínt á þessum gömlu skipum, en nú er ekkert skip fallegt. Þetta var vinna frá kl. 7 að morgni og fram yfir miðnætti og kaupið 35 kr. á mánuði, en það gekk nú á ýmsu og oft ældi maður í dallana sem maður var að þvo.“ Harðir kallar, skipherrarnir „Þú byrjaðir sem loftskeyta- maður á varðskipunum." „Já, ég var þar í fimm ár á Mið-Þór, það má víst ekki segja Fjöru-Þór, en það nafn fékk hann af því að hann lá svo lengi í fjörunni neðan við Eimskip á meðan verið var að flikka hann upp. Þetta var upphaflega þýzkur togari sem þeir breyttu í varð- skip. Við vorum mikið í netagæsl- unni m.a. við Eyjar og einnig í bátagæzlunni. Eitthvað var nú A spjallvakt með Oddgeir Karlssyni loftskeytamanni tekið af togurum svona í leiðinni, aðallega erlendum. En ég man t.d. að í fyrsta túr Þórarins heitins Björnssonar skipherra tókum við íslenskan togara, Gulltopp, sem var Kveldúlfsskip. Það var ágætt að vera í Gæsl- unni á þessum árum, þetta var föst vinna og það var ekkert of mikið af slíku. Annars var það athyglisvert hve skjótt kom ís- lenzkur stíll yfir störf Gæslunn- ar, jafnvel þótt Jóhann P. Jóns- son skipherra sem þá var þarna hafi verið lærður í danska sjó- hernum. Á þessum árum var ég mest með Éiríki Kristóferssyni, en Eiríkur var þá að byrja sem skipstjóri. Þetta voru harðir kall- ar og þeir urðu að þekkja þetta vel. Það var aðeins einn kompás að fara eftir og ég er hræddur um að nú kæmist enginn langt á þeim útbúnaði einum. Annars voru menn misjafnlega tökuglað- ir eins og gengur og ég var aldrei með Einari M. Einarssyni sem þótti hvað tökuglaðastur. ísinn sprengdi öll tundurduflin. Árið 1938 fór ég á Maí gamla frá Hafnarfirði. Maí var mikið á heimamiðum og við sigldum allt stríðið, en aflað var á Halanum, Sélvogsbankanum og Eldeyjar- banka að mestu. Þetta gekk allt eins og í sögu, við lentum aldrei í neinu í stríðssiglingunum.“ „Það fer enn orð af því dugnað- arliði sem var á togurunum." „Þetta var samvalið lið og það hélst vel á mannskap í þá daga, allt fram til 1955, en þá fór að bera á losarabrag hjá mannskap. Benni hélt alltaf vel á mannskap, enda var hann mikill aflamaður og drengur góður. Hann var alltaf við toppinn með hærri skipunum, en ekki var nú aflinn alltaf mikill á þessum árum á ísfiskiríinu fyrir stríð, 60—70 tonn í túr. Þetta breyttist í stríðinu þegar Halanum var lok- að í eitt og hálft ár með tundur- duflum eða þar til Þórði heitnum Hjörleifssyni datt í hug að ísinn hefði sprengt öll dufl. Hann fór á Helgafellinu og maður lifandi, öll dufl höfðu sprungið í ísnum og það var nógur fiskur eftir þessa stuttu hvíld. Við fengum í skipið á 4 dögum ef veður leyfði. Á árum siðutogaranna héldu menn vel saman og skemmtu sér oft saman i landi. bæði með ferðalögum og dansleikjum. en þessi mynd var tekin á einum slikum dansleik skipshafnar á Júli um 1950. Dauðasök að láta kvótann leka Á togurunum voru menn alltaf uppi frá 7 á morgnana til mið- nættis en á nóttum var venjulega einn togari á vakt ef margir voru saman til þess að fleiri fengju notið hvíldar. Nú er örbylgjan alltaf opin og hátalarar um allt. í gamla daga varð loftskeytamað- urinn að heyra allar fiskifréttir, það var aðal slagurinn að vita hvar fiskurinn var. Það voru tvö kvótafélög hjá skipstjórum og hálfgerður stríðsrekstur í þeim efnum. Hvorugur mátti vita af því hvað hinn meinti og það var dauðasök að láta leka. Skipt var um kvóta tvisvar til þrisvar á ári, en nú er þetta allt einn kvóti og kærleikur á bæði borð þótt skipin séu fleiri. Vegna þess ástands þýddi ekki að tala um frí, því þá var hætta á því að einhver ókunnugur kæmi sem loftskeytamaður og lærði kvótann. Það gat verið hættulegt og vissara að taka enga