Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.10.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Nýr Escort FORD Escort hefur breytt um svip meö nýrri árgerö og er nú veriö aö kynna hann víöa um lönd. Aö sögn Fordumboösins, Sveins Egilssonar, veröur nokkur biö á því aö hann komi hingaö til lands og vörðust talsmenn um- boösins frétta um hugsanlegt verö, en veriö er aö fjalla um þaö um þessar mundir. Nýr jeppi frá Mitsubishi MITSUBISHI-bílaverksmiöjurnar japönsku munu á næsta ári setja þennan lögulega jeppa á markaðinn en hann heitir Pajero II. Aö sögn Sigfúsar Sigfússonar, framkvæmdastjóra Heklu hf., sem hefur umboö fyrir Mitsubishi, verður hægt að fá hann bæöi eins og bílinn á myndinni, þ.e. með litlu húsi aö framan, eöa meö plasthúsi aftur úr. Þaö ætti því að vera tilhlökkunarefni fyrir þá sem vilja eiga litla jeppa, aö fá þessa nýjung, sem væntanlega veröur nokkuö ódýrari heldur en t.d. amerísku jepparnir. •** ■ SACHS SÍKurvegari i Evrópuralli varð sa nskur ökumaóur á Volvo 343. VOLVO umboöið kynnir á næstunni árgeröir 1981 í Volvo fjölskyldunni, en nokkuö er um breytingar á nýju árgerðunum og fær hver tegund sinn skammt. Nýir stuöarar eru á 240, 260 og 340 bílunum og á stærri bílunum eru nú svartar rendur kringum gluggana. Þá er á stærri gerðunum nýtt mælaborö og yfirbragö framhlutans er nokkuð breytt. Ný vél er í 264 GLE bílnum, B 28 E, 155 DIN hestöfl. Meöal nýjunga í 340 bílnum eru nýir litir, ný sæti og meira bil milli fótstiganna. PERINGE Walfridsson ökumaöur á Volvo 343 varö Evrópu- meistari í rallíkross akstri fyrir viku síöan, en úrslitakeppnin fór fram í Þýzkalandi. Haröasta keppni veitti Martin Schanche á Ford Escort og hafa þeir deilt meö sér forystunni í keppnum sumarsins. Volvo 343 bílar urðu einnig í 3., 4. og 5. sæti, en bílarnir eru knúnir Turbo vél, sem er 255 hestöfl. Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL meö nokkuö breyttu svipmóti eins ok sjá má. Volvo 244 árjterð 1981 — Breytt svipmót á nýrri árg. Volvo Space Wagon frá Mitsubishi: Plássið er nýtt til hins ftrasta ÞESSI sérkennilegi bíll mun væntanlega aka um götur hér á landi einhvern tíma á næsta ári, en hann heitir Super Space Wagon og er framleiddur hjá Mitsubishi-bílaverksmiöjunum japönsku. Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu hf., sem hefur umboð fyrir Mitsubishi hér á landi, sagöi í samtali viö Mbl., aö framhluti bílsins væri mjög svipaður og Mitsubishi Colt, sem mikið hefur verið seldur hér á landi. Þessi bíll væri hins vegar nokkru lengri og víðari til veggja. Hann er því nýttur til hins ítrasta hvaö pláss varðar. Hann er meö þremur sætarööum og getur því flutt allt aö átta manns meö ökumanni. Ilallmar tekur hér vlð ferðaatyrknum úr hendi Þórunnar Si^urðardóttur (jjaldkera FLÍ. Hallmar Sigurðsson f yrsti styrkþegi menningarsjóðs FLÍ HALLMAR Sigurðsson leik- stjóri hlaut fyrsta styrkinn, sem veittur er úr Menning- arsjóði Félags leikstjóra á íslandi. Hlaut hann ferðastyrk að upphæð kr. 600.000, sem hann hyggst nota til ferðar til Finnlands og V.-Þýzkalands þar sem hann mun kynna sér samstarf og samband á milli leikhúsa og kvikmyndagerðar. Einnig mun hann fylgjast með störfum nokkurra þekktra leikstjóra, sem vinna jöfnum höndum fyrir svið og kvik- myndir og leita svara við spurningunni: „Geta kvik- myndirnar notið af þeirri reynslu sem leikhúsin búa yfir og hvernig þá?“ Hallmar Sigurðsson lauk námi í leikstjórn við Dramat- iska Institutet í Stokkhólmi og hefur starfað hér á landi í u.þ.b. eitt ár. Hann setti í haust upp sýningu Leikfélags Reykjavíkur „Að sjá til þín, maður" og leikstýrir nú „Könnusteypinn pólitíska" hjá Þjóðleikhúsinu. Styrkurinn var afhentur þann 12. þ.m., en úthlutun úr sjóðnum skal jafnan fara fram í byrjun leikárs. í stjórn Menningarsjóðs Félags leik- stjóra á Islandi eru: Þórunn Sigurðardóttir, Sverrir Hólm- arsson og Jónas Jónasson. Erlingur Gíslason er formaður FLÍ. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.