Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 39

Morgunblaðið - 19.10.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 39 Grönlandsflyg f ær Grænlandsflugið SAS-fluKféiagið hefur í hyggju að hætta Grænlandsflugi. þ.e. áætlunarfluginu milli Kaup- mannahafnar og Narssarssuaq og Kaupmannahafnar og Syðri Straumsfjarðar. Lengi var taliö að Maersk-fiugfélagið tæki við Grænlandsfluginu, en fyrir skömmu var stjórnarformaður Grönlandsflyg borinn fyrir þeirri fregn i dönskum blöðum, að félag hans fengi flugrútuna þegar á næsta ári. Til skamms tíma hefur SAS notað þotur af gerðinni Boeing-727 í Grænlandsfluginu, en stjórnarformaður Grönlands- flyg sagði, að félag hans mundi að öllum líkindum fljúga á flugleið- inni með Boeing-737 þotum, þar sem hann teldi að þær væru öllu hagkvæmari á þessari flugleið en B-727. Þotur af gerðinni B-737 eru nokkru minni en B-727. Þær eru tveggja hreyfla og í flugstjórn- arklefa starfa tveir flugmenn, en í B-727 starfa tveir flugmenn og flugvélstjóri, og B-727 eru þriggja hreyfla. Slöngvaö um borð á 270 km hraöa Meðal þeirra flugvéla sem þátt tóku í misheppnaðri tilraun Bandarikjamanna til að frelsa gíslana margfrægu í íran. voru MC130E Ilercules-flugvélar. sem sérstaklcga eru búnar til björgun- arstarfa, en meðfylgjandi mynd er einmitt af slíkri flugvél. Flugvélarnar eru með sérstakan búnað framan á nefinu, n.k. gaffal, til að fanga línur og lyfta hlutum af jörðu. Þeim var ætlað það hlutverk í íran að bjarga tveimur útsendurum bandarískum, sem komu til Iran nokkrum dögum fyrir björgunartilraunina mis- heppnuðu. Mennirnir áttu að setja taug um sig miðja og festa helí- umbele við annan endan til að halda línunni á lofti. Siðan áttu flugvélarnar að fanga þá og hífa um borð um sérstaka hurð neðan og aftarlega á búknum. Einnig áttu vélarnar að vera til taks og bjarga hverjum þeim úr björgunarleiðangrinum er kynni að verða strandaglópur. Aldrei kom til að útsendararnir yrðu teknir í burtu með þessum hætti og ekki er vitað um afdrif þeirra. Það hlýtur að vera nokkuð óþægilegt að láta „kippa sér um borð“ með þeim hætti sem hér er greint frá, því þegar flugvélin fangar línuna er henni flogið á 150 hnúta, eða rúmlega 270 km hraða á klst. Gaffallinn framan á flugvélinni er notaður til að fanga linur sem helíumbelgir halda á lofti, og á hinum endanum eru ýmist menn eða vörur. Flugvélar af þessu tagi voru notaðar i tilrauninni til að bjarga bandarisku gislunum i tran i vetur. Nokkrar stuttar Mikill matur Tíu stærstu flugfélög Bandaríkjanna vörðu 200 milljónum dollara, eða 104 milljörðum króna í mat handa farþegum á fyrsta ársfjórðungi 1980. Flugfélögin fluttu 54 milljónir farþega á þessu tímabili sem jafngildir því að matarskammturinn hafi kostað félögin um 2000 krónur á farþega. Á sama tíma í fyrra vörðu sömu félög 179 milljónum til flugmatar. Flugfélög, sem aðeins fljúga innan viðkomandi fylkja, fluttu á fyrstu þremur mánuðum ársins 12,75 milljónir farþega og matarkaup þeirra námu 17,6 milljónum dollara, eða 9,2 milljörðum króna. Kínversk stæling á B-707 Fregnir frá Peking herma, að Kínverjar hafi framleitt þotu sem sé skrambi lík þotum af gerðinni Boeing-707. Sumar fregnir herma jafnvel að ýms tæknileg vandamál hafi gert það að verkum að þoturnar eru enn ófleygar, þ.e. Kínverjar hafi ekki þekkingu til að gera þær fleygar. Árið 1972 seldu Boeing-verksmiðjurnar Kínverjum 10 þotur af gerðinni B-707, og í kaupunum fylgdu óvenju margir varahreyflar. Formælandi Boeing hefur lýst yfir því, að verksmiðjurnar hafi enga vitneskju um umræddar þotur Kínverja. „Flestar farþegaþotur virðast eins í útliti í augum almennings," sagði hann. Boeing selur grimmt Pantaðar voru 227 farþegaþotur hjá Boeing-verksmiðjunum á fyrri helmingi ársins 1980, og er það talsverð aukning frá sama tíma árið áður er 148 flugvélar voru seldar. Þá voru afhentar 157 nýjar flugvélar á fyrri helmingi 1980 miðað við 140 í fyrra. Þær vélar, sem afhentar hafa verið á þessu ári, eru ein B-707, 70 af gerðinni B-727, 49 af gerðinni B-737 og 37 af gerðinni B-747. Gert er ráð fyrir að afhenda frá verksmiðjunum svipaðan fjölda af hverri tegund á seinni helmingi ársins. Boeing- verksmiðjurnar áætla að á næsta ári verði smíðaðar þrjár B-707, 105 af gerðinni B-727,107 af gerðinni B-737 og 63 af gerðinni B-747. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Plötur — þurrkaöur viöur Spónaplötur, sænsk 1. fl. vara á hagstæöu veröi. Krossviður, rásaöur og sléttur. Þurk. harðviöur (teak, abachi, maghoni, amerísk eik, júgósl. beyki). Þurkað oregon pine. Harðplast (printplast) í miklu úrvali. BMF og bulldog festingajárn. f PÁLL Þ0RGEIRSS0N fr C0 Ármúla 27 — Simar 34000 og 86100. K0SNINGASKRIFST0FA stuöningsmanna sr. Árna Bergs Sigur- björnssonar er í Þróttheimum viö Holta- veg. Upplýsingar og bílar í síma 82817. SAMEINUMST UM LÖGMÆTA KOSNINGU SR. ÁRNA BERGS SIGURBJÖRNSSONAR Studningsmenn. LADA 1600 LADA mest seldi bíllinn á íslandi ár eftir ár Tryggiö ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada 1200 Lada 1200 Station Lada 1500 Station Lada 1500 Topas Lada 1600 Lada Sport I.J. 2715 sendibíll Verö ca. kr. Verð ca. kr. Verð ca. kr. Verö ca. kr. Verö ca. kr. Verö ca. kr. Verö ca. kr. 4.120.000 4.355.000 4.805.000 4.775.000 5.085.000 6.585.000 3.010.000 I Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hí. SaðnHanðdiraMt U - Rejkjavík - Siml 38600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.