Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 30

Morgunblaðið - 19.10.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 ÞESSAR vinstúlkur Unnur Maria Haraldsdóttir og Karen Linda Kinchin efndu til hlutaveltu að Sólheimum 23, Rvik, til ágóóa fyrir SjálfsbjörK. Fél. fatlaðra hér í bænum. Þær söfnuðu riimletca 19.400 krónum. ÞESSIR félaxar efndu til hlutaveltu til áxóða fyrir Rauða kross ísiands. — Strákarnir söfnuðu rúmleKa 8000 krónum. — Þeir heita Aðalsteinn Maack Pétursson, Einar Haukur Eiríksson, Elvar Jónsson ok Reynir Smári Reynisson. ÞESSAR unKU stúlkur efndu til hlutaveltu, til áKÓða fyrir Afríkuhjálp Rauða krossins, að Baldursgötu 21 hér í bænum. Þær söfnuðu rúmlcKa 38.000 krónum. — Telpurnar heita Gerða Th. Pálsdóttir, Kolbrún GuðlauKsdóttir ok Guðrún Maria FinnboKadóttir. í KÓPAVOGI, að ÞinKholtsbraut 39, efndu þessir strákar til hlutaveltu til áKÓða fyrir Afríkuhjálp R.K.Í. ok þeir söfnuðu 5000 krónum. — Þeir heita Jón Birjfir Gunnarsson, Rúnar BerK Guðleifsson ok Magnús Jónsson. ÞESSAR unKU stúlkur eÍKa heima vestur á Seltjarnarnesi. Þær héldu hlutaveltu til áKÓða fyrir Styrktarfél. vanKefinna ok söfnuðu þær 10.000 krónum. — Þær heita Hlín Ósk Þorsteinsdóttir. Bertha Johansen. Gyða Johansen ok Guðrún Gerður Steindórsdóttir. Það fer ekki á milli máia, að það er gott að fá heita súpu að borða, þegar kalt er í veðri. Því er það ágætis lausn að hafa súpu í hádcginu, þar sem svo víða er farið að hafa heitu máltíðina á kvöld- in, (að minnsta kosti hér í Reykjavík) og því eitt- hvað minna, fyrir þá, sem koma heim um há- degisbil úr vinnu eða skóla. Það er enga stund verið að skerpa undir súpupotti, og flestar súp- ur eru jafngóðar, þó þær séu látnar standa á plötu við mjög vægan straum. Handhægastar eru auðvitað pakkasúpurnar, þær má reyndar endurbæta með grænmetissoði ef til er o.fl. Það versta er, að aldrei veit maður hvað er i verksmiðjuframleiddum mat, þ.e. hvernig hráefnið er með- höndlað og hvað af bætiefnum hefur farið forgörðum við með- ferðina. Þetta er ekki sagt nein- um til hnjóðs, aðeins staðreynd sem flestum er ljós. Þó má reyndar fá allgóðar kraftsúpur í Bergljót Ingólfadóttir supa í hádeginu pökkum og endurbæta að smekk. Mín reynsla er þó sú, að yfirleitt sé gefinn upp alltof stuttur suðutími og slíkar súpur séu í raun allt annar matur ef þær eru látnar malla við vægan straum alllengi. Tómatsúpa á danska visu 1 dós tómastsafi (lk 1) 2 harðsoðin egg, dál. af rifnum grænum pipar, dál. rifinn sítrónubörkur, ræmur af skinku eða öðru kjöt- meti, ensk sósa, salt, pipar, rifin piparrót, örlítið af þeyttum rjóma. Egg, krydd og kjöt hitað í safanum, á hvern disk er síðan sett rjómatoppur og piparrótinni stráð yfir. Púrrusúpa 4 meðalstórar púrrur, 1 meðalstór laukur, 2—3 matsk. smjörlíki, 1 líter kjötsoð eða súputen. og vatn, 1 ‘k matsk. hveiti, örlítill rjómi, salt, pipar. Púrrurnar eru skornar í sneið- ar og brugðið í bráðið smjörlíkið í pottinum, án þess að þær brúnist, soðinu bætt út í og látið sjóða í ca. 20 mín. Hveiti hrært út í, bragðbætt með rjóma, kryddi og einni eggjarauðu ef vill. Karrý-súpa 2 laukar, xk rótarsellerí, 2 matsk. smjörlíki, 2—4 matsk, karrý 2 matsk. hveiti, 1 líter kjötsoð eða súputen. og vatn. 2—3 gulrætur, afgangur af soðnu eða steiktu hænsnakjöti, ef til er, dál. rjómi, salt og pipar. Laukurinn á að vera smátt saxaður, selleríið rifið gróft á járni og hvort tveggja sett á pönnu í smjörlíki, sem karrý hefur verið sett út í. Hveiti stráð yfir og hrært í, kjötkraftinum bætt út í og látið sjóða hægt í 10—15 mín., hrært vel í á meðan. Grænmeti og kjöt sett út í, skorið smátt og látið sjóða með, bragðbætt með salti og pipar, og örlitlum rjóma, ef vill. Borið fram með brauði og skál af grófu kókosmjölj, sem stráð er yfir súpuna á diskunum. Kálsúpa með skinku 'k meðal hvítkálshöfuð, 2 gulrætur, 2 púrrur, 1 matsk. smjörlíki, smábiti af skinku, 1 'k 1 vatn, eða kjötsoð, salt og pipar, dál. þurrkað merian. Kálið er skorið í ræmur, gul- ræturnar í teninga og púrrurnar í meðalþykkar sneiðar og öllu brugðið í smjörlíki nokkrar mín- útur á vægum straumi. Vatni eða kjötsoði hellt á og látið sjóða í ca. 15 mín. Ef til er afgangur af kjöti er það skorið í smábita og sett út í og látið hitna með, bragðbætt að smekk. Heitt osta- brauð með. Meira af samfest- ingxim... Það er ekki langt síðan. að minnst var á samfestinga hér á þessum stað og nú er hægt að bæta um betur og birta nýjar myndir af þessari tískuflík. Eins ok áður sagði, virðast samfest- ingar geta verið við hæfi við flest tækifæri, á öllum timum dags, þ.e. ef að slíkur klæðnaður klæðir o>? fellur manni í smekk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.