áhættu í þeim efnum. Oft þurfti að reyna að spá í hvað væri á könnunni og t.d. ef margir togarar voru á sama stað þá var líklegt að um eitthvað fiskirí væri að ræða. En það var hart sótt og ekki gefin tomma eftir. Svavar Benediktsson. Júlíus Sig- urðsson, Hjalti, Sigurður Krist- jánsson, Ólafur Sigurðsson og Kristján Guðmundsson. Aftari röð frá vinstri: ókunnugt nafn á þeim fyrsta, siðan koma Marteinsson. Guðmundur og Sigurgeir Gislason, Guðmundur ókunn nöfn eru á tveimur þeim Þorleifsson, Þorsteinn Arndal, siðustu. Sveinn Björnsson listmálari og Sæmundur bróðir hans, Eyjólfur ▼ Þrusaði aldrei, hægði heldur á Við vorum t.d. á Nýfundna- landi i karfaævintýrinu þegar Júlí fórst þar. Ég var j)á á Júní og þetta er eitt hættulegasta veður sem ég hef lent í vegna ísingar- innar. ísingin var geysileg, slík að þetta var óþekkt fyrirbæri hér heima hjá okkur. Það var frost í sjó og tíu stiga frost í lofti. Allt festist á skipunum. En Benni var einn af bestu sjómönnunum sem gerðust. Hann þrusaði aldrei, hægði heldur á og fór vel með skipið ef herti. Þarna urðu allir að fara í það að brjóta ísinn af skipinu áður en við snerum und- an til þess að komast út úr þessu. Loftnetin urðu sver eins og tunnubotnar, slíkur var ísinn. Það bjargaði miklu á þessum skipum að þau voru með lítinn fisk, en Júlí hvarf án þess að nokkuð heyrðist frá honum, hefur hvolft af ísingu. Um borð í honum var sonur Benna 2. stýri- maður. Veðrið skall á kl. 4—5 seinni hluta dags og stóð til næsta morguns, en síðan ekki meir. Skipin voru yfirísuð. Oft hefur maður lent í 11—12 vind- stigum á hafinu og það er allt í lagi á góðum skipum. Slorlyktin nýlega farin úr nefinu Svo leið togaratíminn og Benni hætti til sjós. Þá hætti ég um leið og ætlaði að hætta til sjós, en það er erfitt að hætta, þetta er eins og flóð og fjara í manni. Og svo byrjaði ég aftur, hjá Sambandinu 1962, og hef verið þar síðan á nokkuð mörgum Fellum. Nú er slorlyktin farin úr nefinu, en það er ekki mjög langt síðan. Það var alltaf gaman á togurunum í góðu fiskiríi. Mestan hluta tímans voru þessir indælismenn um borð og yfirleitt voru þetta sömu góðu kallarnir sem voru lífstíðarvinir, og fjölskyldurnar skemmtu sér saman nokkrum sinnum á ári. Ekki splæst tonni á augad Mér líkar einnig mjög vel í millilandasiglingunum, heppinn eins og alltaf með góðum mönnum og það er mjög gott að vinna hjá Sambandinu. Maður er búinn að fara víðar en á Hull og Grimsby eftir að ég kom til Sambandsins. Lengst hef ég kom- ist til Alaska á Hamrafellinu. Það er sennilega toppurinn af þeim skipum sem ég hef verið á, 17000 tonna skip sem var glæsi- legt og gott, en það var eins og ríkið vildi ekki hafa þetta skip í flota landsmanna, en hins vegar sáu allir eftir því sem eitthvað komu nálægt því. Það flutti Rússlandsolíuna að mestu leyti. Það var enginn hávaði til í Hamrafellinu. Þetta var stórt skip og fallegt. enginn titringur og klæðning öll úr harðviði, ekkert plast. Þessi afturbyggðu skip í dag eru allt annað en skipin áður fyrr. Það er ekki byggt fyrir augað lengur, allt er upp á hagræðinguna og ekki splæst tonni á augað. Það er slæmt því það er staðreynd að menn fá tilfinningu fyrir skipum, læra að þekkja þau og vita hvað þau þola og hvað má virkilega bjóða þeim. Hvert skip hefur sín sérkenni, ekkert skip er eins þótt þau séu jafnvel smíðuð eftir sömu teikn- ingu. Ég hef lítið gert annað en að vera til sjós og sitthvað hefur komið upp á, en í dag færi ég ekki um borð í Maí gamla sem lagðist á hliðina á 5 mínútna fresti á lensinu. Það er klárt að það skiptir miklu máli hvernig stýrt er og stjórnað hverju skipi." Texti: Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.