Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 27 Óvænt úrslit á öðru forgjaf arskákmótinu SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugleiða næsta sumar ligg- ur nú fyrir og hefur ferðaskrif- stofum og markaðsaðilum beggja vegna Atlantshafsins, svo og hér á landi, verið kynnt ferðatilhögun. Sumaráætlun félagsins er óvenju- lega snemma á ferðinni að þessu sinni. Brýna nauðsyn ber til að kynna hana sérstaklega vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur að undanförnu. Ennfremur vegna þeirra frétta sem sífellt berast úr flugheiminum þar sem aðstæður breytast dag frá degi. Eitt nýmæli er í sumaráætlun Flugleiða fyrir sumarið 1981, það eru vikulegar ferðir til Amster- dam en þangað verður flogið síðdegis á föstudögum. Evrópuflug Samkvæmt sumaráætlun sem nú liggur fyrir verður ferðafjöldi í viku sem hér segir: Til Kaup- mannahafnar verða níu ferðir, til Glasgow tvær ferðir, til Osló fjórar ferðir, til Stokkhólms þrjár ferðir, til London fimm ferðir, til Luxemborgar tíu ferðir, til Duss- eldorf tvær ferðir, til Frankfurt tvær ferðir, til Parísar ein ferð, til Amsterdam ein ferð, til Færeyja tvær ferðir og Narssarssuaq ein ferð. Ennfremur 50 leiguferðir milli Reykjavíkur og Kulusuk. Á þessum leiðum verður heldur minna sætaframboð en í fyrra- sumar. Þá voru sæti frá íslandi 4.562 en verða 4.434 næsta sumar. Ameríkuflug Næsta sumar er áætlað að fljúga daglega milli New York, Keflavíkur og Luxemborgar og að auki eina ferð milli Keflavíkur og New York. Þá er áætlað að fljúga tvær ferðir í viku Chicago — Keflavík — Luxemborg. Þetta er sami ferðafjöldi og sumarið 1980. Tekið skal fram að N-Atlants- hafsáætlun er gefin út með þeim fyrirvara sem samþykktur var á hluthafafundi Flugleiða 8. október sl. Sætaframboð á leiðinni Kefla- vík — Chicago er 498 í hvora átt og Keflavík — New York verur 1992 sæti. Flugvélakostur Flugleiðir munu nýta tvær DC- 8-63 flugvélar til flugs á Norður- James Bond lífgaður við London, 17. okt. — AP. JAMES Bond er að koma aftur og hefur enn drápsleyfi sitt í fullu gildi, en að öðru leyti nokkuð breyttur: hann er kurt- eisari og tiliitssamari við konur, drekkur færri vodka-martini- sjússa og hann reykir nú sigar- ettur með filter. John Gardncr, brezkur höfund- ur margra metsölubóka, hefur verið valinn af Bókmenntafélagi Ians sáluga Flemings til að endurvekja James Bond i þremur bókum. „Við tökum hann þar sem frá var horfið í kringum 1960 og færum hann til nútímans,“ sagði Gardner og kvaðst hugsa gott til að skrifa bækurnar. bað yrði töluverður vandi tæknilega séð, en hann vænti þess að honum myndi hvergi skeika. Atlantshafsleiðinni þ.e. milli Lux- emborgar, Keflavíkur og þaðan til New York og Chicago næsta sumar. Til flugs á Evrópuleiðum nýtir félagið eina Boeing 727-200, eina Boeing 727-100 og eina DC-8-63 að hluta. Sölustarfsemi vegna sumar-' áætlunar Flugleiða næsta sumar er nú þegar í fullum gangi í Evrópu og Ameríku, en þar var hún kynnt fyrir síðustu helgi. Á sama tíma var áætlunin kynnt íslenskum ferðaskrifstofum á fundi í Reykjavík. ANNAÐ forgjafarskákmótið. sem fram fór siðastliðið mánudags- kvöld i Félagsstofnun stúdenta. bauð upp á óvænt úrslit. Þátttak- endur voru 24 talsins. Efstir og jafnir að vinningum urðu þeir Björn Ó. Hauksson, Þor- lákur Magnússon og Friðjón Þór- hallsson með 5 vinninga af 6 mögulegum. Björn og Þorlákur hafa aðeins um 1550 stig en Friðjón hefur tæp 1900 stig. Athyglisvert er, að stigahæstu keppendurnir urðu að lúta í lægra haldi að þessu sinni, svo sem Ásgeir Þór Árnason (2315) hinn kunni ritstjóri tímaritsins Skák, Jóhann Þórir Jónsson (2120) og þjóðsagnapersónan Benóný Bene- diktsson (2190), einnig hinn efnilegi Róbert Harðarson varð af verð- launasætinu í þetta sinn. Sýnt er að óvíst er um úrslit í þessum mótum, þrátt fyrir mikinn stigamismun keppenda. Væri gaman að fá að sjá hvernig þeim allra stigahæstu myndi reiða af í baráttunni við smáfuglana með l'/z mínútu gegn 28‘£. Næsta forgjafarskákmót verð- ur á mánudagskvöldið kl. 20 á sama stað og eru menn minntir á að mæta með töfl og klukkur. Þátttökugjald er það sama og hefur verið, 1500 kr. og 2000 kr. fyrir þá sem ekki koma með tafl og klukku. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.